Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Page 38
38 ÆttfrÆði umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 13. ágúst 2010 föstudagur
Thor Vilhjálmsson
skáld og rithöfundur
Thor er fæddur í Edinborg í Skotlandi
en fluttist fimm ára með foreldrum
og systkinum heim til Íslands 1930
og ólst þar upp í Reykjavík auk þess
sem hann dvaldi oft á sumrin hjá Vil-
hjálmi, afa sínum.
Thor varð stúdent frá MR 1944,
stundaði nám við norrænudeild HÍ
1944-46, við háskólann í Nottingham
á Englandi 1946-47 og við Sorbonne-
háskóla í París 1947-52.
Thor var bókavörður við Lands-
bókasafnið 1953-55, starfsmaður
Þjóðleikhússins 1956-59 og fararstjóri
Íslendinga erlendis, einkum í Suður-
löndum. Hann hefur stundað ritstörf
frá því á fimmta áratugnum.
Meðal rita Thors má nefna Maður-
inn er alltaf einn, 1950; Dagar manns-
ins, 1954; Andlit í spegli dropans,
1957; Undir gervitungli, 1959; Regn
á rykið, 1960; Svipir dagsins, og nótt,
1961; Ætlar blessuð manneskjan að
gefa upp andann?, leikþáttur, 1963;
Kjarval, 1964 (og 1978); Allt hefur
sinn tíma, leikþáttur, 1967; Fljótt, fljótt
sagði fuglinn, 1968; Óp bjöllunnar,
1970; Folda, 1972; Hvað er San Mar-
inó?, 1973; Fiskur í sjó, fugl úr beini,
1974; Fugla-skottís, 1975; Mánasigð,
1976; Skuggar af skýjum, 1977; Falda-
feykir, 1979; Turnleikhúsið, 1979; The
Deep Blue Sea, Pardon the Ocean,
ljóð á ensku, 1981; Ljóð Mynd, ljóð
með myndum eftir Örn Þorsteinsson,
1982; Spor í spori, ljóð með mynd-
um eftir Örn Þorsteinsson, 1986; Grá-
mosinn glóir, 1986; Sporrækt, ljóð
með myndum eftir Örn Þorsteins-
son, 1988; Vikivaki, óperuhandrit,
1988; Náttvíg, 1989; Svavar Guðna-
son, 1991; Eldur í laufi, 1991; Raddir í
garðinum, 1991; Tvýlýsi, 1994; Snögg-
færðar sýnir, ljóð með myndum eftir
Tryggva Ólafsson, 1995; Fley og fagr-
ar árar, 1996; Morgunþula í stráum,
1998; Turnleikar og umbergis, ljóð
með myndum eftir Pál Guðmunds-
son, 2001; Sveigur, 2002. Þá samdi
hann texta að óratóríu Harðar Áskels-
sonar sem frumflutt var í Hallgríms-
kirkju fyrir skömmu.
Thor hefur auk þess þýtt fjölda
skáldverka og haldið nokkrar mál-
verkasýningar.
Thor var m.a. formaður Rithöf-
undafélags Íslands 1959-60 og 1966-
68, sat í stjórn Rithöfundasam-
bands Íslands 1972-74 og var forseti
Bandalags íslenskra listamanna
1975-81, sat í þjóðfulltrúaráði Sam-
félags evrópskra rithöfunda 1962-
68, í framkvæmdastjórn Evrópska
menningarsambandsins í Feneyj-
um, í framkvæmdastjórn Listahátíð-
ar í Reykjavík 1976-80, í undirbún-
ingsnefnd kvikmyndahátíðar 1978
og 1980, í stjórn Alliance Francaise
um árabil, hefur setið í ritnefndum
menningartímarita, var forseti ís-
lenska PEN-klúbbsins og formaður
Júdófélags Reykjavíkur í nokkur ár.
