Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Síða 30
Duttlungar ÞránDar Laugardaginn 14. ágúst
verður opnuð málverkasýning Þrándar Þórarinssonar á Laugavegi 26.
Sýningin er fjórða einkasýning Þrándar og ber heitið Duttlungar. Hún
samanstendur af olíumálverkum sem flest eru óður til Reykjavíkur og
sýna borgina eins og Þrándur vill hafa hana. Í verkunum varpar Þrándur
meðal annars ljósi á Ingólfsstræti, Lækjargötu, Hljómskálagarðinn,
Hverfisgötu og Pósthússtræti, auk þess sem hann hefur málað útifund
á Austurvelli og garðinn við listasafn Einars Jónssonar. Sýning ber merki
„capriccio“-stefnunnar sem iðkuð var á Ítalíu á 18. öld.
Heima í árbæjarsafni Sigríður Ásgeirsdóttir opnar sýningu
sína Heima í Listmunahorni Árbæjarsafns laugardaginn 14. ágúst kl. 14.00 og
stendur sýningin til 31.ágúst. Á sýningunni veltir Sigríður fyrir sér sambandi
húss og manns. Hús eru reist í margvíslegum tilgangi, en eiga öll sameiginlegt
að afmarka rúm og veita skjól, helst til langs tíma og á tíðum mun lengri tíma
en mannsævin spannar. Húsið Sólbakki á Stokkseyri var reist sem íbúðarhús
á árunum 1899-1901 og hefur gegnt því hlutverki síðan. Í gegnum tíðina hafa
íbúar komið og farið og eigendur sömuleiðis og geymir húsið í þögn sinni
aldarlanga sögu sem einungis þeim er kunn sem sköpuðu hana í rás tímans.
Leikárið byrjar snemma hjá Þjóðleikhúsinu:
nígeríusvindlarar til bjargar
„Við erum að kanna svindl í raun-
inni. Ég veit í raun ekki hvað ég
má gefa mikið upp um sýning-
una,“ segir Ylfa Ösp Ásgeirsdóttir,
meðlimur sviðslistahópsins 16
elskendur sem frumsýnir verkið
Nígeríusvindlið í Kassanum í Þjóð-
leikhúsinu hinn 20. ágúst. „Verk-
ið fjallar um það sem við getum
lært og nýtt okkur af þessari fjár-
magnshliðrunartækni sem Afríku-
menn eru svo flinkir í,“ bætir Ylfa
við. Meðal þess sem gerist á svið-
inu er að haft verður samband við
ósvikna Nígeríusvindlara í beinni.
Svindlararnir sjálfir taka þannig
óafvitandi virkan þátt í sýning-
unni. Velt verður upp spurning-
um um réttlæti í víðu samhengi
og hvort skáldskapurinn sé í raun
helsti drifkrafturinn í samskiptum
manna. 16 elskendur eru sjálfstætt
starfandi atvinnuleikhópur sem
samanstendur af sviðs-, tón- og
myndlistarmönnum og er sýning-
in þannig hvarfpunktur aðskildra
listgreina. Nígeríusvindlið er unn-
ið í samstarfi við Þjóðleikhúsið og
fjármagnað með styrk frá Leiklist-
arráði Íslands. Í fyrra hlaut sýn-
ingin jafnframt þróunarstyrk úr
Prologus, leikritunarsjóði Þjóð-
leikhússins, og var í kjölfarið sýnd
stutt sýning, sem var þá í vinnslu,
þar sem fram komu meðal ann-
arra Helgi Björnsson, Páll Rósin-
kranz, Högni í Hjaltalín og Fabian
Watters. Það skal þó tekið fram að
þeir eru fjarri góðu gamni að þessu
sinni. Nú eru það svindlararnir
sjálfir sem verða aðalstjörnurnar.
dori@dv.is
30 fókus 13. ágúst 2010 föstudagur
múgsefjun
í sókn
Hljómsveitin Múgsefjun hefur sent
frá sér nýtt lag sem ber nafnið Þórð-
argleði. Þetta er annað lagið sem
heyrist af væntanlegri plötu Múg-
sefjunnar sem kemur út næsta vetur,
en lagið er þegar farið að hljóma
reglulega á Rás 2. Þórðargleði má nú
nálgast á tonlist.is, á myspace.com/
mugsefjun eða á Facebook-síðu
sveitarinnar.
Af þessu tilefni mun Múgsefjun
halda í stutta tónleikaferð og spila á
tvennum tónleikum á Norðurlandi.
Sveitin mun koma fram á tónlistar-
hátíðinni Gærunni föstudagskvöld-
ið 13. ágúst. Því næst mun Múg-
sefjun halda tónleika á Gamla bauk
á Húsavík laugardagskvöldið 14.
