Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Síða 34
34 ÚTTEKT 13. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR
LEYNDARMÁL KIRKJUNNAR
Síðustu daga hefur DV ítrekað óskað eftir upplýsingum um kynferðisbrotamál innan kirkjunnar en hefur
alls staðar komið að lokuðum dyrum. Biskupsstofa neitar að láta af hendi afrit af bréfi biskupsdóttur, for-
maður fagráðs um kynferðisbrot neitar að upplýsa um mál og neitar þar að auki að gefa upplýsingar um
fjölda mála. DV hefur vitneskju um að Guðrún Ebba Ólafsdóttir studdi Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur sem
lýsir reynslu sinni og fundi með kirkjuráði og hvetur kirkjuna til þess að setja af stað rannsókn á málum
Ólafs. DV birtir einnig brot úr bréfi Guðrúnar Ebbu og ræðir við Thelmu Ásdísardóttur sem hefur tekið á
móti fórnarlömbum kirkjunnar.
Sigrún Pálína Ingvarsdóttir er kon-
an sem sakaði Ólaf Skúlason biskup
og föður Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttir
um nauðgunartilraun. Guðrún Ebba
studdi baráttu Sigrúnar sem er Guð-
rúnu Ebbu þakklát fyrir stuðninginn
og hjálpina. „Það hafði klárlega áhrif
á gang mála að Guðrún Ebba talaði
mínu máli. Hún sem dóttir gerand-
ans var ansi sterkur málsvari.“
Tveimur árum áður en Sigrún Pál-
ína fékk fund með kirkjuráði átti hún
fund með Karli Sigurbjörnssyni bisk-
upi. Á sínum tíma sakaði hún Karl
um að halda hlífiskildi yfir Ólafi og
sagði hann hafa reynt að þagga niður
í sér. „Við gerðum upp samskipti okk-
ar. Hann kannaðist reyndar ekki við
mína útgáfu en bað mig afsökunar á
því ef hann hefði gert eitthvað rangt.
Það var mjög erfitt að það skyldu vera
tvær mismunandi útgáfur af sama at-
burði. Ég var reyndar ekki ein á fund-
inum með honum á sínum tíma,
maðurinn minn var með mér og við
upplifðum bæði það sama. En þetta
er auðvitað óþægilegt mál og það er
sárt að horfast í augu við það. Það er
mjög erfitt. Og ég get ekki ætlað hon-
um að upplifa það sama ég.“
Í sárum eftir kirkjuna
Ástæðan fyrir því að Sigrún sagði
sögu sína var að hún er með óvenju-
sterka réttlætiskennd og óttaðist um
afdrif annarra kvenna í návist Ólafs.
„Ég gat ekki sætt mig við það að mað-
ur í þessari valdastöðu væri svona
sjúkur. Ég vildi taka ábyrgð á þess-
ari vitneskju minni því ég óttaðist að
hann myndi misnota aðstöðu sína til
að misnota og nauðga öðrum kon-
um. Ég vildi koma í veg fyrir að það
gæti gerst. Ég óttaðist að hann hefði
áreitt fleiri konur sem ég fékk svo
staðfest. Ég varð að segja sannleik-
ann. Og ég hef aldrei hætt því.“
Viðbrögðin voru þó önnur en hún
hafði búist við. „Ég bjóst alls ekki við
því að fólkið í landinu myndi bregð-
ast svona við. Ég fékk mjög sterk við-
brögð. Fólk virtist telja að ég væri
sek.“ Að lokum neyddist hún til að
flytja úr landi. „Ég bý hér í Danmörku
vegna þeirrar meðferðar sem kirkjan
sýndi mér á sínum tíma og vegna
þess að almenningsálitið snerist
gegn mér. Ég fór út og sleikti mín sár.