Thor voru veitt verðlaun úr Rit-
höfundasjóði Ríkisútvarpsins 1968;
Menningarverðlaun DV í bókmennt-
um fyrir þýðingu á Hlutskipti manns
eftir André Malraux, 1984; Menning-
arverðlaun DV í bókmenntum fyrir
ritið Grámosinn glóir 1987; Bók-
menntaverðlaun Norðurlandaráðs
fyrir Grámosinn glóir, 1988; er heið-
ursfélagi í Rithöfundasambandi Ís-
lands frá 1988; var veitt franska ridd-
araorðan fyrir listir og bókmenntir
fyrir starf í þágu menningarsam-
skipta Frakka og Íslendinga (Chev-
alier dans l‘Ordre des Arts et des
Lettres) 1989; var veitt orðan Ca-
valiere dell‘Ordine al Merito della
Repubblica Italiana (Fyrir starf í
þágu ítalskrar menningar á Íslandi)
1991; voru veitt Verðlaun sænsku
akademíunnar 1992; var veitt orðan
Grande Ufficiale dell‘Ordine al Mer-
ito della Repubblica Italiana, 1995;
hlaut Íslensku bókmenntaverðlaun-
in fyrir ritið Morgunþula í stráum
1998, var veitt Foringjaorða lista
og bókmennta í Frakklandi (Comm-
andeur dans l‘Ordre des Arts et des
Lettres) 1998; var veitt Karen Blixen
orðan; veitt Gullverðlaun Società di
Dante Alighieri, 2004, var tilnefndur
til hinna virtu Nonnino verðlauna á Ít-
alíu fyrir Morgunþulu í stráum, 2007,
voru veitt Menningarverðlaun DV –
Heiðursverðlaun, 2008 og Heiðurs-
orða franska ríkisins, Officer de l‘Or-
dre national du Mérite, 2010.
Þá er Thor heiðursfélagi Júdófélags
Reykjavíkur en hann hefur svart belti í
japanskri glímu, júdó, og er heiðurs-
borgari franska bæjarins Rocamad-
our.
Fjölskylda
Kona Thors er Margrét Indriðadótt-
ir, f. 28.10. 1923, fyrrv. fréttastjóri Rík-
isútvarpsins. Foreldrar Margrétar:
Indriði Helgason, rafvirkjameistari
á Akureyri, og k.h., Laufey Jóhanns-
dóttir húsmóðir.
Synir Thors og Margrétar: Örnólf-
ur, f. 8.7. 1954, kennari, bókmennta-
fræðingur, útgefandi og forsetarit-
ari en kona hans er Margrét Þóra
Gunnarsdóttir píanókennari og eiga
þau þrjú börn; Guðmundur Andri,
f. 31.12. 1957, rithöfundur, ritstjóri
og fjölmiðlamaður en kona hans er
Ingibjörg Eyþórsdóttir tónlistarfræð-
ingur og eiga þau tvær dætur.
Systkini Thors: Helga, f. 15.8.
1926, fyrrv. starfsmaður Handíða-
og myndlistarskólans; Guðmund-
ur, f. 24.5. 1928, lögfræðingur og
innkaupastjóri; Margrét Þorbjörg, f.
29.7. 1929, húsmóðir; Hallgrímur, f.
26.10. 1930, d. 7.4. 1945.
Foreldrar Thors: Guðmundur
Vilhjálmsson, f. 11.7. 1891, d. 26.9.
1963, forstjóri Eimskipafélagsins, og
k.h., Kristín Thors, f. 16.2. 1899, d.
27.7. 1972, húsmóðir.
Ætt
Guðmundur var sonur Vilhjálms,
b. á Undirvegg í Kelduhverfi, bróð-
ur Páls, afa Stefáns Jónssonar, alþm.
og rithöfundar, föður Kára, forstjóra
Íslenskrar erfðagreiningar. Ann-
ar bróðir Vilhjálms var Hallgrímur,
langafi Herdísar, móður Hallmars
Sigurðssonar, fyrrv. leikhússtjóra.
Systir Vilhjálms var Valgerður, amma
Valtýs Péturssonar listmálara. Vil-
hjálmur var sonur Guðmundar, b.
á Brettingsstöðum Jónatanssonar.
