Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2010, Blaðsíða 19
Í könnunum al- veg fram á þenn- an dag eru Ís- lendingar sagðir haminguríkastir allra þjóða. Engu líkara en að hag- vöxtur hamingj- unnar aukist með veldishraða þegar harðnar á dalnum. Og brátt sprengja þeir ef- laust hamingju- skalann. Allt er þetta svo undarlegt að menn sem lengi hafa dvalist í vel- ferðarsamfélögum erlendis hafa aldrei kynnst öðru eins. Kalli gamli Marx talaði um að trúarbrögðin væru ópíum fólksins en á Íslandi er það eymdin og volæðið sem virka eins og innspýting til himnaríkis. Annað hvort er þetta vitnisburður um vitsmuni og húmor landans eða þeirra sem gera slíkar kannanir. Því samtímis hamingjutölunum fjölgar íbúðum í eigu banka og Íbúðalána- sjóðs. Sagt er að þetta ótrúlega glaða fólk „gangi frá“ íbúðunum þegar það yfirgefur þær rétt eins og sígaunar/ rómafólk ku gera á meginlandi Evr- ópu þegar vegið er að þeim. Einnig fylgir fréttunum að fjármálastofnan- ir hóti lögsókn vegna þessara kátu kveðja íbúanna. Réttlaust utangarðsfólk Það sem vekur athygli er hvað þetta hamingusama fólk er í raun eitt og einmana. Eins og það lifi í einskis- mannslandi án bakhjarla og stuðn- ings og þurfi eitt að ráða fram úr öllu. Líkt og það sé réttlaust og lifi í sam- félagi án réttlætis. Þetta er áberandi meðal stéttlausa atvinnuleitenda og öryrkja sem án samningsréttar taka aðeins við því sem að þeim er rétt og standa í biðröðum fyrir utan mann- úðarstofnanir sem eru ekki í sumar- eða vetrarleyfi. Engu breytir þó Íslendingar hafi undirritað mannréttindasáttmála. Þeir fá sjaldnast lagagildi vegna and- stöðu atvinnurekenda og talsmanna þeirra. Ef það hendir eru settir fyrir- varar um að landsréttur sé hafinn yfir þjóðarrétt. Þannig eru mannréttinda- sáttmálar aðeins málamyndasamn- ingar í augum íslenskra stjórnvalda. Nú hefur heldur betur fjölgað í hópi utangarðsfólksins. Bæst hafa við einstaklingar sem eiga allt í einu ekki bót fyrir rassinn á sér og ráða ekki við skuldbindingar sem margfölduðust á einu andartaki. Líkt og þegar risa- stórir loftsteinar rákust á jörðina og eyddu risaeðlum. Að vísu voru loft- steinarnir íslenskir athafnamenn, ólíkindatól sem fyrirmunað var að skynja afleiðingar gjörða sinna. Við þennan forsendubrest bætt- ust við þúsundir ef ekki tugþúsundir einstaklinga án samningsréttar. Eng- inn rétti þeim litla fingur. Þeir voru álíka einir og hinir stéttlausu. Eina sem þeir gátu gert var á fara í fjöl- miðla og væla yfir óréttlætinu – eða fara á Austurvöll með hrossabresti og berja í tómar tunnur. Eða taka með sér teygju- eða lykkjubyssur og skjóta þaksaum og fúleggjum í holduga aft- urenda vitstola þingmanna hlaup- andi inn bakdyramegin þinghússins til að fá áfallahjálp forsetans og bisk- upsins. Innbyggð kyrrstaða Þann 16. nóvember 1976 var Wolf Biermann vísað úr landi til Vestur- Þýskalands. Þá voru mótmæli um allt Austur-Þýskaland í skjóli myrkurs. Daginn eftir fóru undirritaður og fé- lagarnir Bo og Leena í Ráðhúskjallar- ann í Dresden sem kemur fyrir í Slát- urhúsi 5, frægri bók Kurts Vonneguts. Við gengum í gegnum höggmynda- garðinn þar hjá. Hvarvetna hafði styttum verið velt af stalli. Þessi kraftbirtingarhljómur van- máttarins tröllríður húsum á Íslandi. Í alþjóðlegum tölfræðihandbókum er gefið í skyn að íslenskir launþegar séu afar stéttvísir. Þannig virðist það vera vegna skylduaðildar þeirra að hinum og þessum samtökum. En allir vita að þessi félög eru meira og minna steindauð og koma að litlu sem engu gagni fyrir hina stéttlausu og nýja ut- angarðsfólkið. Það á sig sjálft. Staðreyndin er sú að vinnumark- aðurinn hefur verið njörvað niður í eins konar spennitreyju. Samið er um