Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Side 18
Auðmenn íhugA Að flytjA n Nú er um það rætt meðal Íslend- inga í London að nokkrir af þeim auðmönnum sem eru búsettir þar í landi íhugi að flytja þaðan og til Sviss. Þeir sem nefndir hafa verið til sögunnar eru Hannes Smárason, Magnús Ármann og Kaupþingsmað- urinn Sigurður Einarsson. Ástæðan sem nefnd hefur verið í tilfelli Hannesar og Magnúsar er sú að gjaldþrotalöggjöf sé öðruvísi í Sviss en í Bretlandi og því gæti verið auðveldara fyrir þá að hasla sér völl í viðskiptum þar í landi en í Bretlandi en báðir sigla þeir félagarnir nokkuð tæpt fjárhagslega og hafa nokkur fé- lög Hannesar farið í þrot, líkt og DV greindi frá fyrir skömmu. Ástæðan fyrir mögulegum flutningi Sigurð- ar kann að vera sú að félagar hans úr Kaupþingi eru búsettir í Mið-Evrópu og er hugsanlegt að Sigurður ætli sér að vinna með þeim í framtíðinni. undArlegt áhugAleysi n Fyrstu ákærurnar frá embætti sér- staks saksóknara voru gefnar út í síð- ustu viku og var það RÚV sem sagði fyrst frá þeim. Embætti saksóknara mun hafa búist við holskeflu símtala frá fjölmiðlamönnum í kjölfar fréttar- innar og var útbúin sérstök frétta- tilkynning þar sem greint var frá ákærunum á hendur hinum ákærðu í Exeter-málinu. Slíkt er aðeins gert ef talið er að fjölmiðlaatgangurinn verði mikill. Svo varð hins vegar ekki þrátt fyrir að um væri að ræða tímamóta- ákærur. Ekki einn einasti fjölmiðill hafði samband við sérstakan sak- sóknara til að biðja um ákærurnar sem hver sem er hefði getað fengið. Mun þetta hafa komið embættinu í opna skjöldu þar sem áhugi fjölmiðla á rannsóknum á hruninu hefur ver- ið mikill hingað til. Hugsanlegt er að þarna sé því um að kenna að það er sumar og ákveðin leti í mönnum eða jafnvel það að áhugi landans á hruninu hafi minnkað eftir útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. ritskoðAði mogginn könnuninA? n Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveins- son hélt því fram á fésbókarsíðu sinni um helgina að könnun sem unnin var fyrir Moggann um skoðanir Íslend- inga á Evrópusambandsaðild hefði verið ritskoðuð í meðförum blaðsins. „Í könnun Mbl um ESB var einnig spurt um afstöðu til aðildar að ESB ef tryggð væru yfirráð Íslendinga yfir fisk- veiðilögsögunni. 71% aðspurðra sögðust þá vera hlynnt aðild. Það hentaði greinilega ekki Mbl að birta þessa niðurstöðu,“ sagði Sveinn Andri en könnunin var unnin af MMR, Markaðs- og miðlarannsóknum. Sveinn Andri er mikill stuðningsmað- ur aðildar Íslands að Evrópusamband- inu og deilir nokkur hluti sjálfstæðis- manna þessari skoðun hans. Meirihlutinn er hins vegar á móti aðild og sýna ummæli lögmannsins fram á þá baráttu sem ríkir í flokknum um aðildina að sambandinu. Fyrir skömmu furðaði Svart-höfði sig á ummælum sem hann heyrði frá manni sem koma þurfti fram á opinber- um vettvangi. Maðurinn vildi skipta um föt; fara í jakkaföt áður en hann kæmi fram og greindi frá því sem hann ætlaði að segja. Ástæðuna fyr- ir þessu sagði maðurinn vera þá að hann vildi vera trúverðugur og að fólk tæki meira mark á manni í jakkaföt- um en í flíspeysu. Hmmmm,“ hugsaði Svart-höfði þegar hann heyrði manninn segja þetta og spurði sig hvort mann- fólkið væri virkilega svo takmarkað og yfirborðskennt að hugsa á þennan hátt. Eftir stutta umhugsun svaraði Svarthöfði þessari spurningu játandi og viðurkenndi það fyrir sjálfum sér að hann hugsaði einnig svona þó það væri líklega ómeðvitað. Af einhverj- um ástæðum er það því miður satt að okkur hættir til að taka meira mark á mönnum í jakkafötum en í flíspeysu. Maðurinn var bara að hugsa taktískt vegna þess að hann veit út frá reynslu að þessi sýn hans á gildi jakkafatanna er rétt. Þetta þýðir þó ekki að það ætti að vera þannig að menn þurfi að skipta úr flíspeysu og yfir í jakkaföt til að vera trúverðugri. Svarthöfða finnst raunar ótrú-legt til þess að hugsa að mann-kynið sé ekki komið lengra í hugsun sinni en það að ekki sé einungis hægt að horfa á inntak þess sem menn segja í stað þess að horfa á hvernig þeir eru klæddir þegar þeir segja það. Segja má að rótin að hugs- un og