ágúst. Tónleikarnir hefjast kl. 23.00
og er aðgangseyrir 1.500 kr. Þessari
stuttu tónleikatörn Múgsefjunar lýk-
ur svo á nýja tónleikastaðnum Fakt-
orý við Smiðjustíg í Reykjavík.
ný íslensk kvik-
mynDasíða
Búið er að opna heimasíðuna
whosemoose.com sem er ný vef-
síða, unnin af íslenskum sprot-
um. Whosemoose er „online
entertainment library“, eins og
segir á heimasíðunni og þar geta
notendur haldið utan umkvik-
myndasafnið sitt með því að skrá
sig á síðuna. Whosemoose er
tengd við IMDb-kvikmyndasíð-
una þar sem þú getur fundið allar
helstu kvikmyndir ásamt gagn-
rýni, plakötum og öðrum fróð-
leik. Vinir þínir geta einnig skráð
sig og þá færð þú gott yfirlit yfir
myndir þeirra, getur fengið þær
lánaðar og annað í þeim dúr. Enn
sem komið er, er heimasíðan ein-
göngu fyrir kvikmyndir en hug-
myndin er að færa út kvíarnar svo
notendur geti einnig fengið yfirlit
yfir bækur og tölvuleiki.
artfart um
Helgina
Föstudagur
sarah Hopfinger -
small is beautiful
Norðurpóllinn kl. 19
- 19.50
dans á rósum -
Mario Bros
Norðurpóllinn kl. 21
- 21.45
Bottlefed Ensemble
- Pure Pleasure seekers
Útgerðin kl. 21 - 22
Laugardagur
anna asplind dancewalks
Hugmyndahús háskólanna kl. 14
Homo Ludens - Fjöltengi
BSÍ kl. 17 - 17.50
sara Hopfinger - small is beautiful
Norðurpóllinn kl. 19 - 19.50
P.a.r.t.s in Pieces - P.a.r.t.s in Pieces
Norðurpóllinn kl. 20 - 20.45
Fimbulvetur - Interjections
Norðurpóllinn kl. 20 - 20.30
16 elskendur Frumsýna Nígeríusvindlið 20. ágúst.
Lengri gluggi af þessu tagi virðist henta bæði íslenskum og erlendum djassunnend-
um betur,“ segir Pétur Grétarsson,
einn færasti slagverksleikari lands-
ins og framkvæmdastjóri Jazzhátíð-
ar í Reykjavík sem stendur yfir í 15
daga að þessu sinni. Þetta er í 21.
skipti sem hátíðin er haldin en að
þessu sinni verða yfir 80 atriði af öll-
um stærðum og gerðum á dagskrá
dagana 14. til 29. ágúst.
Þetta er fjórða hátíðin sem Pétur
stýrir en hann tók við stjórnartaum-
unum árið 2007. „Mitt fyrsta verk var
að færa hana á þennan tíma og það
hefur gefist vel. Hátíðin hefur verið
á svolitlu reiki og meðal annars ver-
ið haldin að vori, hausti og vetri. Þá
hefur hún bara vanalega verið löng
helgi eða í kringum fimm dagar.
Það var svo í fyrra sem við lengdum
hana upp í 20 daga,“ segir Pétur, en í
fyrra var tuttugu ára afmæli hátíðar-
innar. „Það fyrirkomulag skilaði sér
mjög vel þannig að þessu sinni verð-
ur hún svipuð að lengd. Við náum
því þremur helgum þarna inn,“ segir
Pétur, en það var mál manna að há-
tíðin í fyrra hefði tekist frábærlega
og var hún meðal annars tilnefnd til
Menningarverðlauna DV fyrir árið
2009.
Pétur segir það hafa verið mark-
miðið að hafa dagskrá hátíðarinn-
ar gisnari fyrir vikið en sú hafi ekki
orðið raunin frekar en í fyrra. „Mað-
ur ætlar að alltaf að láta lofta aðeins
um hana en svo endar þetta í þétt-
setinni dagskrá. En það er bara já-
kvætt og til marks um gróskuna í ís-
lensku tónlistarlífi. Bæði í djass sem
og í annari tónlist.“
80 atriði á dagskrá
Þau 80 atriði sem eru á dagskrá eru
af ýmsum stærðum og gerðum en
sem fyrr eru það þó íslenskir djass-
tónlistarmenn sem eru uppistaða
hátíðarinnar. „Ég geri ráð fyrir því
að um sirka 70 prósent af dag-
skránni sé innlend. Reyndar eru
mörg af innlendu atriðunum með
nokkuð alþjóðleg þar sem marg-
ir íslenskir tónlistarmenn eiga í
samstarfi við erlenda starfsbræð-
ur sína.
Það er greinilegt að djasssen-
an á Íslandi er í miklum blóma en
þrátt fyrir það en hún ekki fyrir-
ferðarmikil í umfjöllun fjölmiðla
né í spilun útvarpsstöðva hér á
landi. „Við furðum okkur líka oft
á því. Þessi sena er býsna sterk og
þeir sem spila djass eru oftar en
ekki þeir sem eru komnir langt
í sinni tónlist. Enda bera margir
þeirra hljóðfæraleikara sem fram
koma á hátíðinni uppi aðrar senur
hér á landi.“
Mikil breyting
Grétar segir mikið hafa breyst í
tónlist á Íslandi síðastliðna ára-
tugi og sömu sögu sé að segja
um djassinn. „Um miðja eða fyrir
miðja síðustu öld var djass dægur-
lagatónlist en hefur þróast mikið
síðan. Hún er svo fjölbreytt. Hún
getur verið allt frá mjúkri dægur-
lagatónlist yfir í harðkjarna spuna.
En eins og með alla aðra tónlist þá
lengri jazzHátíð
Lengra snið á Jazzhátíð í Reykjavík er
komið til að vera en það var fyrst reynt á
20 ára afmælishátíð á síðasta ári. Pétur
grétarsson framkvæmdastjóri hátíðar-
innar segir þetta fyrirkomulag hafa hent-
að vel en hátíðin stendur yfir í 15 daga að
þessu sinni. Alls verða 80 atriði á dagskrá
á þeim dögum en stærstu nöfnin að þessu
sinni eru meðal annars django Bates,
Jon Hassell og don randi.