Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Blaðsíða 26
Landsliðshetjan Aron Pálmars- son heldur upp á tvítugsafmæli sitt með pompi og prakt á föstu- daginn kemur. Það er þó ekki bara stórafmæli sem Aron heldur upp á því veislan ber yfirskrift- ina afmælis-, Evrópumeistara-, Þýskalandsmeistara-, nýliða- veisla. Aron varð nefnilega Þýskalandsmeistari og sigraði í Meistaradeild Evrópu með liði sínu Kiel í vetur. Þá var hann auk þess valinn nýliði ársins í deildinni. Veislan mikla verður haldin á Hverfisbarnum og hefur handboltasjarmörinn ungi boðið fjöldanum öllum af fólki til þess að fagna með sér. Þar á meðal eru margir þjóðþekktir Íslendingar. Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra var með töflufund á Hrafn istu í Reykjavík í gær áður en leikur Hollands og Úrúgvæ hófst í undanúrslitum HM í knattspyrnu. Steingrímur spáði þar í spilin og útskýrði leikskipulag liðanna, velti fyrir sér helstu styrkleikum þeirra og veikleikum og svaraði spurning- um heimilismanna. Einnig var spáð í framvinduna og hugsanleg vafa- atriði í hálfleik og í leikslok. Leikurinn var sýndur á breið- tjaldi og horfðu fjölmargir heim- ilismenn á rimmuna og hlýddu á ráðherrann. Var mál manna að Steingrímur hefði staðið sig fram- úrskarandi vel í spekúlasjónunum, sem ætti svo ekki að koma á óvart í ljósi þess að hann starfaði sem íþróttafréttamaður á Ríkissjónvarp- inu snemma á níunda áratugnum. Leikurinn endaði með 3:2 sigri Hol- lands. Mikill knattspyrnuáhugi er á Hrafnistu og fjöldi heimilisfólks hefur ekki misst af einum einasta leik það sem af er HM. Í dag, mið- vikudag, verður svo Bjarni Felixson íþróttafréttamaður með töflufund á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir undan- úrslitaleik Spánar og Þýskalands. kristjanh@dv.is Aron fAgnAr Heimilisfólk á Hrafnistu fékk fótboltafræðslu úr óvæntri átt: Bergur Ebbi Benediktsson, uppi- standari og söngvari Sprengju- hallarinnar, er einlægur að- dáandi þýska landsliðsins í fótbolta. Svo mikill reyndar að prófílmynd hans á fésbókinni er þjóðfáni Þýskalands. Það ber því vel í veiði fyrir Berg sem staddur er í Berlín þessa dagana ásamt nokkrum uppistöndurum, á sama tíma og þýska liðið gæti verið að landa heimsmeistara- titlinum í knattspyrnu. Eins og flestum er kunnugt spilar liðið til undanúrslita við Spánverja á HM í Suður-Afríku í kvöld. Berg- ur segist á fésbókarsíðu sinni ætla að horfa á leikinn á Straße des 17. Juni, eða 17. stræti, sem er breiðgata í miðborg Berlínar þar sem leikir liðsins eru sýndir á breiðtjaldi. 26 fólkið 7. júlí 2010 miðvikudagur frægir í fótbolta: ráðherrA með töflufund Í boltAnum Í berlÍn M agnús Scheving var áberandi í Úrvalsliði Íslandsdeildar Amnesty International sem keppti góðgerðaleik á Akur- eyri um helgina. Leikurinn var partur af N1-mótinu í fótbolta þar sem ungir drengir í fimmta flokki karla öttu kappi. Úrvalsliðið keppti á móti gömlum kempum úr liði Þórs og endaði þessi hörkuleikur með jafntefli, 4-4. Magnús sýndi listir sínar á vellinum en hann hefur alla tíð verið þekktur fyrir lík- amlegt atgervi. Fyrst sem þolfimikeppandi og síðar sem sjálfur Íþróttaálfurinn. Magn- ús beitti ansi frumlegum aðferðum við að verjast hornspyrnum auk þess sem hann tók innköst með heljarstökki. Fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar voru í liði Amnesty en leikurinn var til styrkt- ar átaki samtakanna sem kallast Stand Up United. Aðrir sem skipuðu liðið voru Halla Gunnarsdóttir fyrirliði, Gísli Örn Garðars- son, Nína Dögg Filippusdóttir, Þóra Arn- órsdóttir, Saga Garðarsdóttir, Börkur Gunn- arsson, Björn Ingi Hilmarsson, Jóhann G. Jóhannsson, Ingvar E. Sigurðsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Davíð Stefánsson, Pétur Blöndal, Ragnar Bragason, Höskuldur Þór Þórhallsson og Ari Matthíasson. mAggi fór á kostum Magnús Scheving fór á kostum í góðgerðaleik Íslandsdeildar amnesty international á n1-mótinu á akureyri um helgina. fjöldinn allur af landsþekktum Íslendingum var í úrvalsliði amnesty sem keppti á móti gömlum Þórskempum. leikurinn var til styrktar stand up united átaki amnesty en leikurinn var fjörugur og endaði 4–4. Alvöruinnkast Magnús átti ekki í erfiðleikum með eitt stykki heljarstökk. Magnús Scheving Verst hornspyrnu á frumlegan hátt Þóra Arnórsdóttir Sýndi lipra takta með boltann. Tekist á Magnús sendir Sveini Pálssyni léttan tóninn. Halla Gunnarsdóttir fyrirliði Er þekkt fyrir að vera hörð í boltanum. Spekúlerað Góður rómur var gerður að rýni ráðherrans í rimmu Hollands og Úrúgvæ. MYND SiGTrYGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.