Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2010, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2010, Side 3
en hann hefur sagt að hann hyggist kaupa um þriðjung þeirra hlutabréfa í Sjóvá sem í boði eru. Í svari Seðlabankans við spurn- ingum DV um málið kemur fram að Seðlabankinn sé meðal annars að skoða hvort hægt sé að heimila viðskipti eins og Heiðar ætlaði að stunda án þess að þau grafi unda gjaldeyrishaftalögunum. „Seðla- bankinn hefur hins vegar til skoð- unar hvort hægt sé að heimila að löglega fengnar aflandskrónur séu fjárfestar til lengri tíma í innlendu at- vinnulífi eða öðrum verkefnum hér á landi. Þá þarf að búa svo um hnútana að aðgerðin grafi ekki undan höft- unum að öðru leyti. Slík fjárfesting verður hins vegar ekki lögleg fyrr en viðeigandi breytingar hafa verið til- kynntar opinberlega. Löglega fengn- ar aflandskrónur í framangreindum skilningi eru krónur sem aðili hefur eignast fyrir 28. nóvember 2008, þeg- ar takmörkunum eða stöðvun á til- teknum flokkum fjármagnshreyfinga var komið á með reglum um gjald- eyrismál.“ Samkvæmt þessu svari þarf það því að hafa verið þannig að Heiðar Már og aðrir fjárfestar sem ætluðu að koma krónum til landsins með þessum hætti hafi keypt þær fyrir lok nóvember árið 2008. Ef það var ekki raunin eru krónurnar ekki fengn- ar með löglegum hætti og þá getur bankinn ekki heimilað viðskiptin. Einkennileg staða Seðlabankans Seðlabanki Íslands er því í afar ein- kennilegri stöðu vegna sölunn- ar á Sjóvá. Á sama tíma og bankinn er stærsti einstaki hluthafi Sjóvár, hann á um 73 prósenta hlut í gegn- um Eignasafn Seðlabanka Íslands, þá hefur hann einnig verið að at- huga hvort einn úr fjárfestahópnum sem á í viðræðum við Íslandsbanka um að kaupa félagið hafi brotið regl- ur um gjaldeyrismál þegar hann kom með fjármagn hingað til lands til að kaupa tryggingafélagið. Seðlabank- inn kemur að því að sölunni á Sjóvá á að minnsta kosti tvenns konar hátt: annars vegar sem seljandi og hins vegar sem eftirlitsaðili með þeim að- ferðum sem notaðar hafa verið til að fjármagna kaupin. Ljóst er því að Már Guðmundsson virðist vera í nokkuð erfiðri stöðu og mun líkast til vilja ganga úr skugga um að engar reglur Seðlabanka Ís- lands hafi verið brotnar við fjármögn- unina á Sjóvá áður en hann skrifar upp á söluna fyrir hönd bankans. Fjármálaeftirlitið er einnig að at- huga hvort Heiðar Már og viðskipta- félagar séu hæfir til að fara með virk- an eignarhluta í tryggingafélagi eins og Sjóvá áður en af kaupunum verð- ur þarf stofnunin að kvitta upp á hæfi þeirra. Heiðar Már hefur sagt að um- fjöllun DV um stöðutökur hans gegn krónunni kunni að hafa áhrif á þetta mat Fjármálaeftirlitisins. Að sama skapi er líklegt að fjármögnun Heið- ars á Sjóvár-hlutnum kunni að hafa áhrif á skoðun Más og Seðlabankans á því hvort Heiðar og félagar hans fái að kaupa tryggingafélagið af Seðla- bankanum, íslenska ríkinu. Seðlabankinn gat ekki svarað þeirri spurningu DV hvort þessi við- skipti Heiðars Más myndu hafa áhrif á sölu Seðlabankans á Sjóvá til hans og viðskiptafélaga hans. miðvikudagur 3. nóvember 2010 fréttir 3 HEIÐAR MÁR TIL RANNSÓKNAR Hæfi eigenda – hluti 43. greinar laga um vátryggingafélög: „Fjármálaeftirlitið leggur mat á hvort sá sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut sé hæfur til að eiga hlutinn með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs vátryggingafélags. Við mat á hæfi viðkomandi skal m.a. höfð hliðsjón af eftirfarandi: 1. Orðspori þess sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut.