Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Síða 24
Mourinho vill SchweinSteiger
Spænska blaðið AS greindi frá því á þriðjudaginn að Þjóð-
verjinn Bastian Schweinsteiger væri ofarlega á óskalista Joses
Mourinho hjá Real Madrid. Fyrir voru þar Ítalinn Daniele De
Rossi og Englendingurinn Steven Gerrard. De Rossi fær ekki að
fara frá Roma og þá er Gerrard of dýr fyrir Real Madrid. Reynd-
ar vilja Bayern-menn ekki missa Schweinsteiger og hafa sett á
hann verðmiða upp á 55 milljónir evra sem gæti einnig verið of
hátt fyrir Real.
ofurfloppið farið heiM Úkraínski mið-
vörðurinn Dmytro Chygrynski er farinn aftur heim til Shaktar Don-
etsk frá Barcelona fyrir 15 milljónir punda. Börsungar keyptu hann
síðasta sumar á 25 milljónir punda og varð hann um leið dýrasti
varnarmaður í sögu spænska boltans. Hann lék aðeins fjórtán leiki
fyrir Barcelona en náði sér aldrei á strik. Hann fékk ekki einu sinni
tækifæri undir lok leiktíðarinnar þegar þrír miðverðir Barcelona
voru frá vegna meiðsla eða leikbanna. Eina huggun Börsunga er
sú að þeir fá nú 15 milljónir til að eyða í nýja leikmenn.
Þjóðverjar fengu ekki góðar fréttir
í gær þegar kolkrabbinn Páll, sem
er á sædýrasafninu í Oberhausen,
valdi sigurvegara í undanúrslitaleik
Þýskalands og Spánar sem fram
fer í kvöld. Í búr Páls voru settir
glerkassar, annar með fána Þýska-
lands og hinn með fána Spánar og
valdi hann kassann með spænska
fánanum. Páll hefur enn ekki spáð
rangt fyrir um úrslit leikja Þjóðverja
á mótinu, hann hefur alltaf spáð
Þýskalandi sigri nema fyrir eina ta-
pleik liðsins gegn Serbíu.
Þessar skondnu spár hófust fyr-
ir tveimur árum á meðan á Evrópu-
mótinu í Sviss og Austurríki stóð. Þá
valdi Páll alltaf réttan sigurvegara
nema í úrslitaleiknum. Hann sagði
sína menn í Þýskalandi vinna þann
leik en Spánverjar stóðu uppi sem
sigurvegarar, 1-0, með marki Fern-
andos Torres. Gæti það því verið
huggun fyrir Þjóðverja að vita að
eini leikurinn sem Páll hefur spáð
rangt fyrir um í tveimur mótum
tengist Spáni.
„Okkur brá mikið þegar hann
valdi Spán,“ segir Tanja Munzig,
talsmaður sædýrasafnsins. „Það
eru ekki bara mennirnir sem gera
mistök, dýr geta einnig haft rangt
fyrir sér. Við verðum að vona að Páll
hafi ekki rétt fyrir sér um þennan
leik.
Spáin fer þannig fram að tveir
glerkassar með mat eru lagðir í búr
Páls. Á öðrum kassanum er fáni
Þýskalands og á hinum fáni móth-
erja þess. Það fer svo eftir því hvorn
matarkassann Páll opnar á und-
an hvorum hann spáir sigri. Í þetta
skipti valdi hann Spán.
tomas@dv.is
Kolkrabbinn sem spáir alltaf rétt:
Páll spáir Spáni sigri
hMmolar
Blanc stoltur
n Laurent Blanc hefur tekið við rúst-
um franska landsliðsins. Hann spáir
lítið í það sem gerðist og vill horfa
fram á veginn.
„Ég er mjög stolt-
ur af því að vera
orðinn þjálfari
franska lands-
liðsins. Fyrir mér
er Frakkland
ofar öllu og var
það alltaf á ferli
mínum. Sem
leikmaður lifði
ég frábærar stundir með liðinu. Það
er ekki mitt að úrskurða um hvað
gerðist í Suður-Afríku. Nú er ég tek-
inn við og verð bara að einbeita mér
að því sem ég vil ná fram hjá liðinu,“
segir Blanc.
Engin þvinguð
risakaup
n Nýr forseti Barcelona, Sandro
Rossel, segir að ekki verði hægt að
þvinga félagið til að borga himinhá-
ar fjárhæðir fyrir Cesc Fabregas frá
Arsenal. Katalónarnir hafa ekki farið
leynt með að
Fabregas er nú
efstur á óskal-
istanum eftir
að liðið landaði
David Villa fyrr
í sumar. „Við
munum ekki
borga 50 til 60
milljónir evra
fyrir Cesc, það
kemur ekki til greina,“ segir Rossel.
Fabregas hefur þrálega verið orðaður
við Börsunga og skildi engan undra
ef hann klæðist treyju Spánarmeist-
aranna áður en langt um líður.
snýr Ekki aftur
til Englands
n Úrúgvæski framherjinn Diego
Forlan ætlar ekki að spila aftur á
Englandi en hann lék við miður góð-
an orðstír hjá Manchester United á
sínum tíma. Tottenham hefur verið
mjög áfram
um að landa
honum þótt
Harry Red-
knapp hafi
haft smáá-
hyggjur af
launakostn-
aði. Hann þarf
þó ekki að
hafa áhyggjur
mikið lengur.