Móðir Guðmundar var Karítas Páls-
dóttir, timburmanns Sigurðssonar,
bróður Valgerðar, móður Þuríðar,
formóður Reykjahlíðarættar.
Móðir Guðmundar var Helga,
systir Sigurbjargar, ömmu Stef-
áns Jónssonar. Helga var dóttir Ís-
aks, b. á Auðbjargarstöðum í Keldu-
hverfi Sigurðssonar, b. í Brekkukoti
Guðbrandssonar, b. í Sultum Páls-
sonar, bróður Þórarins, afa Ólafar,
langömmu Bjarna Benediktsson-
ar forsætisráðherra og langömmu
Guðmundar Benediktssonar ráðu-
neytisstjóra. Systir Guðbrands var
Ingunn, langamma Sveins, forföður
Hallbjarnarstaðaættar, afa Kristjáns
Fjallaskálds.
Meðal móðursystkina Thors var
Ólafur Thors forsætisráðherra og
Thor Thors sendiherra.
Kristín var dóttir Thors Jensens,
kaupmanns og útgerðarmanns í
Reykjavík, en foreldrar hans voru
J. Chr. Jensen, húsasmíðameistari
í Kaupmannahöfn, og k.h., Andrea
Louise, f. Martens.
Móðir Kristínar var Margrét Þor-
björg, systir Steinunnar, móður
Kristjáns Albertssonar rithöfundar.
Margrét Þorbjörg var dóttir Kristj-
áns, b. í Hraunhöfn í Staðarsveit á
Snæfellsnesi Sigurðssonar. Móðir
Margrétar Þorbjargar var Steinunn
Jónsdóttur, b. í Bergsholti Sveinsson-
ar, og Þorbjargar Guðmundsdóttur,
prófasts á Staðastað Jónssonar. Móð-
ir Þorbjargar var Margrét Pálsdóttir,
systir Gríms, langafa Ásgeirs Ásgeirs-
sonar forseta.
Bjarni fæddist í Innri-Hjarðardal í
Önundarfirði, ólst þar upp og átti
þar heima til tuttugu og þriggja ára
aldurs. Hann hefur síðan verið bú-
settur í Reykjavík.
Bjarni gekk í Héraðsskólann í
Reykholti í Borgarfirði á árunum
1947-49, stundaði nám í húsa-
smíði á árunum 1956-59 og lauk
prófi í þeirri grein frá Iðnskólanum
í Reykjavík.
Bjarni var verkamaður og smið-
ur, m.a. hjá Slippfélaginu í Reykja-
vík. Hann var sjómaður í rúm
fjörutíu ár, á fiskiskipum og flutn-
ingaskipum, bæði íslenskum og
norskum. Síðustu átján starfsárin
starfaði hann á sanddæluskipum
hjá Björgun hf. Einkum á Perlunni,
en auk þess á Sandey og Sóley, en
hann hætti störfum í árslok 1995.
Fjölskylda
Systkini Bjarna: Gils, f. 31.12.
1914, d. 29.4. 2005, rithöfund-
ur og alþingismaður í Reykjavík;
Ingibjörg, f. 12.6. 1916, lengst af
húsfreyja á Spóastöðum í Biskups-
tungum, nú búsett í Hveragerði;
Helga, f. 22.6. 1918, d. 4.9. 1940, bú-
sett í Innri-Hjarðardal, Önundar-
firði; Þórunn, f. 7.5. 1920, lengst af
húsmóðir á Siglufirði, nú búsett
á Húsavík; Hagalín, f. 20.7. 1921,
lengst af bóndi í Innri-Hjarðardal,
nú búsettur í Kópavogi; Kristján,
f. 21.2. 1923, húsasmiður í Kópa-
vogi; Magnús, f. 23.10.1924, d. 29.7.
2006, bóndi í Tröð í Önundarfirði;
Ragnheiður, f. 8.12. 1925, lengst af
húsfreyja í Auðsholti, nú búsett
á Selfossi; Páll, f. 3.11. 1927, skip-
stjóri í Kópavogi.
