Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Qupperneq 34
34 VIÐTAL 24. september 2010 FÖSTUDAGUR Alþingi á prófinu. Þá bregst það þjóðinni. Virð- ing Alþingis þverr og þá reynir á hvort við höfum þrek til þess að afgreiða málið. Allar forsendur eru til staðar til þess að gera það. Í síðustu viku lofuðu menn vinnu þingmannanefndarinnar og töldu hana til fyrirmyndar. Það er ekki alltaf auð- velt að ná málamiðlun. En ég fullyrði að vinnan í kringum þingsályktunina sem snýr að réttar- fars- og refsiskilyrðunum var jafnvel betur unn- in og kafað dýpra en í aðra hluta málsins. Satt best að segja bjóst ég ekki við svo hörð- um viðbrögðum frá forsætisráðherra. Það kom í ljós – eins og ég lít á þetta – að hún hafði ekki lesið greinargerðina með málshöfðunartillög- unum. Hún fór harðar fram en ég bjóst við. Hún hefur langa þingreynslu og hefur margsinnis lagt til lýðræðisumbætur og barist fyrir auknu gagn- sæi og betri vinnubrögðum. Vonbrigði mín voru því meiri en ella.“ OFRÍKI SAMFYLKINGARINNAR Talið berst á ný að samstarfinu við Samfylking- una og Atli telur að þingflokkur hennar hafi sýnt mörgum þingmönnum VG óbilgirni. „Það var sérstaklega ein ræða sem vakti vægast sagt undr- un mína. Ég hef sagt það áður að mér finnst Sam- fylkingin hafa lagt Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í einelti. Það er eins og sé frjálst veiðileyfi á hann. Trekk í trekk lend- ir hann í spuna, þessi ágæti og heiðarlegi mað- ur. En þegar kom fram að draga ætti hann fyrir landsdóm vegna skoðana hans í ESB-málinu var mér öllum lokið satt best að segja. Samt var ljóst fyrir myndun ríkisstjórnarinnar að við fimm þingmenn VG vorum andvígir aðild að ESB. Það var fært til bókar og ríkisstjórnin var mynd- uð meðal annars á þeim grundvelli. Þetta var heiðarleg og opin afstaða enda vil ég ekki koma í bakið á fólki. Það var meira að segja tekið fram að við mættum beita okkur, að við mættum tjá skoðanir okkar. Það er því fokið í flest skjól þegar menn vilja draga Jón Bjarnason fyrir landsdóm vegna einmitt þessara skoðana sinna.“ KLOFIN NEFND Heimildir eru fyrir því að fulltrúar Samfylkingar- innar hafi fram á síðustu stundu ætlað að styðja tillögu meirihluta nefndarinnar um málshöfðun á hendur fjórum ráðherrum og undanskilja ekki Björgvin G. Sigurðsson. Síðan hafi þeim snúist hugur á síðustu stundu. Atli vill ekki tjá sig um þetta. „Ég er bundinn trúnaði. Hvernig menn komast að niðurstöðu er innri mál nefndarinn- ar. Ég flutti ræðu í þinginu um verklagið. Menn einfaldlega gáfu sig ekki upp strax um þessi at- riði. Við rituðum ráðherrunum fjórum bréf í maí. Ákveðið var að stilla upp tillögum til þess að menn gætu séð málavexti og rökstuðning. Þremur sérfræðingum var falið að gera það og þeir skiluðu niðurstöðu um miðjan ágúst. Við byrjuðum fundi okkar 17. ágúst síðastliðinn. Þegar þetta var komið fram kom fram tillaga um að leita enn á ný til sérfræðings. Sá sérfræðing- ur kom til fundar við okkur og tók undir þetta. Hann benti að vísu á galla í skýrleika ákærunnar, til dæmis varðandi 17. grein stjórnarskrárinnar um ráðherrafundi. Það voru sem sagt 4 til 5 sér- fræðingar sem komu að þessu. Einn þeirra hafði efasemdir þannig að 4 þeirra voru sammála um þá málshöfðun sem við á endanum birtum. Ef sérfræðingarnir hefðu ekki verið sammála, til dæmis verið þrír á móti tveimur, hefði ég ekki farið af stað með ákærur. Þá hefði verið kominn ígrundaður vafi. Ég hef grandskoðað hug minn þegar spurt er hvort ég sé í hefndarhug. Ég tel svo ekki vera. Ég hef reynt að nálgast þetta fag- lega og ýtt frá mér flokkspólitískum sjónarmið- um. Mér finnst sem okkur hafi tekist að skila faglegu áliti en það er vitanlega annarra að meta þetta.