Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2010, Síða 6
6 FRÉTTIR 3. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR
Opið virka daga 12-18
laugardag 12-16
Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík - 517-2040
LAGERSALA
Loðfóðruð
barnastígvél
www.xena.is
Lögmaður Mehdis Kavyanpoor segir ekki hlustað á gagnrýni:
Höfnun gagnrýnd
Dómur Hæstaréttar sem staðfesti
synjun hælis fyrir Mehdi Kavyanpoor
frá Íran fyrr í mánuðinum hafði í för
með sér áfallinn málskostnað vegna
þess að gjafsókn Mehdi var hafnað
af hálfu dómsmálaráðuneytisins. Sú
höfnun hefur verið gagnrýnd bréflega
af lögmönnum Mehdis en auk þess
munu Lögmannafélagið og Rauði
krossinn hafa tekið undir þá gagnrýni
gagnvart ráðuneytinu. „Synjun um
gjafsókn í málum sem beinast gegn
ráðuneytinu sjálfu orkar mjög tví-
mælis, segir Arnar Þór Jónsson, einn
lögfræðinga Mehdis. „Meðal ann-
ars vegna vanhæfissjónarmiða sem
kenna má við stofnanavanhæfi. Arnar
nefnir þá sérstaklega aðild Ögmundar
Jónssonar dómsmálaráðherra að mál-
inu á fyrri stigum.“
Ögmundur var þá í stjórnarand-
stöðu og heimsótti flóttamanna-
búðirnar í Keflavík og talaði fyrir
auknum rétti og bættum aðstæðum
flóttamanna sem þá voru í hungur-
verkfalli vegna niðurstöðu héraðs-
dóms um synjun hælis á Íslandi.
Þeirra á meðal var Mehdi Kavyanpoor.
„Arnar segir kostnaðinn hafa verið
nokkru lægri en komið hafi fram í frétt-
um af málinu og því megi bæta við að
ástæða þess að skrifstofan ber kostn-
að af áfrýjuninni sé sú að gjafsókn hafi
verið hafnað af hálfu dómsmálaráðu-
neytisins. „Það skiptir annars minnstu
að við höfum unnið í málinu fyrir lít-
ið. Stóra málið er að höfnun gjafsókn-
ar stendur í vegi fyrir að fólk í stöðu
Mehdis geti gætt hagsmuna sinna fyrir
dómstólum hérlendis. Sú höfnun hef-
ur verið gagnrýnd bréflega af okkur
lögmönnum hans, en auk þess munu
Lögmannafélagið og Rauði krossinn
hafa tekið undir þá gagnrýni gagnvart
ráðuneytinu,“ segir Arnar. „Ráðuneyt-
ið hefur hins vegar látið gagnrýni sem
vind um eyru þjóta.“
kristjana@dv.is
Lögmannafélagið og Rauði Kross-
inn gagnrýna Dómsmálaráðuneyti
Höfnun gjafsóknar stendur í vegi fyrir
því að fólk í stöðu Mehdis geti gætt
hagsmuna sinna fyrir dómstólum.
Svifryk í Reykjavík
Svifryksgildi mældust há við Grens-
ásveg í Reykjavík í gær, þriðjudag,
samkvæmt tilkynningu frá umhverf-
issviði Reykjavíkur. Hálftímagildið
klukkan 15.30 í gær mældist yfir eitt
þúsund míkrógrömm á rúmmetra.
Heilsuverndarmörkin á sólarhring
eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.
Meðaltal frá miðnætti er 113.
Var um að ræða staðbundin áhrif
á Grensásvegi, sennilega vegna
uppþyrlunar ryks frá götum, frá
framkvæmdasvæðum eða salts úr
sjónum. Vindstyrkur mældist við
Grensásveg yfir sjö metrar á sek-
úndu en þurrviðri var í Reykjavík,
rakastig lágt og jörð þurr.
Köttur beit stúlku
Sex ára stúlka var bitin í úlnliðinn
af ketti í Grindavík á föstudag í síð-
ustu viku með þeim afleiðingum að
stórsá á henni. Þetta kemur fram á
vef Víkurfrétta en þar segir að lög-
regla hafi brugðist fljótt við og tekið
köttinn úr umferð.
