Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2010, Blaðsíða 26
Lag með Sigur Rós í Hollywood-stórmynd: SIGUR RÓS Í OFVIÐRINU 26 FÓLKIÐ 27. október 2010 MIÐVIKUDAGUR Móri orðinn pabbi Rapparinn Móri eignaðist lítla stúlku á dögunum með kærustu sinni, Söru Ósk Ársælsdóttur. Þetta er fyrsta barn þeirra beggja og er mikil hamingja á heimilinu. Móri komst í fréttirnar þegar Erpur Eyvindarson ásakaði hann um að hafa reynt að stinga sig með hnífi þegar þeir mættu í útvarpsþáttinn Harmageddon í þeim tilgangi að gera upp deilumál sín á milli. Erpur sagðist hafa þurft að verja sig með skúringamoppu og taldi sig heppinn að ekki fór verr. Móri sagðist ekki hafa átt upptökin á deilunum og hugðust báðir kæra hinn. Heiða „lítil kerling“ Heiða Kristín Helgadóttir, varafor- maður og framkvæmdastjóri Besta flokksins, segir á Facebook-síðu sinni, Hannes Hólmstein Gissurarson kalla sig litla kerlingu og vísar í blogg- færslu Hannesar Hólmsteins Gissur- arsonar. Þar skrifar Hannes: „Nú ætla litlir karlar — eða öllu heldur litlar kerlingar — að skera á þennan þráð til fortíðar, þessa lífæð þjóðarinnar. Með því værum við að týna einhverju af sjálfum okkur, verða snauðari, rótlausari, minni. Vonandi mistekst þessu óhappafólki þetta eins og því hefur mistekist flest annað.“ Titill bloggsins er Skorið á lífæð og fjallar um áform meirihluta borgarstjórnar um að hætta að kenna kristinfræði í grunnskólum. Viðbrögð Heiðu voru þessi: „Hannes Hólmsteinn er að kalla mig „litla kerlingu“....ááááiiiii!“ Lag með hljómsveitinni Sigur Rós hljómar í stiklu stórmyndarinnar The Tempest sem frumsýnd verður um jólaleytið. Um er að ræða mynd byggða á klassísku verki Willi- ams Shakespeare sem kallast á ís- lensku Ofviðrið. Myndin er hlaðin heimsþekktum leikurum og ber þar helst að nefna Helen Mirren, Dji- mon Hounsou, Alfred Molina, Alan Cumming, Chris Cooper og breska grínistann Russell Brand. Lagið sem hljómar í lok stikl- unnar heitir Sæglópur en það kom út á plötunni Takk árið 2005. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lög með sveitinni hljóma í stiklum stór- mynda en sem dæmi má nefna Children of Men  frá árinu 2006 og Óskarsverðlaunamyndina Slumdog Millionaire frá árinu 2008. Meðlimir Sigur Rósar eiga þó ekki bara lög í frægum myndum því Jónsi, söngvari sveitarinnar, á lag í tölvuleiknum FIFA 11. Lagið heitir Around Us og er af fyrstu sólóplötu kappans. FIFA 11 er einn vinsælasti íþróttaleikur heims frá upphafi en enginn leikur hefur selst jafn hratt á fyrstu söluhelgi. Þá seldust 2,6 milljón eintök af leiknum en ætla má að þau verði á endanum á milli 10 og 20 milljónir. Þess má til gamans geta að Of- viðrið verður sýnt í Borgarleik- húsinu í vetur. Verkið verð- ur frumsýnt 29. desember en á meðal leikara eru Ingvar E. Sigurðsson,  Hilmir Snær Guðnason,  Jörundur Ragn- arsson,  Þröstur Leó Gunnarsson, Sigrún Edda Björnsdótt- ir,  Guðjón Davíð Karlsson og Hall- dór Gylfason. asgeir@dv.is „Ég kom bara heim um ellefuleytið í gærkvöld [fyrra- kvöld] og sá gardínurnar á gólfinu. Þá vissi ég að eitt- hvað hafði gerst,“ segir knattspyrnukappinn Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Coventry og íslenska landsliðs- ins. Brotist var inn til Arons í fyrrakvöld og var stolið verð- mætum úrum sem hann hafði safnað sér, PlayStation- tölvu, ferðatölvu og símum sem hann var hættur að nota. „Þetta er leiðinlegt en svona kemur fyrir. Ég var kom- in með nokkur úr í safnið en þau eru öll horfin. Ég talaði samt við félaga minn í dag sem þekkir aðeins til undir- heimanna hérna í Coventry. Hann ætlar að athuga hver dirfðist að brjótast inn í húsið mitt og kanna hvort mögu- leiki sé að fá eitthvað af þessu aftur,“ segir Aron sem er þó mest feginn að hafa ekki verið heima þegar innbrotið átti sér stað. „Maður veit aldrei á hverju svona gaurar eru þegar þeir standa í svona og hvað þeir geta gert þegar þeir eru í annarlegu ástandi. Lögreglan kemur á morgun og ætl- ar að taka fingraför en ég veit ekkert meira eins og er. Ég mæti bara á æfingar og reyni að standa mig,“ segir Aron. Engu persónulegu var stolið nema auðvitað þeim gögnum sem eru í ferðatölvunni hans. Þar voru meðal annars myndir af honum og fyrrverandi kær- ustu hans, ofurbombunni Charlotte Toon, sem er að gera það gott þessa dagana sem fyr- irsæta í Bretlandi. „Það er leiðinlegast að þeir hafa tekið tölv- una. Það er bara virkilega óþægilegt. Svo fóru þeir líka í gegnum launaseðlana mína þannig ætli maður fari ekki að sjá fréttir um hvað mað- ur er með í laun í einhverju blaðinu. Þeir létu samt málverk sem ég er með í forstofunni vera sem og nokkrar jólagjafir sem mamma var búin að kaupa handa litlu frændum mínum,“ segir Aron sem ætlar ekki að flytja úr húsinu, allavega ekki í bráð. „Mér finnst það ekki líklegt. Það eru nokkrar heimsóknir til mín framundan. Mamma og pabbi eru til dæmis að koma. Ég efast nú um að þessir þjófar mæti aftur. Ég fer allavega núna að gera arm- beygjur á kvöldin til að vera klár þegar þeir koma næst,“ segir Aron Einar Gunnarsson hlæjandi að lokum. tomas@dv.is Bíræfnir þjófar brutust inn til landsliðshetjunnar Arons Einars Gunnarssonar á heimili hans í Coventry og stálu verðmætum hlutum. Þjófarnir fóru í gegnum launaseðla Arons en tóku enga persónulega hluti. Næst verð ég tilbúinn ARON EINAR GUNNARSSON: Þjófarnir stálu meðal annars úrum, ferðatölvu og PlayStation-tölvu. Hlutirnir á myndinni eru ekki hlutirnir sem var stolið. Feginn að vera ekki heima Aron Einar prísar sig sælan að hafa ekki verið heima fyrir þegar innbrotið átti sér stað. Jónsi Á einnig lag í leiknum FIFA 11. The Tempest Er hlaðin stórleikurum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.