Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2010, Qupperneq 26
26 FÓLKIÐ 3. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR
STURLA JÓNSSON:
NAKINN
aðdáandi
Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir
á aðdáendur um allan heim. Einn
þeirra tók upp á því í vikunni að
senda henni ljósmynd af kynfærum
sínum í tölvupósti. Þetta er ekki
í fyrsta skipti sem Ásdís verður
fyrir áreiti eða óþægindum af hálfu
óprúttinna aðila. Ekki alls fyrir löngu
sendi netþrjótur ungum stúlkum
tölvupóst í nafni Ásdísar þar sem
hann reyndi að fá þær til þess að
senda sér myndir. Þrjóturinn virðist
enn vera að því ekki er langt síðan
ung stúlka lét Ásdísi vita af því að
henni hefði borist póstur af þessu
tagi.
Logi léttari
Handboltahetjan og silfurdrengurinn
Logi Geirsson er að komast í topp-
stand en hann hefur verið að taka
vel á því í ræktinni síðustu mánuði.
Hann upplýsti það á Facebook-síðu
sinni að hann væri búinn að „skafa“
af sér tíu kíló á síðastliðnum þremur
mánuðum og væri að detta niður
fyrir 10 prósent í fitu. „Djöfull er ég
að fíla það,“ skrifar Logi á Fésbókinni.
Logi hefur verið mikið meiddur
undanfarið ár en hann kom sterkur
inn í landsleik Íslands gegn Lettlandi
á dögunum og steig vart feilspor.
Því miður tóku sig upp meiðsl á öxl
og gat hann ekki verið með Íslandi
í tapleiknum gegn Austurríki á
laugardaginn.
Sky Sports, einn virtasti íþrótta-
fréttamiðill heims, ruglar saman
Ragnhildi Steinunni Jónsdótt-
ur Kastljósstjörnu og eiginkonu
Eiðs Smára Guðjohnsen, Ragn-
hildi Sveinsdóttur. Á vefsíðu Sky
Sports eru þeir með svokallað-
an WAG-leik en WAG, „wives
and girlfriends“, er hugtak sem
er notað yfir fallegar eiginkonur
knattspyrnumanna.
Sky hefur sett upp deild les-
endum sínum skemmtunar þar
sem eitt par keppir í nafni þess
liðs sem leikmaðurinn spil-
ar fyrir í ensku úrvalsdeildinni.
Eiði og Ragnhildi var skipt inn
í staðinn fyrir James Beattie og
eiginkonu hans eftir að Beattie
fór til Glagow Rangers frá Stoke
City. Eins og staðan er núna er
Stoke um miðja deild og því
eiga Eiður og Ragnhildur nokk-
uð verk fyrir höndum. Leikur-
inn gengur þannig fyrir sig að
lesendur geta kosið um hvaða
pör vinni sínar viðureignir. Til
dæmis ef Stoke og Tottenham
væru að keppa myndu Eiður og
Ragnhildur mæta þeim Rafael
van der Vaart og Sylvie van der
Vaart.
Ekki er von á öðru en að Eið-
ur haldi sæti sínu í deildinni
þegar forsvarsmenn Sky átta
sig á misskilningnum. Þar sem
Ragnhildur Sveinsdóttir er ekki
síður glæsileg en nafna hennar
Jónsdóttir.
asgeir@dv.is
Sky Sports ruglar saman Ragnhildi Steinunni og eiginkonu Eiðs Smára:
RÖNG RAGNHILDUR
Eiður og Ragnhildur Steinunn
Kannski ýtti þessi mynd frá árinu
2007 undir misskilning Sky.
S krokkurinn réð ekki við að vera að í tólf tíma á dag,“ segir Sturla Jónsson, vörubílstjóri og mót-mælandi. Sturla var eitt aðalum-
fjöllunarefnið í heimildarmyndinni Guð
blessi Ísland sem fjallaði um hrunið og
búsáhaldabyltinguna. Myndin endaði á því
að Sturla keyrði út á flugvöll á leið til Nor-
egs en nú er hann fluttur aftur heim.