“ Hæfi eigenda Fjárfestahópurinn sem vill kaupa Sjóvá: n Heiðar Már Guðjónsson n Ársæll Valfells n Guðmundur Jónsson n Berglind Jónsdóttir n Frjálsi lífeyrissjóðurinn n Stefnir – eignastýringarfyrirtæki Arion banka Fjárfestarnir n Eignasafn Seðlabanka Íslands: 73 prósent n SAT – eignarhaldsfélag Glitnis: 17,7 prósent n Íslandsbanki: 9,3 prósent Hluthafar í Sjóvá Síðan hefur kom-ið í ljós að það var einhver misnotkun þarna. DV sendi Seðlabanka Íslands spurn- ingar um viðskiptin sem greint var frá í Viðskiptablaðinu í ágúst og stöðuna á rannsókninni á þeim. DV: „Hver er afstaða Seðlabanka Íslands í dag til slíkra viðskipta og af hverju hefur bankinn þá afstöðu sem hann hefur?“ SÍ: „Afstaða Seðlabanka Íslands til slíkra viðskipta er óbreytt enda fer afstaða Seðlabanka Íslands saman við túlkun á þeim reglum um gjaldeyrismál sem í gildi eru á hverjum tíma.“ DV: „Leit Seðlabankinn á slík viðskipti sem brot á gjaldeyrishaftalögum?“ SÍ: „Viðskipti sem eru ekki í samræmi við það sem heimilað er í gjaldeyrisreglum og leiðbeiningum við þau teljast brot á gjaldeyrisreglum.“ DV: „Í fréttinni kemur fram að undan- þága hafi verið í reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrisviðskipti sem heimilaði aðilum að kaupa skuldabréf íslenskra fyrirtækja með aflandskrónum. Er sú undanþága enn til staðar?“ SÍ: „Engin undanþága er í gjaldeyr- isreglunum sem heimilar kaup á fjármálagerningum með aflandskrón- um. Hins vegar er ákveðin ívilnun veitt í leiðbeiningum með reglunum til handa erlendum fjármálafyrirtækjum. Erlendum fjármálafyrirtækjum er heimilt að kaupa fjármálagerninga (sem Seðlabanki Íslands hefur metið hæf til tryggingar í viðskiptum við bankann, sbr. 11. gr. reglna nr. 553/2009 um við- skipti fjármálafyrirtækja við Seðlabanka Íslands) útgefna í innlendum gjaldeyri og greiða fyrir þau kaup með millifærslu af svokölluðum Vostro reikningum sínum. Í því felst að fyrirtækjunum er heimilt að greiða fyrir slíka fjármála- gerninga með aflandskrónum. Heimild þessi er bundin við kaup hinna erlendu fjármálafyrirtækja fyrir eigin reikning og er þeim aðeins heimilt að kaupa fjármálagerninga sem Seðlabankinn hefur metið hæf til tryggingar, sbr. nánar hér á eftir: n Samkvæmt heimild í bráðabirgða- ákvæði í lögum nr. 87/1992, um gjald- eyrismál, setti Seðlabanki Íslands reglur um gjaldeyrismál í þeim tilgangi að tak- marka og stöðva tímabundið fjármagns- hreyfingar og gjaldeyrishreyfingar teldi bankinn slíkar hreyfingar fjármagns til og frá landinu valda alvarlegum og verulegum óstöðugleika í gengis- og peningamálum. Samkvæmt 3. mgr. 2. gr. núgildandi reglna um gjaldeyrismál, nr. 370/2010, eru allar fjármagnshreyf- ingar á milli landa í innlendum gjaldeyri óheimilar. Þó eru samkvæmt 3. tölulið ákvæðisins undanþegin viðskipti með fjármálagerninga sem útgefnir eru í inn- lendum gjaldeyri, fari greiðsla fram með úttektum af reikningi í eigu kaupanda hjá fjármálafyrirtæki hér á landi. n Seðlabanki gaf út leiðbeiningar með framangreindum reglum 4. maí 2010 með viðbótum 13. ágúst 2010. Í þeim kemur fram að forsenda þess að fjármagnshreyfingar á milli landa í innlendum gjaldeyri, sem undanþegnar eru bannákvæði 3. mgr. 2. gr. reglnanna, geti átt sér stað sé að greiðsla þeirra fari fram með úttektum af reikningi í eigu greiðanda hjá fjármálafyrirtæki hér á landi. Millifærsla af Vostro reikningi í innlendum gjaldeyri í eigu fjármálafyrir- tækis, sem er erlendur aðili, og reiknings viðskiptavinar hjá fjármálafyrirtæki hér á landi, hvort