Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2010, Blaðsíða 17
miðvikudagur 27. október 2010 erlent 17
Mótmælendur í Frakklandi ætla
ekki að láta deigan síga þrátt fyrir
að eftirlaunafrumvarp Nicolas Sar-
kozy, forseta Frakklands, hafi verið
samþykkt af þinginu á föstudaginn.
Bíður það nú aðeins staðfestingar
neðri deildar franska þingsins og
er búist við að frumvarpið um eft-
irlaunaaldur verði orðið að lögum
í dag. Þrátt fyrir það boða stúdent-
ar og verkafólk til frekari mótmæla
en stjórnvöld höfðu vonast til þess
að mótmælaöldurnar myndi lægja
vegna tveggja vikna miðannar leyfis
námsmanna sem hófst í vikunni.
Meðal þeirra sem eru enn í verkfalli
eru starfsmenn olíuhreinsistöðva –
sem gerir það að verkum að áþreif-
anlegur eldsneytisskortur ríkir í
Frakklandi.
Franska dagblaðið Le Figaro
greindi frá því á mánudag að þau
allsherjarverkföll sem Frakkar hafa
staðið í undanfarið hefðu kost-
að franska ríkið á bilinu 200 til 400
milljónir evra á dag, eða sem sam-
svarar 30 til 60 milljörðum króna.
Christine Lagarde, fjármálaráð-
herra Frakklands, staðfesti þetta í
viðtali við útvarpsstöðina Europe
1. Hún sagði einnig að fjölmiðla-
umfjöllunin um mótmælin hefði
slæm áhrif á ímynd Frakklands.
„Það sem er að gerast er að Frakkar
eru að draga úr jákvæðum áhrifum
aðgerða okkar til bjargar frönsk-
um efnahag og þetta er sérstaklega
slæmt fyrir miðlungsstór sem og lít-
il fyrirtæki.“ Verkalýðsfélög í Frakk-
landi hafa boðað til næsta allsherj-
arverkfalls á morgun og er búist við
góðri þátttöku.
Mótmælin kosta franska ríkið 200 til 400 milljónir evra á dag:
Frakkar mótmæla áfram
Fyrsti þeldökki
borgarstjórinn í
Austur-Evrópu
Hinn 54 ára gamli Peter Bossman
var á dögunum kjörinn borgarstjóri
hafnarborgarinnar Pisan í Slóveníu
og er þar með fyrsti þeldökki borg-
arstjórinn í Austur-Evrópu. „Kosn-
ingin sýnir að það er lýðræðishug-
sjónin sem gildir í Slóveníu,“ sagði
Bossman, sem flutti til Slóveníu fyrir
33 árum til að nema læknisfræði.
Segir Bossman að hann hafi ekki
þurft að þola neitt mótlæti sökum
litarháttar síns undanfarinn áratug.
„Það er alltaf fámennur minnihluti
sem er hræddur við eitthvað nýtt,
eins og fólk sem er af erlendu bergi
brotið. Það var einu sinni svo en ekki
lengur.“
Napólí fyllist af
rusli
Enn og aftur þurfa íbúar ítölsku
borgarinnar Napólí að þola verkfall
sorphirðumanna. Sorp hefur ekki
verið hirt í borginni um talsverða
hríð og á meðan safnast rusl á göt-
um borgarinnar í tonnatali. Ítalska
mafían hefur löngum haft tang-
arhald á sorphirðu í borginni, en
talsmenn sorphirðunnar fullyrða
að byggja verði nýja endurvinnslu-
stöð til að taka á móti rusli, það sé
einfaldlega ekkert pláss eftir. Silvio
Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu,
hefur lofað 14 milljónum evra í verk-
efnið og segir að göturnar geti orðið
hreinar innan viku.
Í fangelsi fyrir
leysigeislahrekk
Hrekkjalómur í Kaliforníu í Banda-
ríkjunum var dæmdur til 15 mán-
aða fangelsisvistar á dögunum fyrir
leysigeislahrekk. Á 10. áratug síð-
ustu aldar komust leysigeislapenn-
ar í tísku, og eru þeir enn talsvert
notaðir – meðal annars til að benda
á áhersluatriði á töflum í kennslu-
stofum. Mörgum til mikils ama hafa
hrekkjalómar tekið ástfóstri við slíka
penna en einn af þeim er hinn 19
ára Nathan Ramon Wells. Beindi
hann geislanum að þyrlu sem var
að sinna umferðareftirliti yfir Los
Angeles sem varð þess valdandi að
þyrlan þurfti að beygja af leið, og
setti áhöfn þyrlunnar í hættu. Lög-
reglumenn fundu geislapennann
í bíl Wells skömmu síðar og játaði
hann sök.
Þúsundir Nýsjálendinga þustu út
á götur í mótmælaskyni á mánu-
daginn. Ástæða mótmælanna er
mikið óvissuástand sem ríkir um
framtíð kvikmyndanna um Hobb-
itann, en til stóð að þær yrðu tekn-
ar á Nýja-Sjálandi. Eins og frægt
er orðið var Hringadróttinssaga
J.R.R. Tolkiens einnig tekin á Nýja-
Sjálandi en í sögunni um Hobbit-
ann er fylgst með ævintýrum Bil-
bó Baggasonar sem áttu sér stað
á undan Hringadróttinssögu í æv-
intýraheimi Tolkiens. Myndirnar
um Hringadróttinssögu sköpuðu
gífurleg verðmæti fyrir Nýsjálend-
inga, bæði í formi beinna gjald-
eyristekna sem og óbeinna tekna
meðal annars frá ferðamannaiðn-
aðinum – en hann tók mikinn kipp
í kjölfar útgáfu myndanna.