“ NÁTTÚRUHAMFARIR AF MANNAVÖLDUM Björn Valur Gíslason sagði að fyrir sér væri ein- faldara að taka ákvörðun um málshöfðun gegn ráðherrum en að ákveða stórfelldan niðurskurð innan velferðarkerfisins. Er þingið og ráðherrar ekki bara áberandi í umræðunni og kannski of mikið úr málshöfðun gert gegn fyrrverandi ráð- herrum? Atli lítur ekki þannig á málið. „Ég er ekki sammála Birni Val um þetta. Það er erfitt að skera niður en þetta er ekki einfalt mál. Þetta snýst um einstaklinga og mér finnst Björn Valur tala gáleysislega. Þetta er sögulegt mál sem von- andi sér fyrir endann á um miðja næstu viku. Á bak við þetta eru náttúruhamfarir af manna- völdum hvert svo sem rekja má upphaf þeirra. Þannig að þetta er gríðarlega alvarlegt mál. Ekki verður ráðist í þetta nema að vel ígrunduðu máli. Allt orkar tvímælis þá gert er. Við segjum ekki fyrir um sakfellingu eða dóma. Við reynd- um að fullvissa okkur um líkurnar á sakfellingu sem er grundvöllur ákæru. Þetta er ekki dómur og sönnunarfærslan er eftir. Fyrir dómi verður allra réttinda gætt.“ ÁTTI AÐ TAKA SÉR MEIRI TÍMA Sérstakur saksóknari rannsakar og saksækir stjórnendur og eigendur föllnu bankanna. Ráð- herrar, sem voru við stjórnvölinn þegar þjóðar- skútan strandaði, verða hugsanlega kallaðir til ábyrgðar frammi fyrir landsdómi. En hvað um fjóra embættismenn, þrjá seðlabankastjóra og forstjóra Fjármálaeftirlitsins fyrrverandi? Þing- mannanefndin sendi Birni L. Bergssyni, settum ríkissaksóknara vegna bankahruns, ábendingu eða ígildi kæru sem hann tók til athugunar. Nið- urstaða hans var að ekki væri efni til að hefja sér- staka sakamálarannsókn að svo stöddu. Hvað sýnist Atla um þennan þátt málsins? „Björn sagði „að svo stöddu“. Þetta merkir að það þurfa að koma fram nýjar upplýsingar til þess að hreyfa við málinu, taka það upp. Þetta er alvörumál og þarf að gera að yfirveguðu máli. Ég vil ekki segja neitt um þetta annað en að mér fannst settur ríkissaksóknari gefa sér ótrúlega lítinn tíma til að taka sína ákvörðun, eða aðeins um þrjár vikur. Ég er búinn að grandskoða það sem að mér snýr síðan 15. janúar og þar til við útbýttum niðurstöðum nefndarinnar á þing- skjölum fyrir skemmstu. Mér veitti ekkert af þessum tíma. Ég hefði kosið að settur ríkissak- sónari hefði gefið sér meiri tíma til að fara yfir málið.“ ÞOLINMÆÐIN ÞRÝTUR EF … Atli Gíslason er ánægður með breytingarnar á ríkisstjórninni á dögunum og vonar að Jón Bjarnason sitji áfram sem sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra eftir áramótin. „Það pirrar mig að Samfylkingin vilji hafa afskipti af því hvaða ráðherra VG velur til setu í ríkisstjórninni. Það er löng hefð fyrir því að hver flokkur velji sína ráðherra án afskipta annarra. Þetta er eitt af því sem ég kalla einelti gagnvart Jóni. Ég hef aldrei farið gegn ráðherrum Samfylkingarinnar með þessum hætti vegna þess að ég vil sýna tryggð og standa við gerða samninga. En ef þetta heldur áfram af hálfu Samfylkingarinnar er eins víst að þolinmæði mína þrjóti. Ég er ekki viss um að ég geti tekið því þegjandi. Það þarf tvo til að hjóna- band gangi. En hjónaband og samstarf stjórn- málaflokka gengur ekki án deilna. Spurningin er hvort deilur leysast og um það snýst samstarf.“ Þrátt fyrir Icesave, ESB, niðurskurð og fleira telur Atli að stjórnarsamstarfið haldi út kjör- tímabilið. „Ég hef þyngstar áhyggjur af ESB-mál- inu og fylgifiski þess, Icesave. Við Guðfríður Lilja Grétarsdóttir fórum fram með okkar afstöðu í júlí og kvörtuðum. Ég er talinn köttur og var svo sem búinn að mjálma um þetta lengi innan þingflokksins og stofnana VG án nokkurs sýni- legs árangurs. Við sögðumst ekki treysta okk- ur til að styðja ESB-vegferð ríkisstjórnarinnar. Í sumar vöknuðu menn loks af værum blundi. Í þessu máli var ekki verið að fara fram með nein- ar sérþarfir heldur bergmálaði ég stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar. Þetta tvinnaðist saman við