heimspeki Vesturlandabúa liggi í verkum grískra heimspekinga sem uppi voru fyrir nærri 2500 árum. Ljóst er að þeir hefðu ekki verið hrifn- ir af þeirri hugmynd að skipta um föt, klæða sig upp, áður en þeir töluðu opinberlega. Líklega hefði þeim þótt slíkt tildur og prjál vera órökrétt og óskynsamlegt og fært fyrir því hald- góð rök. Á endanum hlýtur aðeins að skipta máli hvað menn segja en ekki hvernig þeir líta út þegar þeir segja hug sinn. Einn þessara grísku spekinga, Díógenes hundingi, hafði reyndar svo lítinn áhuga á veraldlegum hlutum að hann kaus að búa allslaus í tunnu í Aþenu. Um hann er sögð sú fræga saga að konungur Makedóníu, Alexander mikli, sem dáði visku spekingsins, hafi komið að máli við hann og boðið honum að uppfylla hvaða ósk hans sem væri. Díógenes bað hann þá vinsamlegast um að færa sig frá sól- arljósinu svo hann væri ekki skugga Alexanders og gæti ornað sér við yl sólarinnar. Þó að þessi lífsspeki Díóg- enesar sé nokkuð öfgafull og að óþarfi sé fyrir nútímamanninn að láta öll veraldleg gæði lönd og leið má hafa speki hans í huga. Svarthöfði telur nefnilega að ef íslenska efnahagshrunið hefur kennt okkur Íslendingum eitt-hvað þá sé það að ekki beri að treysta öllu því sem menn í jakkaföt- um segja. Þó að maður sé í jakkaföt- um, en ekki til dæmis í jakkapeysu eða tunnu einni klæða, þýðir það ekki að fólk eigi að taka meira mark á honum. Það voru jakkafataklæddir bankamenn og fjárfestar sem seldu Íslendingum útrásina, peninga- markaðssjóði, myntkörfulán og sem prönguðu Icesave-reikningunum upp á grunlausa útlendinga. Að sama skapi eru það þessir sömu jakkafata- klæddu menn sem byrjað er að ákæra fyrir þátt þeirra í hruninu og falli þjóðarinar. Hið sama má segja um erlenda gerendur í hruninu 2008. Þó hrunverjarnir íslensku og erlendu séu flestir jakka-fataklæddir þýðir þetta þó auðvitað ekki að Svarthöfði sé að segja að ekki beri að taka mark á þeim sem eru í jakkafötum af þeirri einu ástæðu að þeir eru í jakkafötum. Svarthöfði hefur heyrt marga menn í jakkafötum segja sanna og áhuga- verða hluti alveg eins og hann hefur séð fólk í annars konar fötum tjá sig vel um hlutina. Nei, það eina sem Svarthöfði er að segja er það að fötin skipta engu máli þegar orð manna eru metin og þess vegna hryggir það Svarthöfða að menn skipti um föt til að vera trú- verðugri. Á sama tíma telur Svart- höfði líka að ef þú, lesandi góður, verður einhvern tímann sviðinn inn að skinni, aleigan prettuð af þér með viðskiptahugmynd aldarinnar eða annarri „tærri snilld“ þannig að þú neyðist til setjast að í tunnu eða kassa, þá sé afar líklegt að bölvun þín læðist aftan að þér mjúkmál og smeðjuleg í stífpressuðum jakkafötum og selji þér „fjármálaafurðina“ sem steypir þér í glötun. Sölumaður dauðans er nefni- lega jakkafataklæddur af því að hann er slyngur og spilar inn á þá útbreiddu en einfeldningslegu skoðun að meira mark sé tekið á mönnum í jakkaföt- um en í flíspeysu. Sölumaður dauðanS er í jakkafötum „Já, sá kostur finnst mér bestur,“ segir Birkir FAnnAr EinArSSon. Birkir deyr ekki atvinnulaus, því hann hefur stofnað síðuna vantarvinnu.is, þar sem hann kynnir kosti sína sem starfskraftur. Á síðunni geta vinnuveitendur og aðrir séð kynningarmyndband hans. Síðan hefur ekki fengið dræmar móttökur og hefur rúmlega 1.300 manns „líkað“ við hana á Fésbókinni. Vinnur þú einS og heStur? „...löngu orðið tímabært að þeir leyfi fleirum að komast að.“ n Jón Gnarr um að borgarfulltrúar í Reykjavík hafi fengið að veiða frítt í Elliðaánum í meira en hálfa öld. Nú verður þessum frídögum úthlutað til þeirra sem hafa lagt gott til samfélagsins. -visir.is „Í einlægni vildi borgar- stjóri gleðja borgarbúa með sniðugu mynd- bandi.“ n Heiða Kristín Helgadóttir, aðstoðarmaður Jóns Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, eftir að Facebook-síðu hans var lokað. Jón setti inn grínmyndband með Rick Astley -visir.is „Ég veit ekki hvort ég muni einhvern tímann jafna mig á sálinni.“ n Ása Þorsteinsdóttir, 17 ára, sem lenti í alvarlegu bílslysi á Suðurnesjum í apríl þegar bíll valt eftir að hafa verið ekið á ljósastaur. Tvær stúlkur létu lífið í slysinu. -DV. „Ég á þrjátíu góð ár eftir þó ég sé núna með ekkert hár.