Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Síða 29
miðvikudagur 7. júlí 2010 sviðsljós 29
Christiano Ronaldo var staddur í Greenwich Vil-
lage í New York-borg á mánudag. Hann var þar
ásamt kærustu sinni, Irinu Shayk, og vinkonu
hennar en þau fóru út að borða á veitingastaðn-
um Da Silvano. Ronaldo var með bílstjóra sem
beið fyrir utan á meðan. Stúlkurnar komu svo
út á undan honum þar sem fótboltahetjan gerði
upp reikninginn á meðan.
Það vakti mikla athygli í vikunni þegar Ron-
aldo tilkynnti að hann væri orðinn pabbi. Fregn-
irnar komu sem þruma úr heiðskíru lofti en
Ronaldo hefur neitað að gefa upp hver móðir
barnsins er en það er ekki kærastan hans Irina.
Slúðurmiðlar hafa þó grafið sitt hvað upp og er
sagt að um sé að ræða bandaríska staðgöngu-
móður.
Amy Poehler:
Ólétt og alsæl
Gamanleikkonan
Amy Poehler mætti
kasólétt í sandöl-
um á rauða dreg-
ilinn um helgina.
Amy var viðstödd
sérstaka sýningu á
myndinni The Kids
Are All Right. Leik-
konan er komin
með ansi myndar-
lega bumbu en hún
á von á sér í haust.
Amy er gift
gamanleikaranum
Will Arnett en þau
gengu í það heilaga
árið 2003. Þetta er
annað barn þeirra
hjóna en fyrir eiga
þau tæplega tveggja
ára strák.
Amy Poehler Gengur
með sitt annað barn.
Ronaldo
Sumarlegur í
New York.
Kærasta
Ronald-
os Irina
Shayk
ásamt
vinkonu
sinni.
Cristiano Ronaldo í New York:
Sumarlegurpabbi
Þeytti vuvuzela
Leonardo DiCaprio með Mick Jagger á HM:
Óskarsverðlaunaleikarinn Leonar-
do DiCaprio blés í einn af hinum
heimsfrægu Vuvuzela-lúðrum á
meðan á leik Þýskalands og Argent-
ínu stóð á laugardaginn. DiCaprio
var í heiðursstúkunni en í næstu
sætum voru Mick Jagger, söngvari
Rolling Stones, og sonur hans Lu-
cas.
Meira að segja Jagger, sem er
vanur alls kyns látum eftir langan
tónlistarferil, átti erfitt með að þola
óhljóðin í lúðrinum og tók fyrir eyr-
un þegar lætin voru sem mest.
Þeir DiCaprio og Jagger lifðu sig
vel inn í leikinn og settu þeir upp
ó-svipinn svokallaða þegar eitt af
færum leiksins fór forgörðum.
Leonardo DiCaprio
Blæs af krafti í vuvu-
zela-lúður.
Mick Jagger Þolir ekki
hljóðin í lúðrunum frægu.
Óóóóó!
Þarna hefur
eitthvað
markvert
gerst.
www.birkiaska.is
Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði
vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar
starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar
efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum,
dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).
Birkilaufstöflur
www.birkiaska.is
Minnistöflur
Bætir skammtímaminnið. Nýtist
fólki sem er undir álagi og fæst
við flókin verkefni. Hentar vel
fyrir eldri borgara, lesblinda og
nemendur í prófum. Dregur úr
streitu, eykur ró og bætir skap.
OXYTARM
Endurnærir og hreinsar ristilinn
Allir dásama OXYTARM
Í boði eru 60-150 töflu skammtar
DETOX
30days&
Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is.
Losnið við hættulega kviðfitu og
komið maganum í lag með því að
nota náttúrulyfin Oxytarm og
30 days saman -120 töflu skammtur -