Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Blaðsíða 20
Rokkhátíðin Eistnaflug í Neskaupstað hefst á morgun: Eistnaflug á hærra plani OrgElandakt í kristskirkju Orgelandakt verður haldin hvern miðvikudag í júlí og ágúst í Dóm- kirkju Krists konungs í Landa- koti í Reykjavík (Landakotskirkju). Andaktin verður haldin í hádeginu, milli klukkan 12 og 12.30, og fer sú fyrsta fram í dag. Ýmsir organistar og tónlistarmenn leika. Aðgangur er ókeypis og öllum frjáls. nýr fram- kvæmdastjóri ÞjóðlEikhúss Ari Matthíasson er nýr fram- kvæmdastjóri Þjóðleikhússins. Starf framkvæmdastjóra við Þjóð- leikhúsið var auglýst laust til um- sóknar í lok maímánaðar og rann umsóknarfrestur út þann 14. júní. Tuttugu og fimm umsóknir bárust. Ari er menntaður leikari, með BFA-gráðu í leiklist frá Leik- listarskóla Íslands, MBA-gráðu í stjórnun og rekstri frá Háskólan- um í Reykjavík og M.Sc-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands. Ari starfaði sem leikari í fjölda ára og tók meðal annars þátt í um fjörutíu uppfærslum í atvinnu- leikhúsum. Hann hefur einnig leikið í kvikmyndum og sjónvarpi og unnið sem leikstjóri, auk þess að hafa staðið að framleiðslu sýn- inga og leikhúsrekstri. söngvaskáld á gónhól Söngvaskáldin Uni og Jón Tryggvi ætla að slá upp tónleikum á Gónhól á Eyrarbakka næsta föstudagskvöld klukkan 20.30. Uni og Jón Tryggvi gáfu bæði út sínar fyrstu sólóplötur í desember síðastliðnum og leika lög af þeim á tónleikunum. Aðgangur er ókeypis. Þess má geta að söngva- skáldin tvö eru búsett á Eyrarbakka þessa dagana í listamannaíbúð þar í bæ. Þar vinna þau að dúettplötu sem varð að hluta til til á tónleika- ferð þeirra um Ameríku í vor. 20 fókus 7. júlí 2010 miðvikudagur Þrjár vikur á tOppnum Þriðja myndin í Toy Story-kvikmyndabálkinum er enn vinsælasta myndin á Íslandi, þriðju vikuna í röð. Nú hafa ríflega 31 þúsund manns séð þennan þriðja hluta um ævintýri Bósa ljósárs, Vidda kúreka og félaga þeirra. Í öðru sæti á aðsóknarlista kvikmyndahúsanna fyrir síðustu helgi er The Twilight Saga: Eclipse sem er ný á lista líkt og myndin sem kemur þar á eftir, Killers. Grown Ups fellur um tvö sæti og situr nú í því fjórða. A-Team er í fimmta sæti, með ellefu þúsund gesti á þeim þremur vikum sem hún hefur verið í sýningum. hvað hEitir lagið? „Þrátt fyrir alla reiði mína er ég enn bara rotta í búri.“ Svar: Bullet With Butterfly Wings Veistu hvað hljómsveitirnar Sólstaf- ir, Reykjavík!, Dr. Spock, Moment- um, Sororicide, Kolrassa krókríðandi, Mínus og Celestine eiga sameiginlegt fyrir utan að vera þrusugóðar? Þær spila allar á tónlistarhátíðinni Eistna- flugi sem haldin verður í Neskaupstað um helgina. Fyrir hátíðina í  ár segj- ast hátíðarhaldarar svo færa sig á enn hærra plan en áður og flytja til lands- ins eitt af flaggskipum þungarokks- ins, sjálfa Napalm Death. Hin íslensk/ norska sveit Fortíð er einnig væntan- leg og rjóminn af íslensku þungarokki eins og það leggur sig. Tónlistarhátíð er kannski ekki al- veg rétta orðið yfir Eistnaflug; rokkhá- tíð á betur við þar sem sú tónlistarteg- und verður í hávegum sem fyrr. Rokk í þyngri kantinum er yfirleitt mest áberandi, en nær allur skali rokktón- listarinnar er þó spannaður. Hátíðin stendur frá fimmtudegi til laugardags og spilar tugur til tylft hljómsveita hvern dag. Mannfjöldinn í Neskaup- stað hefur nær tvöfaldast þessa helgi frá því Eistnaflugið var sett á laggirnar og er mikið líf og fjör í bænum. Það stefnir hraðbyri í að það verði uppselt á hátíðina í líkt og í fyrra og mun nú öll aðstaða verða bætt enn frekar. Má nefna að tjaldsvæði verður afmarkað og verður þar gæsla á öllum tímum sólarhringsins, gæsla og dyra- varsla í Egilsbúð verður hert, hljóð- kerfi og ljósabúnaður bættur enn frekar og „stuðið, rokkið og skemmt- unin enn geðveikari en nokkru sinni áður“, segir á vefsíðu Eistnaflugs. Miðasala fer fram á midi.is. Miða- verð er sá skemmtilegi krónufjöldi, 6.666. kristjanh@dv.is Slamm Engin orð fá betur lýst