Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Side 24
24 fréttir 13. ágúst 2010 föstudagur
Þegar menn fundu upp leið til að
framleiða gúmmí í hjólabarða leið
undir lok gríðarlega umfangsmik-
il framleiðslugrein í Brasilíu og Suð-
austur-Asíu. Á fyrri hluta tuttugustu
aldarinnar var trjátegundin hevea
brasiliensis, gúmmítré, ein verðmæt-
asta afurðin í fyrrnefndum heims-
hlutum. Kvoðan úr trjátegundinni
var nauðsynlegt efni í framleiðslu
bíldekkja og því gífurlega verðmæt
bílaframleiðendum. Valdamestu
ríki og auðjöfrar heims kepptust
um yfirráð yfir ræktarsvæðunum.
Gúmmítrjáræktin leið undir lok rétt
eftir síðari heimsstyrjöldina þeg-
ar vísindamenn höfðu upp götvað
gerviefni sem leysti trjákvoðuna af
hólmi. Í seinna stríði var barist í síð-
asta sinn um gúmmítrén. Þá gerði
Bandaríkjastjórn samning við Brasil-
íumenn um kaup á öllu því gúmmíi
sem þeir gætu útvegað. Bandamenn
sárvantaði gúmmí til hjólbarðafram-
leiðslu eftir að Japanar höfðu sölsað
undir sig helstu gúmmíræktarsvæði
heims í Malasíu.
Tugþúsundir brasilískra manna,
sem flestir voru fátækir, voru skyld-
aðir til verksins. Margir þeirra sneru
aldrei aftur, létust í frumskóginum.
Þeir voru kallaðir gúmmíhermenn
og mættu ömurlegum aðstæðum
í frumskógum Amasón. Brasilíu-
stjórn braut öll loforð um greiðslur
og stuðning við gúmmíhermennina
og þeir sem eftir lifa hafa háð réttlæt-
isbaráttu allar götur síðan og vilja til-
skylda viðurkenningu fyrir hetjudáð-
ir sínar fyrir rúmum sex áratugum
síðan. Þetta er einn ljótasti bletturinn
í brasilískri stjórnmálasögu tuttug-
ustu aldarinnar og var kerfisbundið
þaggaður niður á sínum tíma.
Lofað gulli og grænum skógum
Alcidino dos Santos gekk til mark-
aðarins til að kaupa grænmeti fyrir
móður sína einn morgun árið 1942
þegar brasilískur hermaður stöðvaði
hann og sagði honum að hann yrði
nú kvaddur í herinn og yrði gúmmí-
hermaður. Hermaðurinn sagði
Alcidino að þörf væri á mönnum í
Amasón-frumskóginn, í fimm þús-
und kílómetra fjarlægð, til að vinna
gúmmí fyrir herafla bandamanna, og
það væri skylda hans við föðurlandið
að hjálpa til.
Dos Santos, sem þá var aðeins 19
ára gamall og starfaði sem aðstoðar-
maður múrara, mótmælti og sagði
að móður sín væri ekkja sem þyrfti
á aðstoð sinni að halda. Það var ekki
hlustað á það. Honum var tjáð að
honum yrði greiddur hálfur Banda-
ríkjadalur á dag og myndi verða
fluttur heim í þorpið sitt, honum að
kostnaðarlausu, þegar stríðinu lyki.
En hann fékk ekki að velja. Hann
varð að fara, strax sama dag.
Nú þegar 65 ár eru liðin frá stríðs-
lokum, bíður Dos Santos og fjöldi
annarra fátækra Brasilíumanna, sem
neyddir voru í gúmmíhermennsku,
enn eftir því að þessi loforð verði
uppfyllt. Þeir eru aldraðir og við-
kvæmir fátæklingar og berjast fyrir
þeirri sögulegu viðurkenningu sem
þeim finnst þeir eiga skilið auk laun-
anna sem þeim var lofað en fengu
aldrei greidd.
