Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2010, Blaðsíða 12
Ekki fæst upplýst hverjir raunveruleg- ir eigendur Lyfjaþjónustunnar ehf. eru auk Kristjáns Jóhannssonar, lektors í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, þrátt fyrir fyrirheit um að hluthafalisti yrði kynntur í haust. Krstján var einn skráður eigandi Lyfjaþjónustunnar síðastliðið sumar þegar félagið keypti lyfjadreifingarfyrirtækið Parlogis af Landsbankanum. Kaupverð var 250 milljónir króna og var upphæðin staðgreidd samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum. Ljóst er að við endurfjármögnun félagsins afskrifaði Landsbankinn einn milljarð króna að lágmarki. Kristján, framkvæmdastjóri og eig- andi Lyfjaþjónustunnar, er ekkert á því að nafngreina aðra hluthafa. „Fram- kvæmdastjóri félagsins, Kristján Jó- hannsson, vildi ekki veita Creditinfo upplýsingar um hluthafa en vísaði í ársreikning 2010 sem birtur verður að 12 mánuðum liðnum,“ segir í gögnum Creditinfo frá 14. október. Samruni á lyfjamarkaði „Bankinn veit þetta já,“ sagði í svari Landsbankans við fyrirspurn DV um hluthafa í Lyfjaþjónustunni í byrj- un september síðastliðins. Bankinn upplýsti hins vegar ekki hverjir þessir hluthafar væru frekar en Kristján þeg- ar Creditinfo bað hann um slíkar upp- lýsingar. Engu að síður hafði Kristján með tilkynningu til Creditinfo þann 17. ágúst gefið til kynna að hluthaf- ar væru fleiri og að staðfestar upplýs- ingar um það lægju fyrir í byrjun sept- ember. Aftur á móti upplýsti Landsbank- inn að staðgreiðslan fyrir Parlogis, 250 milljónir króna, hefði verið greidd inn á reikning og yrði upphæðin innköll- uð um leið og Samkeppniseftirlitið hefði farið yfir samruna Lyfjaþjóns- tunnar og Parlogis. Samkeppniseftirlitið skilaði niður- stöðu sinni 8. október síðastliðinn og sá að athuguðu máli ekki ástæðu til þess að aðhafast frekar vegna kaupa Lyfjaþjónustunnar á öllu hlutafé í Par- logis. Í umfjöllun Samkeppniseftir- litsins segir meðal annars: „Eigend- ur Lyfjaþjónustunnar eru að verulegu leyti sömu aðilar og eiga Icepharma. Sömu aðilar munu því að miklu leyti hafa yfirráð yfir báðum fyrirtækjunum verði samruninn heimilaður. Í skiln- ingi samkeppnislaga fela því kaup Lyfjaþjónustunnar á hlutafé Parlogis í sér samruna Icepharma og Parlogis.“ Tapaði 1,3 milljörðum Lyfjafyrirtækið Icepharma var að öllu leyti í eigu Lyngs ehf. í fyrra. Lyng var á sama tíma í meirihlutaeign Akur- eyjar ehf. en aðra hluti í félaginu eiga Margrét Guðmundsdóttir og Karl Þór Sigurðsson. Akurey ehf. var á þessum tíma hins vegar algerlega í eigu Kristj- áns Jóhannssonar og Ingu Rósu Guð- mundsdóttur, tengdadóttur hans og sérfræðings hjá Lyfjastofnun. Upplýst er nú að Inga Rósa hafi selt Kristjáni sinn hlut en störf hennar hjá eftirlits- stofnun með lyfjadreifingu í landinu gátu hæglega valdið vanhæfi hennar. Rekstrartap Parlogis árið 2008 nam nærri 1.260 milljónum króna og var eigið fé þess neikvætt um nánast sömu upphæð. Skuldir námu um 2,4 milljörðum króna. Í ársreikningi Parlogis fyrir árið 2009 kemur fram að hlutafé félagsins hafi verið aukið um 1.253 milljónir króna með skuldbreytingu lána fyrir síðustu áramót. Með sölu Parlogis frá Vestia, eign- arhaldsfélagi Landsbankans, er sam- kvæmt þessu búið að færa til bók- ar að minnsta kosti eins milljarðs króna afskrift. Í fréttatilkynningu frá 23. júlí sagði Steinþór Baldursson, framkvæmdastjóri Vestia, að Parlogis væri fyrsta fyrirtækið sem selt væri úr eignasafni Vestia. „Með sölunni hefur Vestia náð að uppfylla meginmarkmið sín um að hámarka endurheimtur við ráðstöfun eigna, lágmarka eignar- haldstíma og gæta jafnræðis og gagn- sæis við söluferli.