Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2010, Blaðsíða 6
Danskt dreifingar- og framleiðslufyr-
irtæki í eigu Sigurjóns Sighvatsson-
ar kvikmyndaframleiðanda, Scan-
box Entertainment Group, skuldaði
fjárfestingarbankanum Straumi-
Burðarási tæpa 6 milljarða króna
við bankahrunið árið 2008. Skuldin
er tilkomin vegna yfirtöku Sigurjóns
á fyrirtækinu sumarið 2007. Þetta
kemur fram í skýrslu rannsóknar-
nefndar Alþingis.
Sonur Sigurjóns, Þórir, segir að
félagið sé ennþá í rekstri og að greitt
sé af skuldunum. „Félagið er enn-
þá í rekstri. Við erum í stjórn, ég
og pabbi. Straumur er með okkur í
þessu. Félagið er bara að sýna kvik-
myndir í Danmörku, Finnlandi, Nor-
egi og Svíþjóð,“ segir Þórir og bætir
því við aðspurður að félagið líkist ís-
lenska afþreyingarfyrirtækinu Senu.
Aðspurður hvort einhverjar af-
skriftir hafi verið á skuldum Scanbox
segir Þórir að svo sé ekki. „Nei, það
hefur ekkert verið afskrifað. Félagið
er í ágætis rekstri,“ segir Þórir. Hann
segir að meðal þess sem Scanbox
geri núna sé að dreifa nýjustu kvik-
mynd Woody Allen á Norðurlöndun-
um auk þess sem það sé að framleiða
nokkrar bíómyndir.
DV náði ekki tali af Sigurjóni sjálf-
um þar sem hann er staddur í Hong
Kong um þessar mundir.
Stefnt vegna skulda
Kvikmyndafyrirtæki Þóris, Zik Zak
kvikmyndir, og Sigurjóni hefur verið
stefnt vegna skuldar við Landsbank-
ann og er fyrirtaka í málinu í dag,
miðvikudag. Þórir segir að Sigurjóni
sé einnig stefnt vegna þess að hann
sé í ábyrgð vegna skulda félagsins.
„Pabbi tengist þessu ekki neitt. Hann
er bara ábyrgðarmaður. Hann skrif-
aði upp á fyrir mig.“
Þórir vill ekki gefa upp nákvæm-
lega hversu há skuld félagsins er en
segir að hún sé lægri en 100 milljón-
ir. Reikna má með að skuldin hlaupi
á tugum milljóna króna. „Þetta er
bara skuld á félagið sem við erum
að reyna að leysa... Það eru búnar að
vera viðræður lengi við bankann um
þessa skuld. En ég geri fastlega ráð
fyrir að við göngum frá þessu,“ segir
Þórir en enginn ársreikningur er til
fyrir Zak Zak hjá Lánstrausti frá ár-
inu 2005.
Í ársreikningi Zik Zak eignar-
haldsfélags, móðurfélags Zik Zak
kvikmynda, sem skilað var til árs-
reikningaskrár fyrir skemmstu kem-
ur fram að félagið sé í þokkalegum
rekstri. Félagið skilaði hagnaði upp á
rúmar 24 milljónir króna í fyrra og eru
eignirnar skráðar jafn háar og skuld-
irnar: Rúmlega 93 milljónir króna.
Stærstur hluti eigna félagsins, tæpar
79 milljónir króna, eru viðskiptakröf-
ur sem ekki eru skilgreindar nánar.
Félagið ætti því að eiga eignir til að
standa í skilum við Landsbankann,
að því gefnu að félagið geti innheimt
viðskiptakröfurnar.
Þórir segir að skuldamálið í
Landsbankanum tengist Scanbox
ekki að neinu leyti.
Efast um rekstrarhæfi
Í skýrslu rannsóknarnefndar Al-
þingis kemur fram að Scan ehf., nú-
verandi meirihlutaeigandi Scanbox
sem er í eigu þeirra Sigurjóns og Þór-
is, hafi haft samband við Straum-
Burðarás í Kaupmannahöfn og beð-
ið um fjármögnun í tengslum við
yfirtökuna á dreifingarfyrirtækinu.
