Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Side 27
„Engan veginn.“ Halldór E. Högurður 39 ára dagskrárgErðarmaður (Óstöðvandi hrossahlátur.) Hörður Torfason 65 ára söngvaskáld „Já, ekki spurning.“ ÁsgEir líndal 27 ára hugbúnaðarsérfræðingur „nei, það er ekki hennar hlutverk.“ Bjarnþór sigmarsson 44 ára listamaður „stöð 2 á bara að sjá sóma sinn í að bjóða landsmönnum upp á það.“ ÁgúsT jónaTansson 57 ára skrifstofumaður Á rÁðherra að þvinga 365 til að sýna hM í handbolta í opinni dagskrÁ? BErglind andrésdóTTir er ein af sjö útskriftarnemum ljósmyndaskólans í ár. lokasýning útskriftarhópsins verður opin frá 14. til 29. ágúst í húsnæði skólans að hólmaslóð 6. sýningin á að gefa góða mynd af því hvert nemendur stefna í framtíðinni. berglind er tveggja barna móðir en námið í ljósmyndaskólanum tekur tvö og hálft ár. ReyniR að veRa ljúf við mömmu sína Hjáleið yfirlæknis „Mig langar til að giftast ríkum kalli,“ sagði danska kennslukonan. „Ég get gefið honum börn og hann getur gefið mér frelsi.“ Í augnablik fannst mér ég breytast í teiknimyndaper- sónu, þar sem heilinn sprettur upp úr kúpunni og það rýkur úr eyrun- um. Það sem kemur mér á óvart er ekki það að konan vilji giftast rík- um kalli. Ríkir kallar eru vinsælir af kvenþjóðinni báðum megin við kvenfrelsisbaráttu, og ef þeir kom- ust um stund úr tísku á hippatíman- um hafa þeir svo sannarlega hlotið uppreisn æru undanfarna áratugi. Ekki aðeins var góðærið tileinkað þeim, heldur voru þættirnir Sex and the City einn allsherjar ástaróður til stéttarinnar. Carrie fann ástina með mógúlnum Mr. Big, þó aldrei kæmi í raun í ljós hvað hann starfaði við, enda skiptir slíkt varla máli á með- an ástin er annarsvegar og allir hafa nóga peninga á milli handa. Jafnvel þegar hún fór að slömma og kynnt- ist djasstónlistarmanni í Greenwich Village átti sá hinn sami tvo vinsæla klúbba. Neðar en þetta fer hún ekki í þjóðfélagsstiganum. frelsi til vinnu, frelsi frá vinnu Það sem á hinn bóginn kemur mér á óvart er að kennslukonan skuli jafna því við frelsi að vera heima- vinnandi húsmóðir. Snérist ekki öll kvenréttindabaráttan einmitt um jafnan rétt til vinnu og launa, og að frelsi kvenna fælist í því að vera eng- um fjárhagslega háður? Samkvæmt þessari ágætu manneskju snýst frelsi hinsvegar ekki um réttinn til þess að vinna, heldur réttinn til þess að gera það ekki. Þannig er frelsið orðið frelsi frá vinnu. Líklega eru fá hugtök jafn sveigj- anleg og frelsið. Eiginlega getur það táknað hvað sem hverjum hentar hverju sinni. Fyrir hippunum var það meðal annars rétturinn til kyn- lífs, hassreykinga og þess að þurfa ekki að gegna herskyldu. Seinna meir, þegar þeir voru farnir að vinna í heildsölunni hjá pabba, var frelsið farið að snúast um réttinn til þess að verða eins ríkur og hugsanlegt var, án allra þjóðfélagslegra skyldna. Carrie Bradshaw og Bella Nú veit ég ekki hvort endurskil- greining kennslukonunnar á hug- takinu sé að öðlast almenna út- breiðslu. Á hinn bóginn eru ýmis teikn á lofti um það í poppmenn- ingunni að rétturinn til vinnu sé ekki það sem er ungum konum mest hugleikið. Sú kynslóð sem ólst upp við Sex and the City leit á frelsi sem réttinn til að maxa út kredit- kortið hjá kærastanum, svo vitnað sé í viðtal við unga konu sem seinna hlaut frama