Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2010, Blaðsíða 14
SlySahætta í Graco Hætt er við að slys geti orðið á börnum sem eru í ákveðnum teg- undum af Graco-kerrum. Kerr- urnar eru mjög algengar hér á Íslandi en í Bandaríkjunum hafa orðið fjögur dauðsföll og sex slys á börnum vegna kerranna. „Ástæða innköllunarinnar er slysahætta á börnum, ef þau eru ekki fest rétt í ólar sem eru á kerrunni sér í lagi börn yngri en 12 mánaða,“ segir á vef Neytendastofu en þar má fræð- ast nánar um hvaða tegundir eru hættulegar og af hverju. „Neyt- endastofa hvetur eigendur barna- kerra af umræddri gerð til að hætta strax notkun og hafa samband við Graco á vefsíðunni til að fá send- an viðeigandi búnað til að lagfæra kerruna eða hringja í síma (877) 828-4046,“ segir á síðunni. löGleGar auGlýSinGar? n Sjónvarpsáhugamaður hafði sam- band við DV og vildi kvarta yfir sjón- varpsstöðvunum Skjá einum og Stöð 2. „Þeir auglýsa að stöðvarnar þeirra kosti bara 150 eða 200 krónur á dag. Það getur ekki staðist því ég hringdi og ætlaði að gerast áskrif- andi í fáeina daga. Það var ekki hægt. Mér finnst skrýtið að þeir geti auglýst svona,“ sagði hann hneyksl- aður og bætti við að DV yrði að kanna málið. Það yrði að stoppa þetta. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Góður afSláttur – Góður hraði n Lofið fær Castello fyrir að hafa í síðustu viku verið með 40 prósenta afslátt af sóttum pítsum. Viðskipta- vinur hafði samband og lýsti yfir ánægju sinni með framtakið. „Ég keypti pítsu handa fjölskyldunni. Mér var gefinn 40 prósenta afsláttur og það tók þá ekki nema sjö mín- útur að afgreiða pítsuna,“ sagði hann og bætti við að það hefði verið mikið að gera þegar hann kom inn. „Ég kom svo fljótt heim að konan spurði hvort ég hefði hætt við að kaupa pítsu,“ sagði hann líka. LOF&LAST 14 neyTendur UmSjóN: baldur guðmundsson baldur@dv.is 27. október 2010 miðvikudagur BenSínverðið hækkAr Lítrinn af dísilolíu kost- ar nú nánast alls staðar það sama og lítrinn af bensíni. Báðar teg- undir eldsneytis eru nú seldar á 196,4 til 197,7 krónur fyrir hvern lítra eftir þriggja krónu hækkun í byrjun vikunnar. Sem fyrr er nánast enginn verðmunur á eldsneyti, þó sex söluaðilar bensíns séu á Ís- landi. Skeljungur selur dropann á örlítið hærra verði en hinir. Aðeins eru fáeinir dagar frá því fréttir bárust af því að heimsmarkaðsverð á olíu hafi lækkað um fjögur prósent. Það var mesta lækkun á einum degi í átta mánuði. Ólafur sólimann, eigandi My Secret: Ætlar að sanna virknina „Þó allt sé hollt í drykknum, og samþykkt, þá má ég ekki segja það þar sem það er ekki vísindalega sannað að hann sé hollur,“ segir Ólafur Sólimann, eigandi My Sec- ret, spurður hvort hann hyggist fara að tilmælum heilbrigðiseftir- litsins. Hann segist að sjálfsögðu ætla að gera það en tekur fram að fullyrðingar sem koma fram á umbúðunum og á heimasíðunni komi beint frá viðskiptavinun- um sjálfum. Þær séu ekki frá hon- um sjálfum komnar. Ekki sé full- yrt að drykkurinn eigi að lækna kvilla heldur sé hann hugsaður til þess, svo dæmi sé tekið. „Áður en síðan fór í loftið létum við lög- fræðing, lækni, grasalækni, mat- vælafræðing og næringarfræð- ing fara yfir upplýsingarnar sem koma þar fram. Skilaboðin voru skýr – ef eitthvað er ekki