Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Qupperneq 52
Á síðustu tuttugu árum hef-ur internetið orðið algjör-lega órjúfanlegur partur af tilveru nútímamannsins,
hvort sem er í vinnu eða heima við.
Sú landamæralausa veröld sem
netið opnaði fyrir almenningi var
í byrjun helsta aðdráttarafl þessa
fyrirbæris og gerði hverjum og ein-
um kleift að ferðast heimshorna á
milli á örskotsstundu, kynna sér
framandi menningu og málefni eða
hafa samskipti við fólk hinum megin
á hnettinum.
Kannski blundaði djúpt í okkur
öllum sú hugsun að hér gæti verið
um stærsta skrefið að ræða á langri
leið mannkynsins í átt að upplýstri
umræðu, endurreisnartímabili hug-
ans, þar sem nýjar hugmyndir og
frjáls skoðanaskipti myndu sigra í
baráttunni við fordóma og ranglæti
og sameina okkur að einhverju leyti
sem jarðarbúa frekar en margar ólík-
ar þjóðir og þjóðarbrot.
Því í reynd er netið eini vettvang-
urinn þar sem allir eru jafnir og hafa
sömu möguleika til að kynna sér
hugmyndir eða koma einhverju sjálf-
ir á framfæri, nema þar sem stjórn-
völd hafa ákveðið að stunda ritskoð-
un eða hefta á einhvern annan hátt
aðgang almennings að netinu.
Aðkoma fréttamiðla varð síðan til
þess að almenningur gat í auknum
mæli kynnt sér hvað væri að gerast
í fjarlægum heimshornum og færði
okkur öll nær hvert öðru, við erum
orðin eitt stórt og stafrænt heims-
þorp.
Nethlutleysi
Mikil umræða hefur átt sér stað síð-
ustu ár um jafnt aðgengi að netinu,
ekki síst eftir að ljóst var að stærstu
fjarskiptafyrirtæki Bandaríkjanna
vilja flest ef ekki öll breyta þeim regl-
um sem hafa viðgengist hingað til.
Hugtakið „net neutrality“ eða
„nethlutleysi“ varð til og byggir á því
að öll netumferð, hvort sem um er að
ræða vefsíður eða annað, skuli lúta
sömu reglum varðandi aðgengi og
hraða hjá netþjónustufyrirtækjum
og hýsingaraðilum.
Markaðslögmál
Hugmyndir stóru fjarskiptafyrir-
tækjanna eru hins vegar þær að fyr-
irtæki geti greitt sérstaklega fyrir
hraðara aðgengi að efni sínu á net-
inu og skotið þar með samkeppnis-
aðilum ref fyrir rass. Í augum sumra
er þessi hugmynd ekki slæm, sér-
staklega fyrir þau fyrirtæki sem
bjóða upp á háskerpumyndefni sem
streymt er yfir netið til notandans og
þarf mikla bandvídd eða hraða. Net-
hlutleysi geti einnig komið í veg fyr-
ir eða hægt á nauðsynlegum tækni-
framförum.
Jafnræðið horfið
Aðrir telja að verði þetta skref tekið
hafi markaðslögmálin í raun yfirtek-
ið það jafnræði sem ríkt hefur hingað
til og muni í framhaldinu leita í aðra
anga netsins, til dæmis fréttamiðla,
og verði til þess að raska því jafnvægi
sem nauðsynlegt er fyrir óskert tján-
ingarfrelsi. Að netumferð sé stýrt af
markaðslögmálum sé jafnslæmt og
að henni sé stýrt af pólitískum eða
trúarlegum öflum.