Foreldrar Bjarna voru Guð-
mundur Gilsson, f. 29.10. 1887,
d. 22.4. 1978, bóndi og sjómað-
ur, og Sigríður Hagalínsdóttir, f.
26.9. 1885, d. 28.11. 1947, húsmóð-
ir. Þau bjuggu í Innri-Hjarðardal í
Önundarfirði.
Bjarni Guðmundsson
fyrrv. sjómaður í reykjavík
30 ára á föstudag
Þórdís fæddist á Akureyri og ólst
þar upp á Brekkunni. Hún var í
Barnaskóla Akureyrar og Gagn-
fræðaskóla Akureyrar, lauk stúd-
entsprófi frá Verkmenntaskólan-
um á Akureyri og lauk BA-prófi í í
íslensku frá Háskóla Íslands 2008.
Þórdís er nú í fæðingarorlofi en er
að hefja MLIS-nám í bókasafns- og
upplýsingafræði við Háskóla Ís-
lands nú í haust.
Þórdís kenndi við Kársnesskóla
2008-2009.
Fjölskylda
Eiginmaður Þórdísar er Einar
Bjarni Sturluson, f. 18.3. 1980, BS
í rekstrarverkfræði og starfsmaður
hjá Mannviti.
Börn Þórdísar og Einars Bjarna
eru Frosti Ein-
arsson, f. 17.9.
2006; Hildi-
gunnur Einars-
dóttir, f. 15.7.
2009.
Systkini
Þórdísar eru
Þór Steinars-
son, f. 27.1.
1974, háskólanemi í Reykjavík;
Guðrún Silja Steinarsdóttir, f. 1.10.
1977, leikskólakennari í Reykjavík;
Sindri Steinarsson, f. 26.9. 1990,
nemi við Kvikmyndaskóla Íslands.
Foreldrar Þórdísar eru Stein-
ar Þorsteinsson, f. 9.1. 1943, tann-
læknir, búsettur í Reykjavík, og
Hildigunnur Einarsdóttir, f. 17.6.
1947, d. 27.5. 1987, læknaritari.
Þórdís Steinarsdóttir
íslenskufræðingur í reykjavík
30 ára á föstudag
Andri fæddist
á Akureyri og
ólst þar upp í
Þorpinu. Hann
var í Glerár-
skóla, stund-
aði nám við
Menntaskól-
ann á Akureyri,
lauk stúdents-
prófi frá Verkmenntaskólanum á
Akureyri, stundaði síðan nám við
Iðnskólann í Reykjavík og lauk
þaðan prófum sem tækniteiknari.
Andri var flokkstjóri hjá ungl-
ingavinnunni á Akureyri í nokkur
sumur og starfaði auk þess nokkur
sumur hjá Kjarnafæði. Hann hef-
ur verið tækniteiknari hjá Alcoa
Fjarðaáli frá 2007.
Andri hóf að æfa og keppa í
knattspyrnu með Þór sex ára og
keppti með Þór í öllum aldurs-
flokkum. Hann lék með meist-
araflokki Þórs 1997-2004, lék með
Grindavík 2005 og hefur leikið
með Fjarðabyggð frá 2006.
Fjölskylda
Kona Andra er Erla Ormarsdótt-
ir, f. 26.6. 1983, starfsmaður hjá Ís-
landsbanka.
Börn Andra og Erlu eru Karl-
otta Björk Andradóttir, f. 7.7. 2007;
Heiðmar Tumi Andrason, f. 15.6.
2009.
Bróðir Andra er Atli Jens Al-
bertsson, f. 20.4. 1986, húsamálari
og leikmaður meistaraflokks Þórs í
knattspyrnu.
Foreldrar Andra eru Albert
Hörður Hannesson, f. 25.6. 1960,
kjötiðnaðarmaður hjá Kjarnafæði
á Akureyri, og Ágústa Stefánsdótt-
ir, f. 4.12. 1958, starfsmaður hjá Ís-
landspósti á Akureyri.
Andri Hjörvar Albertsson
tækniteiknari og knattspyrnumaður
80 ára á sunnudag 85 ára síðastliðinn fimmtudag