Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Side 13
föstudagur 24. september 2010 fréttir 13
Tónlistarmaðurinn Herbert Guð-
mundsson, og fyrrverandi eigin-
kona hans, Svala Guðbjörg Jóhann-
esdóttir, þurftu að svara til saka
á föstudaginn fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur. Deilur þeirra við ná-
granna fóru þá aftur fyrir dóm.
Þessi sama deila hafði áður far-
ið á bæði dómstig hérlendis en
Hæstiréttur vísaði málinu á endan-
um frá vegna slælegs málatilbún-
aðar nágrannanna. Deilan nú snýst
um eldri kröfu nágranna Herberts í
þá veru að hann, ásamt þáverandi
konu sinni, greiddi fyrir þakvið-
gerðir árið 2005 á nærliggjandi rað-
húsum við Prestbakka í Breiðholti.
Sjálf höfðu þau gert við eigið þak
mörgum árum áður en nágrannar
þeirra telja þau skyldug til að greiða
líka hluta af viðgerðum annarra
raðhúsa í lengjunni.
Þegar Herbert og Svala neituðu
að greiða fyrir viðgerðir nágrann-
anna var þeim stefnt. Héraðsdómur
dæmdi þau síðar til að greiða tæpar
4 milljónir króna til húsfélagsins en
Hæstiréttur felldi þann úrskurð nið-
ur og vísaði málinu frá.
Eftir niðurstöðu Hæstaréttar
var lögmanni húsfélagsins falið að
semja við Herbert eða stefna hon-
um á nýjan leik næðust ekki samn-
ingar. Í samtali við DV, þegar endur-
tekin málshöfðun á hendur honum
lá fyrir, sagðist Herbert furðu lost-
inn. Hann bendir á að hér sé á
ferðinni sama mál og Hæstiréttur
hafi þegar vísað frá. „Mér finnst að
þetta fólk eigi að hætta þessu rugli
og láta mig í friði. Þetta eru orðnar
einhverjar furðulegar hvatir,“ sagði
Herbert.
trausti@dv.is
Herberti Guðmundssyni stefnt fyrir dómstóla:
Enn og aftur fyrir dóm
Herbert Guðmundsson Er enn og
aftur kominn í dómsal vegna nágranna-
deilu í Breiðholti.
VATNSKÓNGI STEFNT
FYRIR AÐ BORGA EKKI
Vatnsfyrirtæki Kanadamannsins
Ottos Roberts Spork, Icelandic
Glacier Products ehf., hefur verið
stefnt fyrir að borga ekki reikning.
Það er röraverksmiðjan Set ehf.
sem telur sig eiga rétt á greiðslunni
sem nemur 4,5 milljónum króna.
Málaferlin voru tekin fyrir í
Héraðsdómi Reykjavíkur á föstu-
daginn síðasta. Þar lögðu málsað-
ilarnir fram kröfur sínar, annars
vegar innheimtukröfu röraverk-
smiðjunnar og hins vegar gagn-
kröfu vatnsfyrirtækisins. Á sama
tíma og Kanadamaðurinn þarf að
verjast fyrir íslenskum dómstólum
berast fregnir af meintum fjársvik-
um hans í heimalandinu.
Á fleiri vígstöðvum
Líkt og DV hefur áður greint frá
hefur verðbréfaeftirlit Ontar-
io-fylkis gefið út ákæru á hendur
Otto Spork, dóttur hans Natalie,
mági hans Dino Ekonomidis og
Robert Levack. Fjórmenningarn-
ir eru sakaðir um stórfelld fjársvik
árin 2007 og 2008 þegar þeir not-
uðu fjárfestingarfélagið Sextant
Capital Management Inc. og vog-
unarsjóði í Kanada og á Caym-
an-eyjum til þess að skrúfa upp
hlutabréfaverð í fyrirtæki Sporks,
áðurnefnt Icelandic Glacier Prod-
ucts. Þannig hafi Spork og sam-
verkamenn hans verið beggja
vegna borðs á meðan fjöldi Kan-
adamanna og annarra fjárfesta
lagði fé í sjóðina. Talið er að sam-
anlagt hafi fjárhæðirnar numið 80
milljónum Kanadadollara eða því
sem nemur tæpum 9 milljörðum
íslenskra króna.
Leiðindamál
Þegar DV fjallaði um stefnu kan-
adískra yfirvalda á hendur Iceland
Glacier Products vakti athygli að
heimasíða fyrirtækisins lá niðri og
enginn svaraði í síma þess. Snæ-
fellsbær á hlut í félaginu og kaup-
samningur Sets ehf. var upphaf-
lega við bæjarfélagið. Bergsteinn
Einarsson, framkvæmdastjóri
Sets ehf., segir málið afar leið-
inlegt. „Þetta er leiðindamál allt
saman. Í raun er þetta bara hefð-
bundin innheimtukrafa af okkar
hálfu sem er tilkomin eftir að við
afhentum vörur í október sem við
höfum ekki fengið greitt fyrir. Um
reikninginn er ágreiningur þar
sem við fórum fram á hófstillta
hækkun vegna gengisfalls sem
þeir ekki samþykktu. Af því að við
ákváðum að hækka vöruna snéru
þeir sér annað en héldu engu að
síður vörunum okkar en telja sig
samt hafa orðið fyrir tjóni. Við af-
hendum vöruna og vonumst bara
til að fá þetta greitt,“ segir Berg-
steinn.
Vongóður verjandi
Aðspurður viðurkennir Bergsteinn
að dráttur hafi orðið á afhendingu
röranna en segir það hafa verið með
vitund kaupanda. Bjarni Þór Óskars-
son, lögmaður fyrirtækisins, segir
deiluna snúast um hvaða verð eigi að
greiða fyrir vatnsleiðslurnar og von-
ast til að ná um það samkomulagi.
Jóhannes Eiríksson, verjandi
vatnsfyrirtækisins, er vongóð-
ur um að gagnkrafa félagsins nái
fram að ganga. „Þetta er í rauninni
mjög einfalt mál í sjálfu sér. Set ehf.
krefst greiðslu reiknings en við setj-
um fram gagnkröfu á hendur þeim.
Kröfurnar er mjög svipaðar en
gagnkrafan er byggð á því fjárhags-
tjóni sem skjólstæðingur minn varð
fyrir vegna dráttar á afhendingu. Ég
er vongóður og nú er það í höndum
dómstólanna að leysa úr,“ segir Jó-
hannes.
trausti Hafsteinsson
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Röraverksmiðjan Set ehf. hefur stefnt vatnsfyrirtæki Kanada-
mannsins ottos spork fyrir að greiða ekki nærri 5 milljón króna
reikning vegna lagnakaupa fyrir nýja vatnsverksmiðju á Snæ-
fellsnesi. Vatnskóngurinn telur sig aftur á móti eiga svipaða gagn-
kröfu vegna fjárhagstjóns vegna dráttar á afhendingu lagnanna.
otto spork Mjög umdeilt félag í
hans eigu keypti vatnsréttindi til 95
ára úr lindum undir Snæfellsjökli.
Vesturvör 30c, Sími 575-1500
Auðvitað máttu
borga meira.
Þó það nú væri!
En þá verðurðu bara
að fara annað.
Ferð á Kársnesið borgar sig!
www.kvikkfix.issko
ðaðu!
Svona gerum við - fyrir minna