Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Page 4
4 fréttir 7. júlí 2010 miðvikudagur
Gæti misst
Galtalækjarskóg
Svo gæti farið að Karl Wernersson
missti Galtalækjarskóg sem hann
keypti árið 2007. Þrotabú Milestone
hefur höfðað mál á hendur honum
þar sem það telur að hann hafi greitt
lánið sem hann fékk frá Milestone til
að kaupa landið með ólöglegum arð-
greiðslum. Í frétt RÚV í gær kom fram
að kaup Karls á landinu hefðu verið
að hluta eða öllu greidd með lánum
frá Milestone.
Í DV á mánudag kom fram að Karl
hefði fengið á milli fjórar og fimm
milljónir fyrir útihátíð sem haldin var
á landi hans í Galtalækjarskógi.
Margir sáttir
við tilmælin
Haraldur Ólafsson, forstöðumaður
verkefna- og þjónustusviðs hjá SP-
Fjármögnun, segir að margir við-
skiptavinir fyrirtækisins séu sáttir við
tilmæli Seðlabankans og Fjármálaeftir-
litsins og hafi leitað eftir því að ganga
frá samningum sínum við fyrirtækið.
Haraldur segir að stefnt sé að
því að greiðsluseðlar verði sendir út
samkvæmt tilmælum Seðlabankans
og Fjármálaeftirlitsins 1. septemb-
er næstkomandi. Segir hann að þetta
verði gert þangað til Hæstiréttur leysi
úr þeim réttarágreiningi sem stendur
eftir um dóm um ólögmæti gengis-
tryggingar lána.
Segir stjórnkerfið
alvarlega sjúkt
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinn-
ar, vandar ríkisstjórninni ekki kveðj-
urnar vegna tilmæla Seðlabankans
og Fjármálaeftirlitsins um vaxtavið-
mið vegna gengistryggðra lána.
„Hugleysi ríkisstjórnarinnar [...] er
orðið slíkt að þeir þora ekki lengur að
tala íslensku og hafa nú gefið út fyrir-
mæli sem heita tilmæli,“
segir Þór á bloggsíðu
sinni. Hann segir
að embættiskerf-
inu hafi ekki tekist
að rökstyðja hvers
vegna tilmæli þess
um vexti séu rökrétt.
Stjórnkerfi sem geti
sett slíkt ferli
af stað sé
„alvarlega
sjúkt“.
Viðskiptavinir Toyota-umboðsins fá
reikninga frá eignarhaldsfélaginu M.
Kristinssyni ehf. þegar þeir skipta við
umboðið. Félagið heitir eftir útgerðar-
manninum og fjárfestinum Magnúsi
Kristinssyni frá Vestmannaeyjum sem
var eigandi Toyota hér á landi fyrir
hrun.
Viðskiptavinur umboðsins sem fór
með bíl sinn í viðgerð hjá Toyota fyrir
skömmu hafði samband við DV til að
greina frá þessu. Hann var ekki sátt-
ur við að greiða reikninga sem gefn-
ir væru út af þessu félagi vegna þess
hversu skuldsettur Magnús er, en fyr-
ir liggur að afskrifa þarf stóran hluta af
um 50 milljarða króna skuldum hans
við gamla Landsbankann.
Maðurinn tók það þó fram að hann
væri afar sáttur við þjónustu Toyota
en að nafnið á eignarhaldsfélaginu
sem rukkar fyrir þjónustu fyrirtækis-
ins væri ekki heppilegt í ljósi íslenska
efnahagshrunsins. Forstjóri Toyota,
Úlfar Steindórsson, segist skilja að
viðskiptavinir félagsins séu ekki sáttir
við að greiða reikninga sem gefnir séu
út af þessu félagi og að þessu verði lík-
lega breytt á næstunni.
Magnús Kristinsson var einn
skuldugasti maðurinn í íslenska
bankakerfinu á árunum fyrir efna-
hagshrunið. Hann var einn af eig-
endum fjárfestingarfélagsins Gnúps
sem fjárfesti í hlutabréfum FL Group
og Kaupþingi. Félagið var fyrsta stóra
íslenska fjárfestingarfélagið sem fór á
hliðina og markaði fall þess í ársbyrj-
un 2008 upphafið að íslenska efna-
hagshruninu.