kaup og kjör hinna lægstlaunuðu. Samningarnir ganga síðan yfir alla hina eftir ákveðnu forriti. Að þessu koma innan við 50 manns frá sam- tökum atvinnurekenda og ASÍ í sam- ráði við ríkisstjórn hvers tíma. Önn- ur félög koma hvergi nærri og fara stundum í verkfall. En ekki má rjúfa kyrrstöðuna og því hafa þau ekki er- indi sem erfiði. Með þessu fyrirkomulagi hef- ur vanmáttur kyrrstöðunnar verið byggður upp af hinum „stéttvísu“. En þegar hamingjuímyndin brest- ur grípa menn til örþrifaráða. Tískugúrúinn og sjónvarpsstjarnan KaRl BeRndsen hefur gefið frá sér bókina VAXI-n Finndu hvað fer þér best! Bókin er fyrsta bók Kalla sem er einn þekktasti hárgreiðslumaður landsins, hefur starfað með heims- frægum söngkonum og stjórnar hinum vinsæla þætti Nýtt útlit. AllAr konur fAl- legAr á sinn hátt 1 Hótað meiðingum vegna bókar um Catalinu Þórarni Þórarinssyni og Jakobi Bjarnari Grétarssyni hafa borist hótanir við skrif þeirra á væntanlegri bók um Catalinu M. Ncogo. 2 Hjúkrunarkona slökkti á öndunarvél fyrir mistök Bresk hjúkrunarkona náðist á myndband þegar hún slökkti óvart á öndunarvél sjúklings. 3 jón gnarr með ofnæmi en ekki lifrarbólgu Borgarstjórinn í Reykjavík fékk heift- arlegt ofnæmi fyrir pensillíni sem honum var gefið vegna sýkingar. 4 Passaðu þig á faCebook Friðrik Skúlason varar við mörgum varasömum gildrum á Facebook. 5 Hrinti manni fyrir lest Karlmaður lést eftir að honum var hrint fram af lestarpalli og fyrir lest á King‘s Cross-lestarstöðinni í Lundúnum í gærkvöldi. 6 reyndi að kúga fé af Heims-þekktri PoPPstjörnu Lundúnabúi hefur verið fundinn sekur um að kúga fé út úr heims- þekktri poppstjörnu sem fjölmiðlar mega ekki nafngreina af lagalegum ástæðum. mest lesið á dv.is myndin Hver er maðurinn? „Karl Berndsen hárgreiðslumeistari.“ Hvar ertu uppalinn? „Á Skagaströnd.“ Uppáhaldsmatur? „Indverskur og rjúpur.“ Hvaða litir eru allsráðandi um jólin? „Það verður mikið um glit, bæði djúpa gull-liti, glimmer og silfur.“ Hvað drífur þig áfram? „Metnaður og umhyggja fyrir að koma einhverju frá mér.“ afrek vikunnar? „Að koma bókinni minni í prentun.“ Uppáhaldsbók? „Bókin mín er alvolgust. Hún er í uppáhaldi núna.“ Hvar líður þér best? „Einhvers staðar uppi í sveit í rólegheitunum og í vinnunni.“ Átt þú þér fyrirmynd? „Enga ákveðna. Bara allt ákveðið framadrifið lið.“ Fallegasta kona sem þú hefur séð? „Get ekki gert upp á milli. Þær eru allar fallegar á sinn hátt.“ Hvað er fram undan? „Það eru að koma jól. Við erum að klára Nýtt útlit og svo kemur brjáluð vertíð fyrir jólin. Svo ætla ég að sjá til þess að allar konur kaupi bókina mína. Ekki veitir nú af.“ maður dagsins „Já, ég kannast við einn frambjóðanda. Það er Margrét Jensína Þorvaldsdóttir.“ KatRín alFa snoRRadóttIR 28 ÁRA KAFFIBARÞJóNN „Nei, ég kannast við einhverja en þekki engan persónulega.“ Jón VIðaR nJÁlsson 53 ÁRA VéLSTJóRI „ég þekki hana Lovísu Arnardóttur.“ steInaR ÞóR Gíslason 30 ÁRA KöRFuBoLTAKAppI „Já, ég þekki Ástþór Magnússon.“ olIVeR steInn BeRGsson 30 ÁRA NEMANdI „Nei, ég geri það ekki.“ eVa Rún ÁGústsdóttIR 16 ÁRA NEMI þekkir þú einHvern sem býður sig fram til stjórnlagaþings? dómstóll götunnar miðvikudagur 27. október 2010 umræða 19 kraftbirtingarhljómur vanmáttarins sævAr tjörvAson doktor í félagsfræði skrifar Bæst hafa við einstaklingar sem eiga allt í einu ekki bót fyrir rassinn á sér og ráða ekki við skuldbind- ingar sem margfölduð- ust á einu andartaki. kjallari Jesús og Íþróttaálfurinn KRotIð VíKUR Starfsfólk Reykjavíkurborgar sést nú á þönum í miðborginni við að fjarlægja krot af veggjum. Slík hreinsun er þó alla jafna skammgóður vermir. mynd sIGtRyGGUR aRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.