Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2010, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2010, Side 15
ið sé víðast í Reykjavík á bilinu fimm til tíu gráðu heitt. „Ef þú lætur renna og vatnið er tíu gráðu heitt þá á það að vera í lagi,“ segir hann. Spurður hvort ábendingum um gruggugt vatn hafi fjölgað undanfarin misseri segir hann svo ekki vera. Gæði vatns í Reykjavík séu alla jafna mjög mikil. „Við höfum mjög gott og áreið- anlegt vatn hér á þessu svæði sem stenst allar reglur,“ segir hann. Fólk láti vatnið renna Óskar segir aðspurður að oftast dugi að láta vatn renna í fimm til tíu mínútur þar til hreint vatn úr dreifi- kerfinu komi úr krana á heimilum fólks. Það sé hins vegar á ábyrgð hvers og eins hvort hann grípi til ráðstafana á borð við að endur- nýja eða hreinsa lagnir, þegar hann verður var við gruggugt vatn eða illa lyktandi. Hann segir að almennt stafi fólki ekki bráð hætta af því að neyta vatns sem ekki sé tandurhreint en engum sé þó ráðlagt að drekka slíkt vatn enda standist það þá ekki reglugerðir um hreinleika. „Fólk er hins vegar mis- jafnlega útsett fyrir svona efnum,“ seg- ir hann og bætir við að þeir sem hafi nikkelofnæmi kunni til dæmis að vera viðkvæmari fyrir vatni sem hefur kom- ist í snertingu við tærðar lagnir. „Okkar ráð eru að gera endurbætur á lögnum eða láta vatnið renna þar til þú færð vatn úr dreifikerfinu,“ segir hann. Mörg skaðleg efni Á vefsíðu Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, má finna Vatns- veituhandbók þar sem finna má leið- beiningar fyrir fólk sem starfar við vatnsveitur um það hvernig lesa eigi í niðurstöður á efnamælingum í vatni. Þar er fjallað um járn, blý, kadmíum, króm og kopar en öll þessi efni geta fundist í vatni. Járn er sagt geta kom- ið frá leiðslukerfum, aðallega stálrör- um. Það gefi málmbragð og geri vatnið gruggugt með gulleitum blæ sem sest geti í vaska og klósett. Ef blý finnst í neysluvatni bendir það oftast til mengunar frá pípukerfi, að því er segir í leiðbeiningunum. Blý er sagt tærast úr lögnum og berast þannig í drykkjarvatn. „Blý safnast upp í lífverum og veldur einnig eituráhrif- um á taugakerfi og talið krabbameins- valdandi,“ segir í leiðbeiningunum en nánar má lesa um áhrif blýs á fólk hér til hliðar. Kadmíum er annað efni sem mælst hefur í frárennsli. „Mengun í vatni getur einnig komið frá óhrein- indum í sinki í galvaníseruðum rör- um og tengistykkjum,“ segir um efnið en það getur verið krabbameinsvald- andi og aðeins kvikasilfur er talið eitraðra en kadmíum. Þá er króm krabbameinsvaldandi efni sem er notað í málmblöndur, meðal ann- ars galvaníseringar, og getur fundist í neysluvatni. Sjá nánar annars staðar á opnunni. Þess má geta að í skýrslu Rann- sóknarstofnunar byggingariðnað- arins frá 2001 segir: „Sinkhúð heits- inkhúðaðra lagna getur innihaldið 0,01% kadmíum og allt að 1% blý.“ Það leiði ítarlegar mælingar á sink- , járn-, kadmíum- og blýinnihaldi í neysluvatni úr heitsinkhúðuðum lögnum í ljós. Besta vatn í heimi? Victor segir að rannsóknir á meng- un neysluvatns vegna tæringar sýni óeðlilegt magn af sinki í neysluvatni og einnig of hátt innihald af járni, kadmíum og blýi. Honum blöskr- ar raunar að þeim viðvörunarljós- um sem kviknað hafi fyrir aldamót- in, þegar magn sinks í frárennsli mældist 4,2 tonn á ársgrundvelli, hafi ekki verið sinnt. Ef svo sé hafi niðurstöður þeirra mælinga í það minnsta farið hljótt. „Það er enginn sem fræðir fólk um þessi mál; áhrif málmtegunda á heilsuna og heil- næmi og umhverfismengun vatns- ins úr krönunum. Við eigum að vera með besta vatn í heimi en það vant- ar mikið upp á að lagnirnar séu jafn góðar,“ segir hann og tekur fram að hann efist um að fólk fái fræðslu um þessi mál. Victor telur enn fremur að skemmdir af völdum tæringar hafi almennt aukist mjög mikið frá ár- inu 1996. „Þetta hefur versnað því í millitíðinni varð skylda að vera með neysluvatnsforhitara – þá jókst tær- ing og ryðmyndun í upphituðum neysluvatnslögnum,“ segir hann, og tæring geti bæði verið í heitum og köldum lögnum. Eins og sjá má á þeim mynd- um sem birast með greininni get- ur vatn úr tærðum vatnslögnum verið afar ólystugt. Victor segir að hver Reykvíkingur noti að jafnaði 165 lítra af neysluvatni dag. Það gefi auga