auðlindapólitíkina, Magmamálið og fleira. Það er vitanlega grundvallarstefna ríkisstjórn- arinnar að auðlindirnar séu almannaeign. Þetta er ekki mjög flókið. Þjóðin er á hnjánum og við þær aðstæður koma erlendir hákarlar og reyna að sölsa undir sig auðlindirnar. Þetta með auð- lindirnar og ESB er auðvitað sjálfstæðisbarátta sem hafin er yfir flokksbönd frá mínum bæjar- dyrum séð. Ég hef meiri áhyggjur af virðingu og sóma Alþingis en ríkisstjórnum sem koma eða fara. Þannig hef ég rekið málin í þingmanna- nefndinni og talið að ef við tökum ekki upp ný og betri vinnubrögð verði þingið að endurnýja umboð sitt frá kjósendum í þingkosningum.“ BARÁTTUMAÐUR FYRIR KVENFRELSI Umhverfismál, auðlindapólitík og kvenfrelsi ráku Atla til pólitískrar baráttu. Hann endaði sem þingmaður VG. Hann hafði reynt að vinna að ofangreindum málaflokkum í störfum sínum sem lögmaður og í réttarsölum. „Kárahnjúka- málið, Þjórsárvirkjanir og fleira voru á mínu borði. Svo voru það kvenréttindamálin þar sem ég tel mig hafa haft nokkurt erindi sem erfiði. Nauðganir og ofbeldi gegn konum svíður. Það svíður vegna þess að um eða innan við 5 prósent af kærðum nauðgunum rata til dómstóla. Það er sárt til þess að vita vegna þess að ég veit að afleiðingar þessa ofbeldis eru ekki aðeins gagn- vart þolandanum. Þetta kemur niður á heilum fjölskyldum, börnum og barnabörnum. Fjór- um sinnum hef ég flutt frumvarp um breyting- ar á nauðgunarákvæðum hegningarlaga en ekki náð því fram. Ég tel að skilgreina eigi nauðgun sem refsiverða án tillits til verknaðaraðferðar- innar. Líkamsárás er refsiverð burtséð frá verkn- aðaraðferð. Komi afleiðingarnar fram gildir einu hvort menn eru meiddir með hamri eða hnefa. Og það gildir einu um nauðganir. Ég held að sannana sé ekki leitað í nauðgunarmálum á réttum stað. Afleiðingarnar geta verið líkam- lega tímabundnar en varanlegar í andlegu tilliti. Andlegu og félagslegu afleiðingarnar geta verið skelfilegar og þar liggur stóri skaðinn. Sem betur fer eru til aðferðir til að lina andlegan sársauka en þarna er þörf breytinga.“ „ÞETTA HYSKI“ „Þingmennskan er erilsamt hugsjónastarf og ég hef engar áhyggjur af því þótt ég yrði á ein- hverjum tímapunkti að snúa til annarra starfa. Þannig er lýðræðiskerfið. Við eigum eitt erfitt ár fram undan en síðan ætti þjóðfélagið að fara að jafna sig nokkuð eftir fjármálaáfallið. Ég vil ekki byggja sambærilegt þjóðfélag og var hér fyrir hrun. Ég vil ekki þá pólitísku lömunarveiki sem þá ríkti. Ég vil ekki þessa skefjalausu neyslu- hyggju. Það má kannski segja að þingmanna- nefndin hafi látið eftir mér að ráðist var í kynja- fræðilega greiningu sem er sérstakur hluti af niðurstöðum nefndarinnar. Ég lá undir ámæli fyrir þetta. Þessi greining er gagnmerk. Sjáðu til dæmis drengina sem settir voru reynslulausir inn í bankana. Það var fallið frá kröfum um fag- þekkingu og reynslu. Það komu inn menn sem höfðu ekki reynslu af rekstri. Reyndu fólki var ýtt til hliðar sem væri það ónýtt. Ég hefði ver- ið talinn ónýtur, en betur vinnur vit en strit. Ég vinn kannski hægar en ég gerði en vinnubrögð- in eru betri. Þetta var ruglað. Kynjafræðilega skýrslan tekur á hjarðhegðuninni sem greip um sig. Talað er um stigveldi karlmennsk- unnar. Þetta hyski – ég segi það bara – þetta hyski sem stýrði bönkunum var orðið ráðandi í þessu stigveldi karlmennskunnar og hafði undirtökin meira að segja í samskiptum við stjórnvöld. Enginn var til þess að berja í borðið þegar óknyttastrákarnir brutu rúður fjármála- kerfisins. Stjórnmálin voru lömuð gagnvart þessu,“ segir Atli að endingu. „Ræða Jóhönnu var sérstaklega ómakleg gagnvart fulltrúum Samfylkingarinnar í nefndinni. Hún var einnig ómakleg gagnvart þeim sérfræðingum sem störfuðu fyrir þing- mannanefndina.“ MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.