Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Side 10
Arnar Geir Kárason hætti að borga af bílaláni sem hann tók hjá Avant og Lýsingu fyrir um hálfu ári. Hon- um var hótað því að hann yrði svipt- ur bílnum myndi hann ekki greiða af láninu. Í byrjun júní tók hann upp tvö samtöl sem hann átti við Lárus Viggós son, eiganda Vörslusviptingar. Þar hótaði Lárus Arnari því að hann myndi taka bílinn af honum. Lárus sagðist ekki þurfa dómsúrskurð til þess. Þeir ræddu saman viku áður en Hæstiréttur kvað upp dóm sinn um ólögmæti gengistryggðra lána. Lárus færði þau rök fyrir máli sínu að Arnar væri ekki skráður eigandi að bílnum vegna þess að Arnar hefði bif- reiðina á kaupleigu. Því hefði Arnar aðeins umráðarétt yfir bílnum. Lýs- ingu væri því frjálst að taka bifreiðina stæði Arnar ekki við skilmála samn- ingsins. Eftir að hafa þrætt við Arnar í um klukkustund sagðist Lárus hins vegar ætla með málið í innsetningu. Innsetning krefst aðfararheimildar. Stenst ekki lög Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda, hefur bent á að vörslusvipt- ingar sem þessar af hálfu eignaleigu- fyrirtækja án atbeina sýslumanns og án dómsurskurðar standist ekki lög. Byggir Gísli þá afstöðu einkum á því að í fullnusturéttarfari þurfi beina lagaheimild eigi aðför að eiga sér stað. Gísli segir að með umráðarétti fáist óbeinn eignarréttur. Gísli vakti máls á því opinberlega í apríl hvort fjármögnunarfyrirtæk- in hefðu gerst skaðabótaskyld þeg- ar þau sviptu fólk eigum án þess að hafa til þess aðfararheimild. Hann segist vita til þess að fjármögnunar- fyrirtækin hafi notast við þessa starfshætti í víðtækum mæli. Mjög margir skuldarar hafi afhent eigurn- ar án þess að krefjast aðfararheim- ildar. Gísli hefur vakið athygli á því að neytendur geti átt bótarétt og um- ráðarétt yfir bifreiðunum aftur telj- ist þeir hafa greitt upp skuldina auk þess sem eigurnar hafi verið tekn- ar af þeim með ólögmætum hætti í sumum tilfellum. Vildi ekki tjá sig Þegar DV hafði samband við Lárus á þriðjudag og óskaði þess að ræða við hann um starfsemi fyrirtækis- ins vildi hann ekki tjá sig við blaðið. Hann sagði það ekki þjóna neinum tilgangi. Hann lagði á áður en DV gat nefnt upptökurnar. Samkvæmt ársreikningi frá árinu 2007 hafði fyrirtækið tæpar fimmtíu milljónir króna í rekstrartekjur. Um sex milljóna króna tap var á rekstri fyrirtækisins þá þegar tillit hafði ver- ið tekið til fjármagnsliða. Fyrir dómstóla Arnar Geir segist ætla með mál sitt fyrir dómstóla ef þess þarf og láta þá skera úr um málið. Hann samþykkir ekki þau tilmæli sem Fjármálaeftir- litið og Seðlabanki Íslands hafa veitt fjármögnunarfyrirtækjum. Hann segir átjándu grein laga um vexti og verðtryggingar ekki eiga við. „Ég gæti sleppt því að borga af láninu í sex mánuði til viðbótar án þess að fara í vanskil miðað við þá upphæð sem ég á inni hjá þessum fyrirtækjum,“ segir hann. Arnar Geir segist ætla að taka á móti fulltrúa Vörslusviptingar ætli hann að taka bílinn af honum. „Ég ætla þá bara að taka á móti hon- um. Hann fer ekki með bílinn héðan nema með dómsúrskurði,“ segir Arn- ar Geir sem segist ekki hafa áhyggj- ur af því að bankað verði upp á hjá honum eftir að Hæstiréttur kvað upp dóm sinn. „Þú ert bara einS og Don KíKóti“ Arnar Geir: Það sem málið snýst um fyrst og fremst af minni hálfu er það að þegar þið takið bílinn er það aðför, samkvæmt lögum um aðfarir. Lárus: Það er í rauninni ekki aðför vegna þess að viðkomandi eigandi að bílnum er kaupleigjandi. Og þú ert bara umráðamaður yfir bifreið- inni eða