Scan ehf. á 75 prósenta hlut í Scan-
box og er bókfært verð hans rúmlega
67 milljónir króna. Í lánagögnum frá
Straumi-Burðarási frá sumrinu 2007,
sem vitnað er til í skýrslunni, seg-
ir að bankinn telji það vera gott við-
skiptatækifæri að fjármagna Scan-
box. „Við teljum, að hér sé á ferðinni
gott viðskiptatækifæri,“ segir í lána-
gögnunum. Meðal lánanna sem af-
greidd voru til Scan ehf. í tengsl-
um við fjármögnunina á Scanbox
var kúlulán til fimm ára að upphæð
50 milljónir króna. „DKK 50 m til
Scan Ehf. (SCAN). Yfirtökulán 5 ára
kúla Libor +3,00% +2,50 uppsafnað,“
segir í gögnunum í skýrslunni. Um-
rætt kúlulán er því ekki enn komið á
gjalddaga – gerir það ekki fyrr en árið
2012.
Í ársreikningi Scan ehf. fyrir árið
2009, sem skilað var til ársreikninga-
skrár fyrir skömmu, sést hins veg-
ar hversu slæm staða félagsins er:
Tapið á rekstri félagsins var rúmlega
240 milljónir króna í fyrra. Eigið fé
er sömuleiðis neikvætt um rúmlega
1.740 milljónir króna. Í ársreikningn-
um bendir endurskoðandi félags-
ins sérstaklega á þessa staðreynd til
að undirstrika rekstrarhæfi félags-
ins: „Án þess að gera fyrirvara við
álit okkar viljum við vekja athygli á
að samkvæmt efnahagsreikningi er
bókfært eigið fé neikvætt um 1.741
millj. kr.“ Skuldir félagsins eru nærri
tveir milljarðar króna, þar af kúlulán-
ið í dönskum krónum sem nefnt var
hér að ofan.
Félagið á að greiða meira en 1.200
milljónir króna af skuldum sínum á
þessu ári.
Því er ljóst að þetta eignarhalds-
félag Sigurjóns og sömuleiðis Scan-
box standa langt í frá vel um þess-
ar mundir. Skuldir Scan ehf. eru til
dæmis um 30 sinnum hærri en bók-
fært verð eignarhlutar félagsins í
Scanbox og er ljóst að félagið mun
eiga í erfiðleikum með að standa í
skilum með þessar himinháu skuldir.
6 FRÉTTIR 27. október 2010 MIÐVIKUDAGUR
F Á K A F E N I 9 - - S í m i : 5 5 3 7 0 6 0
O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6
ÞÆGILEGIR & LÉTTIR
www.gabor.is
Sérverslun með
Stærðir 35-42
Verð kr. 16.495.-
MILLJARÐASKULDIR
FÉLAGS SIGURJÓNS
Útrás Sigurjóns Sighvatssonar kvikmyndaframleiðanda til Danmerkur var fjármögn-
uð með milljarða króna lánveitingum frá Straumi árið 2007. Sonur hans segir engar
skuldir hafa verið afskrifaðar. Skuldir tveggja félaga þeirra námu um sex milljörðum
við hrunið 2008 og er eigið fé annars þeirra neikvætt um nærri tvo milljarða króna.
Fyrsti vinningshafinn í Facebook-leik DV:
Vann iPod Nano
Gíslína Vilborg Ólafsdóttir datt í
lukkupottinn á föstudaginn þegar
dregið var í Facebook-leik DV. Gísl-
ína Vilborg hlaut nýjasta og flott-
asta iPod Nano-tónlistarspilarann
frá Apple fyrir það eitt að vera vin-
ur DV.is á Facebook. Af þúsundum
vina DV varð Gíslína sú heppna en
dregið verður í Facebook-leiknum á
hverjum föstudegi til 14. desember
þar sem vinir DV.is eiga möguleika
á fjölda veglegra vinninga. Í desem-
ber verður síðan stóri vinningurinn
dreginn út – iPad frá Apple sem farið
hefur sigurför um heiminn.