„Það stórsá á stelpunni,“ er haft
eftir móðurinni, Jónu Rut Jónsdótt-
ur, á vef Víkurfrétta en stúlkan ætlaði
að klappa kettinum þegar hann beit
hana. Hún segist hafa haft samband
við sjúkrahúsið í Keflavík þar sem
hún fékk þau skilaboð að búa um
sárið og sótthreinsa vel.
Að svo búnu var hringt á lög-
regluna og náðu laganna verðir að
króa köttinn af og fjarlægja hann.
„Ég vildi auðvitað ekki að annað
barn yrði fyrir þessari óskemmtilegu
reynslu.“
Össur ánægður
„Þetta var mjög árangursríkur
fundur, og er í takt við þau miklu
samskipti sem við höfum verið í
við Rússa síðustu misseri og mán-
uði,“ segir Össur Skarphéðinsson
sem átti fund með Sergei Lavr-
ov, utanríkisráðherra Rússlands,
í Osló.
„Við fórum vel yfir samstarf-
ið á sviði jarðhita, en ég hef árum
saman verið talsmaður þess að við
seljum Rússum þá þekkingu og
tækni sem Íslendingar hafa yfir að
ráða á því sviði. Ólafur forseti náði
mjög góðum árangri fyrir okkur á
fundi sínum með Pútín, sem bein-
línis lagði áherslu á stórt verkefni á
Kamtsjatka með íslenska þekkingu
sem tæknilega forsendu, og undir
það tók Lavrov á fundinum áðan.“
„Ég veit ekki hvert afi verður send-
ur, líklega eitthvert innan Austur-
lands en það er mikill samhugur
í fólki að stand vörð um elliheim-
ilið,“ segir Una Björk Kjerúlf, ung
kona sem vakti athygli á áhrifum
niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu á
Vopnafirði með skrifum sínum. Þar
lýsir hún því hvernig afi hennar, Ein-
ar Jónsson, þurfi líklega að flytja í
annað bæjarfélag og burt frá eigin-
konu sinni ef af fyrirhugaðri lokun á
legudeild Sundabúðar á Vopnafirði
verður.
Málið í biðstöðu
Einar Jónsson er fæddur árið 1914
og kona hans Guðrún Pétursdótt-
ir árið 1923 og þann 18. nóvember
næstkomandi munu þau eiga 60 ára
brúðkaupsafmæli. Þau hafa dvalið
í Sundabúð frá því um aldamótin
og líður vel þar, að sögn Unu Bjark-
ar. Guðrún býr í dvalaríbúð sem er
fyrir ofan legudeildina þar sem Ein-
ar dvelur yfir nóttina en á daginn er
hann hjá konu sinni. Ef legudeild-
inni verður lokað munu þau hjón-
in ekki getað verið saman þar sem
Einar er háður því að dvelja á legu-
deildinni.
Guðrún segist ekki trúa því að
þetta verði liðið. „Svona lagað gerir
maður ekki, þetta má ekki gerast,“
segir hún og Einar bætir við að hann
hafi ekki trú á því að þetta gangi í
gegn. „Nei, það kemur ekki til.“
Fyrir helgi var vistmönnum skýrt
frá því að legudeildin yrði lögð nið-
ur að öllu óbreyttu. „Við vitum ekki
hvað það þýðir en ég held að fólkið
á staðnum ætli ekkert að láta það
gerast,“ segir Una Björk og bætir við
að þau hafi ekki frétt meira af stöðu
mála nema það sem birst hafi í fjöl-
miðlum. Allir séu að bíða eftir við-
brögðum frá Heilbrigðisstofnun
Austurlands og málið sé í biðstöðu.
