Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2010, Blaðsíða 24
,,Auðvitað eigum við að vinna Letta,“
sagði Guðmundur Þórður Guð-
mundsson, þjálfari íslenska hand-
boltalandsliðsins, við DV á æfingu
liðsins í Safamýri á þriðjudagskvöld.
Ísland mætir Lettlandi í kvöld, mið-
vikudagskvöld, í fyrsta leik undan-
keppni EM 2012, klukkan 19.40 en á
laugardaginn er svo leikur gegn Aust-
urríki ytra. „Við verðum að mæta á
fullu í þennan leik og gera þetta al-
mennilega. Það er mín krafa til leik-
mannanna. Allt annað er einfaldlega
ekki nægilega gott,“ sagði Guðmund-
ur ákveðinn en Lettar teljast seint
til sterkustu handboltaþjóða heims
og segir sig sjálft að silfur- og brons-
drengirnir eiga að fara létt með Letta
fyrir framan sitt fólk í Laugardalshöll-
inni.
Bilið að minnka
Guðmundur segist tiltölulega sáttur
við hvernig liðið hefur mætt í leiki
gegn þessum minni þjóðum undir
hans stjórn. „Þetta hefur verið mjög
gott fram að þessu en það verður að
halda því áfram. Bilið á milli góðu
liðanna og þeirra sem eiga að teljast
veikari er að minnka. Við unnum til
dæmis Eistland og Belgíu hér heima
í síðustu undankeppni mjög sannfær-
andi. En hvað gerðist svo? Við gerðum
jafntefli í Eistlandi og lentum í bull-
andi vandræðum í Belgíu. Þetta er
bara þannig íþrótt að það þarf að taka
hana á fullu, alltaf,“ sagði Guðmundur.
Ísland er án Guðjóns Vals Sigurðs-
sonar sem verður lengur frá vegna
meiðsla. Alexander Petersson verð-
ur ekki með gegn Lettum og einnig
há önnur smávægileg mein liðinu.
„Lexi verður ekki með en ég vona
að hann geti spilað gegn Austurríki.
Logi Geirsson er veikur en ég vona að
hann verði nú með. Eins finnur Aron
Pálmarsson aðeins til þannig að
ég veit ekki alveg með hann,“ sagði
Guðmundur.
Allt annað en sigur
er vonbrigði
Skyttan Arnór Atlason sem fór á kost-
um á Evrópumótinu í Austurríki í
byrjun árs var ekki með í fótboltan-
um sem leikmennirnir nota ætíð til
að hita sig upp. Hann snéri sig að-
eins á ökkla í fyrradag en hann verð-
ur með gegn Lettlandi. Hvað veit
hann um Lettana? „Við sáum þá bara
í fyrsta skiptið áðan á myndbandi.
Þetta var einhver leikur frá því í vor.
Þeir kunna alveg að spila handbolta.
Þeir eru með vinstri skyttu úr þýsku
Bundesligunni sem er væntanlega
þeirra aðalmaður,“ sagði Arnór og
viðurkenndi að sigur væri það eina
sem kæmi til greina.
„Við erum komnir á þann stall að
á heimavelli eigum við að vinna. Allt
annað er bara vonbrigði. Við höfum
samt sýnt það áður að við getum gert
ótrúlegustu hluti, bæði jákvæða og
neikvæða. Heilt yfir erum við samt
bara nokkuð rólegir yfir þessu,“ sagði
Arnór.
Gott og vont fyrirkomulag
Fyrir síðasta Evrópumót var tek-
ið upp nýtt fyrirkomulag á undan-
keppninni sem svipar til þess sem
er í knattspyrnunni. Það er að riðlar
STÓRLEIKUR Í KEFLAVÍK Fimmta umferð Iceland
Express-deildar karla í körfubolta verður leikin á fimmtudag og
föstudag. Stórleikur umferðarinnar er á föstudagskvöldið þegar
KR-ingar heimsækja Keflavík í Toyota-höllina. Keflavík hefur farið
afleitlega af stað í vetur og aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum
sínum en KR þrjá af fyrstu fjórum. Aðrir leikir eru á fimmtudaginn:
Njarðvík - Hamar, Tindastóll - Snæfell og Fjölnir - Haukar. Á föstu-
daginn mætast svo Keflavík og KR suður með sjó og Stjarnan fer á
Ísafjörð og heimsækir KFÍ. Allir leikir hefjast klukkan 19.15.
