Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Blaðsíða 38
38 ÆttfrÆði umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 13. ágúst 2010 föstudagur Thor Vilhjálmsson skáld og rithöfundur Thor er fæddur í Edinborg í Skotlandi en fluttist fimm ára með foreldrum og systkinum heim til Íslands 1930 og ólst þar upp í Reykjavík auk þess sem hann dvaldi oft á sumrin hjá Vil- hjálmi, afa sínum. Thor varð stúdent frá MR 1944, stundaði nám við norrænudeild HÍ 1944-46, við háskólann í Nottingham á Englandi 1946-47 og við Sorbonne- háskóla í París 1947-52. Thor var bókavörður við Lands- bókasafnið 1953-55, starfsmaður Þjóðleikhússins 1956-59 og fararstjóri Íslendinga erlendis, einkum í Suður- löndum. Hann hefur stundað ritstörf frá því á fimmta áratugnum. Meðal rita Thors má nefna Maður- inn er alltaf einn, 1950; Dagar manns- ins, 1954; Andlit í spegli dropans, 1957; Undir gervitungli, 1959; Regn á rykið, 1960; Svipir dagsins, og nótt, 1961; Ætlar blessuð manneskjan að gefa upp andann?, leikþáttur, 1963; Kjarval, 1964 (og 1978); Allt hefur sinn tíma, leikþáttur, 1967; Fljótt, fljótt sagði fuglinn, 1968; Óp bjöllunnar, 1970; Folda, 1972; Hvað er San Mar- inó?, 1973; Fiskur í sjó, fugl úr beini, 1974; Fugla-skottís, 1975; Mánasigð, 1976; Skuggar af skýjum, 1977; Falda- feykir, 1979; Turnleikhúsið, 1979; The Deep Blue Sea, Pardon the Ocean, ljóð á ensku, 1981; Ljóð Mynd, ljóð með myndum eftir Örn Þorsteinsson, 1982; Spor í spori, ljóð með mynd- um eftir Örn Þorsteinsson, 1986; Grá- mosinn glóir, 1986; Sporrækt, ljóð með myndum eftir Örn Þorsteins- son, 1988; Vikivaki, óperuhandrit, 1988; Náttvíg, 1989; Svavar Guðna- son, 1991; Eldur í laufi, 1991; Raddir í garðinum, 1991; Tvýlýsi, 1994; Snögg- færðar sýnir, ljóð með myndum eftir Tryggva Ólafsson, 1995; Fley og fagr- ar árar, 1996; Morgunþula í stráum, 1998; Turnleikar og umbergis, ljóð með myndum eftir Pál Guðmunds- son, 2001; Sveigur, 2002. Þá samdi hann texta að óratóríu Harðar Áskels- sonar sem frumflutt var í Hallgríms- kirkju fyrir skömmu. Thor hefur auk þess þýtt fjölda skáldverka og haldið nokkrar mál- verkasýningar. Thor var m.a. formaður Rithöf- undafélags Íslands 1959-60 og 1966- 68, sat í stjórn Rithöfundasam- bands Íslands 1972-74 og var forseti Bandalags íslenskra listamanna 1975-81, sat í þjóðfulltrúaráði Sam- félags evrópskra rithöfunda 1962- 68, í framkvæmdastjórn Evrópska menningarsambandsins í Feneyj- um, í framkvæmdastjórn Listahátíð- ar í Reykjavík 1976-80, í undirbún- ingsnefnd kvikmyndahátíðar 1978 og 1980, í stjórn Alliance Francaise um árabil, hefur setið í ritnefndum menningartímarita, var forseti ís- lenska PEN-klúbbsins og formaður Júdófélags Reykjavíkur í nokkur ár. Thor voru veitt verðlaun úr Rit- höfundasjóði Ríkisútvarpsins 1968; Menningarverðlaun DV í bókmennt- um fyrir þýðingu á Hlutskipti manns eftir André Malraux, 1984; Menning- arverðlaun DV í bókmenntum fyrir ritið Grámosinn glóir 1987; Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Grámosinn glóir, 1988; er heið- ursfélagi í Rithöfundasambandi Ís- lands frá 1988; var veitt franska ridd- araorðan fyrir listir og bókmenntir fyrir starf í þágu menningarsam- skipta Frakka og Íslendinga  (Chev- alier dans l‘Ordre des Arts et des Lettres) 1989; var veitt orðan Ca- valiere dell‘Ordine al Merito della Repubblica Italiana (Fyrir starf í þágu ítalskrar menningar á Íslandi) 1991; voru veitt Verðlaun sænsku akademíunnar 1992; var veitt orðan Grande Ufficiale dell‘Ordine al Mer- ito della Repubblica Italiana, 1995; hlaut Íslensku bókmenntaverðlaun- in fyrir ritið Morgunþula í stráum 1998, var veitt Foringjaorða lista og bókmennta í Frakklandi (Comm- andeur dans