Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2010, Side 24
HANDBOLTINN AFTUR AF STAÐ Eftir landsleikja-
hlé fer N1-deildin í handbolta aftur af stað en þrír leikir verða leiknir í
fimmtu umferðinni á fimmtudaginn. Hið ósigraða lið Akureyrar tekur á
móti Valsmönnum sem hafa ekki enn unnið leik í deildinni en sá leikur
hefst klukkan 18.30 í Vodafone-höllinni. HK-ingar sem hafa komið liða
mest á óvart fara í heimsókn í Mosfellsbæinn og mæta þar nýliðum
Aftureldingar á meðan stórleikur umferðarinnar verður í Kaplakrika
þar sem FH tekur á móti Fram. Báðir þessir leikir hefjast klukkan 19.30
en á laugardaginn lýkur svo umferðinni með leik Hauka og Selfoss.
FJÖGURRA LEIKJA BANN HJÁ KÁRA
Kári Árnason sem leikur með 2. deildarliðinu Plymouth
á Englandi var dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir rauða
spjaldið sem hann fékk í tapi gegn Oldham um síðastliðna
helgi. Þetta var annað rauða spjald Kára á leiktímabilinu.
Kári mun því missa af þremur leikjum í 2. deildinni ásamt
einum í bikarkeppni neðri deilda liða sem eitt sinn hét
Framrúðubikarinn. Plymouth tapaði leiknum, 4–2, en komst
samt, með tveimur mönnum færri leikmenn, yfir, 2–1.
MOLAR
YAYA AFTUR TIL BARCA?
n Spænskir miðlar halda því fram
að Barcelona ætli að reyna að fá
miðjumanninn YaYa Toure aftur
frá Manchester
City fyrir slikk
en Fílabeins-
strendingurinn
hefur átt
erfitt með að
aðlagast lífinu
í Manchester.
Toure var
keyptur til City í
sumar á 24 milljónir punda og fær
um 200 þúsund pund í vikulaun.
Samkvæmt umboðsmanni hans
er Toure samt ekki á eitt sáttur við
hugarfar nokkurra samherja sinna.
„Yaya finnst nokkrir leikmenn City,
sérstaklega þeir sem hafa verið hér
lengi, taka sæti sínu í liðinu sem
sjálfsögðum hlut en það veit aldrei
á gott þegar lið ætla að vinna titla,“
segir umboðsmaður hans.
HODGSON ÁNÆGÐUR
MEÐ SEIGLUNA
n Roy Hodgson ætlar að endast
eitthvað lengur í starfi hjá Liver-
pool eftir að liðið vann sinn annan
leik í röð í ensku úrvalsdeildinni
gegn Bolton
um síðastliðna
helgi, 1–0. Gat
Hodgson ekki
hætt að hrósa
liði sínu fyrir
mikla seiglu. „Ég
er að komast að
því hversu mikil
seigla er í þessu
liði og það er tilbúið í þessa baráttu
með mér. Síðustu tveir leikir hafa
verið góðir og ég veit að þegar
birtir meira til hjá okkur verðum
við flottir. Ég er samt ekkert að
blekkja sjálfan mig því ég veit að
það er mikil vinna eftir. Sérstaklega
með öll þessi meiðsl í leikmanna-
hópnum hjá okkur núna,“ segir
Hodgson.
TIGER EKKI HISSA
n Ömurlegu ári Tigers Woods á
golfvellinum lauk með því að hann
missti efsta sæti heimslistans til
Englendingsins
Lee Westwood.
Tiger hafði
setið á toppnum
samfleytt í 281
viku en þar sem
hann hefur ekki
unnið mót í
bráðum tvö ár og
spilað skelfilega
undanfarið var það óhjákvæmilegt
að hann missti toppsætið. „Þetta
kom mér ekkert á óvart. Ég er ekki
lengur númer eitt í heiminum, því
hefði ég átt að halda toppsætinu
hefði ég þurt að vinna mót í ár. Það
gerði ég ekki og því fór sem fór,“
segir Tiger Woods sem tekur þátt
í móti í Kína um næstu helgi til að
reyna skora nokkur stig á heims-
listanum.
VERÐUR ENGINN BARDAGI
n Freddie Roach, þjálfari hnefa-
leikakappans Mannys Pacquiao,
efast um að áhugamenn um
hnefaleika fái nokkurn tíma að
sjá skjólstæðing sinn og hinn
magnaða Floyd Mayweather takast
á í hringnum. Bæði Pacquioa og
Mayweather eru ósigraðir á sínum
ferli og vill fólk sjá þá berjast um
hvor sé besti hnefaleikakappi allra
tíma. „Ég get ekki séð að það verði
af þessum bardaga. Það er búið
að bjóða Mayweather óheyrilegar
fjárhæðir fyrir að berjast. Ég bara
skil ekki hvernig hann getur neitað
þessu. Hnefaleikar eru vissulega
íþrótt en þetta eru viðskipti líka,“
segir Roach.
