Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2010, Blaðsíða 22
22 VIÐTAL TEXTI: INDÍANA ÁSA HREINSDÓTTIR indiana@dv.is 27. október 2010 MIÐVIKUDAGUR
É
g er ekki reið og hef ákveðið að líta
jákvæðum augum á þessa einstöku
lífsreynslu. Enda eitthvað sem fáir fá
að upplifa,“ segir Ugla Stefanía Jóns-
dóttir, 19 ára stelpa á Akureyri. Ugla
ólst upp í sveit rétt hjá Blönduósi, sem drengur-
inn Valur Stefán, og gekk í Húnavallaskóla. Þegar
grunnskóla lauk flutti hún norður og fór í Verk-
menntaskólann á Akureyri. Eftir tveggja og hálfs
árs nám við skólann kvaddi hún Val og tilkynnti
vinum og skólayfirvöldum að héðan í frá væri
hún Ugla Stefanía.
Góð, en ruglingsleg æska
Sem barn vissi Valur að hann var ekki eins og
aðrir strákar. Það var samt ekki fyrr en á unglings-
árunum, þegar hann fór að heyra af öðru trans-
fólki, að hann fékk staðfestingu á því að hann
væri ekki ruglaður heldur stelpa, föst í karlkyns
líkama. „Ég lék mér mikið með dúkkur, bangsa
og annað stelpudót og vildi alltaf vera með sítt
hár. Þetta kom því fólki ekkert voðalega á óvart.
Flestir héldu hins vegar að ég væri hommi. Ég
átti í rauninni góða æsku en ég vissi samt alltaf
að það var eitthvað sem passaði ekki. Ég þjáðist
aldrei af þunglyndi, en mér líður svo miklu bet-
ur í dag. Sem Ugla er ég miklu hamingjusamari
og glaðari. Það er svo gott að geta komið hreint
fram og fólk er að taka mér mun betur en ég bjóst
nokkurn tímann við,“ segir Ugla sem tilkynnti
foreldrum sínum fyrir síðustu jól að drengur-
inn sem þau höfðu alið upp síðustu 18 árin væri
í rauninni stelpa. „Mamma og pabbi tóku þessu
bara ágætlega og hafa alltaf stutt mig. Þau hafa
samt sagt að þau vildu að ég þyrfti ekki að ganga
í gegnum þetta. Eftir að ég hafði sagt fjölskyld-
unni þetta fannst mér ekkert mál að segja það
öðrum því ég vissi að ef aðrir tækju mér ekki þá
ætti ég alltaf fjölskylduna,“ segir Ugla og bætir
við að hún hafi skellt sér á þorrablót í sveitinni
með fjölskyldunni í byrjun árs og þá sem stelp-
an Ugla. „Ég var rosalega stressuð en mamma
og pabbi studdu mig og létu sem ekkert væri.
Um tíma var ég næstum hætt við en dreif mig
svo inn og fullt af fólki kom til mín og sagði að
þetta væri frábært. Það er nefnilega misskilning-
ur að bændasamfélagið sé eitthvað lokaðra þeg-
ar kemur að einhverju sem er öðruvísi.“
Hommi og stelpustrákur
Ugla segist í rauninni alltaf hafa upplifað sig sem
stelpu. Hún hafi hins vegar lokað á það í von um
að sú tilfinning hyrfi. „Þegar ég var svona 16, 17
ára gerði ég mér grein fyrir að þetta væri stað-
reynd sem ég yrði að takast á við. Ég hef alltaf
verið mikið tölvuleikjanörd og hafði lengi spilað
leik við fólk úti í heimi. Í leiknum hafði ég allt-
af kynnt mig sem Uglu og svo þegar ég fór út
að hitta þetta fólk fór ég sem stelpan Ugla. Mér
hafði aldrei liðið svona vel á ævinni,“ segir Ugla
og bætir við að eftir þá reynslu hafi hún verið
þess fullviss að hún yrði að gera hreint fyrir sín-
um dyrum.
Hún segist hafa átt skemmtilegt uppeldi í
sveitinni en viðurkennir þó að hafa verið strítt
í barnaskóla. „Þetta var ofsalega huggulegur
skóli og ég hefði ekki viljað vera í stærri skóla.
