Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Blaðsíða 52
52 TÆKNI UMSJÓN: PÁLL SVANSSON palli@dv.is 24. september 2010 FÖSTUDAGUR
w w w . d e t o x . i s | d e t o x @ d e t o x . i s | s í m i 5 1 2 8 0 4 0
Jónína Ben íþróttafræðingur
og Detoxsérfræðingur.
Ráðstefna á Grandhótel 29. september kl. 18:00 - 21:00
Helena missti yfir 40 kíló fyrir 5 árum síðan.
Við það öðlaðist hún meiri orku og þrek.
Helena mun segja þér frá því hvernig hún fór að því að
losa sig við öll þessi kíló og hvernig hún í kjölfarið fékk
þann líkama og það líf sem hún í raun og veru vildi.
Helena er menntaður hjúkrunarfræðingur, næringarþera-
pisti og er nemi í mastersnámi í Klínískri Næringarfræði
við háskólann í Kaupmannahöfn. Í dag vinnur Helena á
Nordic Clinic í Kaupmannahöfn, en það er læknastofa
sem vinnur með Functional Medicin.
Jónína fjallar um Detoxmeðferðina og fer yfir helstu lífsstílssjúkdóma og
hvernig fólk getur tekið þá í sínar hendur og unnið bug á þeim.
Vantar þig meiri orku? Hefurðu reynt alla heimsins megrunarkúra án árangurs?
Ertu kominn með leið á að telja kaloríur, lifa á fituskertum mat og vera alltaf með
samviskubit og vanlíðan? Ertu að veikjast?
Helena Guðmundsdóttir Anna Catherine Færgemann
Hvaða fæðu, næringarefni og einstaklingsbundnu þarfir þarft þú
að hafa í huga þegar kemur að því að taka upp heilbrigðari lífsstíl?
Svörin við þessum spurningum er að finna í kenningunni um Functional
Medicine. Anne Catherine Færgemann mun útskýra Functional Medicine og
hvernig niðurstöður rannsóknaprufa geta verið áhrifavaldur í að auka skilning
á einstaklingsbundnum vandamálum sem snúa að t.d. mataróþoli, yfirþyngd,
síðþreytu og skap-og hormónasveiflum. Anne Catherine er klínískur næringar-
fræðingur hjá Nordic Clinic í Kaupmannahöfn. Hún hefur starfað hjá
Rigshospitalet; virtasta háskólasjúkrahúsi Danmerkur og er að vinna að
meistaragráðu sinni í Nutritional Medicine hjá háskólanum í Surrey í Englandi.
Þá hefur hún samið fjölmargar bækur um mataræði og heilsu, auk þess sem
hún hefur margoft komið fram í dönskum fjölmiðlum sem ráðgjafi á þeim
sviðum.
Umræða og sátt um hugverkarétt og notkunarrétt á hugbúnaði gerist æ mikilvægari í heiminum. Litlir
flokkar hafa víðsvegar sprottið upp til að reyna að hafa áhrif á löggjöf varðandi svokallað ólöglegt niðurhal
en vænlegra virðist að hefðbundnir stjórnmálaflokkar taki við og leiði þessi mál til lykta.
Þegar Svíar kusu til Evrópu-þingsins í fyrra náði Sjó-ræningjaflokkurinn sænski
(Pirat partiet) um 7,1 prósent at-
kvæða og fékk á endanum tvo menn
kjörna inn á Evrópuþingið. Þetta var
stórsigur fyrir flokkinn og forsvars-
menn hans gáfu glaðbeittir út yfirlýs-
ingar um að fyrst myndu þeir breyta
Svíþjóð, síðan Evrópu og loks öllum
heiminum.
Kynslóðabil
Þegar flokkurinn var stofnaður árið
2006 var það einna helst til stuðn-
ings deilisíðunni Pirate Bay, síðu
þar sem almenningur getur nálgast
tengla fyrir ólöglegt niðurhal á tón-
list, kvikmyndum, sjónvarpsþáttum
og hugbúnaði. Fyrir flesta Svía var
stofnun flokksins og árangur hans í
kosningunum hálfgert áfall og merki
um ótrúlegt rof á milli kynslóða –
annars vegar var hin löghlýðna eldri
kynslóð og hinvegar hin nýja net-
kynslóð sem hreinlega virtist vilja
innleiða lögleysu. Það var skyndi-
lega orðið svalt að vera sjóræningi,
eða réttara sagt netræningi, og í
mörgum öðrum löndum spruttu
upp litlir systurflokkar hins sænska
sjóræningaflokks. Miklar umræður
urðu innan þessara landa í kjölfar-
ið um hugverkarétt og notkunarrétt
varðandi hugbúnað og má kannski
líta á það sem einu jákvæðu afleið-
inguna af stofnun þessara flokka.
Fallvalt gengi
Í landskosningum sem haldnar
voru í Svíþjóð síðastliðinn sunnu-
dag galt Sjóræningjaflokkurinn
algjört afhroð og hlaut aðeins um
0,7 prósent atkvæða. Til að öðlast
sæti á sænska þinginu þarf minnst
fjögurra prósenta fylgi og héðan í
frá virðist ólíkegt að flokkurinn nái
nokkurn tímann að stíga yfir þann
þröskuld. Sömu sögu er að segja í
öðrum löndum, í Þýskalandi hlaut
systurflokkurinn aðeins um tvö
prósent í kosningum í fyrra og þar
eru mörkin fimm prósent til að ná
manni inn á þing.
Einn flokkur, eitt stefnumál
Helsta vandamál þessara flokka
er hið afmarkaða stefnumál og
hversu erfitt er fyrir kjósendur að
líta á þá sem raunhæfan valkost í
kosningum. Þannig hafa töluverð-
ar deilur verið innan þýska systur-
flokksins um hvort að flokkurinn
eigi hreinlega að breytast í venju-
legan vinstriflokk og innleiða hefð-
bundin stefnumál. Annað það sem
staðið hefur í vegi fyrir vinsældum
er sú ímynd frelsisriddara sem for-
svarsmenn þessara flokka sveipa
sig. Margir spyrja sig af hverju þeir
gangi ekki frekar til liðs við stóru
flokkana og berjist þar fyrir stefnu-
málum sínum án þess að tengjast
með þessum beina hætti við ólög-
legt niðurhal.
palli@dv.is
Sjóræningjar
skotnir í bólakaf
Rickard Falkvinge Leiðtogi sænska
sjóræninjaflokksins (Piratpartiet) á
fjölmennum útifundi í Stokkhólmi fyrr
á árinu.