“ Af hverju pukur? Þrátt fyrir orð um jafnræði og gagn- sæi við söluferli veit bankinn hverjir nýir hluthafar eru ásamt Kristjáni Jó- hannssyni aðaleiganda. Hvorki bank- inn né Kristján hafa áhuga á að upp- lýsa hverjir raunverulegir eigendur Lyfjaþjónustunnar eru og því ekki ljóst hverjir staðgreiddu 250 milljón- ir króna fyrir félagið og fengu um leið álitlegar afskriftir skulda. Aðspurðir hafa talsmenn Lands- bankans neitað því að bankinn hafi lánað Kristjáni og huldumönnunum í hópi hluthafanna fyrir kaupverð- inu, alls 250 milljónir króna. Vitað er að Landsbankinn er viðskiptabanki meðal annars Icepharma sem er nú í rauninni eitt og sama fyrirtækið og Lyfjaþjónustan/Parlogis eins og Sam- keppniseftirlitið bendir á. Nauðsynlegt er að halda því til haga að Gunnar Helgi Hálfdánarson, stjórnarformaður Landsbankans, og Kristján Jóhannsson, kaupandi Par- logis af bankanum, eru samkvæmt heimildum DV nánir vinir allar götur frá skólaárum sínum í Verslunarskól- anum. Ekki er þar með sagt að kunn- ingjaræði eða klíkuskapur hafi haft einhver áhrif á ofangreind viðskipti. Af fyrirliggjandi upplýsingum má ráða að Kristján Jóhannsson er mikil- virkur kaupandi fyrirtækja að undan- förnu. Auk þess að hafa keypt Parlogis af Landsbankanum og rennt því sam- an við Lyfjaþjónustuna og Icepharma án athugasemda Samkeppniseftirlit- isins keypti hann einnig nýverið 50 prósenta hlut Ingu Rósar Guðmunds- dóttur, tengdadóttur sinnar, út úr eignarhaldsfélaginu Akurey. Kröfur Háskóla Íslands Samkvæmt reglum Háskóla Íslands þarf Kristján að gera grein fyrir auka- störfum sínum utan Háskólans eins og aðrir akademískir starfsmenn hans. Í reglum skólans segir að starfs- maður skuli rækja störf sín við Há- skóla Íslands af metnaði og alúð og gæta trúnaðar við skólann í hvívetna. „Starfsmaður skal gæta þess að störf hans utan Háskóla Íslands, hvort sem þau eru launuð eða ekki, samræm- ist faglegum skyldum hans í Háskól- anum, þannig að ekki verði véfengt að ákvarðanir hans og athafnir í starfi samræmist reglum Háskólans og séu í þágu skólans.“ Enn fremur segir í reglum HÍ: „Hyggist starfsmaður Háskólans taka við launuðu starfi í þjónustu annars aðila [...] taka sæti í stjórn atvinnufyr- irtækis eða stofna til atvinnurekstr- ar, þá ber honum að skýra forseta þess fræðasviðs sem hann tilheyrir frá því áður en hann ákveður að taka við starfinu. Telji forseti fræðasviðs tilgreinda starfsemi ósamrýmanlega starfi hans við Háskólann er starfs- manninum bannað að hafa hana með höndum [...] Forseta fræðasviðs ber að tilkynna starfsmanni þetta innan tveggja vikna frá því hann móttekur erindi hans.“ DV hefur ekki upplýsingar að svo stöddu um það hvort Kristján, sem taldist launahæsti háskólamaðurinn í sumar með 2,2 milljónir króna á mán- uði, hafi tilkynnt yfirvöldum Háskóla Íslands um eignarhald og ábyrgðar- störf sín í þágu þeirra fyrirtækja sem Samkeppniseftirlitið lítur svo á að hafi nú runnið saman í eitt. 12 fréttir 27. október 2010 miðvikudagur Ástrós Með ferska sýn á nýja stjórnarskrá stjórnmálafræðingur Framboð til stjórnlagaþings Gunnlaugsdóttir astrosg.is„Ég borga þessa auglýsingu úr eigin vasa“. Ástrós G Landsbankinn veit hverjir eiga fyrirtækið Lyfjaþjónustuna, sem fékk að kaupa lyfjadreifingarfyrirtækið Parlogis ehf. af bankanum síðastliðið sumar fyrir 250 milljónir króna. Upphæðin var staðgreidd. Kristján Jóhannsson, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, var við kaupin skráður eini eigandinn og ætlaði að gefa upp nöfn hluthafa í september. Hvorki hann né bankinn vilja nú upplýsa hverjir hluthafarnir eru og segir Kristján nöfnin verða birt með ársreikningum á næsta ári. LeynihLuthafar með háskóLaLektornum JóHAnn HAuKSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Framkvæmda-stjóri félagsins, Kristján Jóhannsson, vildi ekki veita Credit- info upplýsingar um hluthafa en vísaði í árs- reikning 2010 sem birt- ur verður að 12 mánuð- um liðnum. Samruni á lyfjamarkaði Icepharma, LyfjaþjónustanogParlogiserueittog samafyrirtækiðíeiguKristjánsJóhanns- sonarlektorsogóþekktrahluthafa. Lofaði gagnsæi Landsbankinntalaði umgagnsæiþegarVestia,rekstrarfélag Landsbankans,seldilyfjafyrirtækiðmeð afföllum,engefurekkiuppkaupendur nemaaðhluta. Háskólamaðurinn KristjánJóhannsson kennirviðskiptafræðiviðHáskólaÍslands oghefurgertlengi.Hannogformaður bankastjórnarLandsbankanseruvinir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.