Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2010, Qupperneq 2
2 fréttir 3. nóvember 2010 miðvikudagur
Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir
og einn af hugsanlegum kaupend-
um tryggingafélagsins Sjóvár, ætlaði
líklega að festa kaup á félaginu með
aflandskrónum, íslenskum krónum
sem keyptar eru á aflandsmarkaði.
Slík viðskipti með gjaldeyri ganga
út á að menn kaupa sér gjaldeyri á
lægra verði á aflandsmarkaði í út-
löndum en í landinu þar sem við-
komandi gjaldmiðill er notaður.
Algengt er að menn geti sparað sér
10 til 40 prósent af verði gjaldeyris
með því að kaupa hann á aflands-
markaði. Seðlabankinn er stærsti
núverandi hluthafi Sjóvár og á eftir
að skrifa upp á söluna á tryggingafé-
laginu til Heiðars Más og viðskipta-
félaga hans.
Viðskiptin áttu að ganga þannig
fyrir sig að íslenskt eignarhaldsfé-
lag Heiðars Más, Ursus capital ehf.,
gæfi út skuldabréf sem erlendur að-
ili keypti síðan með aflandskrón-
um, væntanlega sem Heiðar Már
á erlendis. Þannig hefði aflands-
krónunum verið komið til landsins
á löglegan hátt þar sem undanþága
hefur verið fyrir slík viðskipti í regl-
um Seðlabankans um gjaldeyrismál.
Skaðlegt fyrir þjóðina
Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins í
sumar, en blaðið var fyrsti fjölmið-
illinn til að greina frá þessum ætl-
uðu krónuviðskiptum Heiðars Más
og Ursus og fleiri félaga, ákvað Seðla-
banki Íslands hins vegar að koma
í veg fyrir að hægt væri að koma af-
landskrónum til landsins með þess-
um hætti. Umrædd undanþága var
í reglunum um gjaldeyrismál til að
liðka til fyrir erlendri fjárfestingu
á Íslandi og til að auðvelda að af-
landskrónum væri komið í umferð,
samkvæmt Viðskiptablaðinu. Und-
anþágan var væntanlega ekki í regl-
unum svo innlendir aðilar gætu
notað aflandskrónur til að stunda
viðskipti á ódýrari hátt hér á landi en
með því að festa kaup á krónum á Ís-
landi. „Seðlabankinn fetti fingur út í
það að aðrir aðilar en erlendir væru
að taka krónur inn í landið með þess-
um hætti. Á meðan einungis erlendir
aðilar stunduðu það að taka aflands-
krónur inn með þessum hætti fannst
Seðlabankanum það bara fínt til að fá
þetta fjármagn hingað inn. Svo hertu
þeir reglurnar eftir að þeir komust að
því að innlendir aðilar væru líka byrj-
aðir að gera þetta,“ segir íslenskur
bankamaður sem ekki vill láta nafns
síns getið. Í frétt Viðskiptablaðsins
kom enn frekar fram að eignarhalds-
félögin hefðu ætlað að nota krónurn-
ar til fjárfestinga hér á landi.
Tekið skal fram að vegna áður-
nefndrar undanþágu var ekki ólög-
legt að taka krónur með þessum
hætti hingað til lands en ef krónurn-
ar hefðu verið keyptar hér á landi
hefðu viðskiptin getað styrkt opin-
bert gengi íslensku krónunnar. Þetta
gerist hins vegar ekki ef um aflands-
viðskipti með krónur er að ræða. Ef
krónur eru keyptar í stórum stíl á af-
landsmarkaði leiðir slíkt til styrking-
ar krónunnar á viðkomandi markaði.
Því má segja að aflandsviðskipti með
krónur, sem síðar eru notaðar til fjár-
festinga hér á landi, séu ekki í anda
gjaldeyrishaftareglna Seðlabank-
ans sem miða að því að styrkja gengi
krónunnar hér á landi en ekki á af-
landsmarkaði.
Í svari Seðlabanka Íslands til DV
um rannsóknina á fjármagnsflutn-
ingunum segir að flutningur á af-
landskrónum til landsins geti ver-
ið skaðlegur fyrir alla landsmenn:
„Flutningur á aflandskrónum til
landsins er ógnun við stöðugleika
í gengis- og peningamálum meðal
annars sakir þess að þeim gæti ver-
ið skipt á ný á álandsmarkaði með
verulegum hagnaði á kostnað allra
landsmanna.“
Viðræður á milli Heiðars Más og
viðskiptafélaga hans við fyrirtækja-
ráðgjöf Íslandsbanka, sem sér um
söluna á Sjóvá, hafa staðið yfir um
margra mánaða skeið. Viðræðurnar
stóðu meðal annars yfir í sumar þeg-
ar Ursus gaf út umrædd skuldabréf.
Ekki er vitað til þess að Heiðar Már sé
í öðrum fjárfestingarhugleiðingum
hér á landi.