í blaðamennsku. En hvernig ætli Twilight-kyn- slóðin líti á málin? Á meðan Carrie og vinkonur voru hnyttnar og klárar á sinn hátt, eyðir kvenkynssögu- hetja Twilight-seríunnar, Bella, fjórum bókum og brátt fimm bíó- myndum í að gera mest lítið. Strák- arnir berjast um hana, á milli þess sem þeir verja hana fyrir utanað- komandi hættum. Það eina sem hún gerir er að vera sæt og velja á milli. Carrie endurskilgreindi frels- ið ef til vill, en Bella kastar því fyr- ir róða. rauðsokkur og draumaprinsar Það er líklega táknrænt að ástmað- ur Bellu er einmitt frá 19. öldinni, frá Viktoríutímanum þegar kyn- líf þótti ónáttúrulegt og skyldi ekki stundað nema í barneignaskyni. Líklega hafa þó aldrei verið fleiri vændishús í London en einmitt þá, sem hlýtur að vera afleiðing hræsn- innar. Þetta var einnig tímabilið fyr- ir kvenréttindabaráttuna, áður en súffragettur fóru að kasta sér fyr- ir hesta til að fá fram kosningarétti fyrir konur. Hvers vegna er það þetta tímabil, þessi andi, sem heillar ungar konur svona mikið þessa dagana? Er það vegna þess að á óvissutímum vill maður helst bara hafa einhvern til að hugsa um sig? Er það vegna þess að eyðni hefur aftur gert kynlíf hættu- legt, og því er það best stundað innan hjónabands eða þá ekki yfirhöfuð? Eða er það ef til vill bara vegna þess að hver ný kynslóð vill eitthvað ann- að en sú sem kom á undan. Rétt eins og rauðir sokkar hneyksluðu ömm- urnar, þá streitast ungar konur í dag móti handleiðslu mæðra sinna með því að svífa á vit ævintýra um vernd- andi prinsa. Tíminn mun leiða í ljós hvað verður, en líklega munu slíkar fantasíur þó enda með vonbrigðum. Femínistar og vampýrur myndin Hver er konan? „berglind andrésdóttir útskriftarnemi ljósmyndaskólans.“ Hvað drífur þig áfram í lífinu? „börnin mín og auðvitað allt hressa fólkið sem ég hef safnað að mér í gegnum árin.“ Hver er fyrirmyndin? „fyrirmyndir breytast frá ári til árs, en á maður svo ekki að reyna að standa sig vel og vera góður við mömmu sína?“ Hvað borðar þú í morgunmat? „bleika drullu í glasi.“ Hvar ólstu upp? „ég kem upphaflega úr hafnarfirði en varð fullorðin í garðabænum.“ Hver var síðasta bókin sem þú last? „hvorki meira né minna eftir maríu vinkonu og systur hennar.“ Hver eru áhugamálin? „mér finnst allt gaman sem er gaman, til dæmis er skemmtun áhugamálið mitt.“ Hvað er fram undan? „ég ásamt nokkrum ljósmyndurum ætla að opna vinnustúdíó og listagallerí, ég ætla að gera eitthvað fullorðins.“ Hvernig gengur undirbúningur sýningarinnar? „hann gengur þokkalega. núna er ég að telja skrúfur og stúdera hallamálið.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „að vera kona dagsins í dv er sannarlega á toppi listans en auðvitað verð ég að segja fjölskyldan mín.“ maður dagsins dómstóll götunnar kjallari föstudagur 13. ágúst 2010 umræða 27 „Jafnvel þegar hún fór að slömma og kynntist djasstónlistarmanni í Greenwich Village átti sá hinn sami tvo vinsæla klúbba.“ valur gunnarsson rithöfundur skrifar í slipp sanddæluskipið sóley er í slippnum í reykjavík. skipið var upphaflega smíðað sem flutningaskip og hét þá selbydyke en fékk nafnið norbrit Waal árið 1985. Því var svo breytt í sanddæluskip árið 1988 og fékk nafnið sóley. mynd/róBErT rEynisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.