Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Side 46
46 útlit umsjón: IngIbjörg dögg kjartansdóttIr ingibjorg@dv.is 13. ágúst 2010 föstudagur Vúhú! Nú er ástæða til þess að fagna. Konur sem nota stærri flíkur en númer 14 hafa hingað til ekki getað keypt sér fatnað frá helstu hátísku- húsum heims. Nú fyrst verður breyting þar á en Marc Jacobs ríður á vaðið með línu sem er ætluð konum sem nota svokallaðar stórar stærðir, eða öllu heldur konur sem nota eðli- legar stærðir. Því auðvitað eru konur alls kon- ar og auðvitað hafa alls konar konur áhuga á tísku.   skIlur þörfIna Þetta kemur fram í Guardian sem vitnar í Twitter-síðu Roberts Duffy, forstjóra fyrir- tækisins, og ef marka má ummæli hans er enn um ársbið eftir línunni sem er á fyrstu stigum í framleiðsluferlinu. Sjálfur er hann í stórum stærðum og á því erfitt með að finna fatnað á sig frá tískuhúsunum. Persónuleg reynsla hans og skilningur á þessu meini tískubrans- ans virðist því vera drifkraftur breytinganna. „Ég veit hvernig ykkur öllum líður. Ég reyndi megrun en ... Ég kann ekki við þennan frasa, stórar stærðir. Einhverjar tillögur?“ skrifaði hann einnig á Twitter-síðuna og bætti því við að tískuhúsin yrðu að taka sig taki í þessu efni. „Ég er með ykkur. Um leið og ég kem aft- ur til New York. Ég er að vinna í þessu. Það mun taka mig svona ár.“ Árangursrík auglýsIngaherferð Linda Pétursdóttir virtist hitta naglann á höf- uðið með auglýsingaherferðinni fyrir Bað- húsið þar sem konur af öllum stærðum og gerðum sátu naktar fyrir. Herferðin vakti at- hygli og almenna lukku meðal almennings sem fagnaði því að hefðbundnum ímyndum væri storkað. Þetta var í takt við tíðarandann og merki um hægfara  en jákvæðar breytingar á tískuheiminum. Hér má svo minnast þess að Jean-Paul Gaultier braut blað í sögunni þegar Crystal Renn gekk pallana fyrir hann fyrir vor- og sumarlínuna árið 2006 en hún notar stærð 14 en ekki 8 eins og flestar sýn- ingardömur. Hann endurtók svo leikinn fyrir haust- og vetrarlínuna 2010 og Chanel gerði slíkt hið sama fyrir „resort“-línuna sína 2010. storkaðI tískubransanum Crystal er ein þeirra kvenna sem hafa stork- að staðalmyndum tískubransans. Hún sagði sögu sína í bókinni Hungry þar sem hún var sársvangt, ofurlétt og óheilbrigt módel en í kjölfarið sættist hún við eðlilega þyngd sína og hóf farsælan feril sem fyrirsæta í stærri stærð. Síðan hefur hún setið fyrir í herferðum fyrir H&M, Dolce & Gabbana og fleiri auk þess sem hún hefur lagt undir sig ófáar síður í tískuþáttum heimsþekktra tímarita á borð við bandaríska, ítalska, franska og þýska Vogue, ítalska Elle, rússneska Harper’s Baz- aar, Glamour, V, i-D og Vanity Fair. Hún er vinsælt viðfangsefni ljósmyndara á borð við Ruven Afandor og Steven Meisel og er eina konan í þessari stærð sem hefur prýtt for- síðuna á Harper’s Bazaar. Þrátt fyrir allt þetta er stærsti sigurinn á ferlinum kannski auglýsingaherferð fyr- ir Mango þar sem hún sat fyrir ásamt minni módelum án þess að nokkuð væri minnst á stærð hennar. eftIrmInnIlegur tískuþÁttur Tímaritið V eftirlét einnig stærri