Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Side 25
Boðið var upp á fimm marka veislu í undanúrslitaleik Hollands og Úrú- gvæ sem fór fram á hinum magn- aða Green Point-velli í Höfðaborg á þriðjudagskvöldið. Hollending- ar tryggðu sér farseðilinn í úrslita- leikinn með sigri, 3–2, en minnstu munaði að Úrúgvæjar næðu að jafna metin í uppbótartíma. Þetta verður í fyrsta skiptið í 32 ár sem Hollend- ingar leika til úrslita á HM. Úrúgvæ hefur verið eitt af þeim liðum sem hafa komið mest á óvart í keppninni en draumur þeirra um þriðja heims- meistaratitilinn er úti. Þeir fá þó tækifæri til að vinna til verðlauna því þeir mæta tapliðinu úr leik Þýska- lands og Spánar í leiknum um brons- ið á laugardaginn. Leikurinn kláraður á þremur mínútum Fyrsta mark leiksins verður líklega þegar upp er staðið talið það flottasta í keppninni til þessa. Hinn 36 ára gamli fyrirliði Hollands, vinstri bakvörður- inn Giovanni van Bronchorst, skor- aði þá ótrúlegt mark. Hann fékk bolt- ann vel úti á vinstri kantinum, þrjátíu metra frá marki, en lét bara vaða og söng knötturinn í samskeytunum. Die go Forlan jafnaði metin fyrir Úrú- gvæ með öðrum þrumufleyg, fjórum mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks og þar við stóð í bili. Líklega hefði markvörð- ur Hollands, Marteen Stekelenburg, átt að gera betur í markinu þegar For- lan skoraði en vitað var fyrir keppn- ina að markvarslan yrði líklega mesti hausverkur Hollendinga. Jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik en Hollendingar gerðu út um leikinn á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleik. Wesley Sneijder skor- aði sitt fimmta mark á mótinu með lúmsku skoti á 70. mínútu og þrem- ur mínútum síðar bæti Arjen Robb- en við marki með skalla. Úrúgvæjar náðu að skora mark í uppbótartíma og settu gífurlega pressu á Hollend- ingana undir lokin en hana stóðust þeir appelsínugulu og leika til úrslita á stærsta móti heims. Langt frá því síðast Hollendingar hafa ekki leikið til úr- slita á heimsmeistaramótinu í knatt- spyrnu frá því árið 1978. Þá töpuðu þeir fyrir gestgjöfum Argentínu í framlengdum úrslitaleik, 3–1. Fjór- um árum áður lék Holland einnig til úrslita, þá gegn gestgjöfum Vest- ur-Þjóðverja, og töpuðu 2–1. Á þess- um tíma var fremstur manna Johan Cruyff en lið Hollands á þessum tíma er jafnan kallað Cruyff-kynslóðin. Al- tént er þetta lið talið það besta sem aldrei vann heimsmeistarakeppn- ina, þótt það hafi fengið tvö tækifæri til þess. United vill Sneijder Breska blaðið Daily Mirror heldur því fram að Manchester United ætli sér að landa hollenska miðjumanninum Wesley Sneijder frá Inter. Sneijder fór á kostum með Inter í vetur og vann þrennuna með liðinu. Þá hefur Sneijder farið á kostum með Hollandi á HM. Sneijder hefur sagt að hann muni ekki fara aftur til Real Madrid þó svo að Jose Mourinho sé þar við stjórn. Manchester United ætlar sér að bjóða 25 milljónir punda í Hollendinginn öfluga sem hefur verið einn albesti leikmaður HM til þessa. tilboði hafnað í balotelli Inter hafnaði tilboði Manchester City í ítalska vandræðagemsann Mario Balotelli, samkvæmt umboðsmanni kappans. Balotelli komst nokkrum sinnum upp á kant við Jose Mourinho í vetur og fór í það minnsta tvisvar í agabann. Hinn nítján ára gamli framherji á þó ár eftir af samningi sínum og virðist vera í plön- um Inter fyrir næsta tímabil. City hefur verið iðið við kolann í sumar og hefur nú þegar landað Jerome Boateng, David Silva og Yaya Toure. Forseti Alþjóðaknattspyrnusam- bandsins, Sepp Blatter, hefur lýst því yfir að þessi fyrsta heimsmeist- arakeppni í Afríku hafi heppnast vel. Hann segir að keppnin hafi gef- ið hrjáðum heimi nýja von. Blatter lagði mikið á sig til þess að HM færi fram í Suður-Afríku og hefur staðið rækilega við bakið á skipuleggjend- um keppninnar, meira að segja þeg- ar leit út fyrir að ekkert yrði tilbúið á réttum tíma. Hann segir áhyggjur „gömlu Evrópu“, eins og hann orðar það, hafa verið óþarfar en þar bjóst enginn við að fólk myndi flykkjast til Suður-Afríku. „Ég er mjög ánægður forseti í dag og ég vonast svo sannarlega til þess að verða enn ánægðari á sunnudag- inn,“ segir Blatter en hann sagði að yfir 500.000 manns hefðu lagt leið sína til Suður-Afríku til að fylgjast með keppninni. Þótt sæti hafi verið auð á mörgum leikjum segir Blatt- er aðsóknina þó hafa verið nægilega góða. Eins er hann ánægður með að merkir stjórnmálamenn hafa látið sjá sig. Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, var mætt á síðasta leik Þjóð- verja en einnig hafa Joe Biden, vara- forseti Bandaríkjanna, og Bill Clin- ton verið á leikjum. „Hversu margir þjóðhöfðingjar komu að sjá keppnina sýnir pólit- ísku hlið fótboltans. Það vilja all- ir láta mynda sig í stúkunni. Svona er kraftur fótboltans mikill,“ segir Blatter og bætir við: „Fótboltinn gefur þessum hrjáða heimi nýja von. Sjáið bara frétta- tíma úti um allan heim. Það er eins og heimurinn hafi stöðvast þegar HM byrjaði. Við vonumst til þess að í gegnum fótboltann geti allir orðið betri manneskjur.“ tomas@dv.is Sepp Blatter ánægður með HM í Suður-Afríku: Tilraunin heppnaðist hMmolar Torres vill úTskýringar efTir fríið n „Ég býst við því að þegar HM er lokið muni ég tala við fólkið hjá Liverpool og það muni útskýra fyrir mér hver staða mála er. Þá fæ ég væntan- lega að vita hver framtíð félags- ins er og tala við nýja þjálfarann,“ segir Fernando Torres, fram- herji Liverpool sem er þessa dagana upptekinn með Spáni á HM. „Það er nægur tími til að tala saman en þeg- ar HM er búið ætla ég í frí því ég hef ekki fengið frí í þrjú ár. Ég mun hvíla mig og þegar ég kem til baka verður nægur tími til að ræða málin,“ segir Fer nando Torres. Þjálfari gana óviss um framTíð sína n Milovan Rajevac, þjálfari Gana, er ekki viss um hvort hann ætli að halda áfram með liðið. „Ég mun sjá til hvað gerist. Ég er enn að melta leikinn á móti Úrúgvæ en auðvitað eig- um við að vera stoltir af árangri okkar,“ segir Rajevac en Gana féll úr leik í átta liða úrslitum í leik gegn Úrúgvæ. „Árangur Gana er frábær undir stjórn Rajevacs og þannig á það halda áfram. Við kom- umst þetta langt á HM og í úrslita- leikinn á Afríkumótinu. Hann er frábær þjálfari sem leikmennirnir treysta,“ segir Asamoah Gyan, fram- herji liðsins. kuyT mikilvægur n Hollenska goðsögnin Johan Cruyff hefur verið duglegur að láta gamminn geisa í fjölmiðlum á með- an heims- meistaramótið hefur staðið. Aðspurður um mikil- væga menn í hollenska lið- inu minntist hann öllum að óvörum á hinn harð- duglega Dirk Kuyt en hvorki Wesley Sneijder nér Arjen Robben. „Gegn Brasilíu hélt Kuyt ekki bara Maicon út úr leiknum heldur lagði hann upp sigurmark- ið. Menn eins og Kuyt eru þyngdar sinnar virði í gulli,“ segir Johan Cru- yff sem sjálfur spilaði tvo úrslitaleiki á HM. lúðrarnir bannaðir í nauTahlaupinu n Borgaryfirvöld í Pamplona á Spáni bönnuðu vuvuzela-lúðrana leiðin- legu fyrir hið árlega nauta- hlaup sem haldið var á mánudaginn. Vildu menn meina að hljóð- in færu mjög í taugarnar á nautunum og ekki þyrfti að æsa þau meira upp, en margir hafa slasast illa við það að hlaupa undan þessum risa- stóru nautum. Það er þó spurning hvort fari meira í taugarnar á naut- unum, lúðrarnir eða að vera drepin seinna um kvöldið. Þau geta allavega ekki svarað því. miðvikudagur 7. júlí 2010 25 Kátir Sepp Blatter og Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku. H&N-MyND AFP Holland leikur til úrslita á heimsmeistaramótinu í fótbolta eftir sigur á Úrúgvæ í undanúrslitum, 3–2. Hollendingar hafa ekki leikið til úrslita frá því 1978 þegar liðið tapaði gegn Argentínu. Úrúgvæjar börðust hetjulega en draumur þeirra um fyrsta heimsmeistaratitilinn í 60 ár er úti. 32 ára bið lokið TóMAS þóR þóRðARSoN blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Draumurinn búinn Forlan skoraði mark Úrúgvæ en hann fær ekki meira en brons á HM. H&N-MyND AFP Kátir voru karlar Hollendingar kættust mjög þegar flautað var til leiksloka enda komnir í úrslitaleikinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.