„Ég mun aldrei spila aftur á Eng-
landi þó að ég eigi góðar minning-
ar þaðan. Við erum að byggja upp
frábært lið hjá Atletico Madrid og
ætlum okkur eitt af fjórum efstu sæt-
unum,“ segir Diego Forlan.
allt dunga
að kEnna
n „Ég er leiður yfir gengi Brasilíu en
það kemur mér ekki á óvart hversu
fljótt liðið datt úr keppni,“ segir
miðjumaðurinn Juninho Pernam-
bucano, fyrr-
verandi leik-
maður Lyon
og brasilíska
landsliðs-
ins. „Liðið var
gallað og það
var Dunga
að kenna. Af
hverju tók
hann Ronald-
inho ekki með? Þótt hann sé ekki
einu sinni upp á sitt besta er hann
betri en flestir. Þannig hefði hann
getað létt ábyrgðinni af Kaka sem
var ekki eins góður og hann getur
verið. Það vantaði svo mikið í þetta
lið,“ segir Juninho sem vildi sjálfur fá
sæti í landsliðshópnum.
24 uMSJón: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON tomas@dv.is 7. júlí 2010 miðvikudagur
Vondar fréttir? Páll
segir að Spánn vinni.
H&N-MyND AFP
Það verður sannarlega
risastór Evrópuslag-
ur í kvöld þeg-
ar Þýskaland og
Spánn mætast í
undanúrslitum
heimsmeist-
arakeppn-
innar í fót-
bolta. Bæði
lið hafa verið
afar sannfær-
andi á mót-
inu og aðeins
tapað einum
leik hvort. Síð-
ast þegar liðin
mættust höfðu
Spánverjar sig-
ur, 1-0, með
marki Fern-
andos Torres,
en það mark
tryggði Spánverj-
um sigur í Evrópu-
keppninni í Sviss
og Austurríki fyr-
ir tveimur árum.
Bæði lið eru með
sjóðheita fram-
herja. David Villa hjá Spáni er marka-
hæsti maður keppninnar með fimm
mörk en Miroslav Klose hjá Þýska-
landi hefur skorað fjögur og vantar
aðeins eitt mark til að jafna met hins
brasilíska Ronaldos yfir markahæstu
menn í lokakeppni HM frá upphafi.
Erfitt að bera þá saman
Miroslav Klose verður án Thomas
Müller í framlínunni en Bæjarinn
ungi verður í leikbanni. Því verður
einblínt enn meira á að Klose skori
en hann setti tvö mörk í átta liða úr-
slitunum gegn Argentínu. „Það er
erfitt að bera þá saman. Báðir hafa
einstaka hæfileika til að klára færi,“
segir Joachim Löw, þjálfari Þýska-
lands. „Ég var aldrei í vafa um að
velja Klose. Hann leggur sig alltaf
hundrað prósent fram fyrir Þýska-
land og þannig menn vill maður hafa
í landsliðinu,“ segir Löw, en Klose
skoraði aðeins þrjú mörk í þýsku úr-
valsdeildinni í vetur.
„Það er alltaf hægt að finna hann
og hann er alls ekki eigingjarn mið-
að við hvað hann hefur skorað mörg
mörk. Ég spila líka með honum hjá
Bayern og veit alveg hvers hann er
megnugur,“ segir Thomas Müller
sem verður fjarri góðu gamni í leikn-
um.
Klose er að spila í sinni þriðju
heimsmeistarakeppni og hefur
alls skorað fjórtán mörk. Hann er
næstmarkahæstur á HM frá upp-
hafi ásamt þýsku goðsögninni Gerd
Müller en efstur á blaði er Brasilíu-
maðurinn Ronaldo sem hefur skorað
fimmtán mörk í lokakeppni HM.
Næstum því jafngóður og
Messi
David Villa hefur þurft að sjá um
markaskorun fyrir spænska landslið-
ið þar sem félagi hans í framlínunni,
Fernando Torres, hefur verið heillum
horfinn á mótinu. Torres hefur enn
ekki skorað mark og hefur verið tek-
inn af leikvelli frekar snemma í síð-
ustu tveimur leikjum. Alls hefur Villa
skorað fimm mörk á HM til þessa,
þar af einu tvö mörk Spánar í útslátt-
arkeppninni, en það hefur dugað.
„Hann getur skotið með hægri og
vinstri og er mjög teknískur. Hann
er næstum jafnfullkominn leikmað-
ur og Lionel Messi,“ segir Klose um
kollega sinn í spænska liðinu. „Hann
er leikmaður sem allt liðið verð-
ur að verjast því það er ekki nokkur
möguleiki fyrir einn varnarmann að
ætla að hafa hemil á honum.“ Skori
David Villa gegn Þýskalandi jafnar
hann markamet Rauls með spænska
landsliðinu sem er 44 mörk. Reynd-
ar tók það Raul 104 leiki að skora svo
mörg mörk en leikurinn hjá Villa í
kvöld verður hans 64.
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Þýskaland og Spánn mætast á miðvikudagskvöldið í seinni undan-
úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Suður-Afríku. Tvö ár eru síðan
Spánn lagði Þýskaland í úrslitaleik Evrópu-
keppninnar. Framherjar liðanna, Miro-
slav Klose hjá Þýskalandi og David Villa
hjá Spáni, hafa farið á kostum á HM.
Einvígi
framhErjanna
Fimm marka maður David Villa getur ekki
hætt að skora fyrir Spán.
Eitt mark í metið Skori Klose gegn
Spáni jafnar hann met Ronaldos yfir
flest mörk í lokakeppni HM.