MIST SAMDI VIÐ VAL Valskonur sem hafa unnið
Íslandsmeistaratitilinn undanfarin fimm ár ætla sér greinilega
að sækja þann sjötta næsta sumar. Styrking fyrir næsta tímabil
er hafin og tilkynnti Valur um félagaskipti hinnar bráðefnilegu
Mist Edvardsdóttur frá KR. Mist er tvítug og á að baki 44 leiki í
efstu deild fyrir KR og Aftureldingu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson,
landsliðsþjálfari, talar ætíð um hana sem framtíðarlandsliðskonu,
en hún var í hópi íslenska landsliðsins á Algarve Cup í byrjun
þessa árs. Mist getur bæði spilað sem varnar- og miðjumaður.
MOLAR
BRÆÐUR LEIÐBEINA
RED BULL
n Bræðurnir Ralf og Michael Schum-
acher segja báðir að það sé kominn
tími á Red Bull að veita Mark
Webber allan
þann stuðning
sem mögulegt er
svo að liðið eigi
möguleika á að
eignast heims-
meistara í fyrsta
sinn. Þýsku
bræðurnir segja
að nú verði Red
Bull einfaldlega að setja liðsreglur
um að Webber sé númer eitt. „Nú
verður Red Bull bara að hugsa um
einn mann, Mark Webber,“ segir
Ralf í þýska tímaritinu Bild. „Vettel
verður að ná í eins mörg stig og
hann getur en Red Bull verður að
sjá til þess að Mark Webber vinni
titilinn,“ bætir Michael Schumacher
við. Webber er ellefu stigum á eftir
Fernando Alonso í stigakeppninni.
ÞARF AÐ LÍTA Í
EIGIN BARM
n Matthew Upson, fyrirliði West
Ham, viðurkennir að liðið þurfi að
líta í eigin barm ætli það að snúa
við genginu á
tímabilinu, en
West Ham er á
botni ensku úr-
valsdeildarinnar
eftir níu umferðir.
Liðið tapaði
fyrir Newcastle á
heimavelli síðast-
liðinn laugardag
og voru leikmenn West Ham baulaðir
af velli. „Stuðningsmennirnir hafa
fullan rétt á því að vera reiðir, sérstak-
lega þar sem við spiluðum svo illa í
seinni hálfleik. Nú verðum við bara
að komast að því hvað er að sem ein
heild. Knattspyrnustjórinn verður að
finna einhver svör og fara að vinna í
þeim. Það er eina leiðin til að laga það
sem er að,“ segir Upson.
DÓMARANUM HÓTAÐ
n Skoski dómarinn Willie Collum
hefur fengið nokkur hótunarsímtöl
eftir frammistöðu hans í fyrsta leik
erkifjendanna, Rangers og Celtic,
á þessu tímabili. Þetta var í fyrsta
skiptið sem Collum dæmdi í leik á
milli liðanna, sem Rangers vann, 3–1.
Neil Lennon, stjóri Rangers, gagn-
rýndi Collum harkalega eftir leikinn
en Collum gaf Rangers glórulausa
vítaspyrnu sem kom gestunum í 3–1.
Collum hefur greint lögreglunni frá
því að hann hafi svarað nokkrum
hótunarsímtölum þar sem menn
hafa lofað því að ráðast gegn honum,
konu hans og börnum.
ÁNÆGÐUR MEÐ
BRAMBLE
n Harðjaxlinn Alan Smith, sem leik-
ur með Newcastle í ensku úrvals-
deildinni, er ánægður með fyrrver-
andi liðsfélaga sinn, klaufabárðinn
Titus Bramble,
og hvernig hann
hefur farið af stað
með Sunderland.