Ekki búið að breyta nafninu
Úlfar segir að nafnið á fyrirtækinu sé
tilkomið vegna þess að Magnús hafi
átt Toyota og ekki sé búið að breyta
nafninu enn þá. Kröfuhafar Toyota,
nýi og gamli Landsbankinn, ætla sér
að selja umboðið á næstunni upp í
skuldir Magnúsar við bankana. Kröfu-
hafarnir hafa ekki getað tekið Toyota-
umboðið yfir vegna þess að höfuð-
stöðvar Toyota í Evrópu setja sig upp
á móti því að bankar eigi Toyota-um-
boð. Því þarf að selja umboðið til ann-
ars einkaaðila, þó ekki banka, án þess
að nýi og gamli Landsbankinn taki
það nokkurn tímann formlega yfir.
„Þetta eru tvö fyrirtæki. Annars
vegar Toyota á Íslandi, sem er inn-
flutningsfyrirtækið, og síðan er M.
Kristinsson, sem er skilgreindur sem
söluaðili, en það sér um að selja bíl-
ana og þjónusta þá,“ segir Úlfar en það
var seinna félagið sem sendi út reikn-
inginn sem viðskiptavinur Toyota var
ósáttur við að fá. „Nafnið á þessu fé-
lagi er einfaldlega tilkomið vegna þess
að Magnús átti þetta og því hefur ekki
verið breytt enn þá,“ segir Úlfar.
Hann segir að nafnið á félaginu
eigi rætur sínar að rekja til ársins 2006
þegar Toyota-umboðinu var skipt upp
í tvö félög, Toyota á Íslandi og svo M.
Kristinsson ehf. „Nafnið á Magnúsi
var bara notað, eins frumlegt og það
nú er,“ segir Úlfar.
Magnús á enn
innflutningsfyrirtækið
Úlfar segir að Magnús eigi þó enn þá
innflutningsfyrirtækið formlega séð
vegna andstöðu Toyota í Evrópu við
að bankar eigi innflutningsfyrirtæki
Toyota hér á landi. „Hann tengist
söluaðilanum ekki beint en er form-
lega í rauninni enn þá eigandi að inn-
flutningsfyrirtækinu. Það hefur ekki
verið klárað enn þá. Það er félagið
sem Landsbankinn hefur verið með í
undir búningi að setja í söluferli,“ segir
Úlfar en hann segir að það sama gildi
um Toyota í Evrópu og mörg önnur
sérleyfisfyrirtæki. „Þau eru öll sam-
mála um það að það henti ekki að
bankar eigi fyrirtæki,“ segir forstjórinn.
En hver er aðkoma Magnúsar
Kristinssonar að Toyota-umboðinu í
dag? „Engin,“ segir Úlfar en bætir við
í gríni að það eina sem í raun tengi
Magnús við Toyota-umboðið í dag sé
að Magnús keyri um á Toyota. „Nafnið
er bara eitthvað sem er enn þá á félag-
inu. Við erum búnir að vera að velta
þessu fyrir okkur í töluverðan tíma, að
breyta um nafn á félaginu, en það hef-
ur ekki verið klárað. Þetta er kannski
ekki rétt gagnvart neinum, meðal ann-
ars Magnúsi, og ég reikna með að við
breytum þessu á næstunni. Ég ætla
að taka upp þessa umræðu hér inn-
anhúss,“ segir Úlfar og bætir því við
að Toyota hafi þó ekki fengið margar
kvartanir út af nafninu.