l‘Ordre des Arts et des Lettres) 1998; var veitt Karen Blixen orðan; veitt Gullverðlaun Società di Dante Alighieri, 2004, var tilnefndur til hinna virtu Nonnino verðlauna á Ít- alíu fyrir Morgunþulu í stráum, 2007, voru veitt Menningarverðlaun DV – Heiðursverðlaun, 2008 og Heiðurs- orða franska ríkisins, Officer de l‘Or- dre national du Mérite, 2010. Þá er Thor heiðursfélagi Júdófélags Reykjavíkur en hann hefur svart belti í japanskri glímu, júdó, og er heiðurs- borgari franska bæjarins Rocamad- our. Fjölskylda Kona Thors er Margrét Indriðadótt- ir, f. 28.10. 1923, fyrrv. fréttastjóri Rík- isútvarpsins. Foreldrar Margrétar: Indriði Helgason, rafvirkjameistari á Akureyri, og k.h., Laufey Jóhanns- dóttir húsmóðir. Synir Thors og Margrétar: Örnólf- ur, f. 8.7. 1954, kennari, bókmennta- fræðingur, útgefandi og forsetarit- ari en kona hans er Margrét Þóra Gunnarsdóttir píanókennari og eiga þau þrjú börn; Guðmundur Andri, f. 31.12. 1957, rithöfundur, ritstjóri og fjölmiðlamaður en kona hans er Ingibjörg Eyþórsdóttir tónlistarfræð- ingur og eiga þau tvær dætur. Systkini Thors: Helga, f. 15.8. 1926, fyrrv. starfsmaður Handíða- og myndlistarskólans; Guðmund- ur, f. 24.5. 1928, lögfræðingur og innkaupastjóri; Margrét Þorbjörg, f. 29.7. 1929, húsmóðir; Hallgrímur, f. 26.10. 1930, d. 7.4. 1945. Foreldrar Thors: Guðmundur Vilhjálmsson, f. 11.7. 1891, d. 26.9. 1963, forstjóri Eimskipafélagsins, og k.h., Kristín Thors, f. 16.2. 1899, d. 27.7. 1972, húsmóðir. Ætt Guðmundur var sonur Vilhjálms, b. á Undirvegg í Kelduhverfi, bróð- ur Páls, afa Stefáns Jónssonar, alþm. og rithöfundar, föður Kára, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Ann- ar bróðir Vilhjálms var Hallgrímur, langafi Herdísar, móður Hallmars Sigurðssonar, fyrrv. leikhússtjóra. Systir Vilhjálms var Valgerður, amma Valtýs Péturssonar listmálara. Vil- hjálmur var sonur Guðmundar, b. á Brettingsstöðum Jónatanssonar. Móðir Guðmundar var Karítas Páls- dóttir, timburmanns Sigurðssonar, bróður Valgerðar, móður Þuríðar, formóður Reykjahlíðarættar. Móðir Guðmundar var Helga, systir Sigurbjargar, ömmu Stef- áns Jónssonar. Helga var dóttir Ís- aks, b. á Auðbjargarstöðum í Keldu- hverfi Sigurðssonar, b. í Brekkukoti Guðbrandssonar, b. í Sultum Páls- sonar, bróður Þórarins, afa Ólafar, langömmu Bjarna Benediktsson- ar forsætisráðherra og langömmu Guðmundar Benediktssonar ráðu- neytisstjóra. Systir Guðbrands var Ingunn, langamma Sveins, forföður Hallbjarnarstaðaættar, afa Kristjáns Fjallaskálds. Meðal móðursystkina Thors var Ólafur Thors forsætisráðherra og Thor Thors sendiherra. Kristín var dóttir Thors Jensens, kaupmanns og útgerðarmanns í Reykjavík, en foreldrar hans voru J. Chr. Jensen, húsasmíðameistari í Kaupmannahöfn, og k.h., Andrea Louise, f. Martens. Móðir Kristínar var Margrét Þor- björg, systir Steinunnar, móður Kristjáns Albertssonar rithöfundar. Margrét Þorbjörg var dóttir Kristj- áns, b. í Hraunhöfn í Staðarsveit á Snæfellsnesi Sigurðssonar. Móðir Margrétar Þorbjargar var Steinunn Jónsdóttur, b. í Bergsholti Sveinsson- ar, og Þorbjargar Guðmundsdóttur, prófasts á Staðastað Jónssonar. Móð- ir Þorbjargar var Margrét Pálsdóttir, systir Gríms, langafa Ásgeirs Ásgeirs- sonar forseta. Bjarni fæddist í Innri-Hjarðardal í Önundarfirði, ólst þar upp og átti þar heima til tuttugu og þriggja ára aldurs. Hann hefur síðan verið bú- settur í Reykjavík. Bjarni gekk í Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði á árunum 1947-49, stundaði nám í húsa- smíði á árunum 1956-59 og lauk prófi í þeirri grein frá Iðnskólanum í Reykjavík. Bjarni var verkamaður og smið- ur, m.a. hjá Slippfélaginu í Reykja- vík. Hann var sjómaður í rúm fjörutíu ár, á fiskiskipum og flutn- ingaskipum, bæði íslenskum og norskum. Síðustu átján starfsárin starfaði hann á sanddæluskipum hjá Björgun hf. Einkum á Perlunni, en auk þess á Sandey og Sóley, en hann hætti störfum í árslok 1995. Fjölskylda Systkini Bjarna: Gils, f. 31.12. 