„Ég vann við að flísaleggja og ég þurfti
bara að hætta, því að ég hafði ekki orku í
þetta lengur.“ Til stóð að fjölskylda Sturlu
myndi flytja út á eftir honum en ekkert varð
úr því. „Ég vann hjá fyrirtæki sem var með
starfsemi um allan Noreg. Þannig að ég hef
hvort sem er aldrei verið heima hjá þeim.“
Sturla er nú atvinnulaus en hann er í
framboði til stjórnlagaþings. „Verður mað-
ur ekki að reyna taka þátt í því að byggja
landið upp. Hér er framtíðin bröttust. Ekki
björtust heldur bröttust.“ Sturla segist vera
með ákveðnar hugmyndir um hvaða breyt-
ingar hann vilji gera á stjórnarskránni. „Ég
vil bæta í aðra grein stjórnarskrárinnar. Þar
segir að Alþingi og forseti Íslands fari sam-
an með löggjafavaldið, forseti og önnur
stjórnvöld samkvæmt stjórnarskrá og öðr-
um landslögum fari með framkvæmda-
valdið og dómendur fari með dómsvaldið.
Þarna fyrir neðan vil ég bæta; Virði ofan-
greindir aðilar ekki stjórnarskrá íslenska
lýðveldisins skuli þeir sætta allt að 20 ára
fangelsi.“ Sturla segir að ráðamenn hætti
ekki að vanvirða stjórnarskrá landsins fyrr.
Þá segir Sturla nauðsynlegt að skerpa á
atriðum sem tengist auðlindum landsins.
„Ég var nú á fundi með Árna Páli Árnasyni
viðskiptaráðherra fyrir skömmu þar sem
við ræddum kvótakerfið. Hann vill meina
að eignarréttaákvæði eigi að gilda um fisk-
auðlindirnar okkar. En það stangast auðvit-
að á við þá stjórnarskrárgrein að ekki megi
veðsetja auðlindirnar. Þá vill hann meina
að það megi veðsetja nýtingarréttinn. Þetta
náttúrulega gengur ekki upp. Það var lítið
um svör hjá honum þegar ég spurði hann
hvernig það gætu talist almannahagsmunir
að 170 til 180 manns færu með 90 prósent
af kvótanum hérna við landið.“
Sturla segir að hann undirbúi sig
undir að ástandið hérna versni enn
frekar. „Kreppan er ekki komin.
Ekki ef maður skoðar önnur lönd
þar sem Alþjóðagjaldeyrissjóður-
inn hefur verið með puttana. Það
er nauðsynlegt að fólk sameinist
um að bera út það fólk sem kom
okkur í þessi vandræði og hefur
kostað okkur allt. Við verðum
að átta okkur á því að kraftur-
inn felst í fjöldanum. En ekki
því að einn og einn séu að
berjast við sýslumann.“
asgeir@dv.is
ÚR FLÍSUM
Í FRAMBOÐ
Sturla Jónsson er fluttur aftur heim frá Noregi
þar sem hann starfaði við flísalögn. Bakið gaf sig
segir Sturla sem vann 12 tíma á dag. Hann býður
sig fram til stjórnlagaþings og vill bæta því inn í
stjórnarskrá að ráðamenn geti hlotið allt að 20
ára fangelsi gerist þeir sekir um brot á henni.
STURLA JÓNSSON Er
fluttur heim frá Noregi
AFLIÐ LIGGUR Í FJÖLDANUM Sturla vill að
fólk sameinist um að koma þeim frá völdum
sem bera ábyrgð á vanda þjóðarinnar.
Ragnhildur Steinunn Flokkast reyndar
undir WAG, en ekki hans Eiðs Smára.