Open Internet Coalition
Fjölmörg stærstu netfyrirtæki
Bandaríkjanna eru nú hluti af sam-
tökum sem kallast Open Internet
Coalition og er ætlað að styðja við
jafnan aðgang að netinu. Þar má telja
heimsþekkt fyrirtæki eins og Google,
Facebook, Twitter, Skype, Amazon,
PayPal og eBay. Það vakti því nokkra
furðu í vikunni þegar Google lagði
fram sameiginlega tillögu með
Verizon, einu stærsta fjarskipta-
fyrirtæki Bandaríkjanna, um að net-
aðgengi í gegnum þráðlaus kerfi eins
og 3G séu undanþegin reglum um
hlutleysi. Fjarskiptastofnun Banda-
ríkjanna og helstu stuðningsmenn
nethlutleysis hafa gagnrýnt Google
harðlega vegna þessa en einnig vakti
athygli yfirlýsing sem Facebook
sendi frá sér í kjölfarið þar sem fyr-
irtækið lýsir sérstaklega yfir áfram-
haldandi stuðningi við jafnt að-
gengi: „Facebook mun áfram styðja
þær grunnhugmyndir sem lúta að
jöfnu aðgengi almennings að net-
inu, hvort sem notuð er jarðlína eða
þráðlaust kerfi. Að viðhalda opnu
interneti sem er aðgengilegt sprota-
fyrirtækjum og frumkvöðlum, án til-
lits til stærðar eða fjármagns, leiðir
til heilbrigðrar og lifandi samkeppni
þar sem hinn almenni notandi hefur
fulla stjórn á því efni og þeirri þjón-
ustu sem hann sækir í gegnum teng-
ingu sína við netið.“
palli@dv.is
52 tækni umsjón: páll svaNssON palli@dv.is 13. ágúst 2010 föstudagur
Padd eða
iPad?
Höfundar vísindaskáldsagna og þeir
sem koma að útlitsþáttum vísinda-
skáldsagnamynda eða sjónvarps-
þátta virðast oft og tíðum hitta nagl-
ann á höfuðið varðandi framtíðina.
Nú eru liðin 23 ár frá því að Star
Trek-myndaflokkurinn The Next
Gene ration hóf göngu sína en að-
dáendur Star Trek sáu þar í fyrsta
skipti áhöfnina á Enterprise halda á
snertiskjám sem veittu upplýsingar
og stýrðu geimskipinu. Snertiskjáirn-
ir voru kallaðir Padd eða „Personal
Access Display Devices“. Athygli vek-
ur hvað þessar tölvur eru sláandi lík-
ar iPad að stærð og útliti.
aukinn
hraði í
FireFox
Mozilla kynnti þriðju beta-útgáfuna
af Firefox 4 í vikunni en með þessari
uppfærslu býðst stuðningur fyrir fjöl-
snertiviðmót í Windows 7 og aukinn
hraði á síðum sem byggja verulega á
JavaScript. Notendur Gmail og Face-
book ættu því að finna fyrir auknum
hraða með þessari nýju beta-útgáfu.
Fjölsnertiviðmótið gerir notendum
Windows 7 kleift að stjórna vafranum
með ákveðnum handarhreyfingum á
tölvum eins og HP TouchSmart.
nýta sér
Facebook
Blaðamenn og ritstjórar fréttamiðla
nota í síauknum mæli efnivið sem
þeir finna á samskipta- og bloggsíð-
um sem mikilvægan hluta af frétt-
um sínum. Þetta kemur fram í nýrri
bandarískri könnun en um 56 pró-
sent þeirra blaðamanna sem tóku
þátt í könnuninni sögðu mikilvægi
slíkra síðna ótvírætt við fréttaöflun.
84 prósent töldu þó að efni sem væri
aflað með þessum hætti væri ekki
eins áreiðanlegt og það efni sem afl-
að væri með hefðbundnari leiðum.
Um 61 prósent blaðamanna nota
Wiki pediu að jafnaði til að staðfesta
ýmsar heimildir sínar.
Zuckerberg Facebook gaf
út yfirlýsingu í vikunni um
áframhaldandi stuðning við
jafnt aðgengi að netinu.
Nethlutleysi eða „net neutrality“ verður sífellt mikilvægara hugtak eftir því sem áhrif
netsins aukast í daglegri tilveru okkar og á það við jafnt um fyrirtæki sem almenning.
JaFnt aðgengi
veldur deilum
Heftur aðgangur menningar- og upplýsingaráðuneyti konungsríkisins Barein heftir aðgang landsmanna að ýmsum hlutum
netsins.