Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Síða 28
Hafið þið heyrt um nýjasta barna-vagninn? Hann kallast Tilfinninga-vagninn, eða það er að minnsta kosti nafnið sem að ég hef gefið
honum. Tilfinningavagninn er sem sagt
sú tegund af barnavagni eða sá barna-
vagn sem þunguð kona tekur ástfóstri
við á meðgöngunni. Ekki laðast allar
þungaðar konur að tilfinningavagn-
inum en það hefur kærasta mín
svo sannarlega gert. Biddu fyrir
þér maður.
Þessi ólétta elska sem gengur nú með fyrsta barn okkar hefur nefni-lega tekið slíku ástfóstri
við tegund af barnavagni sem
kallast Emmaljunga að öll rök-
hugsun og almenn skynsemi hreinlega gilda ekki. Enda fara sterkar til-
finningar sjaldan saman við rökhugsun og skynsemi. Þetta samband kær-
ustu minnar við Tilfinningavagninn hófst mjög snemma á meðgöngunni.
Skiljanlega fór áhugasöm verðandi móðir að skoða vagna og annan nauð-
synlegan barnavarning á internetinu góða. Það var svo sirka tveimur vik-
um eftir að við höfðum fengið staðfest að hún bæri barn undir belti sem
ég fékk tilfinningaþrungið símtal um að ég þyrfti að fara taka mig á í fjár-
málunum og hvort að ég væri byrjaður að safna. Safna fyrir hverju spurði
ég hissa og þá svaraði hún reið: „Barnavagninum!“
Því þessar græjur fást nefnilega ekki gefins. Ó nei. Vagn af þessari teg-und kostar hátt í 200.000 krón-ur. Ég bað mína heitt elskuðu
um að róa sig niður því það væru jú
rúmlega sjö mánuðir í að erfinginn
kæmi í heiminn og að óþarfa áhyggj-
ur af barnavagni væri nú ekki tímabær-
ar. Hún róaðist um stund, að ég hélt, og
nefndi vagninn góða ekki í nokkrar vikur.
Dag einn í sumar fórum við svo sam-
an að skoða þess vagna og skömmu
seinna komumst við (lesist: ég) að
því að það væri nú betri kostur að
kaupa notaðan vagn fyrir helmingi
minni pening.
Eftir nokkrar tilfinningasveiflur var konan kom-in á þá skoðun líka. Hún hafði svo fundið glæsilegan Tilfinninga-vagn af hárréttri tegund sem var lítið notaður og kostaði „aðeins“ 85.000 krónur. Um svipað leyti bauðst okkur að fá lánaðan fínan
vagn en það var alveg ómögulegt þar sem hann var ekki af réttri tegund.
Ég sagði við mína heitt elskuðu að hún ætti frekar að kaupa sér skartgripi
og föt fyrir peninginn og fá hinn vagninn að láni. Sú ábending hafði lítið
að segja og þá fyrst áttaði ég mig á alvarleika málsins.
Þrátt fyrir allt ákvað þessi elska að stökkva á endanum á notaðan vagn sem við fundum á Barnalandi. Fínasti vagn á góðu verði. Hún var tvístígandi en lét þó verða af kaupunum. Við vorum ekki fyrr komin út í bíl en að ég sá eftirsjána í augum hennar. Draumurinn
var brostinn. Í staðinn fyrir nýjan, glansandi og vel lyktandi vagn var bara
einn vel með farinn og notaður í skottinu.
Ég áttaði mig á því að verðandi barnsmóðir mín þurfti á nýjum vagni að halda. Svo sterkar voru þessar tilfinningar. Ég sannfærði hana um að við myndum bara selja þann notaða aftur og festa kaup á draumavagninum. Eftir nokkur tár tókst að selja þann notaða á
skotstundu og nú er verið að undirbúa kaup á hinum fullkomna Tilfinn-
ingavagni. Síðan þá hefur þessi elska brosað sínu breiðasta og er öll önn-
ur. Sem er auvðitað númer eitt, tvö og þrjú.
Ég ætla ekki að láta sem ég skilji þetta rótsterka samband hennar við vagninn en ég skil þó að ég get ekki með nokkru móti áttað mig á því hvernig er að vera óléttur. Þangað til ég næ því er það bara já og amen.
