Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2010, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR 3. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR
Verð: 9.750 kr.
Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is
• Dregur úr vöðvaspennu
• Höfuð- háls- og bakverkjum
• Er slakandi og bætir svefn
• Notkun 10-20 mínútur í senn
• Gefur þér aukna orku og vellíðan
Opið virka daga kl. 9 -18
og á laugardögum kl. 11 - 16
Nálastungudýnan
„Það er verið að ganga frá þessu og við
munum greina frá því síðar. Það er svo
sem ekkert nýtt í þessu en nýir hluthaf-
ar verða tilkynntir á heimasíðum fyr-
irtækisins um leið og hlutafjáraukn-
ingin hefur verið afgreidd formlega
og nýir hlutir gefnir út. Þetta verður á
næstu vikum,“ segir Björn Ingi Hrafns-
son, einn af eigendum Pressunnar.
Nýverið greindi DV frá því að Vef-
pressan, útgáfufyrirtæki Pressunnar,
hafi þurft að ráðast í 80–100 milljóna
króna hlutfjáraukningu og segir Björn
Ingi hana vel á veg komna. Hann segir
jafnframt að hann vilji ekki tjá sig frek-
ar um málið að svo stöddu.
Í samtali við DV í byrjun október
sagði Björn Ingi að nýr eigendalisti
yrði væntanlega gerður opinber og
benti einnig á að með hlutafjáraukn-
ingunni hefðu eignarhlutföll í félag-
inu breyst og fleiri gengið til liðs við fé-
lagið. Enginn einn hluthafi muni eiga
meira en rúmlega 20 prósent í félag-
inu.
Pressan hafði gefið út þá yfirlýs-
ingu að stærstu eigendur Vefpress-
unnar væru Björn Ingi, Salt Invest-
ment, sem er í eigu athafnamannsins
Róberts Wessman, og Arnar Ægisson.
Það vakti því athygli þegar Viðskipta-
blaðið greindi frá ársreikningi félags-
ins í byrjun október þar sem fram kom
að Vátryggingafélag Íslands var stærsti
eigandi Vefpressunnar með 33 pró-
senta eignarhlut. VÍS er að fullu í eigu
Exista, sem tekið var yfir af kröfuhöf-
um þess á dögunum.
Vefpressan hefur ákveðið að ráð-
ast í að opna nýjan vef sem mun bera
heitið bleikt.is. Björn Ingi segir að
þetta verði sérhannaður vefur fyrir
íslenskar konur, þar sem fjallað verð-
ur um konur á öllum aldri á nýjan og
spennandi hátt. Búið sé að ráða rit-
stjóra síðunnar, Hlín Einars, en óvíst
er hvort ráðist verði í frekari manna-
ráðningar. Hann segir þetta eiga að
vera öðruvísi vef þar sem landsþekktir
pennar muni fjalla um allt milli him-
ins og jarðar.
gunnhildur@dv.is
Segir að enginn hluthafi muni eiga meira en rúm 20 prósent:
Stutt í eigendalista
Björn Ingi Hrafnsson Björn Ingi segir
að greint verði frá nýjum hluthöfum
innan tíðar. MYND KARL PETERSSON
Tugir mótmælenda komu saman
fyrir framan íbúð að Laufásvegi 65 í
Reykjavík í gær. Ástæða þess var að
sýslumaður hafði gert Arnari Má Þór-
issyni, íbúa hússins, að yfirgefa íbúð-
ina að kröfu Landsbankans. Arnar
Már kveðst hafa reynt að semja við
bankann í tvö ár án árangurs. Íbúðin
var hins vegar skráð á félagið Nord-
ic Workers á Íslandi, verktakafyrir-
tæki sem var í eigu Arnars. Það fé-
lag var úrskurðað gjaldþrota þann 2.
júní síðastliðinn og tók Landsbank-
inn íbúðina yfir enda námu skuldir
félagsins við bankann tugum millj-
óna króna og skuldir þess í heildina
hundruðum milljóna.
Mótmælendur fjölmenntu
Meðal mótmælenda í gær, sem sam-
an voru komnir undir merkjum
Heimavarnarliðsins, voru þekktir
einstaklingar úr búsáhaldabylting-
unni og tunnumótmælum undan-
farinna vikna. Innkeyrslan var girt af
og ætluðu mótmælendur að varna
sýslumanni inngöngu. Sýslumað-
ur lét þó aldrei sjá sig. Athygli vakti
að ekki voru allir vissir um forsögu
málsins eða ástæður þess að Lands-
bankinn vildi ekki semja við Arnar
sem hefur tæmt íbúðina sína á Lauf-
ásveginum og leigt sér aðra íbúð.
Eftirgrennslan DV leiddi hins veg-
ar í ljós að yfirtakan virðist vera eðli-
leg enda eru skuldirnar stórfelldar
hjá hinu gjaldþrota félagi sem skráð
var fyrir íbúðinni sem keypt var árið
2005 fyrir 38 milljónir króna.