Líkt og DV hefur greint frá á liðn-
um vikum skipulagði Heiðar Már
stórfellda skortsölu fyrirtækja Björg-
ólfs Thors Björgólfssonar á íslensku
krónunni og íslenskum hluta- og
skuldabréfum í hagnaðarskyni á ár-
inu 2006 auk þess sem hann tók
stöðu gegn íslensku krónunni árið
2007 og tapaði á styrkingu hennar á
árinu. Heiðar svaraði fréttaflutningi
DV á þann veg að um áhættuvarn-
ir hefði verið að ræða og að ætlunin
hefði verið að verja fyrirtæki Björg-
ólfs Thors fyrir gengislækkun ís-
lensku krónunnar.
Kanna brot á reglum
Í frétt Viðskiptablaðsins kom einnig
fram að Seðlabankinn væri að kanna
hvort „reglur um gjaldeyrishöft hafi
verið brotin þegar eignarhaldsfélög
gáfu út skuldabréf sem hægt væri að
kaupa fyrir aflandskrónur“, líkt og
Heiðar Már gerði. Haft var eftir Má
Guðmundssyni seðlabankastjóra að
komið hefði í ljóst að einhver „mis-
notkun“ væri í gangi á þessari und-
anþágu frá reglunum um gjaldeyris-
mál og að tekið yrði á þessum brotum
ef þau teldust sönnuð. „Síðan hefur
komið í ljós að það var einhver mis-
notkun þarna,“ hafði blaðið eftir Má.
Meðal annarra fyrirtækja sem
Seðlabankinn var að skoða sam-
kvæmt fréttinni var Magma Energy
sem gaf út skuldabréf í apríl síðastlið-
inn sem kaupa átti fyrir aflandskrónur
sem síðar átti að nota til að fjármagna
kaupin á HS Orku.
Viðskiptablaðið hafði eftir Má að
útlendingar mættu kaupa það sem
þeim sýndist hér á landi og að engin
höft væru á erlendri fjárfestingu. Hins
vegar yrðu þeir „að skipta gjaldeyri
yfir í krónur“ til að fjármagna kaup
sín.
Samkvæmt svari Seðlabankans við
fyrirspurn DV um málið er þessi at-
hugun á viðskiptunum ennþá í gangi:
„Seðlabanki Íslands hefur mál eins og
þau sem um er rætt í fréttinni til skoð-
unar en ekki liggur fyrir niðurstaða
þeirrar athugunar.“ Viðskipti tengd
Heiðari Má hafa því verið til athug-
unar í Seðlabankanum í meira en tvo
mánuði.
Skuldabréf fyrir hálfan milljarð
Samkvæmt lista Verðbréfaskráningar
Íslands um útgefin skuldabréf á árinu
2010 voru skuldabréf Úrsus ehf. gef-
in út þann 21. júní 2010. Nafnverð á
hverja einingu í skuldabréfaútgáfunni
var ein milljón króna. Samkvæmt
upplýsingum frá Verðbréfaskráningu
voru gefnar út 490 einingar. Væntan-
legt söluandvirði skuldabréfanna er
því 490 milljónir króna. Verðbréfa-
skráning getur hins vegar ekki gefið út
hversu mikið af bréfunum hefur ver-
ið keypt né hver keypti skuldabréfin.
„Við getum eingöngu gefið upp mjög
takmarkaðar upplýsingar um þessi
viðskipti til þriðja aðila,“ segir starfs-
maður Verðbréfaskráningar.
Líklegt má telja að Heiðar hafi
með þessum viðskiptum ætlað að
koma með tæplega hálfan milljarð
króna af aflandskrónum hingað til
lands og að tilgangur hans hafi ver-
ið að nota þessar krónur til að greiða
fyrir hluta af hlutabréfum Seðla-
banka Íslands og Íslandsbanka í
Sjóvá . Seðlabankinn virðist hins veg-
ar hafa stöðvað þessi viðskipti, líkt og
önnur sambærileg. Má því ætla að
Heiðar og Ursus þurfi að verða sér
út um íslenskar krónur með öðrum
hætti til að greiða fyrir hlutinn í Sjóvá
ingi f. vilhjálmSSon
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
HEIÐAR MÁR TIL RANNSÓKNAR
Seðlabankinn hefur rannsakað hvort heiðar már guðjónsson,
og ýmsir aðrir fjárfestar, hafi brotið reglur um gjaldeyrisvið-
skipti þegar þeir ætluðu að láta kaupa skuldabréf af íslenskum
eignarhaldsfélögum sínum með aflandskrónum. Salan á Sjóvá
til Heiðars og viðskiptafélaga hans hefur verið til meðferðar hjá
Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum en báðar stofnanirnar
virðast hafa efasemdir um viðskiptin. Heiðar Már ætlaði líklega
að koma með hálfan milljarð af aflandskrónum til landsins.
nÍársreikningiUrsuscapitalehf.fyrirárið2009kemurframaðfélagiðskuldar
Heiðarinærri98milljónirkróna.Þettaerlangstærstihlutiskuldafélagsinssemalls
nemaum108milljónumkróna.Ekkiertekiðframhvernigþessiskuldertilkomin.