Tilfinninga-
vagninn
Ásgeir Jónsson skrifar
helgarpistill
28 umræða 13. ágúst 2010 föstudagur
Noregur er í Borgarfirði. Hann er
nánar tiltekið við þjóðveginn á leið-
inni upp í Norðurárdal. Ég held að
flestir sem aka þessa leið í norður-
átt hljóti að átta sig á því hvenær þeir
eru allt í einu komnir til Noregs, eins
og fyrir galdra. Maður brunar upp og
niður ása og leiti, um kjarri vaxnar
hlíðar og hrjóstrug holt, og þá blas-
ir allt í einu við stór grenilundur.
Maður ekur meðfram honum dá-
góða stund, hann er á hægri hönd sé
maður á norðurleið, og grenitrén eru
margra metra há innan vand aðrar
girðingar. Þessi gróskumikli greni-
reitur hefur mér alltaf þótt vera bút-
ur af Noregi. Þetta er líklega ein ein-
faldasta og ódýrasta utanlandsferðin
sem völ er á; skyndilega er maður
hrifinn burt úr íslensku umhverfi og
ekur þarna spölkorn um Þrændalög,
eða Hörðaland, eða gott ef ekki sjálfa
Finnmörku.
Svo er maður skyndilega kominn
framhjá og aftur lentur á Íslandi þar
sem klettarnir gægjast gegnum lág-
vaxið birkikjarrið.
ÓÞJÓÐLEGT LANDSLAG?
Landslag ætti auðvitað að vera
óþjóðlegt með öllu. Og auðvitað er
svo, þegar öllu er á botninn hvolft.
En samt tengir maður landslag og
náttúru óhjákvæmilega við ákveðna
heimshluta, ákveðin ríki, jafnvel
ákveðnar þjóðir. Í ljóðabókinni Að-
flutt landslag lýsti fornvinur minn
Sveinn Yngvi Egilsson því til dæmis
skemmtilega þegar hann rakst allt í
einu á íslenskt fjall á ferðum sínum
um Skotland.
Í ljóðinu hans Sveins Yngva er
fundur hans og íslenska fjallsins í
Skotlandi jákvæður atburður, ef ég
man rétt, og mér fannst líka gaman
að því þegar ég rakst einmitt á slíkt
íslenskt fjall þegar ég var einu sinni
að keyra um skosku hálöndin. En
hitt verð ég að viðurkenna að þessi
bútur af Noregi uppi í Borgarfirði
finnst mér einhvern veginn eins og
aðskotahlutur, alveg út úr kú, eins
og það heitir. Eitthvað óviðkunnan-
legt við hann, þó þetta sé bara ósköp
meinlaus grenilundur. Af því hann er
á vitlausum stað.
Undanfarið hefur svo vaxið með
mér sú tilfinning að ýmsir staðir á
Íslandi séu á kolvitlausu róli, og séu
jafnvel komnir beina leið að utan –
og eigi varla heima hér á landi. Ég
er að tala um alaskaöspina, sem nú
sprettur sem aldrei fyrr úr íslenskri
mold.
Öspin er greinilega frábær-
lega duglegt tré, harðgert og nán-
ast ódrepandi, og ég skammast mín
hálfpartinn fyrir að amast við henni.
Í mörg ár hef ég verið að setja nið-
ur rammíslenskt birki í spildu ná-
lægt Heklu og þar sýnist mér að ég
megi kallast góður ef birkið vex ör-
fáa sentímetra á sumri. Á sama tíma
virðist öspin þjóta upp nánast sama
hvar hún er sett niður. Ég sé ekki bet-
ur en öspin geti náð tíu tólf metra
hæð, jafnvel meira, á örfáum árum.
SJÓNDEILDARHRINGURINN
HORFINN
Og það er mergurinn málsins. Út
um allar koppagrundir á Suður-
landsundirlendinu, þar sem ég hef
verið að þvælast síðustu dagana,
þar eru aspirnar farnar að teygja
sig til himins af miklum dugnaði –
en ég get ekki varist þeirri tilfinn-
ingu að mér finnist þær vera í öðru
landi en á Íslandi. Snyrtilegar raðir
af þráðbeinum öspum verða hvar-
vetna fyrir sjónum manns. Þær hafa
augljóslega oftast verið gróðursett-
ar til að búa til skjól fyrir vindum, og
vissulega ekki vanþörf á slíku víða á
Íslandi, en þegar aspirnar eru orðn-
ar tíu metra háar eða hærri fara
þær óneitanlega að skyggja ótrú-
lega víða á sjóndeildarhringinn.