„Við sáum það
hjá Newcastle
að hann var
jafngóður og
hver sem er
stundum. Mun-
urinn á honum þá og núna er að
hann er mun stöðugri í sínum leik.
Hann hefur alltaf verið góður, þess
vegna keypti Sir Bobby Robson
hann frá Ipswich þegar hann var
bara tvítugur. Nú er hann orðinn
þroskaðari og mun betri leikmaður,“
segir Smith en Bramble hefur ætíð
þótt vera einn mistækasti miðvörður
í sögu úrvalsdeildarinnar.
24 SPORT UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON tomas@dv.is 27. október 2010 MIÐVIKUDAGUR
Bardagaíþróttakappinn Gunnar Nel-
son mun glíma hér á landi 20. nóv-
ember við Englendinginn Michael
Russell á Icelandic Fitness and Health
Expo, heilsu- og líkamsræktarsýningu
sem fer fram í Reykjavík og Mosfells-
bæ dagana 19.–21. nóvember. Rus-
sell er breskur meistari í gólfglímu en
hann varð á sínum tíma yngsti Bret-
inn til að fá svarta beltið í brasilísku
Jiu-Jitsu. Gunnar Nelson hefur einn-
ig svarta beltið í Jiu-Jitsu en hann fékk
það frá Renzo Gracie sem hefur þjálf-
að hann í New York.
Bardaginn er ekki MMA-bardagi
eins og Gunnar hefur verið að keppa
í að undanförnu þar sem má berja frá
sér. Keppt verður í No-Gi-gólfglímu
(enginn keppnisgalli) með sömu regl-
um og eru á Abu Dhabi-mótinu sem
Gunnar sló í gegn á í fyrra.
„Þetta er bara „superfight“ sem
hróflar ekkert við árangrinum í MMA.
Þetta fer bara á grappling- eða Jiu-Jit-
su-ferilinn. Þessi Mitchell er sterkur.
Spekingar á spjallborðum ytra segja
að hann sé eini Bretinn sem gæti
mögulega unnið Gunna í glímu,“ seg-
ir Haraldur Nelson, faðir og umboðs-
maður Gunnars.
Gunnar hefur unnið ófá verðlaun-
in á No-Gi-gólflímumótum en hann
vakti gríðarlega athygli í fyrra þegar
hann lagði hinn risavaxna Jeff Mon-
son að velli í Abu Dhabi. Monson
er 140 kíló og einn sá alreyndasti í
glímubransanum.
Glíma Gunnars og Mitchells verð-
ur aðalatriðið á degi tvö á sýningunni
og verður „show“ í kringum hana
en hún fer fram í Laugardalshöll að
kvöldi 20. nóvember. tomas@dv.is
Ekki MMA-bardagi:
Gunnar glímir við sterkan Breta
Magnaður sigur Gunnar Nelson er engum líkur þegar kemur að því að glíma en
hann lagði hinn 140 kílóa þunga Jeff Monson í Abú Dabí í fyrra.
MYND JON SHOTTER/EFNSPORTS.COM
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu
í handbolta hefja leik í undankeppni EM
2012 á miðvikudagskvöld þegar þeir taka
á móti Lettum í Laugardalshöll. Á laugar-
daginn mætir liðið svo Austurríkismönn-
um ytra. Strákarnir sáu Lettana í fyrsta
skipti á myndbandi á þriðjudag en það er
ekkert launungarmál að Ísland á að vinna
Lettland. Guðmundur Guðmundsson
landsliðsþjálfari vill þó ekkert vanmat.
EIGUM AÐ VINNA
Þeir kunna alveg að spila hand-
bolta. Þeir eru með
vinstri skyttu úr þýsku
Bundesligunni sem er
væntanlega þeirra
aðalmaður.
VILL SIGUR Guðmundur
Guðmundsson heimtar
alvöru leik frá strákunum og
vill ekkert annað en sigur.
MYND SIGTRYGGUR ARI
ALLT ANNAÐ EN TAP VONBRIGÐI Arnór Atlason, vinstri skyttan knáa, segir að
Ísland eigi að vinna alla leiki á heimavelli. MYND SIGTRYGGUR ARI