Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Side 12
12 fréttir 7. júlí 2010 miðvikudagur
Leynd ríkir yfir því hvaða lögfræðiálit
Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftir-
litið miðuðu við þegar stofnanirnar
beindu þeim tilmælum til fjármögn-
unarfyrirtækja að endurreikna skyldi
gengistryggð lán samkvæmt lægstu
vöxtum Seðlabanka Íslands. DV ósk-
aði eftir upplýsingum um hvort slíkt
álit hefði verið unnið og hvort blað-
ið gæti fengið aðgang að efni þess.
Þeirri beiðni var hafnað.
Gunnar Andersen, forstjóri Fjár-
málaeftirlitsins, fullyrðir í samtali við
DV að leitað hafi verið álits lögfræð-
inga á tilmælunum. Hann segir mál-
ið hafa verið skoðað fram og til baka
í Fjármálaeftirlitinu og í samráði við
lögfræðinga Seðlabanka Íslands.
Aðspurður hversu margir lög-
fræðingar hafi farið yfir tilmælin,
segir hann nokkra hafa farið yfir þau.
Aðspurður hvort álit lögfræðinganna
hafi verið einróma, jánkar Gunnar
því. „Ekki spurning,“ segir Gunnar.
Hjá Seðlabanka Íslands fékkst
eftirfarandi svar við fyrirspurn DV.
„Lögfræðingar Fjármálaeftirlits-
ins og Seðlabanka Íslands komu að
gerð tilmælanna. Sameiginleg skjöl-
uð lögfræðiálit liggja hins vegar ekki
fyrir.“
Tilmælin sæta furðu
Áhöld eru uppi um hvort tilmæli
Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka
Íslands hafi verið lögleg. Samkvæmt
lögfróðum mönnum sem DV hef-
ur ráðfært sig við, sætir það furðu
þeirra að tilmælin hafi verið gef-
in út. Einn af heimildarmönnum
DV segir fjórðu grein laga um vexti
og verðtryggingu skýra. Hún eigi
ekki við sé samið um ákveðna vexti
í lánasamningnum. Í lagagrein-
inni segir að ef vaxtaviðmiðunin sé
ekki tiltekin, skuli miða við lægstu
vexti nýrra óverðtryggðra útlána hjá
Seðlabanka Íslands. Þeir eru átta
prósent. Þá segir að í verðtryggðum
kröfum skuli vextir hafa hliðsjón af
lægstu vöxtum á nýjum almennum
verðtryggðum útlánum. Heimildar-
maður DV kveðst hafa orðið gáttað-
ur á því að tilmælin hafi verið sett
fram þar sem þau stríði klárlega
gegn þessum ákvæðum laganna
og efast um að ákvörðun stofnan-
anna hafi verið vel ígrunduð. Hann
fullyrðir að með tilmælunum hafi
stofnanirnar farið á svig við lög.
Í átjándu grein laganna, sem
stofnanirnar vísa einnig til til
grundvallar tilmælunum, segir að
ef samningur reynist ógildur beri
kröfuhafa að endurgreiða skuld-
ara þá upphæð sem hann hafi haft
af skuldaranum. Gísli Tryggvason,
talsmaður neytenda, hefur einmitt
vakið máls á því að lagaákvæðið
veiti kröfuhafa engin réttindi held-
ur fjalli það um réttarstöðu skuldara
gagnvart kröfuhafa.
Gunnar segist ekki vera sam-
mála þeirri túlkun að stofnanirnar
hafi farið á svig við lög um vexti og
verðtryggingu. Hann segir eðlilegt
að lögfræðingar komist að mismun-
andi niðurstöðu.
Vaxtaágreiningur fyrir dóm
Á miðvikudag verður ágreiningur
um gengistryggingu bílaláns tekinn
fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar
mun líklega fást niðurstaða í það
hvaða vextir skulu standa á láninu.
Þar gengur skuldarinn út frá því að
ekki sé hægt að breyta lánaskilmál-
um afturvirkt, honum í óhag. Því
skuli vextir, sem koma fram í upp-
runalegum lánasamningi, standa.
Niðurstaða gæti fengist í málið með
haustinu.
Maðurinn keypti bifreið í nóv-
ember árið 2007 og tók gengistryggt
lán hjá Lýsingu upp á 3,9 milljón-
ir króna. Í upphafi þurfti maðurinn
aðeins að greiða 58 þúsund krónur á
mánuði af láninu en með falli krón-
unnar hækkaði það í 120 þúsund
krónur. Lýsing leysti síðan bifreiðina
til sín þegar skuldarinn réð ekki við
afborganirnar, tók bílinn upp í kröf-
una og seldi síðan aftur til annars
aðila nokkru síðar fyrir mun hærra
verð en hann hafði verið metinn á.
„Þetta er svikamylla“
Sveinbjörn Ragnar Árnason, fyrrverandi eigandi Bílamarkaðarins, segir fjármögnunarfyrirtækin
hafa frá því fyrir hrun starfrækt „svikamyllu“ þar sem vörslusviptir bílar séu metnir langt undir mark-
aðsvirði. Hann segir bílasala ekki þora að stíga fram og tjá sig um málið af ótta við að það gæti ógnað
viðskiptum þeirra. Sveinbjörn segir nauðsynlegt að fram fari rannsókn á þessum málum sem fyrst.