leið að tærðar lagnir og óhreint vatn geti leitt af sér heilsu- farsleg og umhverfistengd vanda- mál. Hann undrast lítið upplýs- ingaflæði til neytenda, þvert á það sem ráðlagt sé í skýrslum á vegum opinberra aðila. Kristján Ottósson, fram- kvæmdastjóri Lagnafélags Íslands, tekur undir með Victori að ástand- ið á lögnum sé víða slæmt. Raunar séu víða lagnir í umferð sem ekki standist reglugerðir. Þær séu auk þess huldar en það megi ekki. PONTIAC ÚR SÖGUNNI Sölu á hinu forn- fræga bílamerki Pontiac var formlega hætt hjá GM og GM- umboðum í Bandaríkjum um mánaðarmótin. Frá þessu er greint á vef FÍB. Þar segir að sögu Pontiac megi rekja aftur til ársins 1906. Nafnið sjálft sé sótt til indíánahöfðingja sem stóð fyrir uppreisn gegn Bretum og vopnuðum átökum við þá á árunum 1763 til 1769. Stærsta blómaskeið framleið- andans hafi verið upp úr 1956 en þá hafi oft fleiri en milljón bílar selst á einu ári. OFURSPARNEYTNIR BÍLAR Verkfræðingar Mazda í Japan eru búnir að hanna bensínvélar sem hafa sambærilegt þjöppunarhlutfall og dísilvélar. Við þær eru settir gírkassar sem halda snúningi vélanna innan bestu hagkvæmnismarka, hvert svo sem álagið er. Bílarnir verða auk þess eins léttir og hægt er án þess að skerða öryggi farþega. Vélarnar munu eyða þremur til fjórum lítrum á hundraðið, eftir aðstæðum. FÍB greinir frá þessu. MIÐVIKUDAGUR 3. nóvember 2010 NEYTENDUR 15 Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Fax 535 4301 Netfang axis@axis.is • Heimasíða www.axis • Margar viðartegundir og litir. • Mikið úrval á lager - skammur afgreiðslufrestur • Rennihurðir smíðaðar eftir máli • Íslensk framleiðsla á góðu verði! FATASKÁPADAGAR 75 Ára 1935-2010 m ag gi @ 12 og 3. is 1 74 .0 22 Allar nánari upplýsingar í síma 535 4300 1.– 7. NÓVEMBER! Í tilefni af 75 ára afmæli AXIS bjóðum við vandaða fataskápa á sérstöku afmælisverði. Opnunartími: Mánud.–föstud. 9–18 • Laugard. 10–16 • Sunnud. 11–16. VATNIÐ GETUR SKAÐAÐ ÞIG Má bjóða þér vatnsglas? Fimmtán ára gömul lögn. Tíu ára gömul vatnslögn. Fjórtán ára lögn. Næstum stífluð af tæringu. Varasamir málmar í neysluvatninu halds í réttu magni en talið geta valdið lungnakrabba í of miklu magni.“ Kopar í vatni bendir til tæringar „Kopar er frumefni sem finnst náttúrulega í jarðskorpunni. Hann er bæði nauðsynlegur sem nær- ingarefni en er einnig mengun í drykkjarvatni yfir æskulegu magni. Kopar er mikið notaður í lagnir og tengistykki aðallega í innanhús- lagnir. Hann er notaður í málm- blöndur og í varnarhúð. Kopar- súlfat pentahýdrat er stundum notað í vatn til að eyða þörunga- gróðri. Finnist kopar í vatni bendir það oftast til tæringar í innanhús- kerfi. Mest er hættan í lögnum sem eru sjaldan notaðar eða dauðum endum.“ Ekkert uppbrot Victor Berg Guðmundsson hjá HGL segir að úrræðið sem fyrirtækið bjóði sé bæði ódýrara og betra en sú lausn að skipta um allar lagnir, eða setja utanáliggjandi lagnir á þær sem fyrir eru. Fyrirtækið sandblási vatnslagnir, hreinsi þær og geti jafnvel opnað fyrir vatnslagnir sem hafi verið aflagðar. Ekkert þurfi að brjóta upp eins og þegar skipt er um lagnir og nýjar sett- ar í staðinn. „Við sérhæfum okkur í hreinsun og fóðrun neysluvatnslagna með LSE-System án uppbrots og óþæginda,“ segir hann og bætir við að kominn sé 25 ára reynsla á aðferðina, sem sé svissnesk. Lagnirnar séu fóðr- aðar að innan með ryðhrindandi efni sem sé vottað af heilbrigðiseftirliti og öllum helstu gæða- og matvælaeftir- litsstofnunum í Evrópu. Victor leggur áherslu á að lausnin sé varanleg og rannsóknir bendi til þess að lagnir geti enst áratugum saman eftir þeirra meðferð. Spurður hvað hreinsun á lögnum í einstökum íbúðum eða ein- býlishúsum kosti segir hann að verð- ið sé frá 400 þúsund krónum í smærri íbúðum til tveggja milljóna króna í allra stærstu einbýlishúsum. Hann segir verkið taka fáeina daga. „Ég hvet fólk til að bera saman hvað það fær fyrir peninginn. Lagnirnar, bæði fyrir heitt og kalt vatn, verða algjörlega sem nýjar,“ segir hann og bætir við að fyrirtækið bjóði ókeypis ástandsskoð- un og kynningu á LSE-System. baldur@dv.is Endist áratugum saman Victor Berg segir að LSE-System hafi gæða- og heilbrigðisvottanir frá öllum helstu eftirlitstofnunum Evrópu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.