24 SPORT UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON tomas@dv.is 3. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR
PULIS NIÐURLÆGIR ÍSLENDINGA
Í fjórða skiptið á leiktímabilinu
þurfti Eiður Smári Guðjohnsen að
sitja allan tímann á bekknum hjá
Stoke þegar liðið tapaði gegn Ev-
erton, 1-0, á Goodison Park um
síðastliðna helgi. Eiður hefur ekki
enn fengið að byrja leik með Stoke
frá því hann gekk í raðir liðsins á
lokadegi félagaskipta í ágúst og á
laugardaginn var hann ónotaður
varamaður í fjórða skiptið á leiktíð-
inni. Tony Pulis, knattspyrnustjóri
Stoke, hefur áður farið illa með Ís-
lendinga en samband hans við þá
hefur sjaldan verið gott. Pulis gerði
þeim Tryggva Guðmundssyni og
Þórði Guðjónssyni morgunljóst að
hann myndi aldrei nota þá þegar
íslenskir eigendur Stoke keyptu þá
til félagsins í ársbyrjun 2005. Nið-
urlægði Pulis Tryggva illilega með
því að láta hann keyra bíl annars
leikmanns á eftir rútunni. Eins fór
hann illa með feril Bjarna Guðjóns-
sonar og frysti hann hjá tveimur
liðum og endaði þar með atvinnu-
mannaferil hans.
Stoke Holding, íslenska eign-
arhaldsfélagið sem átti Stoke, réð
Tony Pulis til starfa í nóvember
2003 þegar Steve Cotterill, sá er tók
við af Guðjóni Þórðarsyni, sagði
upp störfum. Í byrjun tímabilsins
2004/2005 var mikil kergja á milli
Pulis og íslensku stjórnarinnar sem
fékk að bitna á íslensku leikmönn-
unum. Pulis var rekinn frá liðinu en
ráðinn aftur um leið og Peter Coat-
es, sá sem seldi Íslendingunum fé-
lagið, keypti það aftur.
Rándýr á bekknum
Eftir komu Eiðs til Stoke gagnrýndi
Pulis hann harkalega í fjölmiðl-
um fyrir það í hversu slæmu formi
hann væri. „Ég veit ekki hvað hann
var að gera í sumar,“ sagði Pulis um
Eið og bætti því við að einhver tími
þyrfti að líða þar til Eiður gæti spil-
að heilan leik með Stoke. Eiður hef-
ur nú æft með Stoke í tvo mánuði og
spilað þrjá varaliðsleiki. Sú afsökun
að Eiður sé í slæmu formi hlýtur að
vera orðin úldin af elli en um miðjan
október sagðist Eiður vera tilbúinn
til að spila heilan leik.
Knattspyrnuspekingum hefur
komið á óvart hversu mikið Eiður
er látinn dúsa á bekknum, sérstak-
lega vegna launa hans. Enskir miðl-
ar greindu frá því að Eiður hafi tekið
á sig launalækkun upp á tíu þúsund
pund eða 1,8 milljónir króna svo
samningar gætu náðst. Er því Eiður
með 65.000 pund í vikulaun eða því
sem nemur ellefu og hálfri milljón
króna.
Veikur Kenwyne Jones í stað
Eiðs
Fyrir viku héldu margir að Eiður
Smári fengi loks að byrja leik með
Stoke þegar liðið fékk West Ham
í heimsókn í deildarbikarnum. Er
deildarbikarinn oft nýttur til að gefa
leikmönnum á bekknum tækifæri
og bárust þær fréttir frá Englandi að
nú væri loks komið að Eiði. Svo var
þó ekki. Langtímauppáhald Pul-
is, framherjinn Kenwyne Jones, var
látinn spila leikinn í stað Eiðs. Jones
var veikur en samt tekinn fram yfir
Eið.
„Kenwyne vildi ekki spila leik-
inn en ég stappaði í hann stálinu og
sendi hann út á völlinn. Hann var
sveittur og kaldur og sagðist hafa
verið slappur í viku,“ sagði Pulis eftir
leikinn sem tapaðist, 3-1. Kom Eið-
ur inn á sem varamaður á 58. mín-
útu og þar sem leikurinn fór í fram-
lengingu fékk hann að spila í rétt
rúma klukkustund. Töluvert meira
en áður hefur þekkst á stuttum ferli
hans hjá Stoke.