Sveinbjörn Ragnar Árnason bíla-
sali og fyrrverandi eigandi bíla-
sölunnar Bílamarkaðurinn geng-
ur fram fyrir skjöldu og bendir á
það sem hann kallar „svikamyllu“
fjármögnunarfyrirtækja. Svein-
björn segir að bílasalar séu al-
mennt hræddir við að segja frá
því sem hefur viðgengist hjá fjár-
mögnunarfyrirtækjunum af ótta
við að missa af viðskiptum. Svein-
björn hefur sjálfur selt bílasöl-
una sína og hyggur á að flytja úr
landi. Hann hefur því ákveðið að
leysa frá skjóðunni í viðtali við DV.
Hann segir nauðsynlegt að farið
verði í gagngera rannsókn á þess-
um málum hið fyrsta.
Einangraður hópur
„Fyrir hrun var maður far-
inn að taka eftir því að þröngur
hópur manna fékk yfirráðarétt
yfir vörslusviptum bifreiðum,“
segir Sveinbjörn og segir ekkert
hafa breyst í þeim málum. Enn
þá séu sömu aðilar að braska
með vörslusvipta bíla. „Þetta er
náttúrulega bara hagfræði, „buy
cheap and sell high“, ég meina
þetta var bara búið til fyrir þessa
aðila.“ Hann segir alla þá sem
eitthvað hafa verið í bílabrans-
anum vita hvernig fyrirtæk-
in starfa, flestir bílasalar komist
aldrei í það að kaupa vörslusvipta
bíla, það sé einangraður hópur
manna tengdur fjármögnunar-
fyrirtækjunum sem sitji að kjöt-
kötlunum. „Þetta er bara vara
sem fæst ódýrt, hversu ódýrt væri
spennandi að vita ef rannsókn á
þessum málum færi í gang,“ segir
Sveinbjörn.
Bílar metnir niður
Sveinbjörn tekur dæmi af Mercedes
Benz C200 bifreið, árgerð 2005, sem
er á almennum markaði metin á 3,3
milljónir króna. Eigandinn missir
bifreiðina til fjármögnunarfyrirtæk-
is vegna vanskila. Bíllinn er tekinn í
skoðun hjá fyrirtækinu og metinn.
Almenn afföll eru fimmtán prósent.
Tekin er þriggja prósenta söluþókn-
un. Þá hleypur viðgerðarkostnaður
oft á hundruðum þúsunda.
Það getur verið vegna rispu á
húddi eða annarra minniháttar
galla sem engin áhrif hafa á mark-
aðsvirði bílsins en þjóna þeim til-
gangi að lækka matið. Samkvæmt
dæminu hér að framan, myndi
fjármögnunarfyrirtækið að lok-
um einungis greiða lántakanda
1,6 milljónir fyrir bílinn, en eftir-
stöðvarnar, 1,7 milljón, væru eftir
hjá lántakanda, þrátt fyrir að ekkert
hefði í raun verið gert fyrir bílinn.
„Þannig er lántakandinn að tapa
enn þá meiru og gróðinn fer í vasa
einhvers þröngs hóps,“ segir Svein-
björn.
Sveinbjörn segir að bifreiðinni
sé því næst komið í sölu í gegnum
þröngan hóp aðila sem virðast fá
að sýsla með bifreiðarnar. Fjár-
mögnunarfyrirtækið afhendir bíl-
inn á 1,3 milljónir króna hratt og
örugglega til bílasölu. Bifreiðin er
með háan álagningarstuðul, því
vera kann að hægt sé að selja bif-
reiðina allt að þrisvar sinnum þar
til hún nær markaðsverði sínu.
Því telur Sveinbjörn að ákveðnar
bílasölur hafi í raun getað selt bíla
á brunaútsölu en þrátt fyrir lágt
verð hagnast umtalsvert. Í kring-
um þessar bílasölur hafi mynd-
ast aðilar sem hafi keypt bifreið-
arnar mjög hratt og ódýrt og selt
til næsta aðila. Þegar endanlegur
aðili, sem borgar markaðsverð,
hefur eignast bifreiðina má áætla
að tveir til þrír aðilar hafi hagn-
ast um 300 þúsund krónur hver.
Dæmin eru enn umfangsmeiri
þegar um dýrari bifreiðar er að
ræða.
Sömu bílasölur hagnast
„Ákveðið fjármögnunarfyrirtæki
hér í bæ setti bíl inn á netið, og ég
sem bílasali var með eftirspurn eft-
ir svona bíl, og hafði samband við
starfsmenn fyrirtækisins og var
alltaf bent á að hafa samband við
sömu bílasöluna,“ segir Sveinbjörn
en hann heldur því fram að örfá-
ar bílasölur hafi verið einráðar á
markaðnum með vörslusvipta bíla.
