Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Page 54

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Page 54
54 sport umsjón: tómas þór þórðarson tomas@dv.is 24. september 2010 föstudagur Ökuþórarnir í Formúlu 1 keppa á einni allra flottustu braut tímabilsins um helgina þegar þeir þenja vélarnar í Singapúr. Mótið fer fram að næturlagi í flóðljósum og er brautin einfaldlega engu lík. mark Webber leiðir stigamótið en Lewis Hamilton er aðeins fimm stigum á eftir Ástralanum. Það þarf hvorki meira né minna en fimmtán hundruð ljóskastara til að lýsa upp brautina í Singapúr þar sem næsta keppni í Formúlu 1 fer fram. Brautin í Singapúr var tekin í notkun fyrir tveimur árum en hún fer fram að næturlagi undir flóð- ljósum. Það þarf enga smá lýsingu til að tryggja öryggi ökumanna sem geysast um götur Singapúr en lýs- ingin á brautinni er fjórum sinnum meiri en á knattspyrnuleik. Ástral- inn Mark Webber leiðir enn stiga- mótið en aðeins fimm stigum á eftir honum kemur heimsmeistarinn frá 2008, Lewis Hamilton. Á eftir þeim kemur svo þriggja manna pakki en allt getur breyst í nýja skorkerfinu þar sem 25 stig eru gefin fyrir sigur og átján stig fyrir annað sætið. Breytingar á brautinni Keppnin í Singapúr er götukapp- akstur og er allur ljósabúnaðurinn hafður öðrum megin við brautina til að ökumenn verði ekki áttavillt- ir skyldu þeir snúast í brautinni. Ljósin eru í um tíu metra hæð yfir brautinni, föst í álgrindum, en það þarf ríflega 110.000 metra af köpl- um til að tengja allt saman. Forráða- menn brautarinnar hafa gert nokkr- ar breytingar á henni fyrir mótið um helgina en nokkrar kvartanir höfðu borist, til dæmis um að ójöfnur væru í brautinni og vildu sum liðin að nokkrar beygjur yrðu malbikaðar upp á nýtt. Hafa því fjórar beygjur verið upp- færðar og einnig hefur malbikið á aðreininni að þjónustusvæðinu ver- ið lækkað um einn sentímetra. Svo virtist sem einhver mismunur hafi verið á aðreininni og sjálfri braut- inni sem keppt er á. Einnig hefur verið bætt meiri litum í brautina og hafa veggir verið málaðir í skærum litum til að auka litadýrðina. Þá hef- ur verið reist risastór brú sem ber nafnið Helix en myndatakan þegar bílarnir þeysast yfir upplýstu brúna þykir kynngimögnuð. Eitt erfiðasta mótið Nóg hefur verið að gerast í her- búðum Renault að undanförnu en heimsmeistarinn fyrrverandi Kimi Raikkonen hefur gefið það út að hann vilji aka með liðinu á næsta tímabili. Er ekki víst hvor þyrfti þá að víkja, Robert Kubica, sem hef- ur staðið sig frábærlega með liðinu, eða Rússinn Vitaly Petrov sem hefur rússneska peningamenn á bak við sig. Í það minnsta munu þeir klára tímabilið og segir Pólverjinn Kubica að mótið í Singapúr sé eitt það erfið- asta á ári hverju. „Singapúr er klárlega eitt erf- iðasta mót ársins. Brautin er mjög mishæðótt og maður er allan tím- ann að berjast við bílinn. Það er bara einn staður þar sem hægt er að slaka á en það eru tvær sek- úndur á beinasta kafla brautarinn- ar. Fyrir utan það er brautin bara beygja á eftir beygju. Tímasetning mótsins er líka mjög sérstök. Mótið er mjög seint þannig að við förum seint að sofa og vöknum svo síð- degis til að vera klárir fyrir nætur- kappasturinn,“ segir Robert Kubica sem er í áttunda sæti stigamótsins með 108 stig. sögulegt upphafsár hjá alonso Spánverjinn Fernando Alonso sem ekur í dag fyrir Ferrari átti mjög at- hyglisverða keppni þegar keppt var í Singapúr í fyrsta skiptið. Fyrsta árið, 2008, tók hann sig til og vann keppnina en með því hóf hann magnaðan lokasprett þar sem hann halaði inn helming allra stiga sinna á árinu í síðustu fjórum keppnum ársins. Upp komst þó um svindl Renault-liðsins og var liðstjórinn Flavio Briatore dæmdur í eilífð- arbann frá Formúlu 1 sem var þó dregið til baka. „Ég er bara að hugsa um mót- ið í ár,“ sagði hinn geðgóði Alonso spurður út í fyrstu keppnina. Spán- verjinn er búinn að koma sér í úr- valsstöðu með tveimur góðum keppnum í röð og getur vel gert at- lögu að sæti á verðlaunapalli og jafnvel sjálfum titlinum gangi allt að óskum. „Ég hef unnið þetta mót áður en það verður erfitt að gera það aftur. Það þarf auðvitað allt að ganga upp hjá okkur, sérstaklega með bíl- inn, ef við ætlum að gera einhverja hluti. Við Felipe munum allavega gera okkar besta og vonandi verður staðan enn betri eftir sunnudaginn,“ sagði Alonso. ljósadýrðin í Singapúr tómas þór þórðarson blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Ljósadýrð Brautin í singapúr er engri lík. mynd rEutErs Efstu mEnn 1. Lewis Hamilton mcLaren 2. Timo Glock Toyota 3. Fernando Alonso Renault 4. sebastian Vettel Red Bull 5. jenson Button Brawn GP 6. Rubens Barrichello Brawn GP 7. Heikki Kovalainen mcLaren 8. Robert Kubica BmW ráspóLL Lewis Hamilton, mcLaren 1:47:891 fLjótastur í Einstökum Hring fernando alonso, Renault 1:43:891 BrautarmEt fernando alonso, Renault 1:43:891 fyrri sigurvEgarar 2009 Lewis Hamilton mcLaren 2008 Fernando Alonso Renault (ný BRAuT) singapúr 2009 stigakeppni ökumanna nafn Lið stig 1. mark Webber Red Bull 187 2. Lewis Hamilton mcLaren 182 3. jenson Button mcLaren 165 4. Fernando Alonso Ferrari 164 5. sebastian Vettel Red Bull 163 6. Felipe massa Ferrari 124 7. nico Rosberg mercedes 111 8. Robert Kubica Renault 108 9. michael schumacher mercedes 46 10. Adrian sutil Force India 45 stigakeppni bílasmiða Lið stig 1. Red Bull 350 2. mcLaren 347 3. Ferrari 290 4. mercedes 158 5. Renault 58 6. Force India 58 7. Williams 47 8. sauber 27 9. Toro Rosso 10 10. Lotus 0 11. Hispania 0 12. Virgin 0 staðan forystusauðurinn mark Webber hefur fimm stiga forystu á Lewis Hamilton. mynd rEutErs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.