Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2010, Blaðsíða 2
MINNISBLAÐ HEIÐARS FÓR EKKI FYRIR BANKARÁÐIÐ 2 fréttir 27. október 2010 miðvikudagur Þorgeir Baldursson, fyrrverandi bankaráðsmaður í Landsbankan- um, segir aðspurður að minnis- blað, sem Heiðar Már Guðjónsson starfsmaður Novator fjárfestingafé- lags Björgólfs Thors Björgólfssonar vann í ársbyrjun 2006 um stöðutöku gegn íslensku krónunni og íslensk- um fyrirtækjum ótengdum Lands- bankanum, hafi aldrei verið kynnt fyrir stjórn Landsbankans. „Það er af og frá að þetta minnisblað hafi verið kynnt fyrir bankaráði Lands- bankans. Ég var að minnsta kosti ekki á þeim fundi,“ segir Þorgeir sem meðal annars sat í bankaráð- inu á árunum 2006 og 2007. Annar bankaráðsmaður, sem ekki vill láta nafns síns getið, tekur undir orð Þorgeirs. Ragnhildur Sverrisdóttir, tals- kona Björgólfs Thors Björgólfsson- ar og Novator, hefur sagt að tillög- urnar hafi verið kynntar fyrir stjórn og bankaráði Landsbankans. Í svari við fyrirspurn DV um málið á sunnudag sagði Ragnhildur í tölvu- pósti: „Bankastjórum og banka- ráði Landsbankans var með þessu minnisblaði kynnt hver aðsteðj- andi hætta væri og hvernig mætti bregðast við henni. Bankinn fylgdi ekki þeim ráðum.“ Heiðar Már sagði sömuleiðis að hann hefði aðeins kynnt minnisblaðið fyrir bankaráði Landsbankans en ekki öðrum: „Ég sýndi engum öðrum en bankaráði Landsbankans þetta blað.“ Málsað- ilar hafa því, af einhverjum ástæð- um, ólíkar hugmyndir um það hvar minnisblaðið var kynnt og hvar ekki. Í minnisblaðinu mælti Heiðar Már með því við Björgólf Thor Björg- ólfsson, eiganda Novator, Samson- ar, Landsbankans og Straums, að hann léti fjármálafyrirtæki sín taka 100 milljarða króna stöðu gegn ís- lensku krónunni í febrúar 2006. Sömuleiðis mælti hann með því að skulda- og hlutabréf íslenskra fyrir- tækja yrðu skortseld, aðallega bréf sem tengdust fyrirtækjum í eigu Baugs og tengdra aðila. Hugmynd Heiðars Más var að fyrirtæki Björg- ólfs Thors ættu að geta hagnast um 30 milljarða króna á þessum stöðu- tökum. Hefði munað þetta Þorgeir, sem yfirleitt er kennd- ur við Prentsmiðjuna Odda, segist hafa verið mjög hissa þegar hann heyrði frá því greint í fjölmiðlum að minnis blaðið um stöðutökurn- ar hefði verið kynnt fyrir banka- ráðinu. „Ég sá einhvers staðar að þetta minnisblað hefði verið kynnt bankaráði. Ég var mjög hissa þegar ég heyrði þetta. Mér væri það mjög minnisstætt ef það hefði verið. Ann- aðhvort hef ég ekki verið á fundin- um eða þetta hefur ekki verið kynnt því ég myndi alveg klárlega muna eftir þessu. Þetta eru þannig hug- myndir. Ég vísa þessu alfarið á bug,“ segir Þorgeir. Heimildir DV herma að Heiðar Már hafi unnið minnisblaðið um stöðutökurnar og svo kynnt þær á skrifstofu Novator á Park Lane í London í upphafi janúarmánaðar 2006, um það bil 4. eða 5. þess mán- aðar. Minnisblaðið var því unnið af starfsmanni Novator og fjallaði um fyrirtæki sem öll áttu það sam- eiginlegt að vera í eigu Björgólfs Thors. Straumur, Samson, Novator og Actavis, fyrirtæki sem rætt er um í minnisblaðinu, voru hins vegar ekki í eigu Landsbankans og lutu ekki stjórn hans og því er einkenni- legt að stjórnendur Landsbankans hafi fengið inn á borð til sín hug- myndir um stjórn þessara fyrirtækja sem þeir stýrðu ekki. Af orðum Þor- geirs að dæma er alls ekki gefið að þetta hafi verið raunin. Hafði aðgang að upplýsingum Hann segir aðspurður hvort hann hafi ekki haft aðgang að þeim upp- lýsingum sem ræddar voru á fund- um bankaráðsins, sem hann mætti ekki á, að svo hafi verið. Fundar- gerðir eru skrifaðar á slíkum fund- um og hafa bankaráðsmenn aðgang að þeim og ber í raun skylda til að kynna sér efni þeirra ef þeir missa úr fundi. „Jú. Ég held að þetta sé al- veg á hreinu. Þetta var að minnsta kosti ekki kynnt fyrir bankaráð- inu en ég veit ekki með banka- stjórnina, bankastjóra Landsbank- ans. Kannski vita þeir eitthvað um þetta,“ segir Þorgeir. DV hringdi í Björgólf Guð- mundsson á mánudaginn til að spyrja hann út í minnisblaðið. Björg ólfur svaraði símanum en gat ekki talað þar sem hann var á fundi – hávær kliður var í kringum banka- ráðsformanninn fyrrverandi og annan aðaleiganda Landsbankans. DV náði ekki í Björgólf eftir þetta. DV reyndi sömuleiðis að ná tali af Sigurjóni Þ. Árnasyni og Halldóri J. Kristjánssyni til að spyrja þá út í minnisblaðið en án árangurs. Geta ekki svarað fyrir Landsbankann DV hafði samband við Ragnhildi Sverrisdóttur á þriðjudag til að spyrja hana betur út í skortstöðu- áætlun Heiðars Más og af hverju Landsbankinn hefði ekki hrint henni í framkvæmd. Athygli DV var meðal annars inGi f. viLHjáLmsson fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Minnisblað Heiðars más Guðjónssonar um skortsölu á íslensku krónunni og hlutabréfum í fyrirtækjum tengdum Baugi var ekki tekið fyrir á fundi í bankaráði Landsbankans í ársbyrjun 2006. Þetta segir Þorgeir Baldursson, fyrrverandi bankaráðsmaður. Bæði tals- kona Björgólfs Thors Björgólfssonar og Heiðar Már segja minnisblaðið hafa verið kynnt fyrir bankaráðinu. Umræðan getur varpað ljósi á skuggastjórnun Björgólfs Thors í Landsbankanum. Bankaráð Landsbankans á árunum 2006 og 2007: nBjörgólfur Guðmundssonformaður nKjartan Gunnarsson nÞorgeir Baldursson nÞór Kristjánsson nGuðbjörg matthíasdóttir Bankaráð: Ég vísa þessu alfarið á bug. Kannast ekki við hugmyndirnar ÞorgeirBaldurssonkannastekkiviðþað aðminnisblaðHeiðarsMásGuðjóns- sonarumskortstöðutökugegníslensku krónunniogíslenskumfyrirtækjum, aðallegatengdumBaugi,hafiverið kynntfyrirstjórnLandsbankans. snýst um Björgólf Thor MinnisblaðHeiðarsMásGuðjónssonarvaraðöllum líkindumunniðfyrirBjörgólfThorBjörgólfssonogsnéristumhvernighanngattekið skortstöðuííslenskukrónunni,fyrirtækjumogskuldabréfum. Áform um stöðutöku gegn krónunni 2006

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.