Skuldaði hundruð milljóna
2007
Samkvæmt ársreikningi fyrir góðær-
isárið 2007, þegar gengi krónunnar
var hátt miðað við árið á undan, og
árið á eftir, námu skuldir Nordic Wor-
kers á Íslandi tæplega 200 milljónum
króna. Inni í þeirri tölu er yfirdráttur
sem félagið var með upp á tæplega
50 milljónir króna. Tap félagsins árið
2007 samkvæmt ársreikningi nam
32,4 milljónum króna og var eigið fé
í árslok neikvætt um tæpar 69 millj-
ónir króna. Félagið hefur ekki skilað
ársreikningi síðan þá.
Samkvæmt áðurnefndum árs-
reikningi námu langtímaskuldir
Nordic Workers á Íslandi við Lands-
bankann rúmlega 66 milljónum
króna. Ætla má að þær skuldir hafi
síðan þá margfaldast þar til félag-
ið var loks úrskurðað gjaldþrota og
bankinn gekk á eignir þess. Enn á eft-
ir að ljúka skiptum á búinu þannig að
ekki er hægt að segja að svo stöddu
hversu háar kröfur í þrotabú félags-
ins eru.
Óréttmætar skuldir?
Í ljósi þessara upplýsinga um skelfi-
lega stöðu félagsins strax árið 2007
vekur athygli að Heimavarnar-
liðið kjósi að hafa á orði í tilkynn-
ingu, sem send var fjölmiðlum, að
almenningur þurfi að senda vald-
stjórninni skilaboð þess efnis að
ekki verði liðið að „fólk sé borið
út af heimilum sínum með valdi
vegna óréttmætra skulda.“
Framkvæmdalán fyrir húsum
Arnar Már segir forsögu málsins vera
þá að Nordic Workers hafi farið af
stað með framkvæmdaverkefni um
þróun og byggingu á einingarhús-
um árið 2006 sem þeir hafi verið að
þróa frá grunni í Danmörku árin á
undan. Fyrirtækið hafi fengið tæp-
lega 40 milljóna króna lán hjá Lands-
bankanum til að kaupa húsnæðið að
Laufásvegi sem hann leigði síðan af
fyrirtækinu til að búa í. Tíu milljónir
fengu þeir til að fara í umfangsmikla
undirbúningsvinnu vegna tveggja
einingahúsa í Úlfarsfelli. 45 milljóna
króna lánasamningur hafi síðan ver-
ið gerður til að hefja framkvæmdir.
Arnar segir þetta hafa tekið um ár og
húsin hafa verið tilbúin 2007/2008.
Fordæmir bankana
„Og það er þrýst á okkur af bankanum
að fara af stað með þetta því það voru
ekki komin veð fyrir húsunum, bara
veð í Laufásveginum. Þeir vildu að við
settum upp húsin svo þeir gætu feng-
ið ennþá meiri veð, vitandi að allt var
að fara til helvítis. Þeir lofa okkur fjár-
mögnun og þegar við erum hálfnaðir
þá stoppa þeir alla fjármögnun til okk-
ar og gjaldfella lánið strax eftir hrun-
ið,“ segir Arnar Már. Hann segir að eftir
hrun hafi ekki verið hægt að fá bank-
ann að samningaborðinu. Fyrirtækið
hafi verið tekið af lífi. „Ég hefði aldrei
farið út í fjárfestingu upp á 100 millj-
ónir nema ég hefði verið viss um að ég
hefði fengið fjármögnun. Þarna erum
við settir af stað til að fara út í fram-
kvæmdir og þeir kippa undan okkur
fótunum, þegar við hefðum auðveld-
lega getað selt húsin úr landi.“
Arnar segir að Nordic Workers
hafi vissulega verið skuldsett og
hann axli sína ábyrgð í þeim efn-
um en hann fordæmir vinnubrögð
Landsbankans. Bankinn geti ekki
lánað peninga og skorast svo undan
ábyrgð.
Hundruð milljóna gjaldþrot félags í eigu Arnars Más Þórissonar liggur að baki yfirtöku Landsbankans á íbúð
hans að Laufásvegi 65. Mótmælendur fjölmenntu við húsnæðið í gær til að varna sýslumanni aðgang að hús-
næðinu. Sýslumaður hafði gert Arnari Má að yfirgefa íbúðina að kröfu Landsbankans. Samkvæmt ársreikn-
ingi félags hans fyrir árið 2007 námu skuldir þess tæplega 200 milljónum króna.
ÍBÚÐIN VAR Í EIGU
GJALDÞROTA FÉLAGS
Ég hefði aldrei farið út í þetta
án þess að hafa vilyrði
fyrir því.
Stórskuldugt félag Húsnæðið sem mótmælendur fylktu liði fyrir framan í gær var í eigu félags sem var með hundruð milljóna
króna skuldaslóð á bakinu. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í sumar og yfirtók Landsbankinn íbúðina. MYND EGGERT JÓHANNESSON
Bankanum að kenna Arnar Már gagn-
rýnir framgöngu Landsbankans harðlega.
Bankinn hafi tekið fyrirtækið af lífi.
MYND EGGERT JÓHANNESSON