VIÐSKIPTAVINIR TOYOTA
BORGA M. KRISTINSSYNI
Forstjóri Toyota, Úlfar Steindórsson, segist skilja að ekki sé heppilegt að viðskipta-
vinir fyrirtækisins fái reikninga frá eignarhaldsfélagi sem nefnt er eftir Magnúsi
Kristinssyni, fráfarandi eiganda þess. Til stendur að selja Toyota á Íslandi en Magnús
á félagið enn vegna þess að Toyota í Evrópu vill ekki að bankar eignist Toyota-umboð.
ingi f. vilhjálMSSon
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
Engin aðkoma Úlfar segir að Magnús tengist Toyota ekki neitt í dag þó svo að hann
sé enn skráður eigandi innflutningsfyrirtækisins. Eina tenging Magnúsar við Toyota
sé að hann aki um á Toyota-bíl.
Ósáttur við að greiða M. Kristinssyni Einn viðskiptavina Toyota segist hafa verið ósáttur við að fá reikninga frá eignarhaldsfélaginu M.
Kristinssyni ehf. Forstjóri Toyota segist skilja að ekki sé heppilegt að innheimtuaðili Toyota sé nefndur eftir Magnúsi og að því verði breytt.
Nafnið á þessu félagi er einfald-
lega tilkomið vegna
þess að Magnús átti
þetta og því hefur ekki
verið breytt enn þá.
„Skarfar eins og ég sem eru komn-
ir með yfir 15 ár í starfsaldur eru
komnir í hæsta launaflokk sérfræði-
lækna með kr. 533.157 á mánuði,“
segir Sigurður Böðvarsson krabba-
meinslæknir sem lætur ýmis stór orð
falla um starfsumhverfi og launamál
lækna á Íslandi í viðtali við Lækna-
blaðið. Hann mun hætta störfum
hjá Landspítalanum á næstunni,
því hann hefur fengið stöðu við
Gunder son-sjúkrahúsið í Wiscon sin
í Bandaríkjunum. Í viðtalinu segir
hann meðal annars frá vaktakaupi.
„Jafnaðarkaup á þessum vöktum
er nú 1.910 krónur, 25 aurar á klukku-
stund. Um daginn var ég á helgar-
vakt og gekk stofugang laugardag og
sunnudag á hóp 19 sjúklinga sem
voru vafalaust í hópi veikustu sjúk-
linga spítalans [...] Dóttir mín vann
á sama tíma við að afgreiða kaffi og
kleinur í Húsdýragarðinum fyrir
1.850 krónur á tímann.“
Sigurður segist ekki skilja hvernig
ungt fólk eigi að geta lifað á Íslandi.
Sjálfur hafi hann eytt miklu púðri í 15
ára sérnám í krabbameinslækning-
um, sem hafi ekki verið námslána-
hæft að öllu leyti, og hafi lítið upp-
skorið síðan. „Persónulega tók ég
24,3 milljónir til húsnæðiskaupa rétt
áður en ballið byrjaði sumarið 2004.
Þetta er hagstæðasta lán sem hægt er
að fá á Íslandi, í íslenskum krónum,
verðtryggt og „aðeins“ 4,15% vext-
ir. Á þeim sex árum sem nú eru liðin
síðan ég tók lánið hef ég greitt rúm-
ar 10 milljónir inn á höfuðstólinn.
Árangurinn af því nú er sá að í stað
þess að hann hefði lækkað um ein-
hverjar milljónir eins og maður hefði
vænst í siðuðu samfélagi er hann nú
kominn í rúmlega 31 milljón króna.
Mér þykir ólíklegt að ungt fólk flykk-
ist hingað heim úr námi upp á þessi
kjör nema þá að því hafi tæmst ein-
hvers staðar góður arfur.“
helgihrafn@dv.is
Sigurður Böðvarsson fær starf í Bandaríkjunum:
Sérfræðilæknir flýr land
flýr land Krabbameinslæknirinn Sig-
urður Böðvarsson hefur ákveðið að flýja
land vegna erfiðra aðstæðna á Íslandi.
• Dregur úr vöðvaspennu
• Höfuð- háls- og bakverkjum
• Er slakandi og bætir svefn
• Notkun 10-20 mínútur í senn
• Gefur þér aukna orku og vellíðan
Verð: 9.750 kr.
Nálastungudýnan
Opið virka daga frá kl. 9 -18
Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is