Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Síða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Síða 49
Hönnunarparið Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson er að færa út kvíarnar með nýrri sokka- og sokkabuxnalínu frá kron by kron- kron. Miðað við vinsældir kron by kronkron skónna ættu sokkabux- urnar að vekja mikinn fögnuð að- dáenda þeirra. Innblásturinn er sóttur í mynstur úr gömlum kross- saumsdúk sem Magni erfði eftir ömmu sína. „Þráðurinn í sokka- buxunum er einstaklega góð- ur þannig að þær eru silkimjúk- ar viðkomu og slitsterkar. Þær eru líka tímalausar. Þær eru ekki eins litríkar og skórnir. Þær eru í antík- stíl.“   Talandi um skóna. Skórnir sem þau hönnuðu í fyrra fyrir franska hönnunarhúsið Rue du mail eru nú fáanlegar í verslunum þeirra. „Vissulega var það mikil lyftistöng fyrir okkur að vinna með svona stóru og þekktu merki. Það hef- ur hjálpað okkur mjög mikið við að koma nafni kron by kronkron á kortið,“ segir Magni. Þau voru líka að senda frá sér nýja skólínu, haust- og vetrarlínu fyrir veturinn 2010–2011. „Almennt séð er fólk sem elskar hvert annað hugmynd að hamingju.“ Svo mælti George Sand, franskur nítjándu aldar rit- höfundur. Hún var femínisti sem kaus að klæðast líkt og karl, skrifa sem kona og elska hvern þann sem hún vildi. Hún var allt í senn hugrökk og nútímaleg. Aðdáendur kronkron geta nú farið í ferðalag um tíma og rúm. Þeim er leyft að upplifa hið sjarmerandi tímabil 19. ald- arinnar og enda í suðupott- inum í hinni stórbrotnu Par- ís þar sem við njótum hvers andartaks til hins ýtrasta á meðan við hittum og döðr- um við meistara lista og bókmennta. Stíllinn vek- ur upp nostalgíu og róm- antískar tilfinningar, löng- un og jafnvel þrá. Og aldrei geta litirnir orðið of margir. Litapall- ettan dregur þig beint inn í mál- verk Manets. Skórnir eru eins og strigi listamannsins þar sem hann tjáir sig. Útkoman, sýn hans á lífið, er heillandi og stundum ögrandi, tjáningar- rík, raunveruleg og róman- tísk. Litum er lyft upp á annað og hærra plan. Þeim er raðað saman og sameinaðir standa þeir sterkari en áður. Mismunandi áferð ger- ir hvern skó að sönnu ævintýri. Það er svo margt sem hægt er að kanna. Það mjúka og það harða, flauel og leður. Rúskinn sem er svo mjúkt og laust, líkt og gardínurnar í svefnherbergi Ólympíu. Skórnir eru einstaklega kvenlegir og mun- úðarfullir með öllum þessum píf- um og slaufum. Þeir hafa einnig sterkari blæ sem gerir þá svo að- laðandi. Þú gætir jafnvel haldið að þú hafir orðið ástfangin af þeim, en raunverulega er þetta þrá.“ FÖSTUDAGUR 24. september 2010 ÚTLIT 49 Ó, svo mjúkt og dásamlegt SONIA RYKIEL J. MENDEL ZARA CHANEL CHANEL BURBERRY PRORSUM SÆVAR KARL Innblástur að kron by kronkron er sótt- ur í málverk Manets og svefnherbergi Ólympíu: Áhrifin sótt til Parísar 19. aldar Stíllinn vekur upp nostalgíu og rómantískar til- finningar, löngun og jafnvel þrá... Arfur frá ömmu Sokkarnir eru í anda krosssaums- dúks. Litríkir og margvíslegir Franskur femínisti, heimsborgarar 19. aldarinn- ar, listir og rómantík voru innblástur nýju skólínunnar frá kron.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.