stemning- unni á Eistnaflugi en þessi mynd sem tekin var á hátíðinni í hitteðfyrra. Nú styttist óðum í Alþjóðlega kvik- myndahátíð í Reykjavík, en hátíðin verður haldin dagana 23. september til 3. október næstkomandi. Dagskrá hátíðarinnar er í mótun, en búist er við því að um hundrað kvikmyndir verði sýndar á hátíðinni í ár. Nú þeg- ar hafa átján myndir verið staðfestar, og eru nokkrar afar áhugaverðar þar á meðal. Fyrst ber að nefna hina afar umdeildu dönsku heimildamynd Armadillo, sem fjallar um stríðið í Afganistan með algjörlega nýjum hætti. Myndin var frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Cannes nú í vor og vakti strax mjög hörð viðbrögð. Í myndinni fylgir leikstjórinn, Janus Metz, dönsku hermönnunum Mads og Daniel eftir um Helmand-hérað- ið, en þeir hafa bækistöðvar í her- stöðinni Armadillo þar sem hart er barist við liðsmenn talibana. Smátt og smátt láta þeir Mads og Daniel stríðið ná tökum á sér og í kjölfarið framkvæma þeir hluti sem vakið hafa hneykslun í Danmörku, bæði meðal almennings og háttsettra embættis- og stjórnmálamanna. Vinterberg og Valdís Önnur dönsk mynd sem sýnd verð- ur á RIFF er hin dramatíska Submar- ino, sem Valdís Óskarsdóttir klippti. Myndin er eftir Thomas Vinterberg og var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín í febrúar þar sem hún tók þátt í keppninni um Gullbjörninn. Vint- erberg leikstýrði meðal annars hinni rómuðu Festen sem Valdís klippti einnig. Submarino segir frá tveim- ur bræðrum sem gengu í gegnum mikla erfiðleika á æskuárunum. Ungir að árum voru þeir skildir að í kjölfar mikils áfalls sem reið yfir fjölskylduna. Í dag er annar þeirra ofbeldishneigður og langt leiddur áfengissjúklingur á meðan hinn er einstæður faðir sem glímir við eit- urlyfjafíkn um leið og hann reyn- ir að framfleyta syni sínum. Þegar þeir bræður hittast svo eftir langan aðskilnað er ljóst að einhvers konar uppgjör mun eiga sér stað. En upp- gjör við hvað? Verðlaunamynd og sálareldhús Verðlaunamyndin R er ein danska myndin sem sýnd verður á RIFF. Þar er á ferðinni frumraun þeirra Tobias Lindholm og Michaels Noer, en myndin hefur slegið rækilega í gegn og hlaut meðal annars verð- laun sem besta norræna myndin á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg fyrr á þessu ári. Myndin segir frá ungum manni sem lendir í fangelsi eftir að hafa framið alvarlega lík- amsárás. Hann hefur mikið sjálfs- traust og lítur vel út en þarf að taka á öllu sínu til þess að lifa af í einu harðskeyttasta fangelsi Danmerk- ur. Þar kynnist hann líka ungum múslima sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf hans innan múra fangels- isins. Meðal annarra mynda má nefna Soul Kitchen eftir þýska leikstjór- ann Fatih Akin en myndir hans hafa verið sýndar á fyrri hátíðum, heimildamyndirnar The Genius and the Boy eftir sænska leikstjór- ann Geniet Och, og Good Fortune eftir Landon Van frá Bandaríkjun- um. Ný heimasíða Eins og greint var frá fyrir skömmu mun Cameron Bailey, stjórnandi Al- þjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Toronto, sitja í dómnefnd RIFF-há- tíðarinnar í ár. Mikill fengur þykir í komu Baileys hingað til lands, enda hefur hróður Toronto-hátíðarinnar vaxið mjög á undanförnum árum. Loks má geta þess að ný heima- síða Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík er komin í loftið, en hana má sjá á riff.is. Þar má finna upplýs- ingar um hátíðina af ýmsu tagi, en ítarleg dagskrá hátíðarinnar verður birt þar þegar nær dregur. kristjanh@dv.is mynd að kOmast á riff-hátíðina Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, er óðum að taka á sig mynd þetta árið. Átján myndir hafa verið staðfestar, þar á meðal hin umdeilda heimildamynd Arma dillo sem sýnir danska hermenn í Afganistan gera hluti sem ekki þykja til eftirbreytni. Armadillo Sumt af því sem sést í heimildamynd Janus Metz um her- menn í Afganistan hefur hneykslað marga. MYND LArS Skree

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.