Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Side 42
42 goðsagnir 24. september 2010 föstudagur
Eitt stærsta nafn tónlistar sjötta áratugarins með tilliti til söngs, lagasmíða og gítarleiks var án efa Buddy Holly og leiddar hafa ver-
ið að því líkur að hann hafi verið með fyrstu
rokktónlistarmönnunum sem létu sig varða
nánast allt sem viðkom tónlist sinni þar á
meðal útsetningar og framleiðslu.
Charles Hardin „Buddy“ Holly fæddist 7.
september 1936 í Lubbock í Texas í Banda-
ríkjunum og var fjórða barn foreldra sinna,
Lawrence og Ellu Holly. Í þá daga var nán-
ast algilt að allir bæru gælunafn og innan
fjölskyldu sinnar var Charles ávallt kallaður
„Buddy“.
Sálmar og „Svört“ tónliSt
Fjölskylda Buddys bjó að ríkri tónlistarhefð
og eldri bræður Buddys, Larry og Travis, voru
sjálflærðir gítarleikarar og systir bræðranna,
Pat, söng tvísöng ásamt móður þeirra á
kvöldin í setustofunni við píanóundirleik.
Hvern sunnudag fór Holly-fjölskyldan í
messu í baptistakirkjunni í Lubbock og söng
sálma til dýrðar drottni.
Á þeim tíma einkenndist Lubbock,
sem stundum var nefndur „Kirkjubær-
inn“, af íhaldssemi og aðskilnaði kynþátta
og Buddy Holly átti lítil bein samskipti við
þeldökka og komst í takmarkaða snert-
ingu við tónlist þeirra. En líkt og marg-
ir ungir tónlistarmenn þess tíma laðað-
ist hann að „takts og trega“-tónlistinni
(rhythm and blues) sem barst á öldum
ljósvakans frá útvarpsstöðvum í órafjar-
lægð.
Buddy og BoB
Ellefu ára að aldri hóf Buddy Holly píanó-
nám, en þess var skammt að bíða að hann
kastaði píanónáminu fyrir róða fyrir stál-
gítar, sem hann, eftir tuttugu kennslu-
stundir, lagði til hliðar fyrir hefðbundinn
kassagítar.
Þrátt fyrir að tónlistarnám Buddys
væri af skornum skammti var hann kunn-
ugur ýmiss konar tónlist enda hafði hann
setið mörgum stundum og hlustað á blús
og sveitatónlist í útvarpinu. Fimm ára
að aldri afrekaði Buddy að vinna sér inn
fimm Bandaríkjadali fyrir að syngja lagið
Down the River of Memories.
Árið 1951 lágu leiðir Buddys og Bobs
Montgomery, skólafélaga hans við Hutchin-
son-skóla, saman en Bob, líkt og Buddy, lék
á gítar og söng. Bob hafði mikinn áhuga á
sveitatónlist og var Hank Williams í sérstöku
uppáhaldi hjá honum. Bob átti eftir að hafa
mikil áhrif á tónlistarval Buddys.
Félagarnir kölluðu sig „Buddy og Bob“ og
komu fram á skólasamkomum auk þess sem
þeir fengu að spila í grenndarútvarpsstöðv-
um. Tónlistin sem þeir fluttu var að mestu
leyti sveitatónlist með rödduðum söng og
gítarleik. Áður en langt um leið voru Buddy
og Bob orðnir fremstu tónlistarflytjendurnir
í Lubbock og bassaleikarinn Larry Welborn
bættist í hópinn.
vinSældirnar aukaSt
Þegar þar var komið sögu sá Bob að mestu
um aðalsönginn en þó kom fyrir að Buddy
tæki að sér að syngja aðalröddina og þá kvað
við annan tón. Kántríhljómurinn hvarf og
takturinn breyttist, sem var forsmekkur af því
sem átti eftir að verða.
Um svipað leyti og Buddy og Bob fóru
í menntaskóla fór áheyrendahópur þeirra
stækkandi enda komu félagarnir fram í
klúbbum fjarri Lubbock; Carlsbad, Nýju-
Mexíkó og Amarillo í Texas. Vinsældir þeirra
voru orðnar slíkar að þeir fengu fastan sess
í þættinum Sunday Party á KDAV-útvarps-
stöðinni sem var fyrsta kántrí-útvarpsstöðin
á landsvísu í Bandaríkjunum. En kántrí og
Buddy Holly áttu ekki samleið og um 1954 fór
Buddy að syngja meira af blús- og „bop“-lög-
um í þættinum.
Í október það ár bættist trymbillinn Jerry
Allison í hópinn og þess var skammt að
bíða að ferill Buddys tæki nýja stefnu. Í jan-
úar árið 1956 var Buddy boðinn samningur
hjá Decca- hljómplötuútgáfunni eftir að hafa
vakið athygli á tónlistarviðburði sem skartaði
Bill Haley and the Comets sem aðalstjörnu.
Sá böggull fylgdi þó skammrifi að Decca
hafði einungis áhuga á Buddy – ekki félög-
um hans. Bob hvatti Buddy til að grípa tæki-
færið, sem hann og gerði, og hann hljóðritaði
nokkur lög hjá Decca sem vöktu litla athygli.
Þeirra á meðal var lagið That‘ll be the Day,
sem seinna átti eftir að slá í gegn.
Buddy Holly og CriCketS
Buddy Holly snéri heim til Lubbock og kom
fram með tónlistarstjörnum sem áttu leið
um bæinn, þeirra á meðal konungi rokksins,
Elvis Presley, sem þá var að hefja feril sinn.
Á sama tíma fór Buddy að leggja áherslu á
eigin lagasmíðar. Eitt þeirra laga sem hann
samdi þá var Cindy Lou sem síðar fékk nafn-
ið Peggy Sue, þökk sé tillögu Jerrys Alli son.