sem hann er innlendur eða erlendur aðili, telst ekki greiðsla sem fram fer með úttektum af reikningi í eigu kaupanda hjá fjármálafyrirtæki hér á landi. Þegar um er að ræða viðskipti hér á landi með fjármálagerninga sem Seðlabanki Íslands hefur metið hæf til tryggingar í viðskiptum við bankann, sbr. 11. gr. reglna nr. 553/2009 um við- skipti fjármálafyrirtækja við Seðlabanka Íslands, útgefna í innlendum gjaldeyri, skulu reikningar erlendra fjármálafyr- irtækja (Vostro reikningar) þó teljast til reikninga hjá fjármálafyrirtæki hér á landi. Þannig getur erlent fjármálafyr- irtæki keypt slíkan fjármálagerning hér á landi útgefinn í innlendum gjaldeyri og greitt fyrir hann með millifærslu af Vostro reikningi sínum.“ DV: „Ef sú staða kæmi upp að sannað væri að aðili myndi reyna að kaupa eitt- hvað, til dæmis fyrirtæki, af Seðlabanka Íslands eða öðrum aðila eða aðilum, með krónum sem komnar væru til landsins með þessum hætti, hvað myndi Seðlabanki Íslands þá gera? Myndi hann heimila kaupin eða ekki?“ SÍ: „Þar sem spurningin er full af óvissuþáttum er engin leið er að svara henni með ákveðnum hætti. Almennt gildir hins vegar að verði Seðlabanki Íslands var við það sem gætu verið óheimil viðskipti samkvæmt gjaldeyr- isreglum aflar hann upplýsinga um viðskiptin og grípur til þeirra úrræða sem bankinn hefur samkvæmt lögum um gjaldeyrismál, telji hann að um brot á gjaldeyrisreglum hafi verið að ræða.“ DV: „Getur þú útskýrt, í einföldu máli, hvaða áhrif það hefur á hagkerfið almennt séð að stunda viðskipti með slíkum aflandskrónum á Íslandi, til dæmis að kaupa fyrirtæki, en ekki með krónum sem keyptar hafa verið hér á landi?“ SÍ: „Reglur um gjaldeyrismál eru settar í þeim tilgangi að takmarka og stöðva tímbundið fjármagnshreyfingar og gjaldeyrisviðskipti sem þeim tengjast til og frá landinu séu slíkar hreyfingar fjármagns að mati Seðlabanka Íslands taldar valda alvarlegum og verulegum óstöðugleika í gengis- og peninga- málum. Seðlabankinn hefur lagt bann við fjármagnshreyfingum á milli landa í innlendum gjaldeyri nema með sérstökum undantekningum sem nánar eru tilgreindar í gjaldeyrisreglunum. Flutningur á aflandskrónum til landsins er ógnun við stöðugleika í gengis- og peningamálum meðal annars sakir þess að þeim gæti verið skipt á ný á álandsmarkaði með verulegum hagnaði á kostnað allra landsmanna. Seðlabank- inn hefur hins vegar til skoðunar hvort hægt sé að heimila að löglega fengnar aflandskrónur séu fjárfestar til lengri tíma í innlendu atvinnulífi eða öðrum verkefnum hér á landi. Þá þarf að búa svo um hnútana að aðgerðin grafi ekki undan höftunum að öðru leyti. Slík fjárfesting verður hins vegar ekki lögleg fyrr en viðeigandi breytingar hafa verið tilkynntar opinberlega. Löglega fengnar aflandskrónur í framangreindum skilningi eru krónur sem aðili hefur eignast fyrir 28. nóvember 2008, þegar takmörkunum eða stöðvun á tilteknum flokkum fjármagnshreyfinga var komið á með reglum um gjaldeyrismál. Viðskipti tveggja erlendra aðila með krónur eru ekki takmarkaðar af gjaldeyrisreglunum. Hins vegar er óheimilt að flytja slíkar krónur til Íslands.“ DV: „Eru þessi mál sem um ræðir í fréttinni enn til rannsóknar hjá bankanum? Már gaf það út að þau yrðu skoðuð. Hver var niðurstaðan í athugun Seðlabankans á umræddum málum?“ SÍ: „Seðlabanki Íslands hefur mál eins og þau sem um er rætt í fréttinni til skoðunar en ekki liggur fyrir niðurstaða þeirrar athugunar.“ Getur verið slæmt fyrir Íslendinga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.