“ n Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus, um líðan sína. Hann berst nú við krabbamein og gengst undir erfiða og stranga lyfjameðferð í þeirri von að sigrast á sjúkdómnum.-DV. „Þú bara bullar.“ n Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, við formann Félags prófessora við ríkisháskóla, Gísla Má Gíslason. Gísli setti út á ráðningu Stefáns Jónssonar í prófessorsstöðu. -DV. Kafkaíski rukkarinn Fjölmargar eignir hafa verið hirtar ólöglega af viðskiptavinum Lýsing-ar og annarra lánafyrirtækja. Til verksins nota lánafyrirtækin leigða rukkara. DV hefur nú birt samtal milli leigðs rukkara og viðskiptavinar til að varpa ljósi á starfsaðferðirnar og boðskap þeirra sem töldu sig hafa rétt til að ganga að eigum sem fólk hafði borgað fyrir að fullu. Í samtalinu heyrist viðskiptavinur Lýs- ingar og Avant lýsa því yfir við rukkarann að hann hafi þegar greitt allt andvirði bifreið- arinnar sem hann keypti út á lán. Rukkar- inn, eigandi fyrirtækisins Vörslusvipting- ar ehf., reynir að sannfæra viðskiptavininn um að hann sé í vonlausri stöðu og beit- ir hótunum um að hann hafi verra af borgi hann ekki meira. „Þú ert bara eins og Don Kíkóti að berjast við vindmyllur. Af því að þú kemst aldrei að manninum sem þú ert að slást við,“ sagði rukkarinn. Í fjármálakerfinu hefur því verið hagað þannig að óvinur þinn, sem rænir þig jafnvel eignum ólöglega, er ósýnilegur og ósnertan- legur. Lánin eru kerfisbundið hækkuð til að éta upp eignarhluti fólks, sem veit ekki hvert það á að leita. Margir viðskiptavinir sætta sig við þessar málalyktir. Þeir sem gera það ekki reka sig á vegg. „Maðurinn sem þú slæst við“ er ekki til. Það er bara fjöldi fólks sem telur sig einfaldlega vera að vinna sína vinnu, fólk sem telur sig framfylgja óumflýj- anlegum vilja ósnertanlegs kerfis. Enginn telur sig bera ábyrgð. Hver vísar á annan. Viðskiptavinur Lýsingar og Avant er ekki sturlaði riddarinn Don Kíkóti sem réðst á vindmyllur í þeirri trú að þær væru risar. Viðskiptavinurinn er Jósef K. í bók Franz Kafka, Réttarhöldunum, sem hafði einn daginn verið dæmdur til dauða af yfirvald- inu. Honum tókst aldrei að komast að tilefni dómsins eða finna yfirvaldið sem dæmdi hann. Mikilvægt er að sem flestir stígi fram og lýsi viðskiptum sínum við fjármögnunar- fyrirtækin. Allir þeir sem störfuðu við að veita gengistryggðu lánin eiga að líta í eigin barm og meta eigin ábyrgð, ekki sem tann- hjól kerfisins, heldur sem gerendur sem bera siðferðislega ábyrgð gagnvart öðrum. Tilvist ákveðins kerfis eða valds leysir fólk ekki undan ábyrgð á eigin gjörðum, líkt og læra má af mun alvarlegri dæmum í mann- kynssögunni, til dæmis tilfelli Adolfs Eich- mann, sem skipulagði flutning á gyðingum í útrýmingarbúðir og leit á það sem venjulega skrifstofuvinnu. Rótin að vanda Íslendinga síðustu ár er að hér voru of mörg tannhjól. Við þurfum að gera upp við gengis- tryggðu lánin, rétt eins og við bankahrunið. Vandinn er að enn og aftur eru brotin gegn íslenskum neytendum svo umfangsmikil að enginn virðist verða dreginn fyrir dóm. Augljóst er hins vegar að brotið var framið. Þess vegna mótmælir fólk við Seðlabank- ann, sem ber ábyrgð á fjármálastöðugleika á Íslandi. En þar mætir það lögreglumönn- um, sem eru ekki mennirnir sem það er að slást við. Flestir Íslendingar eru hins veg- ar eins og Jósef K; ringlaðir, frekar en reiðir, yfir dómnum sem þeir fengu saklausir yfir sig, frá einhverjum sem ekki finnst. jón trauSti reyniSSon ritStjóri Skrifar. Viðskiptavinur Lýsingar og Avant er ekki sturlaði riddarinn Don Kíkóti. Hann er Jósef K. í bók Franz Kafka. sandkorn tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir framkvæmdaStjóri: Bogi örn emilsson ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is dv á netinu: Dv.IS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur. Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. leiðari spurningin svarthöfði bókstaflega 18 umræða 7. júlí 2010 miðvikudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.