Ég spilaði mig sem strák í gegnum allan grunn-
skólann en var oft kallaður stelpustrákur og álit-
inn hommi. Eftir að ég kom til Akureyrar lenti
ég í smá einelti af hópi hinsegin krakka. Þau
voru viss um að ég væri hommi sem þyrði ekki
að koma út úr skápnum og það fór í taugarnar
á þeim. Þau gleymdu hins vegar alveg að horfa
út fyrir eigin kassa. En við erum öll góðir vinir og
dag og höfum rætt þetta,“ segir Ugla og bætir við
að það sé mannlegt að þurfa að flokka fólk nið-
ur í hópa. „Sjálf reyni ég að forðast fordóma. Mér
er alveg sama hvort Jón eða Anna séu samkyn-
hneigð, tvíkynhneigð, trans eða eitthvað annað.
Einstaklingurinn á bara að vera einstaklingur.
Fólk reynir að flokka niður til að skilja hlutina því
það óttast það sem það skilur ekki.“
Fólk forvitið á djamminu
Ugla segist eiga transkonum, líkt og Önnu Kristj-
ánsdóttur og Önnu Jonnu, mikið að þakka. „Þeg-
ar þær komu fram vissu afar fáir um trans. Þær
stigu því mikilvæg skref fyrir okkur sem á eft-
ir komu. Ef þær hefðu ekki staðið í þessu hefði
ég kannski þurft þess. Fyrir vikið er miklu auð-
veldara að koma fram,“ segir hún og bætir við
að umburðarlyndi sé mikið á Íslandi. „Íslenskt
samfélag er mjög opið gagnvart öllu sem er hins-
egin. Hinn almenni borgari hefur ekkert á móti
hinsegin samfélagi og veit meira en maður held-
ur um trans. Hins vegar vantar kannski grunn-
þekkinguna svo fólk skilji þetta almennilega og
þess vegna vil ég koma fram og segja mína sögu.
Ég bjóst eiginlega við að lenda í meiri fordóm-
um en hef lent í voðalega litlu aðkasti. Þetta hef-
ur bara verið frábært,“ segir hún en bætir við að
vissulega horfi fólk á hana. „Eftir viðtal í Íslandi
í dag horfir fólk og hvíslar og sérstaklega fyr-
ir sunnan. Sumir hafa líka komið upp að mér
og lýst yfir ánægju sinni. Ég fæ allavega bara já-
kvæð viðbrögð. Á djamminu en fólk frakkara og
spyr oft ónærgætinna spurninga en ég vil svara
öllum spurningum, svo lengi sem þær eru inn-
an ákveðins ramma. Mér finnst ég verða að svara
svo fólk skilji þetta betur,“ segir hún og bætir við
að spurningar eins og „á ég að segja hann eða
hún?“ og „hvort notarðu stelpu- eða strákakló-
settið?“ séu algengar. „Fólk vill líka vita hvort ég
sakni þess ekki að pissa standandi. Ég hef aldrei
pissað standandi svo ég sakna þess ekkert,“ segir
hún og skellir upp úr.
Strákastelpa sem er trans
Líkt og fjölskyldan tóku vinirnir og skólayfirvöld
í VMA breytingunum vel. „Ég hafði verið í skól-
anum í tvö og hálft ár sem strákur og þegar ég
kom út voru margir sem sögðu: „Okei. Nú skil
ég.“ Ein vinkona mín sagði að þetta væri púsl-
ið sem hafði vantað. Hún hafði vitað að ég væri
fyrir stráka en að ég væri ekki hommi, en samt
væri ég gagnkynhneigður. Þetta small allt sam-
an þegar ég sagði henni að ég væri transkona,“
segir hún brosandi og bætir við að síðan hún tók
upp nafnið Ugla hafi hún eignast fleiri vini. „Ég
varð opnari fyrir vikið. Nú hef ég ekkert að fela
og því á ég auðveldara með að eiga samskipti við
fólk. Fyrir áramót hefði ég aldrei treyst mér í við-
tal hvorki í sjónvarpi né blöðum. Mér líður bara
svo vel,“ segir Ugla sem hefur látið til sín taka í fé-
lagslífinu. Hún er ritari í leikfélaginu í skólanum,
kynningarstjóri nemendafélagsins og formað-
ur Samtakanna 78 á Norðurlandi. „Eins fyndið
og það hljómar þá er ég algjör strákastelpa. Ég
hef gaman af tölvuleikjum og íþróttum og þegar
ég er að vinna fyrir nemendafélagið er ég oftast
með strákunum að vinna með ljósin og svona.