„Ég sé ekki sparnaðinn í þessu“
Una segir Vopnfirðingar reiða og
hneykslaða á hvernig þetta var kynnt
og hvernig fólk er skilið eftir í lausu
lofti án ásættanlegra skýringa. Hún
bendir einnig á að það hangi meira
á spýtunni en einungis legudeild-
in þar sem þeir sem dvelja á dvalar-
heimilinu sæki mikið í þjónustuna á
deildinni. „Öll böðun og slíkt fer fram
á neðri hæðinni en þar eru sjúkralið-
ar sem sinna þeirri þjónustu. Auk
þess er fólk með öryggishnapp sem
það getur notað ef þörf er á aðstoð að
næturlagi. Þetta er mikið öryggistæki
fyrir eldra fólk og slæmt ef það öryggi
er tekið af þeim,“ segir Una Björk.
Einnig sé mikil þörf á legudeild þeg-
ar breyta þarf lyfjagjöf eða þegar fólk
þarf að leggjast inn í nokkra daga af
einhverri ástæðu. „Ég sé ekki sparn-
aðinn í því að leggja niður deild en
við það missa 23 starfsmenn vinnu,
margir af þeim faglærðir. Auk þess
þarf að senda fólk í sjúkraflugi eða
flytja á annan hátt með tilheyrandi
kostnaði. Mér finnst þetta ekki hafa
verið hugsað til enda,“ segir hún.
Hún segir fólk sammála um að
þeir sem stjórni Heilbrigðisstofnun-
inni sé ekki slæmt fólk eða illa inn-
rætt. Það sé bara klaufalega að þessu
staðið. „Við höfum skilning á því að
það þurfi að skera niður, bara ekki
hvernig er staðið að því. Það er ver-
ið að taka fólk með fullt sjálfræði og
færa það á allt annan stað gegn vilja
þess,“ segir Una Björk.
Legudeildin er grunnþjónusta
Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopna-
fjarðarhrepps, segir þetta vera há-
alvarlegt mál og að hún geti ekki
sætt sig við að fólk sé flutt hreppa-
flutningum. Þegar DV náði tali
af Þórunni beið hún eftir fundi í
heilbrigðisráðuneytinu til að ræða
mál Sundabúðar. Þórunn fékk þó
ekki áheyrn í heilbrigðisráðuneyt-
inu eins og henni var lofað. Hún
segir það fyrir neðan allar hell-
ur að forsvarsmenn sveitarfélaga
fái ekki áheyrn í ráðuneytinu.
„Við vorum tilbúin að taka á okk-
ur niðurskurð eins og allir aðrir
en þetta er engan vegin ásættan-
legt. Við búum afskekkt og hér eru
samgöngur erfiðar. Legudeildin er
hluti af grunnþjónustu okkar sem
þarf að vera á stað sem Vopna-
firði,“ segir Þórunn. Hún segir
stjórn Heilbrigðisstofnunarinnar
hafa reynt að flytja fé á milli deilda
til að halda legudeild Vopnafjarð-
ar gangandi. Þó fái Vopnfirðingar
ekki sama framlag og aðrir. „Það
er unnið að því að fá leiðréttingu
á grunnframlögum til deildarinn-
ar. Ef við sætum við sama borð og
aðrir gætum við rekið legudeild-
ina,“ segir hún, en aðspurð um
ástæður segist hún ekki hafa feng-
ið svör við því.
Ef fram fer sem horfir verða hjónin Einar Jónsson og Guðrún Pétursdóttir aðskilin
vegna fyrirhugaðrar lokunar á legudeild Sundabúðar á Vopnafirði. Einar er 96 ára og
þarf að flytja í annað sveitarfélag til þess að fá umönnun. Hann er bjartsýnn og segist
ekki hafa trú á því að þau verði aðskilin. Þau hafa verið gift í 60 ár.
GUNNHILDUR STEINARSDÓTTIR
blaðamaður skrifar: gunnhildur@dv.is
Við höfum skiln-ing á því að það
þurfi að skera niður,
bara ekki hvernig er
staðið að því.
Una Björk Kjerúlf Una Björk vakti
athygli á afleiðingum niðurskurðar
með skrifum sínum. Einar Jónsson og Guðrún Pétursdóttir
„Svona lagað má ekki gera,“ segir Guðrún.
MYND JÓN SIGURÐSSON-VOPNAFJORDUR.IS
ÖLDRUÐ HJÓN AÐSKILIN