Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2010, Blaðsíða 16
16 erlent 27. október 2010 miðvikudagur Flóðbylgja sem skall á Mentawai- eyjum, sem er vinsæll áfangastað- ur brimbrettafólks, hefur skilið eftir sig að minnsta kosti 115 fórnarlömb en talan hækkar stöðugt. Um 500 er enn saknað. Eyjarnar eru um 280 kílómetra undan strönd Súmötru og er aðeins hægt að komast þangað sjóleiðina. Símasamband hefur ver- ið slæmt og erfitt er að meta alvar- leika ástandsins enn sem komið er. Íslenskur jarðfræðingur er staddur á Súmötru og útskýrði í samtali við DV þær jarðhræringar sem eiga sér stað um þessar mundir en margir muna enn eftir risaskjálftanum í Indlands- hafi árið 2004, sem skildi eftir sig 23 þúsund manns í valnum í 12 löndum. Fékk eðlu í fangið Sæmundur Ari Halldórsson er jarð- fræðingur hjá Kaliforníuháskóla í San Diego. Fyrir tilviljun var hann stadd- ur í jarðfræðileiðangri um Súmötru og fann vel fyrir skjálftanum, og fékk meðal annars Gekkó-eðlu í fang- ið þegar hann stóð undir tré þegar skjálftinn reið yfir. „Þó skjálftinn hafi verið langt í burtu fundum við hann vel. Við vorum einmitt stödd í Padang sem fór mjög illa úr skjálfta fyrir rúm- um tveimur árum þar sem fimm þús- und manns fórust. Þessi skjálfti var afar stór og fjöldi sterkra eftirskjálfta fylgdi,“ segir Sæmundur. En hvernig útskýrir jarðfræðingurinn hina miklu jarðvirkni þar um slóðir? „Þarna tak- ast á tveir stórir flekar, ólíkt því sem er að gerast á Íslandi. Skjálftar verða sennilega hvergi eins stórir og þarna og því miður er afar erfitt að segja til um hvað kemur til með að gerast, að minnsta kosti enn. Þessi skjálfti er því sömu gerðar og skjálftarnir miklu í Síle og á Haítí. Flóðbylgjur fylgja oft svo stórum skjálftum enda á sér stað mikil tilfærsla á hafsbotninum sem sjórinn bregst við. Þær valda senni- lega mestu manntjóni. Eldgos eru afar tíð þar sem tveir flekar mætast enda undirliggjandi möttull auð- bræddari á svona svæðum og fyrir vikið hlaðast upp stór eldfjöll. „Ring of fire“ er hugtak sem lýsir firnalöng- um fjallgörðum sem myndast hafa fyrir tilstuðlan eldvirkni á flekamót- um. Við jaðar Kyrrahafsins eru nokkr- ir flekar að „sökkva“ undir aðra og því er mikil eldvirkni. Armur eldhrings Kyrrahafsins er stundum talinn teygja arma sína til Suðaustur-Asíu á tals- vert flókinn máta. Nú gýs til að mynda í fjallinu Merapi á Jövu sem gýs oft og títt.“ Þess má geta að vegna eldgossins í Merapi hafa 11 þúsund íbúar nær- liggjandi bæja þurft að yfirgefa heim- ili sín. Íbúar Indónesíu hafa í nógu að snúast þegar kemur að því að berjast við náttúruöflin. Sæmundur segir fólkið í leiðangr- inum hins vegar ekki í hættu og er meira að segja á leið upp á eldfjall í dag: „Við erum einmitt á leiðinni upp á Marapi á morgun [í dag], sem er annað eldfjall á Súmötru sem er oft ruglað saman við Merapi. Þar munum við taka sýni af eldfjallagasi og grjóti.“ Sæmundur segir hins vegar fréttir af eyjaskeggjum á Mentawai berast seint enda samskiptalínur víða rofnar og lít- ið um gervihnattasamband á svæðinu. Erfitt er að segja til um mannfall Flóðbylgjan kom í kjölfar jarðskjálfta á hafsbotni um 240 kílómetra frá Pa- dang, stærstu borg Súmötru. Mæld- ist skjálftinn 7,7 á Richter samkvæmt jarðfræðistofnun Bandaríkjanna. Skjálftinn átti sér stað á mánudags- kvöld og nokkrum tímum síðar skullu þriggja metra háar öldur á vestur- strönd Indónesíu, einna harðast á Mentawai-eyjaklasanum. Eyjarnar eru mjög afskekktar sem hefur, auk mikils öldugangs á svæðinu, gert allt björgunarstarf mjög erfitt. Tek- ur ferðalagið til eyjanna um 12 tíma við bestu aðstæður en nú er annað uppi á teningnum. Mujiharto, yfir- maður neyðarmiðstöðvar heilbrigð- isráðuneytisins í Djakarta, höfuðborg Indónesíu, hefur staðfest að hundr- uð húsa á eyjunum Pagai og Silabu hafi skolast á brott með flóðbylgj- unni. „Íbúar á Mentawai-eyjum segj- ast hafa séð flóðbylgju sem var um þriggja metra há og náði um 600 metra inn í land. Við höfum sent 200 líkpoka á vettvang, til öryggis,“ sagði Mujiharto. Ástralskra ferðamanna saknað Hópur Ástrala var á ferð um Ment- awai-eyjar þegar jarðskjálftinn reið björn tEitsson blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is Flóðbylgjan í Indónesíu Fjöldi fórnarlamba er enn á reiki vegna erfiðra björgunarskilyrða. Að minnsta kosti 115 eru látnir. Íslenskur jarðfræðingur á ferð á Súmötru fann vel fyrir skjálftanum. Flóðbylgjur fylgja oft svo stórum skjálftum enda á sér stað mikil tilfærsla á hafsbotninum sem sjór- inn bregst við. Þær valda sennilega mestu mann- tjóni. sæmundur Ari Halldórsson jarðfræðingur Skjálftaráþessusvæðierumjögtíðir ogþaðsérekkifyrirendannáþeim. Mentawai Svonavarumhorfseftirflóðbylgjuna íkjölfarrisaskjálftans2004.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.