Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2010, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2010, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 27. október 2010 FRÉTTIR 11 SMÁKÓNGAVELDI SVEITARFÉLAGANNA REYKJAVÍK Íbúafjöldi 1. júlí 2010: 118.488 Kostnaður við yfirbyggingu: 2.862.944.000 kr. Kostnaður á hvern íbúa: 24.175 kr. SELTJARNARNES Íbúafjöldi 1. júlí 2010: 4.353 Kostnaður við yfirbyggingu: 192.115.000 kr. Kostnaður á hvern íbúa: 43.603 kr. HAFNARFJÖRÐUR Íbúafjöldi 1. júlí 2010: 25.937 Kostnaður við yfirbyggingu: 724.693.000 kr. Kostnaður á hvern íbúa: 28.011 kr. KÓPAVOGUR Íbúafjöldi 1. júlí 2010: 30.546 Kostnaður við yfirbyggingu: 719.388.000 kr. Kostnaður á hvern íbúa: 23.731 kr. GARÐABÆR Íbúafjöldi 1. júlí 2010: 10.737 Kostnaður við yfirbyggingu: 338.354.000 kr. Kostnaður á hvern íbúa: 31.959 kr. ÁLFTANES Íbúafjöldi 1. júlí 2010: 2.530 Kostnaður við yfirbyggingu: 104.247.000 kr. Kostnaður á hvern íbúa: 41.302 kr. MOSFELLSBÆR Íbúafjöldi 1. júlí 2010: 8.562 Kostnaður við yfirbyggingu: 231.570.000 kr. Kostnaður á hvern íbúa: 27.157 kr. Ef kostnaður við yfirbyggingu sveitarfélaga er skoðaður í samhengi við kostnað yfirbyggingar á hvern íbúa í sveitarfélaginu er ljóst að mun hagkvæmara er að reka sveitarfélög í stærri einingum. Kostnaður á hvern íbúa er mestur í minnstu sveitarfé- lögunum á höfuðborgarsvæðinu; Álftanesi og Seltjarnarnesi. *Yfirbygging sveitarfélags: Sameigin- legur rekstrarkostnaður allra sviða sem heyra undir sveitarfélagið. SMÆÐIN ER ÓHAGKVÆM Seltjarnarnes GUÐMUNDUR MAGNÚSSON, forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi (D-listi), segir umræður um þessi mál ekki hafa verið í gangi á Seltjarnarnesi enda hafi rekstur bæjarfélagsins gengið vel á undanförnum árum. Þá segir Guðmundur jafnframt að fjárhags- staða sveitarfélagsins sé traust þrátt fyrir mikinn tekjusamdrátt vegna efn- hagshrunsins. Hann segir Seltirninga ánægða með þá gæðaþjónustu sem bærinn veiti. Guðmundur telur líklegt að jafn mikil hagræðing næðist fram með meiri samvinnu sveitarfélaga án sameiningar þeirra. „Samkeppni er að mínu mati nauðsynleg á milli sveitarfélaga, en á sama tíma eiga sveitarfélögin að sýna ráðdeild og eiga með sér gott samstarf og sam- vinnu.“ Þá vill Guðmundur benda á að Seltirningar eigi sína eigin hitaveitu sem er skuldlaus og með gjaldskrá sem er lægri en víðast hvar. Hafnarfjörður LÚÐVÍK GEIRSSON, varabæjar- fulltrúi í Hafnarfirði og fyrrverandi bæjarstjóri (S-listi), segist ekki hafa verið talsmaður þess að sameina stærstu sveitarfélög landsins. „Ég vil miklu frekar að mynduð sé sameig- inleg stór höfuðborgarstjórn sem haldi utan um helstu sameiginlegu hagsmunamál svæðisins, sem sagt skipulags-, umhverfis-, samgöngu-, atvinnu-, heilbrigðis- og öryggismál,“ segir Lúðvík og bendir á að slíkt hafi gefist vel í nágrannalöndum okkar og haft margvíslega hagræðingu í för með sér. Kópavogur PÉTUR ÓLAFSSON, bæjarfulltrúi í Kópavogi (S-listi), segir sameiningu mál sem sveitarstjórnarfólk á höfuðborgarsvæðinu verði að skoða með opnum huga. „Samkeppni hefur einkennt samspil þessara sveitarfé- laga frekar en samstarf og því þarf að breyta,“ segir Pétur. Hann bendir jafnframt á að það sé sérkennilegt að sveitarfélögin vinni ekki meira saman að sameiginlegum verkefnum og segir nauðsynlegt að setja aukin kraft í að kortleggja vettvang samstarfsins því einungis þannig vitum við hver hagræðingin sé. Hann bendir á að sveitarfélgin standi mörg hver frekar illa og því sé eðlilegt að hugmyndir um sameiningu kvikni á þessum tíma. „Hins vegar verðum við að passa okk- ur á því að sameina ekki sveitarfélög eingöngu vegna þess að tíðarandinn segi okkur að gera það.“ Mosfellsbær HERDÍS SIGURJÓNSDÓTTIR, formaður bæjarstjórnar í Mosfellsbæ (D-listi), hefur ekki trú á að sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu muni sameinast á næstunni en segir þau hjá Mosfellsbæ hafa komið upp með hugmynd um að skipta höfuðborgar- svæðinu upp í þrjú sveitarfélög. „Ég vil horfa á sameiningu út frá getu til þjónustu við íbúa og því gæti verið gott fyrir minni sveitarfélög að sam- einast til að ná að sinna lögbundnum nærþjónustuverkefnum,“ segir Herdís. Hún segir jafnframt að stærri sveit- arfélög á höfuðborgarsvæðinu hafi burði til að sinna slíkum verkefnum. ÁLIT BÆJARFULLTRÚA yrðu Hafnfirðingar þannig áfram Hafnfirðingar, gætu ráðið heilm- iklu um sín mál og héldu sínum sérkennum. „Kerfið eins og það er hefur leitt til ofboðslega dýrkeyptr- ar óráðsíu og þetta smákóngaveldi hefur bara gagnast smákóngun- um en ekki hinum almenna íbúa,“ segir Hjálmar sem telur meginat- riðið til langs tíma ekki endilega vera sparnað heldur frekar betra skipulag og skynsamlegri stjórn- sýsla. Svona stjórnareiningar mega ekki verða of stórar því þá verður of mikil fjarlægð á milli stjórnvaldsins og borgaranna,“ segir Hjálmar sem óskar þess að sameining sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu muni eiga sér stað sem allra fyrst. Misjafnar áherslur sveitarfélaga Blaðamaður leitaði til nokkurra bæjarfulltrúa á höfuðborgarsvæð- inu og kannaði áhugann á sam- einingu sveitarfélagana. Í ljós kom að mismiklar áherslur eru lagðar á þessi mál eftir sveitarfélögum og virðist það skipta töluverðu máli hvernig bæjarfélögin standa fjár- hagslega. Sveitarfélög sem standa vel virðast síður sjá hag sinn í sam- einingu. Í því samhengi er vert að benda á að Álftanes, sem komið er í greiðsluþrot, hefur þegar hafið sameiningarviðræður við Garða- bæ og Seltirningar, sem standa vel fjárhagslega, hafa ekki rætt sam- einingarmál. Þá komu einnig fram mismunandi hugmyndir um sam- keppni og samvinnu sveitarfélaga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.