viðkomandi þoli. A: Ég er samt með samning við þá sem segir að ég eigi eitthvað í þessu og eigi peninga í þessum bíl. L: Hlustaðu. Ef þú lest samninginn, þá ertu umráðamaður. A: Já, já. L: Umráðamaður þýðir það að þú verður að halda ákveðnu, svo fram- arlega sem þú brjótir ekki ákvæði samningsins, óháð því hvort þetta sé gjaldeyrislán eða einhvern veg- inn öðruvísi, að hérna, þá verður að halda ákvæðum samningsins í lagi. Tryggja bílinn til dæmis. Hafa hann alltaf tryggðan. Borga af hon- um rekstrargjöldin. Og borga leigu- greiðslur þá. Og stríðið í dag stendur um það hvort að greiðslan, grunnur- inn sem ég var að fara í áðan hérna [eftirstöðvar skuldar, innskot blaða- manns], hvort að hann sé réttur eða rangur. A: Ég held að við séum bara að tala um epli og appelsínur, vinur. L: Nei, við erum að tala um sama hlutinn, er það ekki? A: Nei, ef við tökum … L: Þú veist hvað ég er að tala um. A: Já, mínir lögfræðingar eru ekki sammála því. L: Þú ættir svona áttatíu, níutíu pró- sent að geta lesið þetta í gegnum fréttirnar ef þú hefur lesið fréttir um þetta og kynnt þér þetta sko, þá er akkúrat þetta sem ég er að segja þér sem þetta snýst um. […] L: Núna er þetta bundið, þessi lán, bundin í gengi, og það er það sem er svo erfitt að taka á. A: Það er þessi binding við gengið sem er ólögleg að mínu mati. L: Þitt mat er það. A: Mitt mat og minna lögfræðinga líka. L: Það er bara þeirra mat, alveg hvort þeir eru lögmaður eða ekki lögmað- ur. A: En einhver verður að skera úr um það og það eru dómstólar. L: Það er verið að reyna að gera það en meðan þetta er, að þá er þetta lög- legt. A: Nei, nei, aðför á alltaf að fara fram hjá sýslumanni. L: Þú verður að tala af einhverju viti, ekki bulla. Ég er til í að tala við þig, en ég nenni ekki að tala við þig um eitthvað sem þú nennir ekki að tala um af viti. A: Þér er alveg velkomið að tala við lögfræðinginn minn ef þú vilt það frekar. L: Ekki málið, en þú ert ekki lands- lögin. Og þú getur þá bara spurt hann hvort hann sé landslög. A: Nei, nei, en þið getið ekki einhliða ákveðið að samningurinn sé túlkað- ur eins og þið viljið til þess að. L: Eins og hann er í dag, þá er það túlkunin á samningnum. Og ef þeir breyta því eitthvað, alveg sama hvort það er jákvætt eða neikvætt, þá er það bara breyting. Eftir þeirri breyt- ingu verður að vinna. Eins og þetta er í dag, þá erum við að vinna eftir því hvort sem það er ósanngjarnt eða ekki ósanngjarnt. Það snýst ekkert um hvað það er. Svona lítur þetta út í dag og þá á bara að klára það. A: Sko, það sem málið snýst um er að ég afhendi ekki bílinn nema með aðkomu dómstóla. Þið getið lagt inn arnar geir Kárason vildi ekki afhenda Lýsingu bíl sinn nema vörslusviptingarmenn hefðu aðfararheimild undir höndum. Lárus Viggósson, eigandi Vörslusviptingar, sagðist ekki þurfa slíka heimild til að taka bílinn af honum. Arnar tók upp tvö samtöl milli þeirra tveggja þar sem þetta kemur fram og DV birt- ir. gísli tryggvason, talsmaður neytenda, segir algengt að fólk hafi verið svipt eigum án þess að aðfararbeiðni liggi fyrir. Slíkt standist ekki lög. 10 fréttir 7. júlí 2010 miðvikudagur „Hirði bílinn Hvar s m é finn Hann“ róbert HLynur baLDurSSon blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Ha? Nei, ég kem ekki í kaffi til manna sem láta svona eins og bjánar. brot úr Fyrra SamtaLinu Hótaði að sækja bílinn Lárus Viggósson,eigandiVörslusviptingar, sagðistætlaaðkomaátrukkognáí bílArnarsGeirsKárasonar,semsést hérámyndinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.