konu forsíðu blaðsins sem var kærkomin breyting frá hefð- bundnum forsíðum blaðsins. Aðalleikkonan í Precious, Gabourey Sidibe, var nefnilega á forsíðunni þegar birtur var eftirminnilegur tískuþáttur þar sem konur í alls konar stærð- um sátu fyrir og slógu í gegn meðal lesenda blaðsins. Reyndar vöktu þær athygli víða um heim fyrir fegurð sína og þokka. Eins vakti það marga til umhugsunar þeg- ar tímaritið Glamour birti myndir af venju- legum konum í alls konar stærðum á nærföt- unum. Myndirnar voru tvenns konar, annars vegar voru stelpurnar í eigin stærð og svo var búið að fótósjoppa þær niður í stærð 0. Myndirnar voru svo bornar undir þær sjálf- ar sem og aðra álitsgjafa og niðurstaðan var skýr: Stelpurnar þóttu allar fegurri í sinni náttúrulegu stærð. breytt vIðhorf  Hægt og rólega virðist ætla að verða breyt- ing á viðhorfum tískuheimsins gagnvart kon- um af öllum stærðum og gerðum. En það eru fleiri konur en Crystal sem eru sagðar hafa áhrif á það. Ein af þeim er söngkonan og tískugyðjan Beth Ditto sem á yfirleitt sæti á fremsta bekk á tískusýningum helstu tísku- húsa, þar á meðal Chanel og Fendi. Sjálf er hún vel í holdum og hannaði tískulínu und- ir merkjum Evans fyrir konur í stærðum 14– 32 og naut þar aðstoðar Kate Moss vinkonu sinnar.   Það er reyndar áhugavert að Chanel hafi tekið þátt í þessum breytingum á tískubrans- anum þar sem Karl Lagerfeld hefur löng- um hneykslað umheiminn með ummælum um venjulegar konur. Honum fannst það til dæmis út í hött að þýska tímaritið Brigitte ætlaði að nota venjulegar konur í tískuþætti og sagði að hugmyndin væri komin frá „feit- um mömmum sem sitja með snakkpokann fyrir framan sjónvarpið og segja að mjó mód- el séu ljót.“ Í raun vilji enginn sjá þrýstnar konur og föt missi sjarma sinn séu þau stærri en númer 14. fjölbreyttarI fyrIrmyndIr Hann er reyndar ekki einn um þessa skoðun. Fleiri hönnuðir hafa haldið því fram að það sé bæði erfiðara að hanna fyrir konur í stærri stærðum og lítil eftirspurn sé eftir slíkum fatnaði. Það sé einnig hlutverk tískubransans að skapa tálsýn og selja drauma. Raunveruleikinn er aftur á móti sá að tískubransinn veltir milljónum á milljónir ofan hvert ár. Konur hafa áhuga á tísku — og reyndar karlar líka, ekki bara konur í ákveðn- um stærðum heldur alls konar konur. Nú reynir á Marc Jacobs. Hann er góður hönnuður og ætti að geta leyst þetta verkefni svo sómi sé að. Það er vonandi því ef allt geng- ur að óskum og fatnaðurinn selst vel munu fleiri hönnuðir fylgja fordæmi hans og hanna fatnað fyrir allar konur óháð vaxtarlagi. Þang- að til er um að gera að fagna hverju smáskrefi og hverjum smásigri í baráttunni fyrir fjöl- breyttari fyrirmyndum í tískubransanum. Það gerir hann bara litríkari og skemmtilegri. ingibjorg@dv.is Marc Jacobs hannar föt á „stórar“ konur af síðustu sýningu marcs jacobs Fyrirsæta sem myndi kallast „venjuleg“ í heimi tískunnar. marc jacobs Fyrsta hátískuhúsið til að framleiða föt fyrir „stórar konur“. stórar stelpur Verða sífellt meira áberandi í tískuheiminum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.