Enda hef ég komið í tvo sumarbú-
staði í sumar, þar sem dugmiklar
aspir hafa sprottið svo mikið á örfá-
um síðustu misserum að sjóndeild-
arhringurinn hafði beðið stóran
skaða af.
Mér sýnist reyndar sem Íslend-
ingar umgangist sjóndeildarhring-
inn víða af helsti lítilli virðingu. Þeir
reisa sér sumarbústaði sína á falleg-
um stöðum, þar sem oftar en ekki er
vítt til veggja og frjálst í fjallasal, en
virðast síðan ekki í rónni fyrr en þeir
eru búnir að fela sjóndeildarhring-
inn bak við sem allra mest af trjám.
Nú veit ég ósköp vel að trjáræktin
er fyrst og fremst hugsuð til þess að
veita skjól þeim sem í bústöðunum
dveljast, en fyrr má nú oft vera – því
sumir bústaðir hverfa gjörsamlega
inn í trjágróðurinn svo þar er varla
neitt að sjá nema trjágróðurinn. Og
þar eru aspirnar dugmestar.
EITTHVAÐ ÓEÐLILEGT
Ég verð að viðurkenna að mér
finnst eitthvað stórlega óeðlilegt
við að sjá aspir í íslenskri náttúru.
Þessi þráðbeinu hávöxnu tré virka
eins og aðskotadýr í moldinni hér;
mér finnst í fúlustu alvöru að ís-
lensk tré eigi að vera svolítið kræk-
lótt, eins og þau hafi lagað sig að
næðingnum – og ekki of há, svo við
sjáum í kringum okkur fyrir þeim,
en þau loki okkur ekki inni. Meira
að segja finnst mér þessi fölgræni
litur á blöðum asparinnar helsti
gervilegur fyrir íslenska náttúru.
Þegar maður viðrar þá skoðun
að manni finnist einhverjar tiltekn-
ar jurtir ekki „eiga heima“ í íslenskri
náttúru, þá eru andmælin stund-
um af þeim toga að helst er jafn-
andi við andmæli gegn rasisma. Er
ég ekki bara að amast við „útlend-
ingum“ þegar ég vil ekki sjá þessi
„ó-íslensku“ tré, eins og aspirnar?
En þetta er náttúrlega bara vitleysa
– tré eru ekki fólk, og ég legg þrátt
fyrir allt ekki að jöfnu jurtir og fólk.
Ég vil helst fá að horfa á náttúruna
í kringum mig tiltölulega „óspillta“
af áhrifum mannsins (það er að
segja öspinni, og já, grenitrjánum
líka) en með mestu gleði skal ég
svo njóta þeirrar náttúru með fólki
sem upprunnið er úr öllum heims-
hornum!
UNDARLEGAR RAÐIR AF
ÞRÁÐBEINUM ÖSPUM
Vandamálið er bara að hinar undar-
legu reglulegu raðir af hinum þráð-
beinu öspum sem svo undarlega
víða eru farnar að teygja sig til him-
ins í íslenskum sveitum, virðast mér
alls ekki vera á Íslandi. En ég veit
reyndar ekki í hvaða landi þessar
snyrtilegu raðir eiga heima. Litla trú
hef ég á að svona sé þetta í Alaska.
Það er kannski einna helst að Íslend-
ingar virðist með þessum aspagöng-
um vera að reyna að búa til trjágöng
eins og tíðkast meðfram vegum eða
kringum hús í Hollandi eða Belgíu
eða einhvers staðar. Og er ætlað að
loka úti sérhvern gust.
En heldur skal ég þola svolítinn
næðing hér á mínu Íslandi ef ég fæ
að halda sjóndeildarhringnum.
trésmiðja illuga
Þessi þráðbeinu
hávöxnu tré virka
eins og aðskotadýr
í íslenskri mold
Illuga Jökulssyni finnst aspir ekki eiga heima í íslenskri náttúru:
viRÐingin fYRiR
SJÓnDEilDaR-
HRingnUM