Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Side 8
Með 233 þúsund
á dag
n Hinn nýi íslenski aðall er samsettur
af fólki sem situr í skilanefndum og
slitastjórnum. Algjörlega eftirlitslaus
sjálftaka á sér
stað hjá þeim sem
leiða umræddar
stjórnir. Þannig
var upplýst á
visir.is að Stein-
unn Guðbjarts-
dóttir, formað-
ur slitastjórnar
Glitnis, hafi verið
með rétt tæpar sjö milljónir á mánuði
fyrstu þrjá mánuði ársins. Þetta þýðir
að Steinunn tekur til sín 233 þúsund
krónur á dag. Það þýðir að hún er með
rétt tæpar 10 þúsund krónur á tím-
ann, allan sólarhringinn og alla daga.
Líka þegar hún sefur.
LúxusLíf LögManna
n Alls er kostnaðurinn við skilanefnd
og slitastjórn Glitnis um 103 milljónir
króna fyrstu þrjá mánuðina. Auk for-
mannsins, Stein-
unnar Guðbjarts-
dóttur, situr Páll
Eiríksson hér-
aðsdómslögmað-
ur í slitastjórn
á ofurlaunum.
Skilanefnd Glitn-
is skipa svo Árni
Tómasson, Heim-
ir Haraldsson og Þórdís Bjarnadótt-
ir. Allt þetta fólk er með tekjur sem
nema margföldum launum forsæt-
isráðherra. Það lifir því nú lúxuslífi á
kostnað banka í stað útrásarvíking-
anna áður.
Barnastjarna í
póker
n Barnastjarnan og skemmtikraftur-
inn Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi
segir frá því í viðtali við Monitor að
hann hafi fórnað skólagöngu sinni til
að vinna í Hagkaupum.
„Ég hætti í skóla af því ég fékk tilboð
frá Hagkaup sem ég gat ekki hafnað.
Ég vann frá átta til þrjú eina vikuna
og frí um helgina og svo alla hina vik-
una og um helgina frá þrjú til níu og
fékk 115 þúsund krónur á mánuði,“
segir Sveppi. Í dag lítur hann ekki við
neinum smáaurum og þénar formúu.
Áhugamál hans eru í samræmi við
það því Sveppi er einn af öflugustu
pókerspilurum landsins.
fLokksgæðingar
skjáLfa
n Uggur er einhvers staðar vegna
rannsóknarinnar á einkavæðingu
Hitaveitu Suðurnesja. Þykir afar lík-
legt að þar eigi eftir að koma upp á
borðið ýmislegt sem illa þolir dagsins
ljós. Hermt er að pólitískir gæðingar
undir forystu Árna Sigfússonar, bæj-
arstjóra í Reykjanesbæ, séu skjálfandi
og hafi af þessu áhyggjur. Þá mun
vera léttur hrollur í Vinstri græn-
um í Árborg sem tóku fullan þátt í
einkavæðingunni forðum þótt forysta
flokksins sverji aðildina af sér.
sandkorn
8 fréttir 13. ágúst 2010 föstudagur
Chevrolet - Tangarhöfða 8-12 - Rvk.- 590 2000 - www.chevrolet.is / Spesbílar - Njarðarbraut 9 - Reykjanesbæ - 420 3300 / Bílasalan Ós - Óseyri 5 - Akureyri - 462 1430 Stofnað 1975
SPARK-
AKSTUR
Chevrolet SPARK er ekki bara massíft öruggur í akstri
hann er líka skemmtilega skynsamlegur í rekstri:
Eldsneytisnotkun: 4,2 L/100 km í blönduðum akstri.
Spark L kr. 1.990 þús.
Bíll á mynd: Spark LS kr. 2.290 þús.
Chevrol
et er me
st
seldi bíl
linn á
Íslandi
í júlí.
BB
1
1.
08
.2
01
0
- A
lla
r u
pp
lý
si
ng
ar
e
ru
b
irt
ar
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r o
g
m
yn
da
ví
xl
.
KIRKJURÁÐ HAFNAR
MILLJARÐAKIRKJU
Framkvæmdir á menningarhúsi og kirkju í Mosfellsbæ eru ekki hafnar en áætlaður
kostnaður byggingarinnar eru 2,5 milljarðar króna. Hlutur Lágafellssóknar í bygg-
ingunni var áætlaður 1,2 milljarður króna en kirkjuráð hafnar alfarið hugmyndum
Lágafellssóknar um svo kostnaðarsama kirkjubyggingu í Mosfellsbæ.
