Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2010, Blaðsíða 20
Kristján í austurbæ Kristján Jóhannsson blæs til tónlist- arveislu í Austurbæ föstudaginn 19. nóvember ásamt meðlimum Caput- hópsins. Sér- stakir gestir eru Diddú og Gissur Páll Gissurar- son sem þykir einn efnilegasti klassíski söngvari landsins. Tón- listarstjórn og útsetningar verða í höndum Guðna Franzsonar. Til- efni tónleikanna er útgáfa þrefaldr- ar safnplötu með Kristjáni, er kallast Il grande tenore og kemur út 18. nóvember, daginn fyrir tónleikana. Aðeins 500 miðar eru í boði á þenn- an tónlistarviðburð og miðaverð er 4.400 krónur. Miðasala hefst á föstu- daginn klukkan 10.00 á midi.is. sigtryggur á MoKKa Föstudaginn 29. október opnar Sigtryggur Máni sýninguna If I can Dream Season of the Sun á Mokka. Á sýningunni eru olíumálverk og teikningar unnin á árunum 2005–2010. Myndefnið og fyrirmynd- irnar eru fjölbreytilegar, en í grófum dráttum má þó skipta verkunum á sýningunni í tvennt. Annars vegar eru það landslagsmyndir, hins vegar eru það myndir sem sprottnar eru úr persónulegri reynslu Sigtryggs og hafa margar þeirra yfir sér táknrænan blæ. Sigtryggur stundaði myndlistarnám í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti og hefur einnig numið hjá ýmsum sjálfstætt starfandi myndlistarmönnum. Sýningin er opin frá 29. október til 2. desember og er opin alla daga kl. 9–18.30. boris godunov endursýndur Í kvöld verður endursýnd í Sambíóunum í Kringlunni rússneska óperan Boris Godunov eftir Modest Mussorgsky. Þetta er endursýning frá síðasta laugardegi á beinum flutningi hennar af sviði Metropoli- tan-óperunnar í New York. Boris Godunov var samin á árunum 1868 til 1873. Hún er ein af frægustu óperum rússneskra tónbókmennta og titilhlutverkið í henni eitt af eftirsóttustu bassahlutverkum óperusögunnar. Það er að þessu sinni sungið af Þjóðverjanum Réne Pape sem er einn af frægustu bassasöngvurum samtímans og hefur sungið á Metropolitan síðan 1995. Óperan er hér flutt í nýrri sviðsetningu sem var frumsýnd á Metropolitan fyrr í mánuðinum. Leikstjóri er Stephen Wadsworth og hljómsveitarstjóri er Valery Gergiev. 20 fókus 27. október 2010 miðvikudagur tondeleyó! í iðnó Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík stendur fyrir sýningu sem hlotið hefur nafnið Tonde- leyó! og er byggð á tónlist eftir Sigfús Halldórsson tónskáld sem orðið hefði níræður þann 7. sept- ember. Sýningar verða í Iðnó og spunninn söguþráður og samtöl koma úr smiðju flytjenda sjálfra. Sögumaður er Ragnar Ísleifur Bragason. Alls taka 22 af nem- endum Óperudeildar Söngskól- ans í Reykjavík þátt í sýningunni. Fjórar sýningar eru ráðgerðar á verkinu í Iðnó: laugardaginn 30. október kl. 17.00, mánudaginn 1. nóvember kl. 20.00, miðviku- daginn 3. nóvember kl. 20.00 og föstudaginn 5. nóvember kl. 20.00. Sala aðgöngumiða hefst mánudaginn 25. nóvember og er hægt að nálgast miða í Iðnó og Söngskólanum í Reykjavík. ensíMi Með nýja plötu Hljómsveitin Ensími gefur út fjórðu plötu sína eftir átta ára bið þann 10. nóvember. Platan heitir Gæludýr og verður fáanleg á tónlist.is frá og með 4. nóvember. Lögin tíu sem prýða plötuna eru öll sungin á íslensku. Þó að Ensími hafi lítið látið á sér bera undanfarin ár hefur hún haldið vin- sældum sínum, en það sannaðist þegar hún steig á svið í júní á síðasta ári og flutti lögin af fyrstu plötu sinni, Kafbátamúsík, í heild sinni fyrir troð- fullu húsi á Nasa. Ensími mun fylgja plötunni eftir af krafti á komandi vik- um og mánuðum. Fyrsta lagið sem heyrist