Þann 27. maí 1957 var lagið That‘ll be the
Day gefið út í nýrri útgáfu af Brunswick-út-
gáfufyrirtækinu. Vegna þess að Buddy var á
samningi hjá Decca var honum óheimilt að
hljóðrita lagið aftur innan fimm ára og skipti
þá engu hvort lagið hafði verið gefið út af
Decca eða ekki.
Því brá framleiðandinn á það ráð að skrá
flytjendur lagsins „The Crickets“ og varði
þannig Buddy Holly gegn hugsanlegri máls-
höfðun af hálfu Decca. Decca ákvað að halda
að sér höndum þegar ljóst var að lagið myndi
slá í gegn, enda var Brunswick dótturfyrir-
tæki Decca. Þess í stað gerði dótturfyrirtæki
Decca, Coral Records, samning við Buddy
Holly. Þegar upp var staðið var hann á samn-
ingi hjá tveimur útgefendum; Decca sem
sólólistamaður og hjá Brunswick sem með-
limur hljómsveitarinnar.
Ferillinn tekur Flugið
That‘ll be the Day komst í efsta sæti Best Sell-
ers in Stores-listans í Bandaríkjunum 23.
september og var í þrjár vikur á smáskífulista
í Bretlandi í nóvember. Hróður The Crickets
barst víða og 1. desember kom hljómsveitin
fram í þætti Eds Sullivan.
Fyrr á árinu, 16.–22. ágúst, í
Apollo Theater í New York,
afrekuðu Buddy Holly og
félagar hans að vinna hug
og hjarta áheyrendahóps
sem var eingöngu skip-
aður þeldökku fólki
og hljómsveitin var
eina hljómsveitin
skipuð hvítum tón-
listarmönnum sem
fór í tónleikaferð á
landsvísu í Banda-
ríkjunum sem einnig
kom fram í tónlistar-
húsum í hverfum þel-
dökkra.
Buddy Holly and the
Crickets fór í tónleikaferð um
Ástralíu í ársbyrjun 1958 og
um Bretland í mars sama ár.
Þriðja og síðast breið-
skífa hljómsveitarinnar,
That‘ll be the Day, var gef-
in út í apríl 1958 og innihélt
lög sem höfðu verið hljóð-
rituð fyrr á ferli sveitarinn-
ar.
Ferðaþreyta og
Skítug Föt
Í ársbyrjun 1959 var Buddy
Holly boðið að koma
fram á Winter Dance
Tour Party-tónleikaferð
sem skipulögð var af
GAC-umboðsskrifstof-
unni. Fyrirhugað var að
halda tónleikaröð í Mið-
vesturríkjunum og Buddy
Holly ýtti tónleikunum úr
vör þann 29. janúar, ásamt
þekktum listamönnum á borð
við Dion and the Bel monts,
Ritchie Valens og J. P. „The Big
Bopper“ Richardson. Buddy Holly
fékk til liðs við sig Tommy Allsup á
gítar, Waylon Jennings á bassa og Carl
Bunch á trommur og gaf sveitinni nafnið The
Crickets.
Hljómleikaferðin reyndist hin versta raun
fyrir tónlistarmennina sem þurftu að ferðast
langar vegalengdir um nætur í langferðabíl
með ónýta miðstöð en úti fyrir var bruna-
gaddur. Til að bæta gráu ofan á svart bilaði
bíllinn þó nokkrum sinnum miðja vegu á
milli áfangastaða.
Að loknum tónlistarflutningi í Surf Ball-
room í Clear Lake í Iowaríki, 2. febrúar 1959,
var Buddy Holly búinn að fá sig fullsaddan af
rútunni og óhreinum fötum. Buddy brá því á
það ráð að leigja litla flugvél til að koma sér
og hljómsveitarfélögunum á næsta áfanga-
stað tónleikaferðarinnar, Moorhead í Minne-
sota. Sú ákvörðun átti eftir að verða örlagarík.
lán og ólán
Þannig var mál með vexti að flugvélin tók að-
eins þrjá farþega og flugmann og því voru
góð ráð dýr. Sagan segir að Ritchie Valens,
sem hafði aldrei ferðast í flugvél, hafi beðið
Tommy Allsup á flugvellinum að gefa sér eft-
ir sætið. Sagan segir enn fremur að Tommy
hafi svarað að bragði: „Ég skal kasta upp pen-
ingi um sætið.“ Samkvæmt sögunni var það
Buddy Holly sem kastaði upp peningnum og
Ritchie Valens vann hlutkestið og á að hafa
haft á orði: „Vá! Þetta er í fyrsta skiptið sem
heppnin leikur við mig.“
DánarDægur
tónlistarinnar
Þeir eru margir tónlistarmennirnir sem dáið hafa langt um aldur fram. Einn þeirra er Buddy Holly
sem setti svip sinn á bandaríska tónlist á sjötta áratug síðustu aldar. Arfleifð Buddys verður seint
ofmetin og stíll hans hefur haft mikil áhrif á tónlistarmenn allar götur síðan. Buddy fórst í flugslysi
ásamt tveimur öðrum tónlistarmönnum sem voru á góðri leið með að marka spor sín í tónlistarsög-
una og voru gerðir ódauðlegir í laginu American Pie með don mclean.
Þó kom fyrir að Buddy tæki að
sér að syngja aðal-
röddina og þá kvað
við annan tón. Kántrí-
hljómurinn hvarf og
takturinn breyttist,
sem var forsmekkur
af því sem átti eftir að
verða.
vann hlutkesti um sæti í flugvélinni Ritchie
Valens taldi lánið leika við sig.
Buddy Holly-veggurinn Fæðingarbær
Buddys heldur minningu hans í heiðri.