Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2010, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2010, Blaðsíða 32
n Ólafur Arnarson hagfræðingur setti fram athyglisverða kenningu á heimasíðu sinni á Pressunni síð- astliðinn þriðjudag. Kenning Ólafs er sú að frétt sem birtist í fréttatíma Ríkissjónvarpsins af Iceland-keðj- unni og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni hafi verið plantað þar af aðilum tengdum Björgólfi Thor Björgólfs- syni til að beina sjónum manna að öðru en fréttum af gjaldeyrisbrölti hans og fyrrverandi sam- starfsmanns hans, Heiðars Más Guð- jónssonar. Kenn- ingin sýnir vel þá liðaskiptingu sem enn er til staðar í íslensku viðskiptalífi.. KENNING ÓLAFS Egill „Gillzenegger“ Einarsson seg- ir í samtali við DV að hann stefni að því að boða heilbrigðan lífsstíl í símaskrá næsta árs. „Eins og kom fram í kynningu á verkefninu er ís- lenska þjóðin orðin allt of þung og ég sem íþróttafræðingur og sér- fræðingur í mataræði unglinga ætl- aði að leggja þar mín lóð á vogar- skálina.“ Hann segir að skilaboðin verði jákvæð. Um sex hundruð manns hyggj- ast láta fjarlægja nafn sitt úr síma- skránni vegna ráðningar Egils sem meðritstjóra símaskrárinnar 2011. Egill hefur þó ekki áhyggjur af því og segir það vera verst fyrir fólkið sjálft. „Þarna eru til dæmis rithöf- undar sem gætu misst af samn- ingum af því að það er ekki hægt að finna númerin þeirra. Svo eru þarna einhverjar konur sem gætu misst af mikilvægum fundum af því að ekki er hægt að hringja í þær.“ Egill hefur í gegnum tíðina lát- ið mörg umdeild ummæli falla. „Nefndu mér einhvern sem sér ekki eftir einhverjum ummælum einhvern tímann,“ sagði Egill þeg- ar blaðamaður spurði hvort hann sæi eftir einhverjum af ummælum sínum. Hann segir þó engan hafa haft samband við sig frá Já vegna ummæla hans. „Hins vegar hafa fjölmargir hringt í mig og sagst ekkert skilja í þessari heift í minn garð,“ bætir hann við. Gillzenegger gefur ekkert upp um hvernig símaskráin verður en segir að hún verði flott. „Ég get lof- að þér að símaskráin verði flott. Sú flottasta hingað til.“ adalsteinn@dv.is Egill Einarsson hefur engar áhyggjur af afskráningum úr símaskránni: VERST FYRIR ÞAU SJÁLF n Ólafur H. Johnson, eigandi og skólastjóri Menntaskólans Hrað- brautar, er farinn til Flórída í Banda- ríkjunum í frí samkvæmt heimildum DV. Mikill styr hefur staðið um skóla- eigandann að undanförnu eftir að Ríkisendurskoðun birti svarta skýrslu um starfsemi skólans þar sem lán- veitingar út úr rekstrarfélagi skólans sem og arðgreiðslur Ólafs til sjálfs sín voru gagnrýndar harðlega. Í kjölfar- ið tók menntamálanefnd Alþingis skýrsluna til umræðu og fór hörðum orðum um rekstur skólans. Ólafi veit- ir því væntanlega ekki af hvíld frá atganginum en hann á hús á Flórída þar sem hann hefur verið langdvölum á liðnum árum. Ólafur mun hafa tilkynnt ein- hverjum samstarfs- mönnum sínum um fríið og bað hann sérstaklega um að áfangastað- ur hans yrði ekki hafður í hámæli. Stöndugur skólaeigandi! DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. VEÐRIÐ Í DAG KL. 15 ...OG NÆSTU DAGA SÓLARUPPRÁS 08:55 SÓLSETUR 17:28 Áskriftarsíminn er 512 70 80 FRÉTTASKOT 512 70 70 ÓLAFUR FARINN TIL FLÓRÍDA REYKJAVÍK VEÐRIÐ ÚTI Í HEIMI Í DAG OG NÆSTU DAGA -1 3 1 1 2 4 4 5 5 4 1 4 6 6 6 15 10 10 10 10 18 15 36 10 13 10 Hitakort