Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2010, Qupperneq 10
10 fréttir 3. nóvember 2010 miðvikudagur fréttir 11
Sigurður ErlingSSon ráðinn:
Sjö mánaða
klúður
Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur staðið
í logandi deilum vegna ráðningar
á nýjum framkvæmdastjóra, en nú
er ljóst að Sigurður Erlingsson, við-
skiptafræðingur og fyrrverandi for-
stöðumaður hjá Landsbankanum,
mun hljóta stöðuna. Er þar með sjö
mánaða ráðningarferli lokið en stað-
an var fyrst auglýst í apríl þegar ljóst
varð að fyrrverandi framkvæmda-
stjóri, Guðmundur Bjarnason,
hyggðist róa á önnur mið. Guð-
mundur lét af störfum 1. júlí en síð-
an þá hefur Ásta H. Bragadóttir verið
starfandi framkvæmdastjóri. Ásta
sótti um starfið þegar það var aug-
lýst í apríl ásamt 25 öðrum umsækj-
endum en stjórn Íbúðalánasjóðs gat
ekki komið sér saman um hver ætti
að fá stöðuna, en valið mun hafa
staðið milli Ástu og Yngva Arnar
Kristinssonar, fyrrverandi aðstoð-
armanns Árna Páls Árnasonar. Var
ákveðið að skipa sérstaka valnefnd
en allt kom fyrir ekki.
Að lokum var ákveðið að aug-
lýsa stöðuna í annað sinn en þá
ákvað Ásta að sækja ekki um. Það
gerði Yngvi hins vegar en þrátt fyrir
að vera talinn hæfur til starfsins í
fyrra umsóknarferlinu fékk hann
ekki stöðuna. Eftir mikið fjaðra-
fok mælti meirihluti stjórnarinnar
með Böðvari Þórissyni, fyrrverandi
starfsmanni í Seðlabanka Íslands.
Böðvar bað um viku umhugsunar-
frest og afþakkaði síðan stöðuna.
Í stjórn Íbúðalánasjóðs sitja tveir
flokksmenn Sjálfstæðis- og Fram-
sóknarflokks og einn úr Samfylk-
ingunni. Jóhann Ársælsson, fulltrúi
Samfylkingar, studdi Yngva en hætti
við þegar ljóst varð að hann nyti ekki
stuðnings meirihluta. Í samtali við
DV sagði Ásta H. Bragadóttir að hún
myndi halda áfram störfum sem að-
stoðarframkvæmdastjóri Íbúðalána-
sjóðs en hún vildi ekki tjá sig frekar
um ráðningu Sigurðar.
Bæjarstjórn Garðabæjar hefur ákveð-
ið að segja skilið við Eignarhaldsfé-
lagið Fasteign (EFF). Samningavið-
ræður fara fram um að bæjarfélagið
kaupi eignarhluta Fasteignar í fyrsta
áfanga Sjálandsskóla. Gunnari Ein-
arssyni, bæjarstjóra Garðabæjar, var
upphaflega falið að leita samninga
um kaupin fyrir hönd bæjarfélagsins.
Hann telst hins vegar vanhæfur til að
taka þátt í samningum vegna þess að
hann á einnig sæti í stjórn Fasteign-
ar og getur ekki verið beggja vegna
borðsins og í senn varið hagsmuni
íbúa Garðabæjar og hagsmuni EFF.
Forsvarsmenn EFF meta hlut sinn
í Sjálandsskóla á 1,3 milljarða króna.
Byggingarkostnaður fyrsta áfanga
Sjálandsskóla var aftur á móti um
556 milljónir króna. Bergur Hauks-
son, framkvæmdastjóri EFF, segir að
upphæðin sé að hluta háð gengi evr-
unnar. Viðmiðunargengi hennar var
78 krónur á byggingartíma Sjálands-
skóla en gengi evrunnar er nú um um
154 krónur. Auk þess nam kostnað-
ur við lóð um 120 milljónum króna.
Viðmiðunargengi evru var 88 krón-
ur þegar lóðin var lögð inn í eignar-
haldsfélagið en gengi evrunnar er nú
154 krónur, eins og áður segir.
Betur borgið utan EFF
Samningaviðræður standa enn yfir
milli EFF og Garðabæjar. Af hálfu
bæjarfélagsins er þess krafist að
það hlutafé sem það lagði með sér
inn í EFF í upphafi komi til frádrátt-
ar kaupverðinu á fyrsta áfanga Sjá-
landsskóla.
Garðabær er nú fimmti stærsti
hluthafinn í EFF á eftir Íslands-
banka, Reykjanesbæ, Álftanesi og
Vestmannaeyjum. Íslandsbanki
og Reykjanesbær eru langstærstu
hluthafarnir og eiga samanlagt
um helming í eignarhaldsfélaginu.
