Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2010, Blaðsíða 18
Hörmungarkvöld enn og aftur hjá Svarthöfða. Svarthöfði hefur slökkt á öllum þáttum Hringekj-
unnar snemma hingað til en þar sem
hann greiðir ekki fyrir aðrar stöðvar
situr hann uppi með Góa og hans ve-
sæla þátt á besta tíma eftir fréttir um
hverja helgi. Fyrsti þátturinn var svo
vondur og fékk svo skelfilega gagn-
rýni að annar þátturinn komst ekki
inn á topptíulista yfir áhorf á RÚV í
þeirri viku sem hann var sýndur. Það
er afrek í ljósi þess á hvaða tíma þátt-
urinn er sýndur.
Ætli gestur síðasta þáttar hafi vitað sjálfur hver hann er? Ekki veit Svarthöfði hver Gunnar
Árnason hljóðmaður er. Eftir fyrsta
þáttinn þegar ófyndinn prestur fór á
kostum, eða hitt þó heldur, voru þó
að minnsta kosti fræg nöfn í næstu
tveimur þáttum. Sigmar Vilhjálms-
son Idol-kynnir og Fabrikku-eigandi
var mættur fyrir hönd Egilsstaða og
Vesturportsstjarnan Víkingur Kristj-
ánsson fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.
Til að byrja með verður Svart-höfði að taka fram hversu skelfilegur spyrill Guðjón Davíð Karlsson, Gói, er.
Hann gerir engum viðmælanda sín-
um greiða með því að þykjast getað
stjórnað spjallþætti. Svona hófust
samræður hans og hins óþekkta
hljóðmanns frá Selfossi – Gói hóf
leik: „Blessaður og sæll.“ „Blessaður,“
svaraði Gunnar. „Gunnar Árnason,“
sagði Gói. „Já,“ svaraði Gunnar. „Þú
ert mættur í Hringekjuna.“ „Ég er
mættur,“ svaraði Gunnar aftur. „Vel-
kominn,“ sagði Gói, en þessu magn-
aða samtali var ekki enn lokið.
Takk fyrir,“ svaraði Gunn-ar. Gói ákvað þá að bjóða upp á hljóðmannsbrand-ara. „Hvernig er í þér hljóð-
ið?“ spurði hann og útskýrði svo að
brandarinn stafaði af því að Gunnar
væri hljóðmaður. „Þú ert hljóðmað-
ur,“ fullyrti Gói og bætti við: „Hvern-
ig er það?“ spurði hann svo. „Að vera
hljóðmaður?“ spurði Gunnar. „Það
er bara að koma hljóði til skila,“ svar-
aði Gunnar og útskýrði svo hvern-
ig hljóð kæmist til skila í gegnum
míkrófóna og snúrur. Það væri svo
einhver maður sem myndi á endan-
um skila því til áhorfandans.
Ugglaust hafði einhver gaman að þessu. Kannski hljóðmaður Skítamórals. Svarthöfða var þó ekki
skemmt. Árlega hirðir RÚV af hon-
um fleiri þúsund krónur til að búa
til sjónvarpsefni. Þetta viðtal við
Gunnar hljóðmann á besta tíma í
sjónvarpi allra landsmanna minnti
Svarthöfða óneitanlega á þegar feður
allra krakkanna í 3. bekk stjörnuskól-
ans áttu að koma með pabba sinn í
skólann og átti hann að útskýra hvað
hann starfaði. Öll íslenska þjóðin var
þó ekki neydd til að horfa á það.
Guðjóni Davíð Karlssyni var afhentur besti tím-inn í íslensku sjónvarpi. Pressan var mikil. Leysa
af uppáhald svo margra lands-
manna, Spaugstofuna. Svarthöfði
deilir þeirri skoðun með mörgum
að Spaugstofan hafi verið orðin
þreytt á RÚV en Hringekjan er svo
illa uppsett, ófyndin og skelfileg að
Svarthöfði mun líklega næsta laug-
ardagskvöld horfa á gamlar upp-
tökur af Spaugstofunni á VHS.
Ófyndið er svo sannar-lega orð sem má nota um „gamanmálin“ eins og Gói hefur nefnt grín-
atriðin í þættinum. Þar rembist
Gói við, ásamt Kötlu Margréti Þor-
steinsdóttur og Viktori Má Bjarna-
syni, að vera fyndinn. Í fyrsta þætti
sáust Egill Ólafsson og Egill Helga-
son ganga niður götu. Var grínið
þar að þeir voru að ganga niður
Egilsgötu. Broslegt. En brandarinn
heldur enn áfram. Hefur rignt boll-
um á Bollagötu og svo framvegis.
Innslög þáttarins frá uppi-standi Ara Eldjárns eru einu fimm mínúturnar af annars klukkutíma löngum þætti sem
eru áhorfanlegar. Í viðtalinu við
Sigmar Vilhjálmsson sagði Gói að
það hefði komið honum skemmti-
lega á óvart að hann væri gestur og
ýjaði að því að hann sæi ekki sjálf-
ur um að bóka viðmælendur sína.
