Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Page 19
Myndin BoðBeri er frumsýnd í dag. Þetta er fyrsta mynd Hjálmars Einarssonar leikstjóra í fullri lengd en myndin er gerð án styrkja frá Kvikmyndasjóði. Hjálmar segir myndina fjalla um uppreisn einstaklinga í samtímasamfélagi. Uppreisn í samtímasamfélagi Nú þegar sumarið er í hámæli, lík- amar liggja úti um allt á Austurvelli og jafnvel hefur heyrst af fólki sem gengur hönd í hönd meðfram Ægi- síðunni, er líklegt að margir séu að spyrja sig eftirfarandi spurningar: Er rómantísk ást til á Íslandi? Halldór Laxness svarar því svo í Paradísarheimt að rómantísk ást hafi fyrst komið til Íslands á seinni hluta 19. aldar. Illa fer þó fyrir ást þeirri og söguhetjan endar sem ein af ótal eiginkonum eldri mormóna. En eru einhver dæmi um rómant- íska ást hérlendis fyrir þann tíma sem Laxness nefnir? Íslendingasögurnar eru full- ar af sögum af uppáferðum, og er að minnsta kosti ein þeirra, Bósa saga, tileinkuð þessu fyrirbæri sér- staklega. Aðrar Íslendingasögur segja frá lengri samböndum. Eitt þekktasta dæmið má finna í Njálu, þar sem Gunnar kvænist Hallgerði vegna girndar, en ekki vegna þess að þau séu samboðin hvort öðru fjárhagslega. Allir vitrir menn mæla gegn ráðahagnum, enda endar þetta með ósköpum. Reglurnar eru skýrar: Ef maður fellir hug til konu á maður að ganga á fund föður henn- ar og fá samþykki hans til hjóna- bands. Allt annað hefur skelfilegar afleiðingar. Freyja, sól og máni Það verður þó að hafa í huga að það virðist afar fátítt að konur hafi ver- ið giftar gegn vilja sínum. Það gerist til dæmis oft í goðheimum að Freyja sé lofuð einhverjum jötni í skiptum fyrir veitta þjónustu. Æsirnir koma sér þó ávallt undan því að efna lof- orðið og svíkja heldur jötuninn með því að breyta Loka í meri eða með því að senda brúðgumanum Þór í kvenmannsfötum í staðinn. Sömu sögu má finna í Eyrbyggju, þar sem berserkir eru drepnir á Vestfjörðum eftir vel unninn störf, frekar en að láta þá fá konuna sem þeim var lof- að gegn vilja hennar. Spes ást En hvað með ást sem byggir ekki á líkamlegri girnd? Um daginn spurði dönsk stúlka hvort til væri ein- hver dæmi um það sem hún kallaði „ridderlig kærlighed“ í Íslendinga- sögunum. Rolf Stavnem prófessor í norrænum fræðum sagðist geta nefnt tvö. Annars vegar var það þeg- ar Þorsteinn drómundur, hálfbróð- ir Grettis sterka fór til Miklagarðs, þar sem hann var keyptur laus af hefðarkonu sem hét því skemmti- lega nafni Spes. Hitt er í Orkneyinga sögu, þegar einn sögupersóna end- ar í háborg rómantíkurinnar, París. Ekkert dæmi virðist hins veg- ar vera hægt að finna um rómant- íska ást á Íslandi sjálfu. Svo virðist vera að íslenskir karlmenn lagi sig að breyttum aðstæðum í útlöndum, en hirði lítt um slíkt heima fyrir. Ís- lenskir karlmenn í ástarhug sjást helst drafandi eftir Laugaveginum aðfaranætur laugardaga og sunnu- daga þar sem þeir eiga jafnerfitt með gang og að mynda heilar setn- ingar. En er við þá að sakast? Saklausir karlmenn? Tobba Marinósdóttir, sem þessa stundina virðist vera helsti sér- fræðingur Íslands í ástarmálum, sagði um daginn frá 24 ára konu sem hafði aldrei sofið hjá edrú. Staðreyndin er nefnilega sú að ís- lenskar konur eru sjaldnast í ást- arhug nema eftir tíunda bjór. Kannski höfum við bara aðlagast aðstæðum hér líka? Ef til vill hafði Halldór Laxness rangt fyrir sér, ef rómantísk ást kom hingað á 19. öld náði hún aldrei að skjóta rótum, heldur