Verkalýðsfélög eru hindrun
Peter Jackson, sem leikstýrði þrí-
leiknum um Hringadróttinssögu,
er aðalframleiðandi myndarinnar.
Stóð alltaf til að taka myndirnar um
Hobbitann í Nýja-Sjálandi, eða allt
þar til að verkalýðsfélög þar í landi
lögðu stein í götu Jacksons. Krefj-
ast þau betri launa fyrir heimamenn
sem koma til með að vinna að gerð
myndarinnar, sem og öruggari og
betri vinnuaðstæðna. Verkefnið hékk
lengi í lausu lofti vegna þessa og varð
það til þess að mexíkóski leikstjór-
inn Guillermo del Toro sagði upp
samningi sínum, en til stóð að hann
myndi leikstýra myndunum tveimur.
Nú hefur Jackson samþykkt að leik-
stýra þeim en talið er að Nýsjálend-
ingar geti orðið af tekjum sem nema
einum og hálfum milljarði dala, eða
sem nemur 168 milljörðum króna,
ákveði Warner-kvikmyndafyrirtækið
að leita annað til að taka upp mynd-
irnar. Munu fulltrúar Warner þegar
hafa spurst fyrir um aðstæður á Bret-
landi, Írlandi, Kanada og í Ástralíu.
Stjórnvöld skerast í leikinn
Mótmælin voru áberandi í stærstu
borgum Nýja-Sjálands, Welling-
ton, Auckland og Christchurch.
Nú hafa stjórnvöld skorist í leikinn
og er talið að þrýstingur frá þeim
muni verða til þess að verkalýðs-
félögin láti af kröfum sínum. Hefur
verið skipulagður fundur milli full-
trúa Warner og nefndar á vegum
nýsjálenskra stjórnvalda og mun
nefndin vera leidd af John Key, for-
sætisráðherra landsins. Key sagði í
viðtali á mánudag að helmingslík-
ur væru á því að myndirnar yrðu
gerðar í Nýja-Sjálandi eins og stað-
an er í dag. Viðræður eru hins vegar
hafnar, og hafa þær farið fram í vin-
samlegum tón. Aðdáendur Hobbit-
ans þurfa í öllu falli ekki að örvænta
en nú er ljóst að myndirnar munu
verða framleiddar, hver svo sem
tökustaðurinn verður. Mun Mart-
in Freeman fara með hlutverk Bil-
bós, en margir kannast við hann úr
bresku útgáfu Office-þáttanna vin-
sælu.
björn teitSSon
blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is
Nýja-Sjáland
vill Hobbitann
Óvíst er hvort
kvikmyndirnar
um Hobbitann
verði kvikmynd-
aðar á Nýja-Sjá-
landi. Landið
getur orðið af gíf-
urlegum tekjum
og stjórnvöld hafa
skorist í leikinn.
Peter jackson Langar að gera
kvikmyndir um Hobbitann í
heimalandi sínu.
Christine Lagarde hugsi Fjármála-
ráðherrann telur mótmælin hafa
skaðað efnahag og ímynd Frakklands.
yfir með meðfylgjandi flóðbylgju.
Áhöfn og farþegar á ferðamanna-
skipinu Southern Cross, sem taldi
að minnsta kosti 100 manns, hefur
enn ekki komið í leitirnar en skipið
missti samband við hafnaryfirvöld
aðfaranótt þriðjudags. Skipstjóri
Southern Cross er Ástrali en auk
hans voru 10 landar hans um borð.
Einn þeirra er fyrrverandi þingmað-
ur, Alex McTaggart, sem var á leið í
brimbrettaleiðangur ásamt vinum
sínum. Sendiráð Ástralíu í Djakarta
hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná
sambandi við skipið en án árangurs.
Símasamband hefur verið takmark-
að og skipið var ekki útbúið gervi-
hnattasíma. Óttast er að fleiri bátar
hafi fengið að kenna á flóðbylgjunni
en strandgæslan í Indónesíu hefur
ekki enn tekið á móti neinum neyð-
arköllum.
Annar hópur Ástrala, sem hafði
leigt bátinn Midas, mátti prísa
sig sælan með að hafa sloppið án
meiðsla en flóðbylgjan skall á bátn-
um með slíkum krafti að hann kast-
aðist á nærliggjandi bát með þeim
afleiðingum að báðir eyðilögðust.
„Við hentum út öllu því sem við töld-
um að myndi fljóta, brimbrettum
eða björgunarhringjum, og stukk-
um útbyrðis,“ sagði Rick Hallet, einn
af bátsverjunum, við ástralska sjón-
varpsstöð: „Sem betur fer náðum
við öll að grípa í eitthvað og okkur
skolaði að landi, þar sem við klif-
ruðum undir eins í stærstu trén sem
við sáum og þar biðum við í einn og
hálfan tíma.“
FlóðbylgjAN Í INdóNESÍu