rétt þá var því kippt út,“ segir og bætir við að beðið sé eftir svari frá Háskóla Íslands vegna beiðni um að taka drykkinn til rannsóknar. Stefnt sé að því að geta sannað virkni drykkjarins. Eins og fram kemur að ofan segir Ólafur Gunnar Sæmunds- son næringarfræðingur að fólk eigi að varast að taka bókstaflega fullyrðingar á borð við þær að heilsudrykkir geti fyrirbyggt alls kyns kvilla. Ólafur Sólimann seg- ir fúlt að koma inn með nýtt vöru- merki á markað og það fyrsta sem mæti honum séu aðilar sem vilja rakka vöruna niður. „Þessir mat- vælafræðingar halda fram ein- hverju bulli sem er algjör steypa. Þetta er algjör lygi því ég er með mörg hundruð viðskiptavini sem geta vitnað um drykkinn,“ seg- ir hann og tekur fram að varla sé tilviljun að drykkurinn sé til sölu í 128 búðum, þar af öll- um verslunum Lyfju, Lyfja og heilsu og í Maður lifandi og Heilsuhúsinu. „Hann væri ekki að seljast ef þetta væri eitthvað hland. Enginn verslunarstjóri myndi taka inn eitthvað drasl til að selja á uppsprengdu verði,“ segir hann. Ósáttur við gagnrýni ólafur segir að fullyrðingar um drykkinn komi frá neytendum. Það verða aldrei til drykkir eða lausnir sem lækna fjölda sjúkdóma eða kvilla, að sögn Ól- afs gunnars sæmundssonar næringarfræðings. Hann segir sorglegt að sjá hversu langt auglýsendur megi ganga í fullyrðingum um virkni matvæla. Eiganda My Secret er gert að taka drykkinn úr sölu eða fjarlægja merkingar sem ekki eru vísindalega sannaðar. „Ég hef enga rannsókn fundið þar sem fram kemur að mikil drykkja á engifer sé skaðleg. Á hinn bóginn er fráleitt að halda því fram að svona drykkir séu lausn við öllum hugs- anlegum kvillum. Slíkar fullyrðingar eru auðvitað bara gerðar til að hafa af fólki peninga,“ segir Ólafur Gunn- ar Sæmundsson, næringarfræðingur við Háskólann í Reykajvík. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur sent Engi- fer ehf., framleiðanda engiferdrykkj- arins My Secret, bréf þar sem farið er fram á að drykkurinn verði tek- inn úr sölu. Ástæða er að merking- ar á umbúðum standast ekki lög. Grímur Ólafsson, matvælafræðing- ur hjá heilbrigðiseftirlitinu, segir að ef þeim tilmælum verði ekki sinnt verði drykkurinn tekinn úr sölu. Hann tekur þó fram að ekki sé um að ræða allar vörur frá fyrirtækinu held- ur einungis drykkinn My Secret þar sem fullyrt er að drykkurinn sé holl- ur og vísað er í nánari upplýsingar á heimasíðunni mysecret.is. Þar séu fullyrðingar sem ekki sé leyfilegt að nota. Kraftaverkalausnir ekki til Drykkir sem eiga að leiða til góðrar heilsu hafa í auknum mæli rutt sér til rúms á landinu undanfarin misseri. Þar má auk My Secret nefna JenFe- orkudrykkinn, Burn-orkuskot, aloe vera-drykki og ýmsa prótíndrykki. Ólafur Gunnar segir sorglegt hversu langt framleiðendur komast upp með að fullyrða um ágæti varanna sem þeir selja áður en gripið er í taum- ana. „Auðvitað veit maður að það eru oft virk efni í afurðum sem eru í sum- um þessara drykkja – og að mörg lyf eru fengin úr jurtaríkinu. En það er sárgrætilegt þegar verið er að básúna þetta út þannig að þetta líti út fyrir að vera einhverjir ofurdrykkir eða krafta- verkalausnir. Þær eru ekki til og þær verða aldrei til,“ segir Ólafur en bæt- ir við að fæstir þessara drykkja hafi slæm áhrif á fólk eða séu