af plötunni Gæludýr heitir Aldanna ró og er það farið að heyrast á útvarpsstöðvum landsins. Sagan um Dísu ljósálf sem efni í söngleik – hljóm- ar það vel? Þessi saga, sem við lásum í teikni- myndabókunum sem við öll mun- um eftir, um ljós- álfatelpuna sem vængstýfð var af vondu fólki og lenti í ýmsum raunum? Æi nei, er hún ekki fullsundurlaus í uppbygg- ingu, ódramatísk þó að ekki vanti svo sem hrollvekjandi uppákomur inni á milli? En auðvitað megum við aldrei fara með slíku hugarfari í leikhúsið, það segir sig sjálft: vera búin að dæma leikritið fyrir fram! Því að vissulega hefur það hent mann að hugsa svona á leið í leikhús og svo hefur maður gengið út sæll og glaður. En þá hefur leikhúsfólkið líka haft einhver tromp uppi í erminni. Mörg tromp uppi í sinni ermi hafa þeir hins vegar ekki, Páll Baldvin Bald- vinsson og Gunnar Þórðarson, höf- undar söngleiks þess um ljósálfinn litla sem frumsýndur var á laugar- daginn í Austurbæ, áður Austurbæj- arbíói. Tónlist Gunnars er ósköp ljúf og þægileg áheyrnar, en hún kemur hvergi á óvart og í henni er sjaldan að finna þá dramatísku sveiflu sem við viljum heyra í söngleikjamúsík. Ekki eru þar heldur margar meló díur sem óma fyrir eyrum manns og mað- ur stendur sig jafnvel að því að raula þegar allt er búið. Söngnúmerin fleyga sýninguna á ósköp hefðbundinn máta og knýja sjaldan fram stórbrotna tján- ingu hjá flytjendum; þeir félagar virð- ast að öðru leyti lítt hafa velt fyrir sér þeim dramatísku tjáningarmöguleik- um sem kynnu að felast í söguefn- inu áður en þeir settust niður við að semja verkið. Raunar hefur Gunnar ekki fengist mikið við söngleikjasmíð, þetta er aðeins önnur tilraun hans með formið, en Páll Baldvin hefur af því nokkra reynslu sem leikstjóri og framleiðandi. Sagan er tekin nokkurn veginn eins og hún kemur fyrir af skepnunni, stytt og bútuð niður í atriði og skutlað þannig upp á svið. Eins og menn hafi bara treyst því að summan af atriðun- um myndi standa fyrir sínu. Þau eru flest tveggja manna samtöl, einkum framan af, og það hefði sannarlega þurft að hreyfa þau til, gera þau fjöl- breyttari til að komast hjá einhæfni, en þar virðist leikgerðarsmið og leik- stjóra fátt hafa til hugar komið. Helst hefur sá síðarnefndi treyst á danshóp- inn sem skottast um með misjafnlega listrænum eða hugþekkum hreyfi- munstrum og látbragði; hann lífgar sums staðar upp á, mest í atriðunum í froskahöllinni. Þau eru strax eftir hlé og bjarga sýningunni eftir óhemju þyngslalegan fyrri hluta. Yfirleitt var seinni hlutinn skárri, þó að endirinn sjálfur sé alltof snubbóttur; allt í einu er smellt fingri og „sjóið“ búið. Voru endurfundir Dísu og mömmu hennar virkilega ekki efni í einn góðan loka- söng? Annars tókst mér ekki að greina mikinn skáldskap eða mikla orðsins list í söngtextum Páls Baldvins, ekki svona við fyrstu hlustun alltént. Leikur er almennt þokkalegur, en sjaldan meira en það. Það fór frekar lítið fyrir álfinum hjá Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur í hlutverki Dísu; hún náði einungis að gera hann að geð- þekku en fremur hversdagslegu telpu- korni sem alla jafna hvarf í skuggann af hinum skrautlegri kvikindum. Í þeim hópi báru þau Sólveig Arnars- dóttir og Kári Viðarsson af í hlutverk- um froskaprinsins og mömmu hans; þau léku bæði af viðeigandi krafti og með góðum húmor. Í upphafsatriði berast úr hátölurum raddir skógar- höggsmannsins og kerlingar hans þar sem þau eru að ráðslaga með örlög Dísu; það var skelfing illa flutt, hljóm- aði eins og viðvaningar að leika