„Það er allt í biðstöðu og engar
framkvæmdir hafnar,“ segir Hilm-
ar Sigurðsson, formaður sóknar-
nefndar Lágafellskirkju um fyrir-
hugaða byggingu nýrrar kirkju í
Lágafellssókn í Mosfellsbæ. Sókn-
arnefndin hyggst byggja þessa
kirkju í samstarfi við sveitarfélagið
þannig að úr verði kirkja og menn-
ingarhús sem myndi þjóna ýmsum
tilgangi fyrir Mosfellsbæ. Kirkjuráð
hefur hins vegar hafnað afdráttar-
laust hugmyndum Lágafellssókn-
ar um kirkjubyggingu í Mosfellsbæ
og telur ekki koma til álita að ráð-
ist sé í svo kostnaðarsama fram-
kvæmd. Ríkið hefur áætlanir um að
skera framlög sín til þjóðkirkjunnar
niður um níu prósent árið 2011 en
þjóðkirkjan hefur neitað að mæta
þeim kröfum. Sóknarnefndin áætl-
ar að byggingin kosti um 2,5 millj-
arða króna og er þá miðað við að
stærð byggingarinnar sé 5.926 fer-
metrar. Þá er áætlaður hlutur Lága-
fellssóknar um 1,2 milljarður króna
samkvæmt sóknarnefndinni.
Hugmyndasamkeppni haldin
Aðspurður hvort erfiðlega gangi
að fá fjármagn fyrir framkvæmd-
unum segir Hilmar að ekki sé far-
ið að reyna á slíkt. „Við erum ekki
einu sinni komnir svo langt. Það
hefur í rauninni ekkert annað ver-
ið gert nema að hafa hugmynda-
samkeppni sem öllum er kunnugt
um,“ segir Hilmar en þar á hann
við keppni sem var haldin í fyrra en
þá valdi dómnefnd hugmynd Arki-
tektur.is besta og fékk fyrirtækið að
launum fjórar milljónir króna fyr-
ir bestu hugmyndina að menning-
ar- og kirkjuhúsi. ASK Arkitektar
ehf. fengu 2,5 milljónir króna fyrir
að vera með næst bestu hugmynd-
ina en 3. og 4. verðlaun deildust á
Arkþing ehf. og PK Arkitekta og fékk
hvort fyrirtækið 750 þúsund krónur
fyrir. „Svo hefur ekkert gerst meira
en það,“ segir Hilmar.
Óefnilegt ástand
Ástæðan fyrir því að framkvæmdir
eru ekki hafnar segir Hilmar að sé
óefnilegt ástand í byggingarmálum.
„Lágafellssókn hefur engan áhuga
á því að hefja stórframkvæmdir fyrr
en hægt er að tryggja að hægt sé að
ljúka framkvæmdunum. Þannig að
það eru engar framkvæmdir farn-
ar í gang og ekkert ákveðið í þeim
efnum.“
Hilmar segist ekki vilja gefa upp
hversu miklu fjármagni hafi verið
veitt í fyrirhugaður framkvæmdir.
„Það er ekki til að tala um núna.“
Hann segir ekkert ákveðið hvort
framkvæmdin verði minnkuð
vegna ástandsins. „Það byggir eng-
inn söfnuður kirkjubyggingu upp á
sitt eindæmi. Það er alltaf reynt að
leita til þeirra aðila sem veita fé í
slíkt. Það er meðal annars söfnun-
arsjóður kirkjunnar sem þar er inni
og er undir forystu kirkjuráðs.“
Kirkjan til vandræða
Kirkjan í Lágafellssókn tekur áttatíu
manns í sæti og hefur verið kvart-
að undan plássleysi á þeim dög-
um þegar útfarir og fermingar fara
fram. Kirkjan er 120 ára gömul að
sögn Hilmars. Íbúar í Lágafells-
sókn voru þá innan við 150 manns
en núna eru um 8.500 íbúar í Lága-
fellssókn. „Það er ekkert nýtt af nál-
inni að það sé verið að velta fyrir sér
kirkjubyggingu. Staðið hefur ver-
ið að forkönnunum í yfir tíu ár, en
þetta er bara ekki komið lengra en
raun ber vitni. Við viljum stíga var-
lega til jarðar.“
BirGir olGEirSSon
blaðamaður skrifar: birgir@dv.is
Við viljum stíga varlega til jarðar.
Verðlaunahugmynd TeikningArkitektur.is
afnýjumenningar-ogkirkjuhúsiíMosfells-
bæ.Framkvæmdireruíalgjörrióvissuvegna
efnahagsástandsinsídag.