AfársreikningnumaðdæmaerekkiaðsjáaðUrsusogHeiðarhafigefiðúteða
seltskuldabréfáárinu2009ogþvímáætlaaðskuldabréfaútboðiðísumarséhið
fyrstasemUrsusferímeðþessumhætti.
StaðaUrsuseralmenntséðágæt.Félagiðskilaðihagnaðiuppárúmamilljóní
fyrra.Eigiðféfélagsinsnemur99,9milljónum.Áhættufjármunirfélagsinsnema
nærri190milljónum,þaraferuverðbréfoghlutabréfstærstihlutinn,ogheildar-
eignirfélagsinserutæplega208milljónirkróna.Skuldirnareru,líktogáðursegir,
um108milljónirkrónaogeruaðmestuviðHeiðarsjálfan.
Skuldar Heiðari nærri 100 milljónir
nSérfræðingurígjaldeyrismálumsemDVræddi
viðsegiraðviðskiptimeðkrónuráaflandsmarkaði
(off-shore)hafiveriðmjögalgengáðurenSeðla-
bankiÍslandshertireglurumgjaldeyrisviðskiptií
kjölfarbankahrunsinsárið2008.Hannsegiraðtvö
gengiséuákrónunni:opinbertgengi(on-shore)og
svogengiðáaflandsmarkaði.Hannsegiraðviðskipti
meðkrónuráaflandsmarkaðistyrkigengiðáþeim
markaðienleiðihinsvegartilþessaðfyrirvikið
styrkistopinbertgengikrónunnarekki.
nSérfræðingurinnsegiraðmarkmiðSeðlabankaÍslandsmeðgjaldeyrishaftalög-
unumhafiveriðaðreynaaðstyrkjagengikrónunnará„on-shore“-markaðnum
ogslíkviðskiptimeðkrónunaáaflandsmarkaðigrafivissulegaundanþessari
viðleitni.Þvímásegjaaðkrónuviðskiptiáaflandsmarkaðifarigegnanda
gjaldeyrishaftalaganna.Seðlabankinnviljihelstaðöllviðskiptimeðkrónunafari
framá„on-shore“-markaðnum.Hinsvegarséerfittaðeigaviðslíkaviðskiptahætti
þarsemekkiséólöglegtaðkaupakrónuráþennanhátt.
Hannsegiraðfyrirtækigetisparaðsér10til40prósentákaupverðigjaldeyris
meðþvíaðkaupahannáaflandsmarkaði.Fyrirtækisemþurfaaðkaupasér
krónurgetaþvísparaðsérumtalsverðarupphæðirmeðþvíaðgeraþaðá
aflandsmarkaði.
Krónuviðskipti á aflandsmarkaði
nEignirEignasafnsSeðlabankaÍslandserubókfærðarsemtæplega491
milljarðurkrónaíársreikningifélagsins2009semskilaðvartilársreikningaskrár
íoktóber.Tilgangurfélagsinseraðfarameðeignarhaldáfullnustueignumog
kröfumSeðlabankaÍslandssemstafaafbankahruninuáÍslandiogfallaekkiundir
reglubundnastarfsemibankans.EinafnúverandieignumEignasafnsinser73
prósentahluturinníSjóváenríkissjóðurþurftiaðleggjatryggingafélaginutil
12milljarðakrónaífyrratilaðbjargaþvífrágjaldþroti.HelstueignirEignasafn
SeðlabankaÍslandseruskuldabréfaeignogaðrarlangtímakröfur,samtalsrúmlega
200milljarðarkrónaogveðkröfurágjaldþrotafjármálafyrirtæki,tæplega250
milljarðarkróna.VeðkröfurnarerutilkomnarvegnaveðlánannasemSeðlabanki
Íslandsveittiíslenskubönkunumígegnumaðrarlánastofnanir,sérstaklega
Icebank.Fullyrðamáaðþegartryggingafélagiðverðurseltmunieignasafniðekki
fáþáfjármunitilbakaaðfullusemlagðirvoruinníSjóvá.
Þurfa að afskrifa út af Sjóvá Tvíþætt staða Seðlabankans Staða
SeðlabankaÍslandsíSjóvár-viðskiptun-
umersérstökþvíbankinnerbæðiað
seljastærstahlutinníSjóváenhefur
einnigveriðaðrannsakaviðskiptieins
fjárfestisins,HeiðarsMásGuðjónssonar,
meðaflandskrónurfyrrísumar.Már
Guðmundssonerseðlabankastjóri.
vildi nýta sér undanþágu HeiðarMárvildinýtasérund-
anþáguígjaldeyrishaftalögunumtilaðkomaaflandskrónum
tilÍslandssíðastliðiðsumar.Seðlabankinnvarekkihrifinnaf
slíku,frekarenítilfellumnokkurraannarraþekktraaðila.