Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Page 3
miðvikudagur 7. júlí 2010 fréttir 3 TÓK MYNTKÖRFULÁN FYRIR HLJÓÐFÆRUM Ellen Kristjánsdóttir Skuld- ar sjálf gengistryggt lán sem hún tók ásamt eiginmanni sínum Eyþóri Gunnarssyni vegna bíls og hljóðfæra. Í kröppum dansi „Mér var rosa- lega illt og þótti þetta leiðinlegt,“ segir Ellen um það þegar lögreglu- maður snéri upp á hönd hennar. Einhver heima? Þessi mótmælandi vildi ganga úr skugga um að einhver væri inni í Seðlabankanum. Einn mótmælandinn ók mótorhjóli sínu á hurðina í mótmælunum á mánudag en hafði ekki erindi sem erfiði. Galað og gongað Menn göluðu ókvæðisorð í garð Seðlabankans á meðan barið var duglega í gongið. Systkini og þingmaður Þarna má sjá systkinin tónelsku Ellen og Kristján Krist- jánsbörn mótmæla fyrir utan Seðlabankann ásamt Birgittu Jónsdóttur þingmanni Hreyfingarinnar. „Fullt af fólki búið að hengja sig“ „Þetta skilar því kannski að það komi meira af fólki. Svo vonar maður bara að það komi alvöru agressíft fólk inn á milli sem læt- ur til sín taka. Ég vil bara sjá bein- ar aðgerðir,“ sagði Sturla Jóns- son vörubílstjóri sem lét mikið til sín taka þegar búsáhaldabylt- ingin stóð sem hæst. Hann var viðstaddur mótmælin fyrir utan Seðlabanka Íslands á þriðjudag. „Lagasetningar stjórnmálamanna og fjármálafyrirtækja hafa stuðl- að að því að það er fullt af fólki búið hengja sig upp í stofunni heima hjá sér. Er það réttlætan- legt?“ Sturla segir ljóst að ef ekki eigi að virða dóm Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána sé réttast að hleypa föngum á Litla- Hrauni út sem hafa verið dæmd- ir þangað til vistunar í Hæstarétti Íslands. adalsteinn@dv.is m yn d ir h ö rð u r Sv Ei n SS o n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.