Litirnir í kortinu tákna hitafarið á landinu (sjá kvarða) Veðrið er aldrei vont!! ÞESSA setningu fæ ég reglulega að heyra þegar ég tjái mig um hvort veður sé vont eða leiðinlegt. Ástæðan er auðvitað margvísleg. Sumum finnst (eða segja það að minnsta kosti) að þeim þyki öll veður góð, þetta sé bara spurning um klæðnað. Aðrir segja þetta spurningu um viðhorf og enn aðrir segja eitthvað annað. Tilfellið er, eftir 15 ára starf í þessum bransa, að þá veit ég nokk hvað meirihlutanum finnst gott og hvað vont enda þótt margir hafi sína skoðun á veðrinu. Reynslan hefur kennt mér að fólki finnst hægviðri og úrkomulaust veður best og bjartviðrið bónus. Næst kemur hitastigið hjá flestum en mjög misjafnt er hvort menn segi úrkomuna eða vindinn vera skárri kost. Aðalatriðið er að þegar úti geisa stormar og stórhríð þá er veðrið dauðans alvara. Þá er veðrið svo sannarlega vont. Gleymum því ekki. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Hann verður stífur af norðaustri í dag, bjart veður og hiti vel yfir frostmarki að deginum. Sæmilegt sumsé! LANDSBYGGÐIN Það verður allhvöss eða hvöss norðaustan- átt á landinu norðan- og vestanverðu, hvassast úti við sjóinn. Strekkingur verður austan til en sæmilega hægur syðra. Rign- ing eða slydda norðaustan og austan til, stöku él norðvestan til og norðan til á Vestfjörðum, annars þurrt og nokkuð bjart syðra. Hitinn frá frostmarki til landsins og upp undir sex stig syðra. NÆSTU DAGAR Á morgun verða austlægar áttir með rigningu á austurhluta landsins en þurru og björtu vestan til. Frostlaust á láglendi. Austanstorma er svo að sjá nær helgi, einkum suðaustan til með frostleysu á láglendi. <5 Mjög hægur vindur 5-10 Fremur hægur vindur. 10-20 Talsverður vindur 20-30 Mjög hvasst, fólk þarf að gá að sér. >30 Stórviðri, fólk ætti ekki að vera á ferli að nauðsynjalausu.VEÐRIÐ MEÐ SIGGA STORMI siggistormur@dv.is 5-8 2/-3 12-14 2/0 5-8 4/3 8-10 6/5 3-5 2/0 3-5 3/1 5-8 4/-1 Fim Fös Lau Sun vindur í m/s hiti á bilinu Stykkishólmur vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu Fim Fös Lau Sun vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu Höfn Reykjavík Egilsstaðir Ísafjörður Vestmannaeyjar Patreksfjörður Kirkjubæjarkl. Akureyri Selfoss Sauðárkrókur Þingvellir Húsavík Keflavík 0-3 2/1 5-8 4/2 3-5 1/-1 0-3 4/0 0-3 1/0 0-3 2/0 5-8 4/3 5-8 4/3 5-8 5/4 0-3 5/2 3-5 7/5 3-5 3/0 3-5 3/1 3-5 4/1 5-8 4/2 3-5 1/-1 8-10 2/0 3-5 -1/-2 0-3 0/-1 0-3 -1/-4 5-8 3/3 5-8 6/4 3-5 5/1 12-14 4/3 8-10 4/2 5-8 4/-1 0-3 0/0 5-8 3/3 5-8 3/3 18-20 4/4 5-8 7/5 5-8 7/5 5-8 6/4 5-8 6/4 5-8 6/4 5-8 4/3 5-8 4/1 8-10 4/3 5-8 4/3 5-8 3/2 0-3 0/0 5-8 3/3 10/8 6/2 7/5 8/6 13/12 15/10 11/6 24/19 20/19 10/7 6/3 7/5 8/7 13/12 15/10 12/7 24/18 21/16 9/9 5/5 8/6 7/5 14/10 10/9 6/6 26/23 20/16 7/7 8/2 6/-4 1/-1 14/13 12/8 6/0 24/18 20/14 Mið Fim Fös Lau hiti á bilinu Kaupmannahöfn hiti á bilinu Osló hiti á bilinu Stokkhólmur hiti á bilinu Helsinki hiti á bilinu London hiti á bilinu París hiti á bilinu Berlín hiti á bilinu Tenerife hiti á bilinu Alicante 5-8 3/3 18-20 4/4 5-8 7/5 5-8 7/5 5-8 6/4 5-8 6/4 5-8 6/4 Fiskbúðin opnuð í dag eftir gagn- gerar breytingar Opið frá 10-18 Geirsgötu 8 l 101 Reykjavík l Sími 553 1500 Ummæli Gillzeneggers „Nefndu mér einhvern sem sér ekki eftir einhverjum ummælum einhvern tímann.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.