Gíslína Vilborg var að vonum
ánægð þegar hún sótti vinninginn í
höfuðstöðvar DV að Tryggvagötu 11
í gær. Það var Stefán Torfi Sigurðs-
son, rekstrarstjóri DV, sem afhenti
vinningshafanum iPod-inn. Gíslína
sagði hann koma að góðum notum
en hún hyggst gefa dóttur sinni spil-
arann í átta ára afmælisgjöf í dag og
hún ætti því að vekja mikla lukku.
Viljir þú eiga möguleika á að
vinna veglega vinninga getur þú
fundið DV.is á Facebook, gerst vin-
ur, mælt með síðunni við vini þína
og þú ert komin/n í pottinn.
mikael@dv.is
Alsæl með iPod Gíslína Vilborg
var að vonum ánægð með
vinninginn sem hún ætlar að gefa
dóttur sinni í afmælisgjöf.
Sex mánaða
fangelsi
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi á
þriðjudag mann í sex mánaða fang-
elsi fyrir húsbrot, brot gegn vald-
stjórninni, hótanir, líkamsárás og
eignaspjöll. Brotin framdi maðurinn
í Vestmannaeyjum 17. og 22. febrú-
ar. Maðurinn játaði sök en hann
mun eiga nokkuð langan sakaferil að
baki samkvæmt því sem fram kemur
í dómskjölum.
Dekkjaþjófur
handtekinn
Karlmaður á fertugsaldri var hand-
tekinn í Kópavogi aðfaranótt þriðju-
dags þar sem hann reyndi að stela
dekkjum undan bifreið. Tilkynning
um grunsamlegar mannaferðir barst
lögreglu á fjórða tímanum en lög-
reglumenn héldu þegar á vettvang.
Þessi óprúttni aðili reyndi að komast
undan á tveimur jafnfljótum en var
hlaupinn uppi af fótfráum lögreglu-
mönnum. Þjófurinn var ekkert á því
að gefast upp og beitti felgulykli til
að reyna að forðast handtöku. Það
hafði ekkert að segja og var maður-
inn yfirbugaður fljótt og örugglega
og síðan færður í fangageymslu.
Eiríkur vill á
stjórnlagaþing
Eiríkur Bergmann, doktor í
stjórnmálafræði og forstöðumað-
ur Evrópufræðaseturs Háskólans
á Bifröst, er meðal þeirra sem
bjóða sig fram til stjórnlagaþings.
Í tilkynningu frá Eiríki kemur
fram að eftir hrun sé brýnt að
leggja nýjan sáttagrunn undir
íslenskt samfélag og endurskoða
hina „danskættuðu stjórnarskrá“.
Eiríkur vill meðal annars að
forsætisráðherra verði kosinn
beinni kosningu, stjórnmálakerf-
ið verið brotið upp með því að
opna fyrir persónukjör í þing-
kosningum, þjóðaratkvæða-
greiðslu verði beitt í auknum
mæli og að kjördæmaskiptingin
verði afnumin.
INGI F. VILHJÁLMSSON
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
Nei, það hefur ekkert verið
afskrifað.
Félög Sigurjóns í vanda
Tvö félög í eigu Sigurjóns
Sighvatssonar eru skuldsett
fyrir milljarða króna.
Eiginfjárstaða annars þeirra
er neikvæð um nærri 2
milljarða króna.
Um Scanbox úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis
„Scanbox Entertainment Group var kvikmyndafyrirtæki í Danmörku. Félagið var
í hópi stærstu dreifingaraðila á kvikmyndum á Norðurlöndum og átti einnig
safn norrænna kvikmynda. Sigurjón Sighvatsson keypti meirihluta í félaginu í
ársbyrjun 2006 en sumarið 2007 tók hann félagið alfarið yfir með fjármögnun frá
Straumi. Ráðgjafar Sigurjóns við fyrri kaupin voru FIH, dótturfélag Kaupþings.
Einn liður í þeirri framkvæmd var að Kaupþing fékk „rétt“ (warrant) að 25% af
bréfum í Scanbox Entertainment Holding A/S. Á tímabilinu janúar 2007 til október
2008 kemur til fyrirgreiðsla Straums við Scanbox, alls um 5,8 milljarðar króna eða
39,9 milljónir evra.“
6 MILLJARÐA LÁN