Þær konur sem voru með mér í þess-
ari baráttu voru allar í sárum eftir
hana. Ég bíð enn eftir því að kirkjan
setji á fót rannsóknarnefnd um mál-
ið eða fái einhverja utanaðkomandi
aðila til að kafa ofan í þetta mál því
ég var ekki ein. Þessu máli er hvergi
lokið. Enn hefur ekki allt komið fram
í dagsljósið. Fórnarlömb Ólafs voru
svo mörg. Þau eru ekki bara konurn-
ar sem urðu fyrir barðinu á honum,
samstarfsfólk hans og prestarnir eru
líka fórnarlömb hans. Maðurinn var
svo valdamikill.“ Hún segist einnig
vita um fleiri konur sem urðu fyrir
barðinu á Ólafi. „Mjög fljótlega frétti
ég af einni í gegnum skólasystur
mína. Við vorum tvær saman að leita
leiða í nokkur ár þar til hún dró sig til
baka. Það tókst að brjóta hana niður
og þagga niður í henni. Hún dró mál-
ið til baka en ekki sannleikann. Önn-
ur kona bar vitni í mínu máli en steig
aldrei fram. Fleiri konur hafa haft
samband við mig.“
Afdrifaríkt atvik
Sjálf lenti hún í þessu þegar hún var
í viðtölum hjá Ólafi vegna hjóna-
bandserfiðleika. „Hann taldi mér trú
um að ég yrði að opna á reynslu mína
af kynferðisofbeldi í æsku. Það sem
gerði mig svo hrædda var að hann
virtist æsast upp við frásögn mína af
þessari reynslu. Hann henti mér upp
á bedda, setti hendurnar á brjóstin
og tunguna upp í mig.“ Sigrún náði
að henda honum ofan af sér. „Þegar
ég hafði kastað honum af mér þótt-
ist hann gráta og sagði: „Guð minn
góður, hvað er ég búinn að gera?“ Ég
sagði honum að hann yrði að leita
sér aðstoðar, hann væri sjúkur og
hann væri prestur þannig að hann
yrði að fá hjálp. Ég sagði honum líka
að ég gæti aldrei hitt hann aftur. Þá
leit hann á mig með þessu djöfullega
augnaráði og sagði: „Þú skalt koma
til mín aftur.“ Bara þetta augnaráð
gerði mig skelfingu lostna.“
Þegar hún hafði nokkurn veg-
inn jafnað sig á ný fór hún aftur á
fund Ólafs. „Ég fór á fund hans og
fór fram á opinbera afsökunarbeiðni.
Hann sagði að hann myndi aldrei
viðurkenna þetta. Ég vildi sjá hvort
hann hefði breyst og hvort ég gæti
þá sloppið við það að bera ábyrgð á
þessu og farið með þetta lengra.“
Þá fór Sigrún Pálína til kirkjunn-
ar og bað um hjálp. „Þetta var árið
sem hann var kosinn biskup og ég
fór á fund Sigurbjörns Einarssonar
biskups. Ég trúði því ekki að það gæti
gerst. Sigurbjörn sendi mig aftur á
fund Ólafs. Með öðrum orðum þá
sendi biskup mig aftur til baka til ger-
andans þar sem ég átti að leysa mál-
in. Í dag þykir mér það með ólíkind-
um en þá fór ég bara og gerði það.“
Er ekki í hefndarhug
Meðan á öllu þessu stóð óttaðist Sig-
rún álit Guðs. „Það sem gerist þeg-
ar einhver er beittur kynferðisof-
beldi er að hann tekur á sig skömm
gerandans. Og ég óttaðist að Guð
myndi ekki vilja mig núna þar sem
ég væri að vinna gegn kirkjunni. En
þegar ég kom út kynntist ég prestum
sem hjálpuðu mér að vinna úr því
og sögðu mér að ég yrði alltaf barn
Guðs. Kirkjan á að vera hús kærleika
og hreinleika. En það er eins með
svona mál og alkóhólisma: Ef ein-
hver er sjúkur þá veikist öll fjölskyld-
an.
Þakklát fyrir stuðning
Guðrúnar Ebbu
INGIBJÖRG DÖGG KJARTANSDÓTTIR
blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is
Sigrún Pálína Ingvarsdóttirsakaði
Ólafumnauðgunartilraun.Meðstuðningi
GuðrúnarEbbufékkhúnáheyrn
kirkjuráðs.
Guðrún Ebba Ólafsdóttir sendikirkju-
ráðibréf.Umræðansemfylgdiíkjölfarið
komuppumleynimakkkirkjunnar.Alls
staðarkomafjölmiðlaraðlokuðum
dyrumerþeiróskaeftirupplýsingum.