„Við vorum hafðir að fíflum, og
síðan yfirgáfu þeir okkur og gleymdu
okkur,“ sagði dos Santos í viðtali við
New York Times, fyrir nokkru síð-
an. Hann býr í litlum viðarkofa í Rio
Branco, höfuðborg Acre-fylkis, sem
liggur í vesturhluta Amasón-skóga
Brasilíu, við landamæri Perú og Ból-
ivíu. Í borginni er mesta samansafn
þeirra gúmmíhermanna sem enn
eru á lífi, og hafa verið þar allar göt-
ur síðan síðari heimsstyrjöldinni
lauk og starfi þeirra í frumskóginum
sömuleiðis. „Við vorum fluttir hingað
án samþykkis okkar og fleygt í frum-
skóginn, þar sem við þjáðumst gífur-
lega. Ég á skammt eftir af ævinni, en
landið mitt ætti að sýna mér tilhlýði-
lega virðingu.“
Hetjur gúmmístríðsins
Þeir eru komnir á níræðisaldur en
bíða nú spenntir eftir niðurstöðu
dómstóla. Hún gæti loksins fært
þeim viðurkenninguna og launin
sem þeim var lofað fyrir 67 árum.
Manuel Pereira de Araujo býr í
Porto Velho, höfuðborg Rondon-
ia-fylkis, sem liggur við landamæri
Bólívíu, djúpt í frumskóginum. Hann
rifjaði í samtali við BBC upp daginn
þegar hann var kvaddur í gúmmíher-
inn, en þann dag breyttist líf hans og
varð aldrei samt aftur. „Embættis-
maður úr hernum kom í þorpið mitt
og sagði mér að ég gæti annað hvort
barist á víglínunni á Ítalíu eða farið
til Amasón. Hann sagði mér að við
yrðum hetjur gúmmístríðsins og að
ég yrði ríkur maður af öllu saman.“
Brasilíustjórn ákvað að kveðja
menn frá fátækum héruðum í norð-
austurhluta landsins í gúmmíherinn.
Í þeim landshluta stunduðu fátækir
bændur nauðþurftarbúskap í þurru
og hrjóstrugu landslagi. „Við vorum
fátæk. Það var enga fjármuni eða
vinnu fyrir okkur að fá þar. Við borð-
uðum lítið annað en baunir og ræt-
ur og uppskeran var svo lítil að okk-
ur hungraði oft,“ segir Claudionor
Ferreira Lima, forseti gúmmíher-
mannasamtakanna í Porto Velho.
„Ég skildi unnustu mína eftir. Ég hélt
að ég yrði ríkur og kæmi heim eft-
ir nokkur ár og stofnaði fjölskyldu.
Ég veit ekkert hvað varð um hana,
kannski bíður hún enn eftir mér.“
Helmingurinn lést
55 þúsund manns, flestir ungir og
einhleypir menn, voru kvaddir í
gúmmíherinn en margir þeirra sáu
fjölskyldu sína og heimili aldrei aft-
ur. Starf gúmmíhermannanna hófst
eftir að Bandaríkjamenn höfðu gert
samning við Brasilíustjórn. Árás
Japana á Pearl Harbour hafði svipt
Bandaríkjamenn aðgengi að aðal-
gúmmíekrunum í Malasíu. Fran-
klin Roosevelt hafði sannfært brasil-
55 þúsund brasilískir ungir menn voru skyldaðir til að vinna við gúmmírækt í Amasón í síðari heims-
styrjöldinni. Þeir voru kallaðir gúmmíhermenn en voru meðhöndlaðir líkt og þrælar. Tæpur helm-
ingur þeirra lést fyrir stríðslok. Gúmmíinu var safnað fyrir Bandaríkjamenn sem notuðu það til hjól-
barðaframleiðslu fyrir herafla sinn í styrjöldinni. Gúmmíhermennirnir sem enn eru á lífi berjast enn
fyrir viðurkenningu stjórnvalda á hetjudáðum þeirra og réttlátum skaðabótum fyrir þjáningar sínar.
Gúmmíhermenn
heimta réttlæti
Við héldum að við værum
komnir til paradísar, en í
staðinn varð hún að hel-
víti fyrir okkur.
HeLgi Hrafn guðmundsson
blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
misstu marga unga
menn „Sumirstrákanna
dóuúrmalaríu,gulu,beri-
berioglifrarbólgu,enaðrir
vorudrepnirafslöngum,
marglyttumogjafnvelja-
gúar,“segirLupercioFreire
Maia,gúmmíhermaðurá
níræðisaldri.
Hnepptur í þrældóm
AlcidinodosSantosvar
skyldaðurtilaðferðast
fimmþúsundkílómetra
fráheimahögumsínum
tilAmasóntilaðgerast
gúmmíhermaður.Hann
snerialdreiafturheim.