Bæjarstjórn Garðabæjar telur ekki
hagkvæmt lengur að leigja hluta
skólans enda nema leigugreiðsl-
urnar nú þegar stórum hluta af
kostnaðarverði við byggingu þess
hluta Sjálandsskóla sem er í eigu
EFF. Bæjarstjórnin leitaði með-
al annars álits R3-Ráðgjafar sem
reiknaði út hvaða kostir væru fýsi-
legastir fyrir bæjarfélagið miðað
við gefnar forsendur um gengi,
vexti og fleira. Ljóst er að þeir
útreikningar styðja þá nið-
urstöðu að hagkvæmara
sé fyrir íbúa Garðabæjar
að kaupa skólann út úr
EFF. Þau rök hafa meðal
annars verið höfð gegn
rekstrarformi Fasteignar
að opnberir aðilar eigi að
jafnaði auðveldara með að
útvega lánsfé á markaði á
lægri vöxtum en tíðkast
á einkamarkaði.
Enn ósamið um Hr
Brotthvarf Garðabæjar úr
EFF hlýtur að teljast nokk-
urt áfall fyrir félagið sem reist
er á grunni samstarfs einka-
fyrirtækja og opinberra aðila.
Af sextán hluthöfum eru ellefu
sveitarfélög og fimm einkafyrir-
tæki, Íslandsbanki, Arion banki,
Borgun, Kreditkort og Hástoð
ehf., rekstrarfélag Há-
skólans í Reykja-
vík. Viðræður
standa yfir
um að losa
rekst-
ur Há-
stoðar
og Háskólans í Reykjavík út úr EFF.
Bergur Hauksson, framkvæmda-
stjóri EFF, segir að framtíð há-
skólans innan eignarhaldsfélags-
ins sé ekki frágengin enn. „Ekki
er um nein vanskil á leigutekjum
að ræða nema hjá Álftnesingum.
Leigutekjurnar miðast að hálfu
leyti við gengi evrunnar. Eftir geng-
ishrun krónunnar var ákveðið að
Garðabær á leið
út úr FasteiGn hF
Eignarhaldsfélagið Fasteign metur hlut
sinn í Sjálandsskóla í Garðabæ á 1,3 millj-
arða króna. Garðabær vill kaupa eignar-
hlut Fasteignar í skólanum og telur hag
sínum betur borgið utan eignarhaldsfé-
lagsins. Byggingarkostnaður fyrsta áfanga
skólans var um 560 milljónir króna á sín-
um tíma. Bæjarstjóri Garðabæjar situr í
stjórn Fasteignar.
jóHann HaukSSon
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Við eigum í þess-um samningavið-
ræðum um söluna á hlut
félagsins í Sjálandsskóla
og EFF minnkar sem því
nemur þegar salan er
um garð gengin.
*Raunverulegt hlutafé Hástoðar (Háskólinn í Reykjavík) í EFF er liðlega 26 prósent af
heildarhlutafé. „Samkvæmt samningum um kaup á eignum sem greitt er fyrir með
hlutafé öðlast hluthafi hvorki atkvæðisrétt né rétt til arðs fyrr en viðkomandi eign
verður tekjuberandi fyrir félagið. Allur eignarhlutur Hástoðar ehf. og hluti eignarhlut-
ar Íslandsbanka hf. falla undir framangreint,“ segir í ársskýrslu EFF fyrir árið 2009.
Þannig telst liðlega fjórðungshlutur Hástoðar í EFF ekki virkur.
Þessir eiga eignarhaldsfélagið
Hluthafar í Fasteign hf. Virkt hlutafé
Engigerðiehf.(Íslandsbanki-Glitnir) 24,15%
Reykjanesbær 24,15%
SveitarfélagiðÁlftanes 14,38%
Vestmannaeyjabær 8,31%
Garðabær 5,42%
Sandgerðisbær 4,04%
Grímsnes-ogGrafningshreppur 3,38%
Fljótsdalshérað 2,76%
SveitarfélagiðÖlfus 2,75%
Arionbankihf. 2,30%
Borgunhf. 2,23%
SveitarfélagiðVogar 1,89%
Fjarðabyggð 1,86%
Norðurþing 1,50%
Kreditkorthf. 0,90%
Hástoðehf. 0,00*
Gefa tonn
af kjötfarsi
„Við ákváðum, í þessari kreppu-
tíð, að gera vel við land og þjóð og
gefa þarna eitt tonn af kjötfarsi,“
segir Karl Ómar Jónsson hjá Esju
kjötvinnslu sem á og rekur Kjöt- og
fiskibúðina Bryggjuhúsið á Höfða-
bakka 1. Karl Ómar og félagar ætla
að standa fyrir nokkru sem þeir kalla
Magnaður miðvikudagur í dag þar
sem hver sem er getur komið við í
búðinni og fengið kíló af kjötfarsi
án allra kvaða. „Bara segja hæ og ég
er að sækja bitann minn,“ segir Karl
Ómar í samtali við DV.
„Við opnum klukkan tíu og þetta
verður til hálf sjö um kvöldið. Miðað
við umferðina hér í búðinni dags
daglega þá ætti tonnið að duga. Og
þetta er ekki bara fyrir nauðstadda,
allir sem koma í búðina geta fengið
kíló af alvöru kjötfarsi. Við ætlum
líka að sýna fólki að kjötfars er ekki
alltaf kjötfars, þetta er alvöru vara
sem hverfur ekki á pönnunni,“ segir
Karl.
Beggja vegna borðsins GunnarEinarssonerísenn
bæjarstjóriGarðabæjarogstjórnarmaðuríFasteignhf.og
þvíekkihæfurtilaðsemjaumkaupverðSjálandsskóla.