1914, d. 29.4. 2005, rithöfund- ur og alþingismaður í Reykjavík; Ingibjörg, f. 12.6. 1916, lengst af húsfreyja á Spóastöðum í Biskups- tungum, nú búsett í Hveragerði; Helga, f. 22.6. 1918, d. 4.9. 1940, bú- sett í Innri-Hjarðardal, Önundar- firði; Þórunn, f. 7.5. 1920, lengst af húsmóðir á Siglufirði, nú búsett á Húsavík; Hagalín, f. 20.7. 1921, lengst af bóndi í Innri-Hjarðardal, nú búsettur í Kópavogi; Kristján, f. 21.2. 1923, húsasmiður í Kópa- vogi; Magnús, f. 23.10.1924, d. 29.7. 2006, bóndi í Tröð í Önundarfirði; Ragnheiður, f. 8.12. 1925, lengst af húsfreyja í Auðsholti, nú búsett á Selfossi; Páll, f. 3.11. 1927, skip- stjóri í Kópavogi. Foreldrar Bjarna voru Guð- mundur Gilsson, f. 29.10. 1887, d. 22.4. 1978, bóndi og sjómað- ur, og Sigríður Hagalínsdóttir, f. 26.9. 1885, d. 28.11. 1947, húsmóð- ir. Þau bjuggu í Innri-Hjarðardal í Önundarfirði. Bjarni Guðmundsson fyrrv. sjómaður í reykjavík 30 ára á föstudag Þórdís fæddist á Akureyri og ólst þar upp á Brekkunni. Hún var í Barnaskóla Akureyrar og Gagn- fræðaskóla Akureyrar, lauk stúd- entsprófi frá Verkmenntaskólan- um á Akureyri og lauk BA-prófi í í íslensku frá Háskóla Íslands 2008. Þórdís er nú í fæðingarorlofi en er að hefja MLIS-nám í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Ís- lands nú í haust. Þórdís kenndi við Kársnesskóla 2008-2009. Fjölskylda Eiginmaður Þórdísar er Einar Bjarni Sturluson, f. 18.3. 1980, BS í rekstrarverkfræði og starfsmaður hjá Mannviti. Börn Þórdísar og Einars Bjarna eru Frosti Ein- arsson, f. 17.9. 2006; Hildi- gunnur Einars- dóttir, f. 15.7. 2009. Systkini Þórdísar eru Þór Steinars- son, f. 27.1. 1974, háskólanemi í Reykjavík; Guðrún Silja Steinarsdóttir, f. 1.10. 1977, leikskólakennari í Reykjavík; Sindri Steinarsson, f. 26.9. 1990, nemi við Kvikmyndaskóla Íslands. Foreldrar Þórdísar eru Stein- ar Þorsteinsson, f. 9.1. 1943, tann- læknir, búsettur í Reykjavík, og Hildigunnur Einarsdóttir, f. 17.6. 1947, d. 27.5. 1987, læknaritari. Þórdís Steinarsdóttir íslenskufræðingur í reykjavík 30 ára á föstudag Andri fæddist á Akureyri og ólst þar upp í Þorpinu. Hann var í Glerár- skóla, stund- aði nám við Menntaskól- ann á Akureyri, lauk stúdents- prófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri, stundaði síðan nám við Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófum sem tækniteiknari. Andri var flokkstjóri hjá ungl- ingavinnunni á Akureyri í nokkur sumur og starfaði auk þess nokkur sumur hjá Kjarnafæði. Hann hef- ur verið tækniteiknari hjá Alcoa Fjarðaáli frá 2007. Andri hóf að æfa og keppa í knattspyrnu með Þór sex ára og keppti með Þór í öllum aldurs- flokkum. Hann lék með meist- araflokki Þórs 1997-2004, lék með Grindavík 2005 og hefur leikið með Fjarðabyggð frá 2006. Fjölskylda Kona Andra er Erla Ormarsdótt- ir, f. 26.6. 1983, starfsmaður hjá Ís- landsbanka. Börn Andra og Erlu eru Karl- otta Björk Andradóttir, f. 7.7. 2007; Heiðmar Tumi Andrason, f. 15.6. 2009. Bróðir Andra er Atli Jens Al- bertsson, f. 20.4. 1986, húsamálari og leikmaður meistaraflokks Þórs í knattspyrnu. Foreldrar Andra eru Albert Hörður Hannesson, f. 25.6. 1960, kjötiðnaðarmaður hjá Kjarnafæði á Akureyri, og Ágústa Stefánsdótt- ir, f. 4.12. 1958, starfsmaður hjá Ís- landspósti á Akureyri. Andri Hjörvar Albertsson tækniteiknari og knattspyrnumaður 80 ára á sunnudag 85 ára síðastliðinn fimmtudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.