Peð í rifrildi Pulis og
stjórnarinnar
Eiður hefur lítið tjáð sig um bekkjar-
setuna og þar sem hann hefur skrúf-
að á öll samskipti við íslenska blaða-
menn hefur ekki verið hægt að fá
viðbrögð hans við ákvörðunum Pul-
is hingað til. Án efa hefur form Eiðs
eitthvað haft að segja til að byrja
með en hvaða fótboltaáhugamað-
ur sem er hlýtur að spyrja sig hvers
vegna Eiður Smári er ekki einu sinni
sendur til að hita upp þegar liðið er
að tapa 1-0 fyrir Everton og vantar
svo sannarlega einhverja töfra inn á
völlinn.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Tony Pulis fer illa með íslenska leik-
menn en íslenskir eigendur Stoke
fengu á sínum tíma Tryggva Guð-
mundsson og Þórð Guðjónsson til
liðsins sem þá var í næstefstu deild,
en þeim var fljótt gerð grein fyr-
ir stöðu sinni hjá liðinu. „Hann til-
kynnti mér nánast um leið og við
mættum að hann myndi aldrei nota
mig nema í ítrustu neyð,“ segir Þórð-
ur Guðjónsson. „Þegar við komum
inn var mikill ágreiningur á milli
stjórnarinnar og Pulis og við vorum
svolítið eins og peð í tafli þeirra,“ út-
skýrir Tryggvi Guðmundsson.
Talaði illa um Íslendingana
Þórður Guðjónsson kom til Stoke frá
Bochum fyrir tilmæli Ásgeirs Sigur-
vinssonar sem mælti með Skaga-
manninum. „Pulis sagði mér að
hann hefði aldrei ætlað að fá mig.
Hann samþykkti þetta bara fyr-
ir eigendurnar en lét mig vita að ég
myndi aldrei spila fyrir hann,“ seg-
ir Þórður Guðjónsson. Hann og
Tryggvi Guðmundsson voru lítið
meira en æfingadýr hjá liðinu þar
sem þeir fengu nánast aldrei að vera
í hópnum. Það var ljóst að Pulis var
ekki vel við íslenska eignarhaldið og
fengu þeir félagarnir að súpa seyðið
af því.
„Það sem sló mig mest var
hversu illa hann talaði um Íslend-
ingana. Í fjölmiðlum var hann dug-
legur að skjóta þá í kaf og svo var
sláandi hvernig Pulis talaði um eig-
endurna fyrir framan leikmennina.
Það kom svo í ljós að hann var að
vinna með fyrrverandi eigandan-
um [Peter Coates, innsk. blm]. Um
leið og hann keypti klúbbinn aft-
ur 2006 var Pulis ráðinn til starfa.
Ég get alveg tekið undir það að við
vorum bara peð í þessari skák hans
við stjórnina,“ segir Þórður sem var
kominn heim til ÍA ári síðar.
Frá degi til dags var Pulis þó ekki
leiðinlegur við hann og Tryggva.
„Hann kom alltaf mjög hreint fram
við mig. Hann sagði mér að sama
hversu góður ég væri í fótbolta fengi
ég aldrei að spila undir hans stjórn.
Ég vissi því alltaf hvernig staða mín
var hjá félaginu,“ segir Þórður en
segir þó ekki að Pulis hafi verið heið-
arlegur. „Hann var hreinskilinn, ekki
heiðarlegur. Við skulum orða það
þannig.“
Látinn keyra bíl annars
leikmanns
„Pulis neitaði bara að nota okkur
Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki enn verið í byrjunarliði
hjá Stoke og um síðustu helgi var hann í fjórða skipti á leiktíð-
inni ónotaður varamaður. Eiður er ekki fyrsti Íslendingurinn
sem Tony Pulis, knattspyrnustjóri Stoke, hefur farið illa með.
Pulis tjáði Þórði Guðjónssyni árið 2005 að hann myndi aldrei
nota hann, Bjarni Guðjónsson var frystur hjá tveimur liðum
undir stjórn Pulis og þá var Tryggvi Guðmundsson látinn
keyra bíl annars leikmanns á eftir liðsrútunni hjá Stoke þeg-
ar Íslendingar áttu félagið.
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Pulis brá þá á það ráð að kalla
á mig og spyrja hvort
ég gæti ekki bara keyrt
bílinn.
FRYSTUR TVISVAR Bjarni Guðjóns-
son var ungur á uppleið hjá Stoke
þegar Tony Pulis frysti hann þar. Pulis
frysti Bjarna svo aftur hjá Plymouth og
þar endaði atvinnumannsferill hans.
UPPÁHALDIÐ Tryggvi Guðmundsson
var látinn keyra bíl Kenwynes Jones á
eftir rútunni og í síðustu viku var Jones
látinn spila veikur í stað Eiðs Smára.