Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2010, Blaðsíða 22
22 lífsstíll 3. nóvember 2010 miðvikudagur
Þrítugsaldurinn
Hver er ég?
Þrítugsaldurinn er tíminn til að kynnast sjálf-
um sér, öðlast sjálfstraust og finna rétta vinnu.
Þú ert enn ung/ur og fyrirgefst því margt. Vænt-
ingar foreldra og vinnuveitenda eru í lægri
kantinum. Ef þú giftir þig og eignast börn á
þessum aldri hefurðu minna svigrúm til að
kynnast sjálfri/sjálfum þér af því að líf þitt
mun ekki lengur bara snúast um þig. En sama
hvort áherslan er á starfsframa eða fjölskyldulíf
muntu eyða þrítugsaldrinum í að reyna svara
spurningunni: Hver er ég?
Settu þér raunhæf markmið
Vertu skipulögð/skipulagður. Að vera tuttugu
og eitthvað getur verið spennandi og róstusamt
en passaðu þig á því að hafa að einhverju að
stefna. Skrifaðu niður þau markmið sem þú vilt
ná, bæði í einkalífi og þegar kemur að starfs-
ferlinum. Skrifaðu líka niður hvar þú vilt vera
um þrítugt. Dr. Beth Erickson, bandarískur sál-
fræðingur, segir sveigjanleika af hinu góða. „Of
mikið skipulag verður til þess að þú verður fyrir
vonbrigðum ef þú hefur ekki náð öllum mark-
miðum þínum á réttum tíma. Þótt „sá rétti“ hafi
ekki látið sjá sig þegar þú ert orðin/n 27 ára er
óðagot óþarft. Það er munur á því að setja sér
markmið og því að ætla að stjórna veröldinni
svo áætlanir þínar standist,“ segir Erickson. Það
er alltaf hægt að breyta um stefnu og skoðun.
Ef „sá rétti“ hefur ekki sýnt sig á „réttum“ tíma
skaltu ekki sætta þig við næstbesta kostinn. Að
sama skapi máttu ekki láta „þann rétta“ sleppa
bara af því að þú ætlaðir ekki að festa ráð þitt
fyrr en á fertugsaldrinum.
Ef þú verður foreldri á þrítugsaldri skaltu
leita til annarra foreldra á sama aldri. Fáðu
barnapössun allavega einu sinni í mánuði. Ekki
láta líf þitt einungis snúast í kringum börn-
in. Það er hvorki gott fyrir þig, sambandið né
börnin.
Prófaðu þig áfram
Þrítugsaldurinn er fullkominn til að prófa
mismunandi starfsgreinar, borgir, bæi, lönd,
heimsálfur og jafnvel maka. Gefðu sjálfri/sjálf-
um þér leyfi til að láta reyna á þolmörk þín.
„Þetta er tími uppgötvana og sjálfskönnunar.
Þú getur þess vegna sagt upp starfi þínu og flutt
eitthvert eða skráð þig í lögfræði. Ef hlutirnir
ganga ekki upp finnurðu eitthvað annað,“ seg-
ir Erickson sem segir mörg þeirra mistaka sem
við gerum á þessum árum í raun ekki mistök.
„Þetta voru bara upplifanir og valmöguleik-
ar sem hentuðu ekki. Vertu ánægð/ur með að
hafa prófað og lærðu af fortíðinni.“
Fertugsaldurinn
Allt að gerast
Þegar þú kemst á fertugsaldur veistu betur hver
þú ert. Þú hefur áratugalanga reynslu og hefur
vonandi fundið einhver svör varðandi starfs-
vettvang. Þú ert komin/n á rétta sporið og ert
öruggari með þig. Ef hjónaband er í spilunum
ertu örugglega farin/n að huga að því að gifta
þig, nema þú sért búin/n að því.
Endurskoðaðu markmiðin
Endurskoðaðu planið þitt. Það er enn tími til
að uppfæra markmiðin. „Gakktu frá lausum
endum þrítugsaldursins. Kannski viltu reyna
aftur við nám sem þú flosnaðir upp úr. Þú ert
kannski eldri en bekkjarfélagar þínir en það
er aðeins sálfræðileg fyrirstaða. Ef þú getur
ekki enn bundist einhverju eða einhverjum er
kominn tími til að skoða af hverju,“ segir Erick-
son sem segir fertugsaldurinn kjörinn tíma til
að taka af skarið bæði hvað varðar einkalíf og
starfsferil.
Finndu jafnvægi
Ef þú ert að stofna fjölskyldu og sinna ferlinum
er meginverkefni þitt að ná að samtvinna þetta
tvennt. „Fáðu leiðsögn hjá manneskju sem þú
lítur upp til,“ segir Sarah Welch, móðir og höf-
undur bókarinnar Pretty Neat: Get Organized
and Let Go of Perfection.
Að sögn dr. Margaret Howard, sálfræðingi
við kvenna- og ungbarnaspítalann í Provid-
ence í Bandaríkjunum, eru konur sem bíða
með barneignir þar til eftir þrítugt tilbúnari fyr-
ir þær skyldur og fórnir sem móðurhlutverkið
krefst en þær sem urðu mæður yngri. Howard
segir líklegt að mæður á þessum aldri hafi að-
gang að stuðningskerfi. „Þú þekkir líklega aðrar
mæður og líkur eru á að sambandið við mak-
ann sé gott. Þú ert eldri og hefur meiri trú á
sjálfri þér og sambandinu.“
Fimmtugsaldurinn
Tími fyrir afrek
Þegar þú nærð fertugu hefurðu safnað mik-
ilvægri lífsreynslu og vonandi heilsteyptri
reynslu á vinnumarkaði, sama hvort börn þín
eru enn smákrakkar, farin í framhaldsskóla eða
einhvers staðar þar á milli. Dr. Dorothy Singer,
sem vinnur við rannsóknir við sálfræðideild
Yale-háskóla, segir að þegar kemur að sköpun
og framleiðni nái flest okkar hápunktinum eftir
fertugt. „Ef það er eitthvað sem þú vilt breyta
eða bæta þá er fimmtugsaldurinn rétti tíminn,“
segir Singer sem segir það skýrast að hluta til
af þeirri staðreynd að þótt foreldrar þínir séu
orðnir eldri þurfi ekki enn að hugsa um þá.
„Þeir minna þig hins vegar á að lífið er ekki
endalaust sem getur orðið til þess að þú reynir
að láta drauma þína rætast.“
Tileinkaðu þér jákvæðni
Ekki láta neikvæðar hugsanir, eins og þær að
þú sért orðinn of gamall/gömul fyrir þetta,
skemma fyrir nýrri reynslu. Það er óþægilegt að
fara út fyrir þægindasviðið. Gerðu það að vana
og haltu áfram að upplifa. Þegar þú kemst yfir
fertugt hafa mistökin ekki sömu áhrif á þig og
þegar þú varst um tvítugt. „Þegar við eldumst
skiljum við að við getum sigrast á hlutunum og
vitum að við getum tekið bestu ákvarðanirnar
fyrir okkur sjálf, jafnvel þótt aðrir séu á annarri
skoðun,“ segir Finley.
Forðastu einhæfni
Eignastu vini á öllum aldri. Passaðu að eiga
allavega fimm trúnaðarvini sem þú getur rætt
allt frá því að við lærum að
skríða og babbla og fram
að kvíðanum og mótþróan-
um sem fylgja unglingsár-
unum förum við í gegnum
ákveðin skeið. en það er
ekki aðeins æskan sem er
áfangaskipt heldur lífið allt.
Lifðu lífinu til fullnustu