varasamir. Engifer geti til dæmis dregið úr bíl- veiki og ógleði en fráleitt sé að full- yrða að jurtin geti komið í veg fyrir kvilla. Að sama skapi sé guarana, efni sem oft er haldið á lofti í auglýsingum á heilsu- eða orkudrykkjum, ekkert annað en koffínefni. „Það eru þess- ar rosalegu fullyrðingar, sem maður heyrir í auglýsingum, sem standast enga skoðun,“ segir hann. líffærin hreinsa líkamann Um suma heilsudrykki sem eru á markaði má lesa að þeir séu hreins- andi fyrir líkamann. Á vefnum aloa- vera.is/123.is/blog má til dæmis finna upplýsingar um drykk sem heitir Aloa Vera Gel. Fullyrt er að hann hreinsi líkamann á náttúrulegan hátt. Ólaf- ur Gunnar segir að slíkar fullyrðingar standist ekki. „Ef meltingarkerfið í lík- amanum starfar eðlilega, þá hreinsar það sig sjálft. Ef ekki þá er eitthvað að líffærum sem sjá um slíka starfsemi; eins og lifur og nýru. Ef sú er raunin þá þýðir ekkert að drekka einhverja ávaxtasafa til að meðhöndla það. Fólk þarf einfaldlega að leita aðstoðar hjá viðurkenndum aðilum,“ segir hann og bætir við að yfirvöld verði og eigi að grípa inn í og vara fólk við að krafta- verkadrykkir virki ekki. „Það eru gríð- arlega brotalamir þar á,“ segir hann. Enginn lækningamáttur Eins og áður sagði hefur heilbrigðis- eftirlitið farið fram á að Engifer ehf. fjarlægi þá drykki úr umferð sem bera óleyfilegar merkingar. Grím- ur segir að heilbrigðiseftirlitið hafi áður gert athugasemdir verið merk- ingarnar en að bréf hafi verið sent á þriðjudaginn. Tekið hafi verið vel í að breyta merkingunum. „Það eru ákveðnar reglur um hvað má full- yrða á matvælum og hvað ekki. Í apríl tók gildi reglugerð þar sem tekið er á svona fullyrðingum. Full- yrðingar um virkni matvæla þurfa að vera á lista yfir leyfilegar fullyrð- ingar en Evrópusambandið er enn að móta listann,“ segir Grímur og tekur fram að þar sé að finna full- yrðingar um engifer sem verið sé að taka afstöðu til. Vísindaleg rök þurfi að vera fyrir þeim fullyrðingum sem settar séu fram. Spurður hvaða fullyrðingar á þessum umrædda drykk séu ekki leyfilegar nefnir Grímur fullyrðingu um að um hollustudrykk sé að ræða. Á heimasíðunni sé svo fullyrt að drykkurinn sé vatnslosandi án þess að rök séu fyrir því gefin. „En það eru kannski fyrst og fremst fullyrð- ingar um að drykkurinn veiti vörn gegn ýmsum kvillum,“ segir Grímur og bætir við að ekki þurfi reglugerð frá Evrópusambandinu til að banna slíkt. Ekki megi eigna matvælum lækningamátt. baldur guðmundsson blaðamaður skrifar: baldur@dv.is Ef meltingar-kerfið í líkaman- um starfar eðlilega, þá hreinsar það sig sjálft. Ofurdrykkir eru ekki til sönnun nauðsynleg Vísindalegar sannanir þurfa að vera fyrir auglýstum fullyrðing- um um virkni drykkja. sönnun nauðsynleg Vísinda- legar sannanir þurfa að vera fyrir auglýstum fullyrðingum um virkni drykkja. Dísilolía algengt verð verð á lítra 196,6 kr. verð á lítra 196,6 kr. Skeifunni verð á lítra 196,4 kr. verð á lítra 196,4 kr. algengt verð verð á lítra 197,9 kr. verð á lítra 197,7 kr. bensín Dalvegi verð á lítra 196,3 kr. verð á lítra 196,3 kr. Melabraut verð á lítra 196,4 kr. verð á lítra 196,4 kr. algengt verð verð á lítra 196,6 kr. verð á lítra 196,6 kr.e L d S n e y T i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.