Hvort það var grín eða ekki skal
Svarthöfði ekki segja til um. Ef svo
er þarf Gói einfaldlega að finna sér
eitthvað annað að gera og hleypa
metnaðarfyllra fólki að. Hann
verður samt áfram að til áramóta.
Svarthöfða finnst það of langt. Allt-
of langt.
Hljóðmaður á besta tíma
„Ég þekki Egil og
hann er bæði
góður og gáfaður,
hann hefði ekki lokið há-
skólanámi og skrifað met-
sölubók nema það væri
talsvert í hann spunnið.“
n Sigríði Margréti Oddsdóttur framkvæmdastjóra
Já.is finnst oft ómaklega að Agli Gillz Einarssyni vegið.
– DV
„Nei, það er enginn réttur til
að ganga út.“
n Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri Árborgar, í bréfi til
leikskólastjóra. Ásta sagði að enginn réttur væri til að
ganga út í tilefni kvennafrídagsins frekar en aðra
daga. – visir.is
„Við urðum að
kveðja heilbrigða
barnið okkar og
læra inn á þetta
alvarlega veika barn.“
n Steinunn Björg Gunnarsdóttir móðir Þórhildar
Nætur Mýrdal sem er með alvarlegan vöðva- og
taugahrörnunarsjúkdóm. – DV
„Bara gaman. Bara
leikur eins og hinir
299.“
n Ólafur Stefánsson, fyrirliði
íslenska landsliðsins í handknattleik, leikur sinn 300.
landsleik. – mbl.is
„Það er mikilvægt
að veita fötluðu
fólki þau sjálfsögðu
mannréttindi að
hafa vinnu.“
n Guðbjartur Hannesson, félags- og heilbrigðisráð-
herra, um það að Vilhelm Sigurjónsson var rekinn frá
Nettó. - pressan.is
Kirkjan hefur um ár og öld boðið upp á kennslu í siðferði, sem byggir á Biblíunni. Ýmsu er þar sleppt, en öðru haldið eftir, enda er Biblían að
mörgu leyti uppfull af röngum upplýsingum og
ljótum sögum, sem teljast bannaðar börnum.
Börnunum er ekki sagt frá mestu reiðiköstum
hins afbrýðisama og ofbeldisfulla Guðs sem er
prísaður í Gamla testamentinu. Þeim er von-
andi lítið sagt frá helvíti og djöflinum. Í ljósi
efnistaka Biblíunnar er engu að síður eðlilegt
að foreldrar óttist að boðberar kenninga Biblí-
unnar spilli sakleysi barna eða heilaþvoi þau.
Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar
undir býr nú að bregðast við ótta foreldra um
að börnin verði afvegaleidd með trúarboð-
skap. Lagt er til að bannað verði að fara með
börn á skólatíma í heimsókn í kirkjur, bæna-
hald verði bannað og trúarleg listsköpun líka.
Þá verði þjónum kirkjunnar bannað að dreifa
áróðri sínum í skólum. Jólin eru undanþegin.
Lengi hefur tíðkast að blekkja börn í þeim
tilgangi að kenna þeim að hegða sér og því
geta trúleysingjar ekki notað þau rök ein og
sér gegn trúariðkun í skólum. Dæmisögur
þykja praktísk leið til að kenna börnum sið-
ferði. Margar slíkar dæmisögur eru í Biblíunni
og aðrar birtast í barnatímanum í sjónvarp-
inu á helgarmorgnum. Skáldskapur er viður-
kennd leið til að kenna börnum. Það sem hefur
breyst er að nú er fallið úr tísku að stýra börn-
um með ótta. Foreldrar hóta börnum almennt
ekki að þau fari til helvítis ef þau hlýða ekki. Já-
kvæð skilyrðing hefur tekið við af neikvæðri.
Hvatning er að mörgu leyti komin í stað refs-
ingar og líkamleg refsing hefur verið afnumin.
Boðskapur Guðs, sem meðal annars drekkti
mannkyninu í refsingarskyni, þykir ekki leng-
ur við hæfi barna.
Við stöndum frammi fyrir því að boðskap-
ur kirkjunnar er ekki lengur jafnpraktískur í
barnauppeldi og hann var áður, þar sem hann
brýtur að mörgu leyti í bága við vísindin og al-
mennt siðferði. Hins vegar hefur margt í Biblí-
unni haldið gildi sínu vel. Það gildir fremur um
Nýja testamentið en Gamla testamentið. Rök-
fastir trúleysingjar hljóta að horfa til nytsemi
dæmisagna og skáldskapar fordómalaust.
Verði tillögur mannréttindaráðs að veru-
leika munum við lenda í þeirri sérkennilegu
stöðu að Íþróttaálfurinn má koma í skólana,
en ekki Jesús Kristur. Jesús hefur farið hall-
oka fyrir Íþróttaálfinum þegar kemur að vin-
sældum hjá börnum. En Jesús er honum ekki
síðri. Hann kann líka brellur sem bæði heilla
börn og kenna þeim. Hann fjölfaldar mat fyrir
hungraða, gefur lömuðum kraft og reisir jafn-
vel fólk frá dauðum. Hann berst gegn ofbeldi
og býður hinn vangann. Jesús er íþróttaálfur
andans.