hvarf inn í fjölkvænissam- félagið í Utah. Og fólkið á Ægisíð- unni er þá eflaust erlendir túristar. Ef rómantísk ást átti einhvern tím- ann séns hérlendis hvarf sá mögu- leiki með lengdum opnunartímum skemmtistaðanna. Því að korter í þrjú gæinn er hrein hátíð miðað við korter í sex gæjann. Er rómantísk ást til á Íslandi? Farið að reglum Þessi litla andafjölskylda var í göngutúr í miðborg Reykjavíkur á þriðjudag þegar ljósmyndari DV átti leið hjá. Eins og löghlýðnum borgurum sæmir fór mamman með ungana sína yfir á gangbraut og komst litla fjölskyldan klakklaust leiðar sinnar í fylgd vegfaranda. Mynd Hörður SveinSSon 1 EngEyjarprins í stórfram-kvæmdum Benedikt Einarsson og Birgitta Haukdal, eiginkona hans, standa í framkvæmdum við Bakkaflöt í Garðabæ.  2 „órEiðufólk mun því nEita að borga samkvæmt tilmælum þEirra“ Jónas Kristjánsson segir að Seðlabankinn og FME séu réttilega talin ganga erinda bankanna. 3 lEynist týnd stúlka í gröf mafíósa? Ítalska lögreglan rannsakar dularfullt mannshvarf frá árinu 1983. 4 margEir pétursson hættir í stjórn mp banka Margeir Pétursson, stofnandi MP banka, hættir í stjórn bankans um næstu mánaðamót.  5 vilja Ekki samEinast skuld-ugu ÁlftanEsi Erling Ásgeirssyni, formanni bæjarráðs í Garðabæ, hugnast ekki að Garðabær taki við skuldum Álftaness. 6 lÁ læstur í kistu í tvö og hÁlft Ár Indverjinn Rajan Killaker fannst á lífi í líkkistu þar sem hann hafði legið í tvö og hálft ár. mest lesið á dv.is myndin Hver er maðurinn? „Hjálmar Einarsson, kvikmyndagerðar- maður og handritari.“ Hvað drífur þig áfram? „Að ná settum markmiðum.“ Hvar ertu uppalinn? „Ég er Breiðhyltingur, úr Seljahverfinu.“ Hvað þykir þér skemmtilegast að gera? „Mitt líf er í 24 sekúndum. Það er bara bíó.“ Áttu þér uppáhaldsleikstjóra? „Það er alltaf erfitt að finna einhvern einn, fer eftir dögum. Núna er það Milos Forman.“ Hvaða myndir hefur þú gert á undan þessari? „Þetta er fyrsta myndin í fullri lengd. En ég hef gert stuttmyndirnar Löglegir krimmar og Gildran. Svo hef ég gert haug af industry-myndum, auglýsingum og tónlistarmyndböndum.“ um hvað fjallar Boðberi? „Hún fjallar um uppreisn einstaklinga í samtímasamfélagi.“ Hvað hefur myndin verið lengi í vinnslu? „Tæp tvö og hálft ár.“ Hvernig er að vera kvikmynda- gerðarmaður á Íslandi í dag? „Erfitt, sérstaklega þegar maður fær aldrei styrki frá Kvikmyndasjóði. Þetta er alveg sjálfstæð mynd.“ Hvaða verkefni eru fram undan? „Það er ýmislegt á prjónunum. Ég er að vinna að heimildarmynd og einnig að vinna að tveimur handritum.“ Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? „Frí, hvað er það?“ maður dagsins kjallari „Nei, ég er ekki sammála því að einn hópur lántakenda hafi svo til enga vexti á sínum lánum.“ Björn KarlSSon 51 ÁRS VERKFRæðINGuR „Nei, en ég var þar í anda.“ loji HöSKuldSSon 23 ÁRA TóNLISTAR- oG LISTAMAðuR „Ég hef ekki tekið þátt í þeim og það stendur ekki til.“ Helga dögg ÞórSdóttir 29 ÁRA ÞRoSKAÞJÁLFI „Nei, en ég vildi að ég gæti sagt já.“ rÁn Flygenring 22 ÁRA GRAFÍSKuR HöNNuðuR „Nei, ég tók ekki þátt í þeim.“ KriStjana Mjöll Sigurðardóttir 50 ÁRA NÁMS- oG STARFSRÁðGJAFI tókst þú þÁtt í mótmælunum við sEðlabanka íslands? dómstóll götunnar miðvikudagur 7. júlí 2010 umræða 19 „Svo virðist vera að íslenskir karlmenn lagi sig að breyttum aðstæðum í útlöndum, en hirði lítt um slíkt heima fyrir.“ valur gunnarSSon rithöfundur skrifar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.