Kannski er það ákveðin yfirlýsing fyrir mig, að ég
sé bara eins og annað fólk þótt ég sé trans. Mér
finnst mikilvægt að taka þátt í félagslífinu því ég
vil sýna að ég er til og er eðlileg.“
Stelpa með strákanafn
Þegar Ugla hafði tekið ákvörðun um að koma
út varð hún að finna nýtt nafn. „Ég og vinkonur
mínar sem vissu af þessu vorum á rúntinum og
vorum að velta fyrir okkur nöfnum. Ég og bræð-
ur mínir vorum allir skírðir fuglanöfnum og ég
vildi halda í þá hefð. Þegar Uglu-nafnið kom fyrst
upp fannst mér það of öðruvísi en svo festist það
bara við mig. Ég var skírður Stefán í höfuðið á afa
mínum og vildi halda því og breytti í Stefanía. Ég
hringdi í mömmu og pabba því þau höfðu valið
fyrra nafnið á mig og ég vildi að þau væru með í
að velja þetta og þau voru sátt við valið.“
Ugla mun byrja í hormónameðferð í nóv-
ember. Ári síðar getur hún sótt um nafnabreyt-
ingu. „Þangað til eru öll kort með gamla nafn-
inu mínu, sem getur verið mjög óþægilegt.
Afgreiðslufólk horfir oft á þetta strákanafn á kort-
inu og svo þessa stelpu sem stendur fyrir framan
það en hingað til hefur mér aldrei verið synjað
um afgreiðslu. Mér finnst samt best að fara bara
í hraðbanka og nota peninga,“ segir hún. Ugla
segist hafa lent í miður skemmtilegri lífsreynslu
þegar hún fór til Þýskalands í sumar. „Þegar ég
rétti fram vegabréfið varð ég að útskýra fyrir
framan langa röð af fólki að ég væri á leið í kyn-
leiðréttingu. Það var dálítið óþægilegt.“
Óttast höfnun
Aðspurð segist hún ekki vera á föstu. „Ég er ekki
að leita eftir að komast í samband og reyni aldrei
við neinn á djamminu. Það eru ekki allir opn-
ir fyrir því að vera með stelpu sem er ekki búin
í aðgerð og ég skil það vel. Ég vil geta stundað
kynlíf sem kona og þess vegna er ég sátt við að
bíða með þessi mál þangað til aðgerð líkur. Núna
Ugla Stefanía Jónsdóttir ólst upp í sveit í Húna-
vatnssýslu sem drengurinn Valur Stefán. Um síðustu
áramót kvaddi hún Val og kynnti sig sem konuna
Uglu. Hún segir íslenskt samfélag ótrúlega umburðar-
lynt og að hún hafi aðeins fengið jákvæð viðbrögð við
breytingunum. Ugla Stefanía vill segja sína sögu í von
um að hjálpa öðru transfólki sem íhugar að koma út úr
skápnum. Hún er að hefja hormónameðferð á næstu
dögum og mun fara í kynleiðréttingu eftir rúmt ár.
Vissi alltaf að
ég væri stelpa
Þau voru viss um að ég væri hommi sem þyrði
ekki að koma út úr skápnum og
það fór í taugarnar á þeim. Þau
gleymdu hins vegar alveg að
horfa út fyrir eigin kassa.
Fólk vill líka vita hvort ég sakni þess ekki að
pissa standandi. Ég hef aldrei
pissað standandi svo ég sakna
þess ekkert.
STELPUSTRÁKUR Ugla segist hálfgerður stelpu-
strákur. Hún hafi gaman af íþróttum, tölvuleikjum
og tækni. MYND BJARNI EIRÍKSSON
VALUR STEFÁN Myndin var tekin
í Lystigarðinum á Akureyri árið 2008
þar sem Ugla, sem þá hét Valur, og
vinir voru að leika sér með myndavél.
MEÐ FJÖLSKYLDUNNI Ugla ásamt
mömmu sinni og bróður, en myndin var
tekin á fimmtugsafmæli pabba hennar
á veitingahúsinu Strikinu.
DRAGKEPPNI Búningurinn var
fyrir leikrit í 6. bekk, en Valur Stefán
notaði sama búning þegar hann
keppti í dragkeppni í sama bekk.