Jesús framdi ekki þjóðarmorð. Hann svipti
ekki Job öllu sem hann átti í lífinu. Hann lét
ekki Abraham reyna að drepa son sinn. Hann
drekkti ekki mannkyninu í reiðinnar synda-
flóði. Jesús er nokkurn veginn með hreinan
skjöld, laus við ofbeldi og yfirleitt með fallegan
boðskap um hegðun og viðhorf. Höldum Jesú
og hendum hefnigjarna Guði Gamla testa-
mentisins og hans Andskota. Þeir eru ekki við
hæfi barna. En Jesús er besti vinur barnanna,
alveg eins og Íþróttaálfurinn. Leyfum Jesú að
koma til barnanna.
jón trausti reynisson ritstjóri skrifar. Jesús er íþróttaálfur andans.
leiðari
svarthöfði
18 umræða 27. október 2010 mIðvIkUdaGUr
Tvíburar í MiaMi
n Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunn-
laugssynir eru himinsælir með
skuldasamninga sem þeir hafa gert
við Landsbank-
ann. Bræðurnir
hafa um hríð ver-
ið stóreignamenn
en skuldir voru
sligandi. Eftir því
sem næst verður
komist samdist
þeim ágætlega og
er eignastaðan
aftur góð. Til að halda upp á áfang-
ann fóru þeir með fjöskyldur sínar til
Miami í golfferð.
„Heiðarleg“ fréTT
n Heiðar Már Guðjónsson hefur átt í
vök að verjast vegna stöðutöku sinn-
ar gegn krónunni sem fjallað hefur
verið ítarlega um
í DV. Heiðar, sem
hefur hótað DV
málssókn, sá sér
þann kost vænst-
an á sunnudag að
leka sínum eigin
gögnum til Stöðv-
ar 2. Svo er að sjá
sem hann hafi
samið um að frétt yrði gerð eftir sinni
forskrift upp úr minnisblaði sem lýsir
yfirvofandi árás á krónuna. Allt gekk
eftir. Heiðarleg frétt leit dagsins ljós og
drottningarviðtal fylgdi í Íslandi í dag.
u-beygja jóns gnarr
n Borgarstjórinn, Jón Gnarr, sem
nú glímir við sýkingu í tattúi, þykir
vera fljótur að skipta um skoðun ef
hann hefur hana þá á annað borð.
Talsvert uppnám
hefur orðið vegna
frómra áforma
Besta flokks-
ins um að ýta
út úr skólunum
kennslu í kristn-
um fræðum.
Prestar, synd-
um hlaðnir, eru
ósáttir við að verða þannig hornrek-
ur. Mogginn rifjar upp að Jón Gnarr
var á allt annarri skoðun á kaþólska
skeiðinu sínu árið 2005. Þá skrifaði
hann: „Hvað skaðar það manninn
að læra kristinfræði? Hvað getur það
hugsanlega gert manni illt? Hefur
einhver farið illa út úr því?“ spurði
Jón en tók síðan U-beygju.
gráTsTafir bubba
n Bubbi Morthens á ekki sjö dag-
ana sæla þar sem hinir illkvittnu
smáfuglar AMX eru annars vegar.
Lárviðarskáldið og poppkóngurinn
hefur mátt þola
að veist er að
honum þar hvað
eftir annað fyrir
að skrifa ekki
sitt eigið blogg.
Bubbi hefur verið
sannur vinur DV
í nokkur miss-
eri en sinnaðist
við blaðið þegar fjallað var um Jón
Ásgeir Jóhannesson útrásarmann.
Braust þetta fram í tveimur pistlum.
AMX greip grátstafi Bubba á lofti:
„Nú skrifar Bubbi fullur hneykslunar
vegna þess að DV ræðst á hann per-
sónulega, vælir átakanlega, og allt í
einu er allt í stafsetningarvillum sem
ekki var í bankapistlunum gömlu,“ er
hvíslað um kónginn.
sandkorn
tryggvagötu 11, 101 reykjavík
Útgáfufélag: Dv ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
ritStjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
fréttaStjóri:
Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is
umSjón helgarblaðS:
Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
umSjón innblaðS:
Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is
dv á netinu: Dv.IS
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur.
Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
bókstaflega
„Auðvitað. Enda
frábær búð þar á
ferð,“ segir
HöGni
EGilsson sem
er söngvari
hljómsveitarinnar
Hjaltalín. Nýlega
kom út
myndband við
lag sveitarinnar
Sweet Impressions, þar sem Högni
leikur búðardömu í hverfisversluninni
Pétursbúð í gamla vesturbænum.
eru uppgrip í
verslunarstörfum
í pétursbúð?
spurningin
Jesús og Íþróttaálfurinn
DV1010262872