„Það er síðan engin tilviljun að bíl-
arnir voru verðmetnir niður úr öllu
valdi,“ segir hann. Sveinbjörn seg-
ir að fyrirtækin hafi og séu enn þá
að verðmeta bíla langt undir mark-
aðsvirði þeirra. „Ég hef séð reikn-
ing vegna verðmats á Porsche Cay-
enne jeppa, árgerð 2004, uppá 212
þúsund krónur,“ segir Sveinbjörn
sem hefur lengi beðið eftir því að
farið yrði í rannsókn á þessum mál-
um.
Lítill áhugi á rannsókn
Sveinbjörn segist hafa talað við
bankastjóra eins ríkisbankanna
sem og regluvörð varðandi mál
er tengist fjármögnunarfyrirtæki
í eigu bankans en undirtektirnar
hafi verið dræmar. „Ég sagði hon-
um að ég væri með upplýsingar
um að þeir væru að svindla með
vörslusvipta bíla og það liti mjög
illa út þar sem þröngur hópur
manna væri að féfletta almenn-
ing með því að fá bílana ódýrt til
sín og selja þá dýrt,“ segir Svein-
björn og bætir við að hvorugur
þeirra hafi haft áhuga á að rann-
saka eða skoða málið frekar. „Ég
hefði talið að ef þeir hefðu ekkert
að fela hlytu þeir að fagna rann-
sókn til þess að hreinsa mann-
orð sitt.“ Sveinbjörn tekur fram
að það sem hann sé að segja hafi
lengi verið í umræðunni en eng-
inn hafi þorað að bjóða þessum
fyrirtækjum birginn.
Stórgræða á þessu
„Þeir eru eins og hrægammar
sem koma bara í vörur sem er
hægt að græða á, þetta er bara
lögmál og enginn er að spá í
þetta,“ segir Sveinbjörn og bætir
við að hér á landi vanti leiðir fyr-
ir venjulega borgara til að koma
slíkum málum í rannsókn. Hann
hvetur fólk sem hefur misst bíla
í vörslusviptingu að krefjast þess
að fá afsölin af vörslusvipting-
um sínum, en þannig muni það
sjá svart á hvítu hvað bílarnir
séu teknir lágt upp í. „Þeir sem
komast í að kaupa vöru ódýrt og
selja hana með miklum hagn-
aði sleppa því tækifæri ekki frá
sér, þetta er svikamylla sem hef-
ur fengið að viðgangast í alltof
mörg ár,“ segir Sveinbjörn og lík-
ir starfsháttum fyrirtækjanna við
glæpastarfsemi. Að lokum spyr
hann: „Hvers vegna eru það bara
sérstakir aðilar sem fá þessa bíla
svona ódýrt? Það er af því að þeir
eru að stórgræða á þessu.“
jón BjaRki magnúSSon
blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is
Beiðni DV um aðgang að lögfræðiálitum Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans var hafnað:
Brutuhugsanlegalögmeðtilmælunum
Sveinbjörn Ragnar Árnason FyrrverandieigandibílasölunnarBílamarkaðurinnsegirfjármögnunarfyrirtækinhafa
starfrækt„svikamyllu“fráþvífyrirhrun.
Lántakandi bifreiðarinnar Mercedes Benz C200 árg. 2005 missir hana vegna vanskila.
Áætlaðmarkaðsverð: 3.300.000 kr.
Vörslusvipting/skoðun/verðmat
Bifreiðinermetinniðurúröllusamhengi.
Viðgerðarkostnaðurhleypuroftáhundruðumþúsundakróna.
Afföll: 15%
Söluþóknun: 3%
Annarkostnaður:
Bifreiðintekinniðurumt.d.: 1.700.000 kr.
Samtalserþvíbifreiðintekiná: 1.600.000 kr.
Mismunurplús*eftirstöðvarerusendarlántakenda. (*Hér verður ekki tekið tillit til raunverulegrar stöðu skuldara vegna bílalánsins).
nBifreiðinnierþvínæstkomiðísöluígegnumtryggðarviniSP-Fjármögnunar.
Þröngurhópurvirðistfáaðsýslameðþessarbifreiðar.
nFjármögnunarfyrirtækiðafhendirbílinná1.300.000kr.hrattogörugglegatil
umræddrarbílasölu.
nBifreiðinermeðháanálagningarstuðul,þvíkannaðverahægtaðseljahana
alltaðþrisvarþartilhúnnærmarkaðsverðisínu.ÞvítelurSveinbjörnaðein
ákveðinbílasalahafiíraungetaðseltbílaábrunaútsöluenþráttfyrirlágtverð
hagnastumtalsvert.Íkringumþessarbílasölurhafimyndastaðilarsemhafa
keyptbifreiðarnarmjöghrattogódýrtogselttilnæstaaðila.Þegarendanlegur
aðili,semborgaru.þ.b.markaðsverð,hefureignastbifreiðinamááætlaaðtveirtil
þríraðilarhafihagnastum300þúsundkrónurhver.
nDæmineruennumfangsmeiriþegarumdýraribifreiðareraðræða.
Dæmi Sveinbjörns af vörslusviptingu
Þeir eru eins og hrægammar
sem koma bara í vörur
sem er hægt að græða
á, þetta er bara lögmál
og það er enginn að
spá í þetta.