Vont fólk með stórum staf: bara að gera sig ráman í röddinni og rymja fram text- ann. Mér leið eins og ég væri dott- inn inn á skólasýningu, ekki endilega í betri kantinum. Auðvitað er þetta spurning um leikstjórn, þeir leikendur sem þarna eiga í hlut hefðu vafalaust getað gert þetta sómasamlega. Fremst í leikskránni er stutt yfirlit um sögu Austurbæjarbíós sem leik- listarhúss; ég þykist sjá að Páll Bald- vin hafi sett það saman. Það er vel til fundið að rifja þá sögu upp, því að þarna hefur ýmislegt verið brallað í tímans rás frá því Meyjarskemman var sýnd þar vorið 1948. Engu að síður er húsið langt frá því að vera ákjósanlegt leikhús, með sínu hrægrunna sviði, þröngu búningskytrum og algjörum skorti á hliðaraðstöðu. Menn létu sig hafa það fyrir þremur eða fjórum ára- tugum að setja þarna upp stórsöng- leiki á borð við Superstar og Gretti, en nú eru kröfurnar orðnar aðrar. Eitt- hvað væri sjálfsagt hægt að bæta úr með því að byggja við sviðið út í sal- inn, en það myndi auðvitað kosta sitt og spurning hverju það myndi skila. Ljósabúnaður er einnig afspyrnu fá- tæklegur, enda varð myndin á svið- inu, dimm og drungaleg, einkar óaðl- aðandi og lítið ævintýraleg: svört tjöld til hliðar og að baki, hið eina sem gladdi augað þrír myndskjáir hlið við hlið yfir sviðinu sem sýndu teikning- ar úr myndvörpum: ferhyrndir að lög- un með greinilegri vísan í myndasög- una. Og þó, ekki er það nú alveg rétt hjá mér að ekkert annað hafi glatt augað: leikbúningar Maríu Ólafs- dóttur voru flestir mjög skemmtilegir, hugmyndaríkir og litskrúðugir. Hefðu froskarnir samt ekki mátt vera örlítið subbulegri, aðrir eins drullubaðaðar og þeir eru? Andlitsgervi voru einnig vel heppnuð; þegar ljóta moldvarpan fetti sig og bretti brast ungur áhorfandi í grát. Þetta er líklega ekki sýning fyrir þau allra yngstu, sem ekki eru farin að greina mun á tilbúningi og veruleika. Flutningur tónlistar var yfirleitt í góðu lagi, en eins og vant er á svona leikjum skildist textinn ekki alltaf. Ég nefni sem dæmi söng Estherar Talíu Casey í hlutverki nornarinnar. Esther Talía hefur ágæta framsögn, svo ég myndi halda að þarna væri tækninni um að kenna. Og meðal annarra orða: eftir hvern er sagan um Dísu ljósálf? Páll Baldvin nefnir í annarri stuttri leikskrárgrein einhvern Rothman, nánast í framhjá- hlaupi eins og allir eigi að vita hver Rothman var. Fróðlegt hefði verið að heyra eitthvað meira um þann ágæta mann – var það ekki annars hann sem bjó líka til sögurnar um Alfinn álfakóng og dverginn Rauðgrana? Og teiknaði kannski myndirnar líka? Svo að öllu réttlæti sé fullnægt tek ég fram að ungur samferðamaður minn lét sér þetta vel allt saman líka og sagðist hafa skemmt sér. Sýning- in fær eina stjörnu frá mér og aðra frá honum. Dísa ljósálfur Austurbær Framleiðandi og leikstjóri: Páll Baldvin Baldvinsson Leikendur: Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, María Þórðardóttir, Kári Viðarsson, Þórir Sæmundsson, Sólveig Arnarsdóttir, Esther Talía Casey ásamt dönsurum og hljómsveit Búningar og gervi: María Ólafsdóttir Dans og hreyfingar: Helena Jónsdóttir Lýsing: Agnar Hermannsson Tónlistarstjórn: Gunnar Þórðarson Hljóðfæraleikur: Gunnar Þórðarson, Kjartan Valdimarsson, Haukur Gröndal og Þórir Úlfarsson söngleikur jón viðar jónsson leikhúsfræðingur skrifar dísa nær eKKi fl gi Dísa LjósáLFur „Svo að öllu réttlæti sé fullnægt tek ég fram að ungur samferðamaður minn lét sér þetta vel allt saman líka og sagðist hafa skemmt sér.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.